Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 30. september 1975 2 . Stjórn Eimskipafélags íslands: Eimskipafélagið hefur ekki lagt fé í húsbyggingar- sjóð Sjálfstæðisflokksins — lóðaskipti, en ekki úthlutun „I dagblaðinu Timinn 25. sept. birtist grein um Eimskipafélag íslands, sem gefur tilefni til. eftirfarandi athugasemda i sama blaði, þar sem vitað er, aö viða i dreifbýli landsins og i sveitum er Timinn eina blaðið sem fólk sér, og þar á Eim- skipafélagiö velunnara og stuöningsmenn. Allt frá stofnun Eimskipafé- lagsins, hefur félagiö starfað án afskipta af stjórnmálum: um 12 þúsund hluthafar850 fastráðnir starfsmenn og á annað þúsund viðskiptavinir koma úr rööum allra st jórnmálaflokka. Dagblöð hafa yfirleitt veriö réttsýn á málefni félagsins, og allir stjórnmálaflokkar hafa Fyrirlestur um byggðaskipulag Miðvikudaginn 1. okt. mun pró- fessor dr. Edwin von Bönveter halda opinberan fyrirlestur um byggðaskipulag i boði Háskóla Is- lands. Fyrirlesturinn, sem fluttur er á vegum verkfræði- og raunvisindadeildar, verður hald- inn i kennslustofu 101 i Lögbergi og hefst kl. 17:00 og veröur fluttur á ensku. Prófessor von Böventer er hag- fræðingur að menntun og hefur einkum starfað að hagfræðil. og tölfræðilegum rannsóknum varð- andi svæðaskipulag, þ.á.m. þróun atvinnu og mannfjölda i borgum og byggöalögum. Hann er prófessor i þeim fræöum við háákólann i Múnchen i V-Þýzka- landi en er um þessar mundir gistiprófessor við háskólann i Boston i Bandarikjunum. 1 fyrir- lestri slnum hér mun hann fjalla um fyrrgreind rannsóknarefni. sýnt félaginu velvild. — Að gefnu tilefni skal það skýrt tekið fram, að Eimskipafélagið hefur ekki greitt til byggingarsjóðs Sjálfstæðishússins. tTimanum hefur tvisvar birzt gagnrýni á svokallaða lóðaút- hlutun i Sundahöfn og talað um i þvi sambandi, 1. að Eimskipafélagið hafi einokun i Sundahöfn, 2. að reynt sé að útiloka aöra aðila, 3. að þegar tveir hafnar- nefndarmenn lögðu fram tillögu I hafnarnefnd um lóðaskipti, þá hafi ekki einu sinni legið fyrir beiðni frá Eimskipafélaginu um lóðarúthlutun. Vegna þessa skal eftirfar- andi upplýst: 1. Við Sundahöfn hefur sex stórfyrirtækjum verið út- hlutað byggingahæfum lóð- um og/eða þau fengið vilyrði fyrir svæðum, sem siðar verði gerð byggingarhæf. 2. I fjölmiðlum hefur verið haft eftir formanni skipafé- lagsins Hafskip, að fyrirtæk- ið hyggist hefja byggingu á vöruskemmu við Sundahöfn á næsta ári. 3. Eins og fram kemur i ársskýrslu stjórnar Eim- skipafélagsins, úthlutaði hafnarstjórn Eimskipafélag- inu byggingarlóð undir vöru- skemmur við Sundahöfn og gaf félaginu vilyrði fyrir framtiðarathafnasvæði fyrir norðan Flóðurblönduna, sem kalla mætti I Norður-Sunda- höfn. í Sundahöfn, austan Vatnagarða, var óráðstafað svæði, sem að hluta hafði ekki verið fyllt upp. Af hag- kvæmniástæðum fór Eim- skipafélagið fram á við for- ráðamenn Heykjavikurhafn- ar, að fá þetta svæði til ráð- stöfunar gegn afsali félags- ins á jafnmörgum fermetr- um i Norður-Sundahöfn, sem þvi hafði verið úthlutað. Til- laga hér að lútandi var flutt i hafnarstjórn af tveim