Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. september 1975 TÍMIW 15 SpútnikarQ.P.R. halda áfram á sigurbraut en Manchester United varð að láta sér nægja jafntefli (2:2) gegn Manchester City ★ Lundúnaliðin Q.P.R. og West Ham eru á toppinum SPt’TNIKLIÐIÐ Queens Park Rangers heldur áfram sigur- göngu sinni. Hinir skemmtilegu leikmenn Lundúnaliðsins unnu göðan sigur (1:0) yfir Newcastle á Loftus Road. — Það var Mick Leach, sem tryggði Q.P.R. sigur, með þvf að skora gott mark, eftir að ensku landsliðsmennirnir Dave Thomas og Stan Bowles höfðu leikið skemmtilega i gegn- um varnarvegg Newcastle. Þetta er annar leikurinn i röð, sem Leach tryggir Lundúnaliðinu sig- ur — hann skoraði einnig sigur- mark liðsins — 1:0 — gegn Leicester f sl. viku. Queens Park Rangers hefur nú tekið forystuna i baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. — Liðið hefur hlotið 15 stig, eins og Lundúnaliðið West Ham, en Q.P.R. hefur betramarkahlutfall. Strákarnir hans Tommy Docherty féllu niður i þriðja sæti — 14 stig — eftir að þeir gerðu jafntefli (2:2) á nágrönnunum Manchester City á Maine Road. 47 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem var fjörugur og skemmtileg- ur. Manchester United varð fyrir þvi óhappi i byrjun leiksins, að Jimmy N'ichoII sendi knöttinn i eigið mark, eftir að hann hafði lent i návigi við Joe Royle. Þrátt fyrir þetta óhapp, gáfust hinir ungu leikmenn United—liðsins ekki upp. 17 ára ungling David McCreery tókst að jafna (1:1) og Skotinn Lou Macari kom United—liðinu yfir (2:1). Joe Royle svaraði fyrir City —hann jafnaði 2:2 fyrir leikshlé, en i siðari hálf- GRAHAM PADDON.......... skoraði sigurmark West Ham gegn úlf- unum af 35 m færi. leiknum tókst hvorugu liðinu að skora, þrátt fyrir mörg góð mark- tækifæri. GRAHAM PADDON var hetja Lundúnaliðsins West Ham, þegar það heimsótti Úlfana á Molineux. Paddon tryggði „Hammers” sig- ur með stórglæsilegu marki — hann skoraði sigurmarkið (1:0) með þrumufleyg af 35 m færi Vinstrifótarskot hans skall óverj- andi í neti Úlfanna. Áður hafði litlu munað, að Úlfarnir skoruðu — Steve Daley átti gott skot að marki West Ham, sem skall i stöng. TED MacDOUGALL heldur sinu striki, — að sjálfsögðu skor- aði hann sigurmark (1:0) Nor- wich gegn Shaffield United, eftir að Martin Peters og Phil Boyer höfðu sundrað vörn Sheffield—liðsins. Þetta var 15 mark hans á keppnistimabilinu. Indverjinn Ke\in Keelan átti enn einn stórleikinn með Norwich-lið- inu. — Hann var maðurinn á bak ÚRSLIT 1. DEILD Aston Villa — Birmingham ., .2:1 Burnley —Leeds .0:1 Everton — Liverpool .0:0 Ipswich — Middlesb .0:3 Leicester — Coventry .0:3 Man.City — Man. Utd .2:2 Q.P.R. — Newcastle .1:0 Sheff. Utd.—Norwich .0:1 Stoke — Derby .1:0 Tottenham—Arsenal .0:0 Wolves — West Ham .0:1 2. DEILD Bristol C. — Blackpool .2:0 Carlisle — W.B.A .1:1 Fulham—Chelsea .2:0 Luton — Blackburn .1:1 Nott. For. — Bolton .1:2 Oldham—Plymouth .3:2 Southampton—Portsmouth . .4:0 Sunderland — Notts C .4:0 York —Oxford .2:0 Föstudagur: Charlton — Hull .1:0 Orient — Bristol R .0:0 viö sigur liðsins, með frábærri markvörzlu. BRIAN LITTLE tryggði Aston Villasigur (2:1) yfir Birmingham á Villa Park i Birmingham. 