Tíminn - 29.08.1975, Side 9
Föstudagur 29. ágúst 1975
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
I>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfsla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Skipta útgjöldin
engu máli?
Þjóðviljinn heldur áfram að hamra á þeirri
kenningu, að nóg sé að lita á tekjuhliðina, þegar
rætt sé um það kaupgjald, sem atvinnuvegirnir
geta risið undir. Ef tekjur atvinnuveganna aukist,
hljóti að vera hægt að hækka kaupið. Fljótt á litið
kann ýmsum að finnast þetta ekki óskynsamleg
kenning, en til þess að fá fullt yfirlit um hina raun-
verulegu afkomu, verða menn að vita bæði um
tekjurnar og útgjöldin. Það er ekki nóg, að tekj-
urnar aukist, ef útgjöldin aukast meira.
Það, sem hefur gerzt hér siðan i ársbyrjun 1974
er i stuttu máli þetta: Samkvæmt útreikningi þjóð-
hagsstofnunarinnar nam visitala viðskiptakjar-
anna fyrsta ársfjórðunginn 1974 123,3 stigum. Sið-
an fór hún silækkandi og meðaltalan fyrir árið var
ekki nema 102,6 stig. 1 byrjun þessa árs var hún
komin niður i 86,7 stig. Hún hafði þannig á tæpu ári
lækkað úr 123,3 stigum niður i 86,7 stig, eða um
30%.
Það ætti að vera öllum kunnugt, að viðskipta-
kjörin segja meira til um afkomu sjávarútvegsins,
sem er mesti undirstöðuatvinnuvegur okkar, en
nokkuð annað. Það liggur þvi i augum uppi, að af-
koma hans hefur stórkostlega versnað á umrædd-
um tima. Þótt hægt sé að benda á, að nokkur tekju-
aukning hafi orðið hjá honum i krónutölu, hefur út-
gjaldahækkun orðið miklu meiri. Þess vegna er
útilokað, að hann geti greitt sama kaupgjald og
áður, ef miðað er við raungildi þess.
Þess vegna hefur óhjákvæmilega orðið að rýra
kaupmátt launanna, en miðað við það mikla áfall,
sem útflutningsatvinnuvegirnir hafa orðið fyrir,
hefur tekizt betur en á horfðist að draga úr skerð-
ingu láglaunanna, eins og upplýsingar Kjararann-
sóknanefndar benda til.
Þau skrif, sem Þjóðviljinn iðkar nú um þessi
mál, eru meira en furðuleg, þegar þess er gætt,
hver var afstaða Alþýðubandalagsins, meðan það
var i rikisstjórn. Strax á fyrsta ársfjórðungi 1974,
þegar viðskiptakjörin höfðu aðeins litillega versn-
að, taldi Alþýðubandalagið sjálfsagt að frysta
kaupgjaldsvisitöluna og lögbanna umsamdar
grunnkaupshækkanir, sem fóru yfir visst mark.
Þetta þýddi verulega kjaraskerðingu á tima, þeg-
ar enn hafði ekki orðið nema litilsháttar rýrnun á
viðskiptakjörum. Hvað hefði þá ekki Alþýðu-
bandalagið talið rétt að gera, ef það hefði verið i
stjórn undir þeim kringumstæðum, að viðskipta-
kjörin hefðu rýrnað um hvorki meira né minna en
30%?
En nú er annað hljóð i strokknum hjá Þjóðvilj-
anum. Nú á bara að horfa á tekjuhliðina, en sleppa
alveg útgjöldunum. Og Þjóðviljinn vitnar ákaft i
Þjóðhagsstofnunina og segir að hún hafi reiknað
út, að þjóðartekjurnar hafi ekki minnkað. En vill
Þjóðviljinn þá ekki birta álit Þjóðhagsstofnunar-
innar um hvort þessar tekjur nægi til að halda uppi
óbreyttum kaupmætti launa. Upplýsingar um
þetta hafa vafalaust legið fyrir i sambandi við sið-
ustu kjarasamninga, og vonandi stendur ekki á
Þjóðviljanum að birta þær.
ERLENT YFIRLIT
Kinnhestur varð
Mujibur að falli
Búizt við meiri tíðindum í Bangladesh
Mujibur Rahnian
ENN ERU ekki fyrir hendi
staðfestar upplýsingar um
byltinguna i Bangladesh, en
öruggustu heimildir, sem
fengizt hafa til þessa, benda
til, að þar hafi hvorki yfir-
menn hersins eða nánir sam-
starfsmenn Mujibur Rahmans
átt hlut að máli, en sá grunur
komst á kreik i fyrstu, að ann-
ar hvor þessa aðila hafi verið
hér að verki eða báðir sam-
eiginlega. Umræddar heimild-
ir benda helzt til þess, að til-
takaniega fámennur hópur
ungra herforingja hafi mynd-
að samtök um að ráða Muji-
bur og helztu ættmenn hans af
dögum, og að þeim hafi tekizt
þetta án þess að yfirmenn
hersins og helztu ráðherrarnir
vissu um það fyrr en allt var
um garð gengið. Staða þess-
ara herforingja hafi reynzt
svo sterk innan hersins, að
yfirmenn hans og rikisstjórnin
hafi ekki treyst sér til annars
en að sætta sig við orðinn hlut.
