Tíminn - 29.08.1975, Page 13
Föstudagur 29. ágúst 1975
TÍMINN
13
jj fllf .jffliiflliBffl, 11111
Norðlendingar nær og
fjær
Svanhildur Þorsteinsdóttir
Akureyri skrifar:
„Eins og kunnugt er hefur
Náttiírulækningafélag Akureyr-
ar nokkur undanfarin ár safnað
fé til byggingar hressingarhælis
i landi Skjaldarvikur við Eyja-
fjörð. öllum má ljóst vera, að
sliku Grettistaki er ekki lyft af
litlum efnum, og þó að almenn-
ingur hafi reynzt félaginu vel
með ýmiss konar framlögum, er
það eins og dropi i hafið varð-
andi byggingarkostnað.
Jón Geir Ágústsson bygg-
ingarfulltrúi fór i vor á vegum
Sjálfsbjargar til Noregs og
Finnlands, til að kynna sér upp-
byggingu og starfrækslu rann-
sóknar- og endurhæfingar-
stöðva, þvi að i ráði er að byggja
slika stöð hér á vegum þess fé-
lags á næstu árum. Jón hóf at-
huganir sinar i Noregi, en hélt
siðan til Finnlands, þvi þar mun
vera starfrækt ein fullkomnasta
endurhæfingarstöð i Evrópu. Er
þar lögð sérstök áherzla á fyrir-
byggjandi aðgerðir, auk endur-
þjálfunar til starfa. Slagorð
Finna i sambandi við stöð þessa
er:
„Hjúkrun sjúkra breytt i
heilsurækt — byrjið nógu
snemma að vinna að þvi”.
Með hliðsjón af athugunum
Jóns Ágústssonar má ljóst vera,
að margt er hægt að læra af
Finnum i þessum efnum, t.d.
þar sem rætt er um fyrirbyggj-
andi aðgerðir — sem sagt, koma
i veg fyrir að fólk fái t.d. at-
vinnusjúkdóma. Virðist mjög
skynsamlegt, að sem flest félög
gerðu sameiginlegt átak með
byggingu slikrar stöðvar. Má
þar fyrst nefna Sjálfsbjörgu,
sem hefur hug á að byggja i
svipuðum stil og N.L.F.A. Mörg
fleiri félög mætti tilgreina, sem
þyrftu á slikri aðstöðu að halda.
Vegna fjárhagserfiðleika
þjóðarbúsins, virðist sjálf-
sagður hlutur að fleiri aðilar
sameinuðust um eitt byggingar-
átak til að nýta sem bezt öll tæki
og læknaþjónustu. Má einnig
nefna, að framlag opinberra
aðila til slikrar stofnunar nýtt-
ist betur I einu lagi, heldur en ef
skipta þyrfti I marga staði.
Um þörf fyrir slika stofnun
sem þessa þarf ekki að fjölyrða,
slikt liggur I augum uppi. T.d.
má þó benda á þann langa bið-
lista, sem alltaf er að heilsuhæl-
inu i Hveragerði.
Veigamikill þáttur málsins er
llka sá, hve fækka mætti legu-
dögum sjúklinga á sjúkrahúsum
með þvi að hafa svona hæli til að
taka við sjúklingum þaðan, og
oft á tlðum með fyrirbyggjandi
aðgerðum koma I veg fyrir þörf
á sjúkrahúsvist, en daggjald
sjúkrahúsa er margfalt hærra
en á svona heilsuhæli.
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði
mun þvi stöð þessi fljótt skila
arði, þegar hún er tekin til
starfa.
Allt, sem stuðlar að mann-
rækt, hvort sem er til likama
eða sálar, er uppbygging, og i
þeim anda vinnur N.L.F.A.
Hvetur þá sem eru sama sinnis
að koma til samstarfs.”
' ilB’v:' 1 i9 Bry • ■
f ’- •* ,
Kristján Benediktsson verkfræöingur, formaður ÍRA, sem er félagsskapur islenzkra radlóamatöra, er
hér I nánu sambandi við einhverja stöð lengst Uti í heimi, og spenntir áheyrendur fylgjast með.
Tfmamynd: GE.