54 þús. áhorfendur sáu þennan litla enska landsliðsmann skora glæsi- legt mark með skalla á 70. minútu.Tilgamansmágeta þess, að það eru 10 ár liðin, siðan Birmingham— liðin mættust i 1. deildarkeppninni ensku. Það var mikil stemmning á Villa Park, þegar liðin mættust — og leikur- inn hafði aðeins staðið vfir i 12 minútur, þegar knötturinn lá i netinu hjá Aston Villa. Það var Trevor Francis sem skoraði markið — með skaila. Ian Hamilton jafnaði (1:1) fyrir Villa i siðari hálfleik, og siðan kom sigurmark Little. ALAN FOGGON hinn mark- sækni miðvörður Middlesborough var I sviðsljósinu á Portman Road i Ipswich. — Hann skoraði sitt fvrsta deildarmark á keppnistimabilinu, eftir aðeins þrjár minútur. Siðan bætti Dave Armstrong öðru marki við fyrir ..Boro" og John Hickton innsigl- aði siðan stórsigur (3:0) liðsins, með þvi að skora úr vitaspyrnu. TREVOR CHERRY tryggði Leeds-liðinu góðan sigur 11:0• á Truf Moor i Burnlev og Jimmy Greenhoff, fvrirliði Stoke-liðsins. var hetjan á Virginiu-leikvellinum i Stoke. þegar hann skoraði sigurmark — 1:0 á 30. minútu — gegn Eng- landsmeisturum Derby. Tveir leikmenn Tottenham Hotspurs léku ..timamótaleik" á White Hart Lane i Lundúnum á laugardaginn. þegar ..Spur s" mættu nágrönnunum — Arsenal. Það voru þeir Cyrik Knowels. sem lék sinn 500. leik fyrir Totten- ham og markvörðurinn snjalli Pat Jennings. sem lék sinn 418. leik fyrir Lundúnaliðið. DAVID CROSS átti góðan leik með Coventry-liðinu. sem vann góðan sigur (3:0) fyrir Leicester á Fiibert Stret. Cross skoraði 2 mörk. en John Graven bætti þvi þriðja við. NIKE CHANNONskoraði ..hat- trick" — þrjú mörk. þegar Dýr- lingarnir frá Southamton unnu stórsigur (4:0) yfir Portsmouth. Þá skoraði gamla kempan ..Pop' Robson tvö mörk fyrir Sunder- land. sem hefur nú tekið foryst- una í 2. deildarkeppninni. LEIKUR SIGURÐUR MEÐ DUNDEE í VETUR? TVEIR ISLENZKIR knatt- spyrnumenn héldu til Skotlands með DUNDEE-UNITED-liðinu I siðustu viku. Það voru þeir Ósk- ar Tómasson úr Vlkingi og Sigurður Haraldsson, mark- vörður Valsliðsins, en þeir. munu báðir hafa fullan hug á þvl að freista gæfunnar sem at- vinnuknattspyrnumenn, og hafa æft með skozka liöinu frá þvi þeir komu út. Sigurður Haraldsson er nú að kanna, hvort hann geti stundað tannlæknanám I Dundee, sam- hliða því aö leika með Dundee-Iiðinu. VERSTI LEIKUR OKKARí 3 ÁR — segir Bobby Robson, framkvæmdastjóri Ipswich Town FRAMKVÆMDASTJÓRI Ipswich Town, Bobby Robson sagði eftir leikinn á laugardaginn við Middlesborough, sem tapaöist 0-3, að liðiö heföi leikið herfilega illa. — Við höfum ekki leikið jafn illa i þrjú ár, var haft eftir honum. Tap Ipswich-Iiðsins á heimavelli kemur mjög á óvart, en liðið á fyrir höndum mjög erfiöan leik i þessari viku, við Feyenoord frá Holiandi I UEFA-keppninni, og veröur sá leikur háður á heima- velli Ipswich, Portman