Hinir ungu herforingjar hafi
ekki talið heppilegt, m.a.
vegna aðstöðunnar út á við, að
þeir tækju völdin strax, heldur
væri hyggilegt, að gera sem
minnstar breytingar á stjórn-
inni að sinni og styrkja þá ráð-
herra hennar, sem væru þeim
helzt að skapi, til forustu. Hins
vegar fylgist þeir vel með
öllu að tjaldabaki og ráði
mestu um stjórnarathafnir.
Þeir muni svo taka völdin,
þegar þeir telja tima kominn
til að gera það.
Þetta virðist nokkurn veg-
inn sameiginleg niðurstaða
þeirra erlendra blaðamanna,
sem siðast fóru frá Dacca, en
allir erlendir blaðamenn voru
reknir þaðan i siðustu viku. A-
stæðan er talin sú, að herfor-
ingjarnir hafi talið óæskilegt,
að þeir skrifuðu meira um
byltinguna eða aðdraganda
hennar og allra sízt hverjir
voru þar helzt að verki. Það er
m.a. óttazt, að ýmsir vinir og
aðdáendur Mujiburs innán eða
utan hersins biði eftir tækifæri
til að koma fram hefndum. Sú
saga hefur komizt á kreik, að
þegar hafi verið mynduð
leynisamtök um að myrða alla
þá, sem hafi átt mestan þátt i
vlgi Mujiburs. Slik hefndar-
morð eru tið i Bangladesh og
sá aldarandi er sterkur þar, að
mönnum beri að hefna vina
sinna.
ÞAÐ studdi vafalitið mest að
falli Mujiburs, að hann var
ekki aðeins talinn lélegur
stjórnandi, heldur dafnaði
stórfelld og vaxandi spilling i
skjóli hans. Sjálfur ýtti hann
mjög undir þetta álit með þvi
að hefja ættmenn sina til auðs
og virðingar og færðist þetta
stöðugt i aukana. Sem dæmi
um þetta var m.a. bent á, að
hann hefði sæmt náinn frænda
sinn, Huq Moni, ráðherratitli
og hefði jafnframt stefnt að
þvi, að gera hann að 'eftir-
manni sinum, en Moni var tal-
inn einhver mesti fjárbralls-
maður landsins. Þá gerði
Mujibur svila sinn, Adburob
Seriabad, að ráöherra, en
hann var einnig orðlagður
braskari. Báöir þessir menn
voru myrtir samtimis Muji-
bur, ásamt fjölskyldum sin-
um.
Orðrómur segir, að helzti
leiðtogi byltingarmanna hafi
verið Huq Dalim herforingi. 1
samkvæmi einu fyrir tæpu ári,
var kona hans svivirt af syni
eins helzta vinar Mujiburs og
rak Dalim honum kinnhest.
Fyrir þetta var Dalim fyrst
likamlega grátt leikinn af ör-
yggisvörðum Mujiburs og siö-
an lækkaður i tign. Dalim á-
kvað að koma fram hefndum.
Það var auðveldara en ella,
þvi að andúð gegn Mujibur fór
alltaf vaxandi og þá ekki sizt
meðal hinna yngri herfor-
ingja. Dalim myndaði um sig
hóp herforingja, sem ákvað að
beita sér fyrir breyttum og
bættum stjórnarháttum.
Niðurstaöa þessa varð sú, að
þetta yrði ekki öðruvisi betur
gert en með þvi að ráða Muji-
bur af dögum, þvi að enn átti
hann mikið fylgi hjá almenn-
ingi. Þetta áform varð fram-
kvæmanlegt, þegar þeir her-
foringjar, sem sérstaklega
áttu að gæta úthverfis þess i
Dacca þar sem Mujibur bjó,
bættust I hópinn. Venjan var
að gera öðru hverju vissar
varnaræfingar að kvöldlagi
eða næturlagi.
Aðfaranótt fyrra fimmtu-
dagsins fengu yfirmenn
hersins pata af þvi, að æfing-
arnar væru meiri en venju-
lega, og hefði t.d. skriðdrekum
verið ekið um göturnar. Aður
en þeir gætu þó látið þetta
nokkuð til sin taka, höföu
Mujibur, kona hans og synir
og helztu venzlamenn verið
ráðnir af dögum, alls um tutt-
ugu manns. Rikisstjórnin og
hershöfðingjarnir töldu ráð-
legast að sætta sig við orðinn
hlut.
HINIR erlendu blaðamenn,
sem ero nýkomnir frá Dacca,
eru yfirleitt sammála um, að
hinn nýi forseti Bangladesh,
Khondar Mushtaque Ahmed,
hafi ekkert um þessa atburði
vitað fyrr en þeir voru um
garð gengnir. Hann var valinn
til forustu sökum þess, að
hann þótti hafa sýnt heiðar-
leika i störfum og hafði oft
verið ósammála Mujibur,
þrátt fyrir vináttu þeirra.
Hann gerði i fyrstu litlar
breytingar á stjórninni, en
sitthvað bendir til, að meiri
breytingar séu i vændum.
Þannig hafa verið sett ný lög,
sem herða refsingar fyrir mis-
notkun á embættisvaldi. Sam-
kvæmt þeim hefur fyrrver-
andi forsætisráðherra verið á-
kærður og ýmsir fleiri fyrr-
verandi háttsettir embættis-
menn. Liklegt þykir, að þetta
sé runnið undan rifjum ungu
herforingjanna, sem réðu
Mujibur af dögum, og að þeir
eigi eftir að koma meira viö
sögu, nema gömlum aðdáend-
um Mujiburs takist að koma
fram launhefndum. Yfirleitt
er spáð meiri tiðindum frá
Bangladesh.
Þ.Þ.
Þ.Þ.