Tíminn - 29.08.1975, Page 8
8
TÍMINN
Föstudagur 29. ágúst 1975
Sérstætt framlag Péturs Maack til ljósmyndasýning-
arinnar Ljós ’75
Svnir um 40 mvndir
af sömu stúlkunni
— Já, ég get ekki sagt annað,
en að mér þyki skemmtilegra að
fást við bundið verkefni — þetta
er eins og með skólaritgerðirnar
— það var skemmtilegra að
glima við eitthvað ákveðið
verkefni en þegar valið var
frjálst. Mér finnst þetta gera
meiri kröfur tii min og það gefur
auga ieið að það verða að vera
mjög frambærilegar myndir,
þegar sýningargesti er boðið
upp á að sjá 30—40 myndir af
sömu manneskjunni. Nú — ég
hafði iöngun til að reyna þetta,
þvi að ég hef aidrei áður tekið
fyrir neitt ákveðið tema. Hins
vegar má segja, að ég hafi vaiið
mér talsvert þröngan ramma,
þegar aðcins ein persóna á i
hiut, — og það var vissuiega
nokkrum erfiðieikum bundið að
finna tíma, sem hentaði okkur
báðum i þá mánuði, sem ég
vann að þessu verkefni.
Tiðindamaður þáttarins Með
Ungu Fólki er staddur að heim-
ir, — og þegar ég hafði kynnzt
henni talsvert þá fyrst fór ein-
hver árangur að koma fram.
Um alllangt skeið var ég eins og
grár köttur i Þjóðleikhúsinu,
ýmist uppi i rjáfri eða niðri á
sviði. Hvað margar myndir i
allt? Látum okkur nú sjá, — ætli
það hafi ekki verið um 3000
myndir i allt sem ég tók af
henni.
Strákarnir þrir unnu af kappi
á heimili Péturs við að skera og
lima upp myndir, — og voru
húsakynnin öll undirlögð. — Það
er nú kannski ekki mikið þó að
allt hér sé undirlagt, — en
heima h já Gunnari — sem er að
byggja uppi i Mosfellssveit — er
myrkrakompan það eina, sem
er búið að ganga frá i húsinu,
segir Pétur. — Ég held, að fólkið
i næsta nágrenni haldi lika að
við séum eitthvað meira en litið
skritnir, bætir hann við.
Pétur, Kjartan og Gunnar
munu sýna á milli 100 og 110
sagt, að Listasafn rikisins á
enga ljósmynd i sinu safni, — og
þetta er sérstaklega undarlegt
fyrir þá sök, að öll nútlmalista-
söfn erlendis kaupa mjög mikiö
af ljósmyndum, — það er senni-
lega i mörgum söfnum, alveg
helmingaskipti milli málverka
og ljósmynda og i sumum söfn-
um er meirihluti listaverkanna
ljósmyndir.
— Við höfum svona verið að
gæla við þá hugmynd, að gefa
Listasafninu eina ljósmynd, —
þvi að þá yrðu þeir að taka við
henni.
Þeir, sem eitthvað hafa feng-
izt viö ljósmyndun sem tæki til
persónulegrar sköpunar hér-
lendis, reka sig oft á þann vegg,
meö
ungu
fólki
sem almenningur hefur reist sér
utan um skoðanir sinar á ljós-
myndun. Það hefur oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar heyrzt i
sýningarsölum, þar sem ljós-
myndarar sýna verk sin, að það
sé litið varið i þessar my ndir, —
þvi að viðkomandi manneskja
þekki engan á myndunum. „Þið
ætlið þó ekki að láta mig borga
fyrir það, að sjá einhverjar
svart/hvitar myndir af ein-
hverju fólki sem ég hef aldrei
séð, sagði frú nokkur hér i bæ
við forráöamenn ljósmyndasýn-
ingar sem sett var upp. Ljós-
myndarar, sem hafa litið á
framleiðslu sina sem list og
vinna að henni sem list, verða
oft varir við þetta og önnur álika
sjónarmið.
— Telur þú, Pétur, að ljós-
mynd sem list hafi verið nægi-
lega kynnt hér á landi?
— Fjandinn hafi það! Viö er-
um búnir að sýna i tvigang, og
erum að fara af stað með þriöju
sýninguna — og það hlýtur að
koma að þvi, aö fólk almennt
viðurkenni okkar ljósmyndir
sem list. Svart/ hvitar myndir
geta verið alveg æöislegar. Við
erum kannski bara of óþolin-
móðir og sennilega dugir það
eitt aö halda ótrauðir áfram.