Road. Liðið sigraöi I fyrri leiknum, sem kunnugt er, 2-1 á heimavelli hollenzka liðsins — svo möguleikar þeirra til aö komast I aðra umferö keppninnar eru miklir. Hins vegar þykir ljóst, að liðiö verði að sýna mun betri leik þá en á laugardaginn, þvl ella verða þeir kafsigldir af Hollendingunum. Það er engu Hkara en að leikmenn Ipswich-liösins hefðu notað alla krafta sina i leikinn á móti Norwich I vikunni, sagði Robson, og bætti við, að liðið hefði leikið svo illa að ekki væri að undra, þótt tapið hefði verið stórt. David Johnson, landsliðsmaðurinn snjalli I Ipswich-Iiðinu, var illa fjarri á laugardaginn, en hann á við meiðsl aö stríða. Hins veg- ar er öruggt, að hann verður með á miövikudaginn á móti Feyenoord. — Wood kom inn I liðið á laugardaginn í hans stað. Keflvíkinqar mæta Dundee Utd í kvöld STAÐAN 1 1. DEILD 1 2. DEILD KEFLAVÍKUR-liðið vérður i sviðsljósinu á Tannadice-leikvellinum i Dundee i kvöld, þegar liðið mætir Dundee United i UEFA-bikar- keppni Evrópu, — Við erum ákveðnir i að gera okkar bezta og sýna betri leik en í Keflavik — þá náðum við okkur aldrei á strik, sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Keflvikinga, þegar blaðamaður Tim- ans hafði samband við bann i gærkvöldi. DUNDEE-liðið leikur án markaskorarans mikla, Andy Gray, gegn Keflavikurliðinu, þar sem hann var seldur til Aston Villa fyrir 110 þús. pund á laugar- daginn var. Gray lék þvi sinn sið- asta leik með United-liðinu gegn Keflvikingum I Keflavik i siðast liðinni viku. — Þá bjóst enginn við þvi, að það væri kveðjuleikur hans með Dundee United, en um leið og hann kom til Skotlands frá tslandi, höfðu forráðamenn Villa-liðsins samband við hann og buðu honum að koma til sin. Gray skrifaði siöan undir samninga hjá Aston Villa á laugardagsmorgun- inn. QPR 10 5 5 0 16 :6 15 West Ham 9 6 3 0 16 :9 15 Manch. Utd. 10 6 2 2 18 :8 14 Leeds 9 5 2 2 13 :9 12 Middlesb. 10 5 2 3 12 : 10 12 Derby 10 5 2 3 15: : 15 12 Coventry 10 4 3 3 12 :8 11 Liverpool 9 4' 3 2 13 :9 11 Everton 9 4 3 2 15 :11 11 Norwich 10 4 3 3 20: 19 11 Manch. City 10 4 2 4 15: 8 10 Stoke 10 4 2 4 12: : 12 10 Aston Villa 10 4 2 4 10: 15 10 Newcastle 10 4 1 5 29: 16 9 Arsenal 9 2 5 2 8: 8 9 Ipswich 10 3 3 4 9: 11 9 Tottenham 9 1 4 4 11: 14 6 Birmingham 10 2 2 6 14: 19 6 Burnley 10 1 4 5 12: 19 6 Leicester 10 0 6 4 10: 19 6 Wolves 10 1 4 5 7: 16 6 Sheff. Utd. 10 1 1 8 5: 20 3 Sunderland 10 7 1 2 17: 8 15 Notts. County 9 6 2 1 10: 7 14 Fulham 9 5 2 2 16: 8 12 Bristol 9 5 2 2 16: 10 12 Southampton 8 5 1 2 16: 9 11 Bolton 9 4 3 2 14: 10 11 Oldham 7 4 2 1 11: 9 10 Charlton 8 3 3 2 8: :7 9 Blackpool 9 3 3 3 9: : 10 9 Luton 8 3 2 3 9: :6 8 Bristol R. 8 2 4 2 7: :7 8 Orient 9 2 4 3 5: :6 8 Hull 9 4 0 5 8: : 10 8 Chelsea 10 2 4 4 10: 13 8 York 8 2 2 4 10: : 11 6 Blackburn 8 2 2 4 9: : 10 6 Notth. For. 8 2 2 4 7: :8 6 Plymouth 8 2 2 4 6: 9 6 Carlisle 9 2 2 5 8: 14 6 WBA 8 1 4 3 5 :13 6 Portsmouth 8 1 3 4 6: :13 5 Oxford 9 1 2 6 8: : 17 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.