Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 30. september 1975 TÍMINN 3 Kröfum skilað fyrir 15. okt. BH-Reykjavik. — Það var mikill einhugur á ráðstefnu fulltrúa sjó- mannafélaganna um bátakjara- samningana, sem haldin var á laugardaginn, sagði Jón Sigurðs- son, forseti Sjómannasambands- ins, i viðtali við Timann i gær. Fulltrúar félaganna töldu ein- sýnt. að mikilla lagfæringa þyrfti við í kjaramálum bátasjómanna, og er miðað við að útgerðarmönn- um verðiathentar kröfurnar fyrir 15. október. Við inntum Jón eftir þvi, hverj- ar kröfur hefðu mótazt þarna á ráðstefnunni, og hvað hann engar ákvarðanir hafa verið teknar I þeim efnum á þessari ráðstefnu. — A ráðstefnunni ræddum við málin, og kosin var fjölmenn nefnd, 12 manna, til þess að undirbúa kröfurnar, en siðan verður efnt til annarrar ráðstefnu upp úr 10. október, og fullmótar hún vonandi kröfurnar, þannig að unnt verði að afhenda þær fyri 15. október. Við spurðum Jón Sigurðsson að þvi, hvort sjómannafélögin væru ekki með lausa samninga, hvað snerti kjör bátasjómanna. — Við teljum, að félögin séu með lausa samninga, en við telj- um samt sem áður vissara, að þeim verði sagt upp formlega, ef útgerðarmenn lita svo á, að samningarnir hafi festst, af þvi að farið hefur verið eftir þeim, og þá verður að segja þeim upp fyrir 1. nóvember til þess að þeir séu örugglega lausir um áramótin. í lífshættu BH—Reykjavik — Rétt fyrir kl. níu á laugardagskvöld varð al- varlegt umferðarslys á Reykja- nesbrautinni á móts við félags- heimilið Stapa í Njarðvikum. Þar ók fólksbifreið úr Reykjavik á mann, sem var á leið yfir braut- ina, með þeim afleiðingum, að hann slasaðist mikið og liggur nú að lokinni aðgerð á gjörgæzlu- deild Borgarspitalans. Það var Ólafur Sigurjónsson, oddviti Njarðvikurhrep.ps og framkvæmdastjóri Stapa, sem fyrir slysinu varð, og var hann á leið til starfa sins þetta kvöld, er slysið varð. A þessum vegarkafla hefur verið mikið um hverskonar um- ferðaróhöpp og slys á undanförn- um árum, og liggur ekki ljóst fyr- ir, hvað muni valda, en væntan- lega huga viðkomandi yfirvöld að málum þessum og finna orsakir þess, áður en fleiri óhöpp verða. Vegarkaflinn, sem hér um ræðir, er sá hluti Reykjanesbrautar sem liggur igegnum Ytri-Njarðvik, en þó sérstaklega 4-500 metra langur kafli hennar, sem liggur frá Bið- skýlinu að Fiskiðjunni. Þeir félagarnir hampa 14 punda laxi framan I okkur. Runólfur til vinstri- —Tlmamyndir GE Veiðiþjófar sækja í Elliðaórnar BH-Reykjavik. — Það er augljóst mál, að það er ekki hægt að gæta EHiðaánna fyrir veiðiþjófum, þegar byggðin er komin svona nálægt ánum, og þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekizt að verja þær. Það er ekki nóg með að við séum með þrjá varðmenn við árnar, einn I einu, heldur hafa ýmsir áhugamenn, svo og lög- reglan, sem reynzt hefur okkur mikil hjálparhella, haft auga með ánum.en alltaf tekst einhverjum að laumast i þær. Og það er ekki gæfulegur veiðiútbúnaður, sem þeir hafa meðferðis, allt upp I krókstjaka, sem þarna hafa fund- izt, og svo eru það spúnarnir, sem sumir hæfðu betur sjóstangaveið- um! Þannig komst Runólfur Elinus- son að orði, en hann var einn þeirra áhugasömu félaga I Stang- veiðifélagi Reykjavikur, sem stóðu I fyrirdrætti i Elliðaánum á laugardaginn, þegar verið var að ná i laxa fyrir klakið. 