— Við fengum strax inni á
Kjarvalsstöðum i fyrra skiptið,
og það voru engin vandræði
þegar við sóttum um þar aftur
nú. Sýningarráö hússins viður-
kennir þvi framleiðslu okkar
sem list, — en hins vegar verður
ljósmyndun sem list ekki viður-
kennd fyrr en almenningur hef-
ur viðurkennt hana, — ekki fyrr
en fólk byrjar I rikara mæli að
skreyta hibýli sin með ljós-
myndum, alveg á sama hátt og
það skreytir hibýli sin með mál-
verkum. Ljósmynd er til að
gleðja augað, og sama er að
segja um málverkið, þ.e.a.s.
þegar fólk kaupir ekki bara nafn
málarans.
— Það er kannski aðalatriðið
við listljósmyndun að vera á-
hugamaður, eða eins og Gunnar
Hannesson orðaði það: ,,Þú
hverfur til myndavélarinnar
þegar þú hefur löngun til þess,
en ekki þegar þú þarft að gera
það”, — þarft að skila einhverju
ákveðnu verkefni, fermingar-
myndum, brúðkaupsmyndum
o.s.frv.
— Við viljum fá gagnrýni —
listgagnrýni — á okkar myndir,
en ekki eins og siðast þegar við
sýndum, þegar gagnrýnendurn-
ir rituðu mest um þann fitons-
kraft sem væri að baki sýning-
arinnar.
— Við stöndum engan veginn
jafnfætis listmálurum hvað
fjármálahliðina snertir. Við
verðum fyrst og fremst að
hugsa um að fá sem flesta gesti,
en ekki aö selja, skýtur Kjartan
inn I.
— Já, þetta er alveg rétt. Lé-
legur listmálari, sem heldur
sýningu þarf ekki að selja nema
eina mynd til að eiga fyrir leig-
unni á sýningarsalnum, og hann
þarf að selja aðra mynd til að
eiga upp i kostnað við kaup á
römmum. Við þurfum hins veg-
ar að selja 10 myndir aðeins til
að eiga fyrir leigunni!
— Viö erum viöurkenndir af
atvinnuljósmyndurum, og ég er
dálitið undrandi á þvi. Þaö er
mér hins vegar óskiljanlegt,
hvers vegna atvinnuljósmynd-
arinn litur ekki á sig sem lista-
mann. Af hverju líta þeir bara á
sitt starf sem atvinnu? Mér
finnst, stúdióljósmyndarar bæði
geta gert miklu betur og meira
ef þeir kærðu sig um. Og kann-
ski eiga þeir fullt af listaverk-
um. En hvers vegna fáum við þá
ekki að sjá þau? Við vitum jú
um Kaldal, sem á stórkostleg
portret, — en hvað vitum við um
hina?
A siðustu sýningu Ljós-
klúbbsins urðu nokkrar deilur
um söluskatt, — en skatt-
heimtumenn vildu söluskatt-
skylda allar myndirnar sem
seldust á sýningunni. Um þetta
var mikið ritað i blöð. „Skattur-
inn I dómarasæti: Ljósmyndun
er engin list!! ” var fyrirsögn i
einu blaðanna. Mál þetta endaði
svo á þann veg, að söluskattur
var látinn niður falla, þar sem
ekki hefði þótt sýnt, að ljós-
myndararnir hefðu sett upp
sýninguna i ágóðaskyni. Ein-
hvern veginn á þessa leið var
það orðað i bréfi til klúbbsins
frá skattinum.
— Við ætluðum að fara með
þetta lengra, ef niðurstaðan
hefði orðið á annan veg — og
höfðum I bigerð að senda sam-
tökum, bæði atvinnuljósmynd-
ara og áhugaljósmyndara, á
Norðurlöndum bréf um málið og
óska eftir umsögn þeirra. En
alls staðar á Norðurlöndum er
ljósmyndun undanþegin sölu-
skatti eins og hver annar list-
rænn varningur.
— Það, sem kannski er mest
um vert i sambandi við svona
sýningu, er það, að þetta er
skapandi vinna og mikið átak
sem til þarf. Ég hefði t.d.
sennilega aldrei látið hvarfla að
mér, að halda sýningu, vegna
þess að við getum gert þetta-
saman og unnið að þessu sam-
an.