í SAMBANDI VIÐ GJÖRVALLAN HEIM
— Radíóamatörar vekja athygli á Alþjóðlegu vörusýningunni
BH-Reykjavik. — Radióamatörar
vekja mikia athygli á Alþjóðlegu
vörusýningunni i Laugardalshöll,
og er jafnan mikill fjöldi fólks,
sem fylgist með starfsemi þeirra
i sýningardeildinni, þar sem þeir
hafa haslað sér völl. Standa þeir
jafnan I sambandi við radióama-
töra úti um heim, og leyfa við-
stöddum að fylgjast með, og geta
menn fengið kort til staðfestingar
þvi, að þeir hafi heyrt
sendingarnar, sem þeir senda
viðkomandi stöðvum, en slikt
samband er oft upphaf varan-
legra, ánægjulegra kynna.
Radióamatörar hafa leyfi til að
FB-Reykjavik. Gengið hefur
verið frá útreikningum á
verðlagsgrundvelli landbúnaðar-
vara, og hefur hann hækkað um
13.67% frá siðasta útreikningi.
Sex manna nefndin hefur komizt
að samkomulagi um verð á
mjólk, og hefur útreikningur
nefndarinnar verið sendur rikis-
stjórninni til meðferðar. Ekki
hefur verið tekin nein ákvörðun
hjá rikisstjórninni enn um niður-
smiða og starfrækja eigin sendi-
stoövar á sérstökum tíðnisviðum
til viðskipta við aðra radióama-
töra. Þeir einir fá leyfi, sem hafa
tekið próf, er yfirvöld taka gilt.
Leyfin veita radióamatörum ein-
stákt tækifæri til þjálfunar og
sjálfsnáms i radió- og rafeinda-
tækni, radióviðskiptum og til
sambanda við félaga sina um all-
an heim. Fjöldi radióamatöra
nálgast nú eina milljón um viða
veröld, og meðal þeirra fer fram
ótrúlega fjölbreytt og öflug starf-
semi. Áhugamálin eru mörg,
bæði tæknilegs og félagslegs
eðlis.
greiðslur eða annað, svo að ekki
er vitað, hvert mjólkurverðið
verður, en landbúnaðarvörur
eiga að hækka 1. sept. næst kom-
andi. Kjötverð mun þó ekki verða
tekið fyrir fyrr en siðar.
Samkvæmt upplýsingum
Guðmundar Sigþórssonar, ritara
sex manna nefndarinnar, hefur
ekki verið ákveðið, hvenær rikis-
stjórnin fjallar um mjólkurverð-
ið.
Persónuleg sambönd radió-
amatöra um viða veröld, óháð
stjórnmála- og trúarskoðunum,
skila oft trúverðugri mynd af
þjóðum þeirra en fjölmiðlar gera,
og stuðla þannig að auknum
skilningi þjóða I milli. Þetta hefur
ekki einungis þýðingu fyrir þá,
sem samband hafa, heldur einnig
fyrir þá mörgu, sem hlusta.
Blómleg starfsemi radióama-
töra hér á landi getur skipt miklu
máli fyrir þróun tækni- og verk-
kunnáttu þjóðarinnar á sviði
radió- og rafeindatækni i framtíð-
inni. Ungmenni, sem fær áhuga,
innbyrðir oft miklu meiri þekk-
ingu á skemmri tima en hið form-
lega menntakerfi fær afkastað. í
áhugamennskunni er auk þess oft
að finna kveikju frjórra uppgötv-
ana og starfsvals.
Hvert land hefur sinar eigin
reglur um starfsemi radióama-
töra. Þær eru þó likar i flestum
höfuðatriðum. Menn verða að
taka próf i radiótækni, morsi og
radióreglugerðum. Munurinn á
radióamatör og radióáhuga-
manni er svipaður og munurinn á
áhugaflugmanni og flugáhuga-
manni. Sá fyrrnefndi er virkur
þátttakandi i greininni og hefur
tekið próf, en sá siðarnefndi er oft
aðeins áhorfandi. Radióamatör-
um er ekki leyft að hafa samband
við • aðra en radióamatöra, og
skeyta- eða útvarpssendingar eru
almennt ekki leyfðar.
Verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarvara
hækkar um 13,67%
Þýzkukennararnir á námskeiðinu á Laugarvatni.
25 Á ÞÝZKUKENNAR
Á NÁMSKEIÐI Á
LAUGARVATNI
STOFNUNIN Goethe-Institut i
Mflnchen, sem hefur það hlutverk
að vinna að viðgangi þýzkrar
tungu erlendis, bauð Félagi
þýzkukennara á íslandi siðastlið-
inn vetur að standa i sumar
straum af námsskeiði fyrir
þýzkukennara hér, og var það
haldið á Laugarvatni dagana 18.-
23. ágúst undir nafninu AR-
BEITSTAGUNG ZUR METHOD-
IK UND DIDAKTIK DES
DEUTSCHUNTERRICHTS.
Þátttakendur voru 25 auk tveggja
kennara frá Goethe-Institut,
þeirra Johanns Heins og dr. Ger-
hajds Trapp, og þýzka sendi-
kennarans I Háskóla tslands, dr.
Egons Hitzler. Johann Heins
kennir i Goethe-Institut I Stokk-
hólmi, en var áður I Brasiliu og
vlðar. Hann kom hingað til lands
siðastliðinn vetur I kynnisferð og
ferðaðist þá milli skólastaða og
tók þátt I kennslu. Dr. Gérhard
Trapp kennir i kennaraháskólá I
Osló, en var áður I Kalkútta á
Indlandi og viðar. Dr. Egon Hitzl-
kom hingað frá Þrándheimi
fyrir ári, en þar starfaði hann
sem þýzkukennari. A dagskrá
námsskeiðsins voru fyrirlestrar
og umræður um bókmenntir,
kennsluefni og -aðferðir, gerð æf-
inga, dæmingu prófúrlausna, mat
og mælingu á þyngd texta með
svokallaðri LlX-aðferð, kennslu-
bækur og íleira. Einnig var
fjallað um sérvanda þýzkukenn-
ara og -nemenda á tslandi, sem
vegna fjarlægðar frá hinu þýzka
málssvæði eru I mun erfiðari að-
stöðu en kollegar þeirra á Norð-
urlöndum, hvað þá á meginlandi
Evrópu.
Þátttakendur námskeiðsins,
sem voru frá ýmsum tegundum
skóla, bæði gagnfræðaskólum,
verzlunarskóla, menntaskólum
og Háskóla Islands, voru áhuga-
samir og samtaka og samvinna
þeirra mjög góð. Er ráðgert að
halda námskeið með iiku sniði
árlega framvegis, helzt á stað,
þar sem allir geta dvalizt, enda
reyndist Laugarvatn hinn ákjós-
anlegasti staður og fyrirgreiðsla
öll til fyrirmyndar á EDDU-hótel-
inu.
Á meðan námsskeiðið stóð yfir,
barst bréf þess efnis, að væntan-
legur væri I haust farandsendi-
kennari, „Reiselektor”, sem mun
dveljast hér sex vikur og ferðast
milli skóla, þýzkukennurum til
leiðbeiningar og ráðuneytis.
Þess má geta, að siðastliðinn
vetur voru þýzkukennarar hér-
lendis milli 80 og 90 og nemendur
um 6000. Stjórn Félags þýzk'u-
kennara skipa: Baldur Ingólfs-
son, formaður, Stefán Már Ing-
ólfsson, ritari, og Annemarie
Edelstein, gjaldkeri. Meðstjórn-
endur eru Franz Gislason og
Magnús Kristinsson.
Auglýsíd
íTímanum
Fró framhaldsdeildum
N
gagnfræðaskólanna
í Reykjavík
Væntanlegir nemendur i 5. og 6. bekk
þurfa að staðfesta umsóknir sinar með
simskeyti eða i sima dagana l.eða 2.
september n.k. milli kl. 14 og 17 báða dag-
ana
Hjúkrunar og uppeldiskjörsvið i
Lindargötuskóla símar 18368
og 10400
Viðskipta og tungumála og raungreina-
kjörsvið i
Laugalækjarskóla símar 33204
og 34415
Framhaldsdeildirnar taka til starfa 10.
september.
Fræðslustjórinn i Reykjavik