hafn- arnefndarmönnum og sam- þykkt svohljóðandi: „Hafnarstjórn fellst á að gefa Eimskipafélagi ís- lands vilyrði um úthlutun á þeim lóðum, sem i tillög- unni greinir, þó þannig, að lóð 3 verði skert um hafn- arbakkabreidd samkvæmt ákvörðun hafnarstjórnar, enda samþykki Eimskipa- félag Islands að afsala sér lóðarfyrirheiti i norður- hluta Sundahafnar, sömu fermetratölu og nemur stærð þeirra lóða sem vil- yrði er nú gefið um.” Enn fremur má benda á, að Eimskipafélag tslands er langstærsti viðskiptavinur Rey kjavikurhafnar og munu, eftir þvi, sem bezt er vitað, um 80% af tekjum hafnarinnar vera af við- skiptum við Eimskipafélag- ið. Láta mun nærri að Eim- skipafélagið flytji til lands- ins 80-85% af þeim vörum, sem þarfnast vörugeymslu. Það er þvi ekkert undrunar- efni að hafnaryfirvöld i Reykjavik, á Akureyri og viðar, meti þessi viðskipti og vilji stuðla að þvi að félagið geti sem bezt rækt þjónustu- hlutverk sitt við landsbyggö- ina. Forráðamenn Eimskipa- félagsins kosta kapps um að vera trúir upphaflegri stefnu félagsins, að veita lands- mönnum sem fullkomnasta flutningaþjónustu. Félagið mun hér eftir sem hingað til starfa án stjórnmálaafskipta og stuðla að bættri þjónustu með endurnýjun skipastóls- ins, bættum tækjabúnaði og hagkvæmri vöruafgreiðslu.” Reykjavik, 29. september 1975 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. Kvennadómstóll: Afbrot gegn konum tekin til meðferðar SJ-Reykjavfk Starfshópur fimm kvenna hér i Reykjavik vill ná til kynsystra sinna, sem orðið hafa fyrir andlegu eða likamlegu of- beldi i hjónabandi eða sambúð, nauðgunum, mismunun i vinnu eða menntun, smánarlegri með- ferð í réttarsal eða af hálfu lög- reglu. Starfshópurinn er bundinn þagnarskyldu og nöfn verða ekki birt, nema með leyfi. Fleiri konur eru velkomnar i starfshópinn, en þær sem áhuga hafa, geta snúið sér til Katrinar Didriksen, Báru- götu 7, Reykjavik. Forsaga þessa máls er sú, að um sfðast liðna páska var i Paris haldin ráðstefna, þar sem saman komu 50 konur, einkum laganem- ar frá 20 löndum. (Frakkland, Þýzkaland, Sviss, Austurriki, Italia, Spánn, Portúgal, Dan- mörk, Svíþjóð, Noregur, Puerto Rico, Saudi-Arabía, Stóra-Bret- land, Irland, Holland, Belgia, Bandarikin, Mexikó, Kanada og Bólivia (Suður-Amerika) ). Tilgangur ráðstefhu þessarar var annars vegar að miðla upplýsingum um ýmiss konar af- brot og yfirgang gagnvart konum ihinum ýmsu löndum, hins vegar skipulagning alþjóðlegs kvenna- dómstóls, þar sem afbrotamál þessi munu verða kynnt, tekin til umræðu og afstaða mörkuð. Þátttakendur ráðstefnunnar sögðu frá algengustu réttarskerð • ingu kvenna i heimalöndum þeirra sjálfra. Fram kom, að margar þjóðir áttu við sams kon- ar vandamál að striða. Samþykkt var að skipta afbrotunum i 5 málaflokka: 1. Likamlegt ofbeldi og kyn- ferðisafbrot (sifjaspell, nauðg- un, skækjulifnaður). 2. Valdbeiting viðvikjandi barn- eignum (glæpamennska við fóstureyðingar, vönun gegn vilja, ógreiður aðgangur að getnaðarvörnum eða alls enginn). 3. Yfirgangur innan fjölskyldunn- ar (undirokun, ólaunuð heimilisstörf, mismunun i með- ferð fjölskyldu-, trygginga- og skattalaga). 