— Ég held að það sé okkur
öllum sameiginlegt, að lita á
hlutina frá öðru sjónarhorni en
almennt gengur og gerist, — og
við reynum hver á sinn hátt að
vera mjög persónulegir. Hér
áður fyrr þurfti allur hópurinn
að vera smmála um að þessi
mynd og þessi mynd væri hæf á
sýningu—nú er þessu ekki leng-
ur til að dreifa, — við ráðum þvi
sjálfir hvaða myndir verða
sendar á sýninguna. Nú erum
við ekki að sýna andlit hópsins
heldur þrjá ljósmyndara, — og
þvi verða myndir okkar i þrem-
ur básum á sýningunni.
— Ljósmyndun gefur mér
mikið en ég hef verið að fást við
þetta alltfrá barnæsku, gegnum
öll táningaárin — og það er fyrst
núna, að ég tel mig geta fram-
kallað og stækkað svona nokk-
urn veginn klakklaust.
— Ég persónulega hef mikinn
áhuga á þvi að við höldum hóp-
inn áfram — en þið strákar?
Kjaran og Gunnar tóku i sama
streng.
— En hafið þið ekki hugsað að
fjölga meðlimum klúbbsins?
— Nei, ég hef þá skoðun að
það borgi sig ekki, þvi að við
þyrftum þá að byrja að ifenna
þeim alls konar vinntíbrögð,
sem viö höfum verið að læra i
gegnum árin, — og þó það verði
kannski litið á það sem mont, er
það staðreynd sennilega engu
að siður, — að við höfum senni-
lega hvað mesta reynslu i
stækkun mynda hérlendis, eftir
að hafa unnið aö þremur sýn-
ingum.
Sýningin Ljós ’75 verður opn-
uð næstkomandi miðvikudag og
þar sem Pétur er hættur að tala
— setjum við punkt.
—Gsal—
og vinnustotu FétursMaacks myndir á sýningu sinni, en enn-
ljósmyndara — vel að merkja, fremurhafa þeir fengið sérstak-
Þetta eru félagarnir I Ljósklúbbnum, t.f.v. Pétur; Kjartan og
Gunnar.
an gest til að vera með þeim á
sýningunni, — ljósmyndarann
Mats W. Lund, sem mun sýna
stækkaðar litmyndir. Á siöustu
sýningu, Ljós ’73 var Gunnar
Hannesson heiðursgestur
þeirra.
— Auðvitað er þetta fjárhags-
áhætta, sem við tökum á okkur
með þvi að efna til sýningar. Ég
gæti imyndað mér að við hefö-
um fengiö u.þ.b. eina krónu og
fimmtiu aura fyrir hvern
klukkutima sem við unpum að
siðustu sýning! Þá höfðum við
fermetraverðá myndunum, þ.e.
myndirnar voru misjafnlega
dýrar eftir þvi hvað þær voru
stórar — Nú verða allar mynd-
irnar jafnstórar, og allar á
sama verði, — 10 þúsund krón-
ur. — Já, við seldum sæmilega á
siðustu sýningu.
— Það var dálitið merkilegt
að Heyrnleysingjaskólinn
keypti af okkur þrjár stórar
myndir, sem hanga uppi i þess-
um nýtizkulegu ibúðarhúsum
upp við öskjuhlið.
— Hins vegar er það dálitið
furðulegt, svo ekki sé meira
áhugaljósmyndara — en hann
og félagar hans, Kjartan B.
Kristjánsson og Gunnar S. Guð-
mundsson, ætla að opna ljós-
myndasýningu að Kjarvalsstöð-
um næstkomandi miðvikudag,
3. september og mun sýning
þeirra standa yfir til 16. septem-
ber.
Pétur Maack er félagi i fé-
lagsskap sem nefnist Ljós, en
það er félagsskapur áður-
nefndra þriggja áhugaljós-
myndara, sem hefur haldið tvær
sýningar I Reykjavik áður, — en
sú þriðja stendur fyrir dyrum að
Kjarvalsstöðum eins og áður
segir. Sýninguna nefna þeir fé-
lagar Ljós ’75 og sýnir Pétur á
milli 30 og 40 myndir af Helgu
Eldon, ballerínu með meiru, og
eru framangreind orð höfð eftir
Pétri um þetta sérstæða fram-
lag hans til sýningarinnar.
— Ég byrjaði að taka myndir
af Helgu i marz 1974 og siðustu
myndirnar af henni tók ég i vor.
Fyrst tók ég um 300 myndir af
henni og þaö var engin nothæf.
Þá brugðum við á það ráð að
fara i bió saman og i gönguferð-