4. Fjárhagsleg þvingun (undir- launun, skortur á atvinnu- möguleikum, litil vörn gegn uppsögnum). 5. Fjárhagsleg þvingun (undir- launun, skortur á atvinnu- möguleikum, litil vörn gegn upps ögnum). 5. Stjómmálaleg, trúabragðaleg og/eða hugmyndafræðileg undirokun (stjórnmálalegt ófrelsi, skortur á frelsi til að stofna félagasamtök o.s.frv.). Dómstóllinn er hugsaður sem hvatning til að ná jafnrétti kynj- anna, hvar semeri heiminum. Stefnt er að þvi að kvennadóm- stóllinn komi saman I Brussel i desember næst komandi, og þar verði kynnt og rædd þau mál, sem borizt hafa. Einnig er ætlunin að tvær konur frá hverju þátttöku- landi komi og segi frá þvi' órétt- læti, sem þær eru beittar. Félag málmiðnaðarmanna stofnað á Austurlandi gébé-Rvik. — Máim - og skipasmiðasamband ts- lands hefur undanfarið unnið að því að sameina félög málmiðnað- armanna á Austurlandi, en i hin- um ýmsu byggðakjörnum þar eru aðeins 8-10 málmiðnaðarmenn á hverjum stað og aðeins þrjár félagsdeildir verið starfandi. Hugmyndin var þvi sú, að stofna eitt félag fyrir allt Austurland, og var undirbúnings og stofnfundur haldinn i Neskaupstað s.l. sunnu- dag. Frá Máim- og skipasmiða- sambandi tslands sóttu fundinn þeir Guðjón Jónsson vara- formaður og Helgi Arnlaugsson, framkvæmdastjóri sambandsins. Var tillagan um stofnun eins fé - Gangnamenn úrFella- hreppi í hrakningum lags fyrir Austurland samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundinum. Guðjón Jónsson sagði að hann og Helgi hefðu rætt við málm- iðnaðarmenn á Seyðisfirði, Egils- stööum og Reyðarfirði, og haft samband við menn á Fáskrúðs- firði og Eskifirði, og hefðu undir- tektir veriö góðar. Fundurinn var svo haldinn I Neskaupstað á sunnudag, og mættu um 25 málm- iðnaöarmenn frá fyrrgreindum stöðum, sem eru um 60% málm- iðnaðarmanna á Austurlandi. Fleiri komust ekki til fundarins sökum anna. Niðurstaða fundarins varð, sú aö félagið var stofnað, með þeim fyrirvara að þau málmiðnaðar- félög, sem þegar eru starfandi á Austurlandi, samþykktu stofnun- ina. Sjö manna stjórn hins nýja Framhald á bls. 19 Prófessor dr. Edwin von Bövent- er. JK—Egilsstöðum — Gangna- menn úr Fellahreppi lentu i Engar undanþágur segja austfirzkir togaraskipstjórar BH—Reykjavik. — NIu skipstjór- ar á austfirzka skuttogaraflotan- um hafa skrifaö rikisstjórninni bréf, þar sem þeir skora á stjórn- völd að Ijá ekki máis á neinum undanþágusamningum um lands- helgina, og fordæma ákvörðun stjórnvalda að viröa ekki kvóta- skiptinguna á sildveiðum I Norðursjó. Askorun skipstjóranna er svohljóðandi: „Við undirritaðir, skipstjórar á austfirzka skuttogaraflotanum, skorum á stjórnvöid að ljá ekki máls á neinum undaþágu- samningum viö útlendinga innan 200 sml. fiskveiöilögsögunnar eft- ir gildistöku hennar nú I haust. Fiskigengd á Austf jarðamið hefur minnkaö geigvænlega á undanförnum árum og ljóst er að I algjört óefni er komið, ef ekki tekst að bægja hinum erlendu veiðiskipum frá miðunum nú þeg- ar. Við fordæmum harðlega þá ákvörðun stjórnvalda að virða ekki þá kvótaskiptingu, sem ákveðin hefur verið fyrir sildveið- ar i Norðursjó. Við teljum að þessi ákvörðun veiki málstað okkar i landhelgismálinu.” hrakningum i göngum i norðar- hretinu um s.l. helgi. Fellamenn smala til Jökuldals á Klaustur- selsrétt og Hnefilsdalsrétt, og tekur þessi smölun þrjá daga i góðu veðri. Er þá smalað einn dag, réttað þann næsta, og rekið til baka yfir Fellahciði þriðja daginn. Daginn sem réttað var, var þoka og slydda, og þeir sem rétt- uðu á Klausturselsrétt biðu einn dag, og ráku svo féö austur yfir heiöi á fimmtudag I s.l. viku. Vegna ófæröar urðu þeir að skilja við féð, en komu aö Skeggjastöö- um I Fellum klukkan fimm á föstudagsmorgun. Þá fóru fimm menn á snjósleðum upp á heiði til þess að ná fénu og koma þvi aö gangnakofa, sem er austanvert á heiöinni. Lentu þeir i dimmviöri og fundu ekki féð fyrr en komiö var undir myrkur. Þegar gangna- menn höfðu hvilt sig, heidu þeir aftur upp á heiði og gistu þar næstu nótt. Morguninn eftir var sendur snjóbill með vistir til þeirra, og átti að troöa slóð fyrir féðniðuraf heiðinni, en það óhapp vildi til, þegar verið var að flyt ja bilinn upp á heiðina, að hann datt af vörubilspalli og skemmdist allmikið. Tveir menn voru I snjóbilnum, þegar hann datt, og sluppu þeir tiltölulega vel. Þó mun annar þeirra hafa hlotið meiðsl. Siö- an var farið á snjóbil frá Raf- magnsveitum rikisins upp, og þegar hann kom upp á heiöi, var búið að ná saman fénu og rekstr- armenn á leið meö það niður. Eftir þaö gekk ferðin vel. Þaö er mál manna, að snjósleö- arnir séu ómissandi tæki viö þess- ar aöstæður. Safnið var talsvert mikiö og skiptimörgum hundruöum. A sunnudag og mánudag birti mikiö upp og noröanáttin var gengin yfir. Snjólaust er I byggð, en allmikið hefur snjóað til fjalla. Af innstu bæjunum i Tungu var smalaö á sunnudag, og fundu menn þá fé I fönn, en allt á lifi. Haustslátrun er hafin I öllum sláturhúsum. Hjá kaupfélagi Héraðsbúa er slátrað I fjórum húsum, og er áætlaö að slátrað verði um 70 þúsund fjár. Þá er slátrað I einu húsi hjá Verzlunar- félagi Austurlands, milli 6 og 7 þúsund fjár. Vænleiki dilka mun vera miklu meiri en i fyrra, og álita menn að jafnvel geti munað tveim kilóum á meðalvigtinni. Troðfullt hús hjá Sinfóníu- hljómsveitinni á Flateyri Ksn.-Flateyri. Sinfóni'u- hljómsveit íslands hélt tón- leika á Flateyri sl. laugar- dag. Verkefni voru eftir Beethoven og Mendelsshon. Stjórnandi er Vladimir Askenazy, og lék Guðný Guðmundsdóttir einleik i fiðlukonsert Beethovens. Tónleikarnir voru haldnir I samkomuhúsinu á Flateyri, fyrir troðfullu húsi, en húsið tekur um 100 manns, sem er góður hluti Flateyringa. Að visu kom nokkur fjöldi frá Dýrafirði og Súgandafirði, en Súgfirðingum þótti miður, að Sinfóniuhljómsveitin skyldi ekki sjá sér fært að heimsækja þá að þessu sinni. Tónleikarnir tókust mjög vel, og er fólk hér hið þakk- látasta listafóikinu fyrir heimsóknina. Að tónleikun- um loknum var listamönn- unum boðið til kaffidrykkju á heimili Gunnhildar Guð- mundsdóttur og Jóns Gunnars Stefánssonar, framkvæmdastjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.