1 fyrir- drættinum fannst mikill fjöldi alls konar veiðarfæra, aðallega spún- ar, en eins og kunnugt er, má ein- göngu veiða á maðk og flugu I Elliðaánum. — Það er ómögulegt að segja, hvað hefur náðst með þessu móti úr ánum, sagði Runólfur við Tlmann, en Elliðaárnar éru ennþá fullar af laxi, og þessir þokkapiltar nota náttmyrkrið til iðju sinnar. Við spyrjum Runólf, hvort laxagengd I Elliðaárnar hafi ekki verið mikil á liðnu sumri. — Jú, það er vlst óhætt að segja það. Þeir voru yfir 6000 upp fyrir teljára, en þar með er ekki öll sagan sögð, þvl að hann var bilað- ur um tlma, og svo telur hann ekki allt. Og það var ógrynni af laxi fyrir neðan teljara, það vit- um við. Þess skal getið, að i sumar komu 2066 laxar á land úr Elliða- ánum. GE DREGIÐ FYRIR LAX í ELLIÐAÁNUM — árnar enn fullar af laxi ísland sam- þykkti með fyrirvara gébé Rvik — Fundi Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar lauk f Montreal I Kanada á sunnu- dagskvöld. Fulltrúi islands á fundinum var Ilaraldur Kröyer sendiherra. — Frá okkar sjónar- miði var tillaga Kanada um tak- mörkun fiskveiða áhugaverðust, sagði Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri i utanríkisráðuneyt- inu, Isamtali við Tlmann. — En á fundinum var hún samþykkt með 16 atkvæðum allra viðstaddra fulltrúa. Fulltrúi Islands greiddi þó atkvæði með fyrirvara. Fyrirvari íslands er i þrennu lagi: 1 fyrsta lagi að strandriki hafi fulla nýtingu hafsins upp að 200 milum, I öðru lagi varðandi kvótakerfi, sem fram kom I til- lögu Kanada, og i þriðja lagi með hliðsjón af gifurlegri nauðsyn á að draga úr fisksókn og nauðsyn- legri vemdun fiskstofnanna á svæðum 1-5. Tillaga Kanada, sem samþykkt var á fundinum, er i aðalatriðum á þá leið að minnka beri sókn er- lendra fiskiskipa um 40-50% á svæðum 1-5 fyrir árið 1975, og eins og fyrr segir, var tillagan sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóri I sjávarútvegsráðuneytinu, sagði, að þetta svæði skipti svo til engu máli fyrir íslendinga, en engin Islenzk skip hafa verið við veiðar á þessum slóðum, og ekki eru likur til að sótt verði eftir þvi á næstu árum. Fiskstofnar þeir, sem þarna eru veiddir, eru allt botnfiskur. A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ lauk ráðstefnu NCF, þ.e. samtaka æskulýðssambanda norrænu mið- flokkanna, sem staðið hefur yfir I Reykjávík. Fundarefnið var orkumál og auðlindir, auk þess sem fiskveiðar og hafréttarmál voru rædd sérstaklega, en NCF eru einu pólitisku samtökin á Norðurlöndum, sem lýst hafa yfir fullum og óskoruðum stuðningi við okkur i landhelgismálinu. Fundinn sátu alls nær 40 manns frá öllum Norðurlöndunum. A myndinni má sjá Ólaf Jóhannes- son ávarpa ra'ðstefnugesti I hófi, sem Framsóknarflokkurinn hélt þátttakendum, að Hótel Sögu. rimamynd Róbert. BH—Reykjavik — Við erum að draga fyrir lax hérna I Elliðaán- um, og höfum til þess leyfi land- búnaðarráðuneytisins og veiði- málastjóra, þvi að þetta er fyrir klak. Við setjum þennan lax I þró og geymum hann þar þangað til i nóvember, þá kreistum við hann. 1 vor tókum við snemmgenginn lax til þess að flýta fyrir göngu hans upp I árnar, þvi að göngu- timinn er arfgengur hjá laxinum. Þannig komst hann Runólfur Elinusson að orði, en hann var ásamtfélögum sinum, um þrjátiu manns, úr Stangveiðifélagi Reykjavikur, að draga fyrir lax i Elliðaánum, þegar okkur Tima- menn bar þar að á laugardaginn. Þeir voru þá staddir upp i Höfuð- hyl og veiddu vel. Þó var okkur sagt, að þá fyrst hefði færzt lif i tuskurnar, þegar þeir færðu sig niður I Móhylina, en Höíuðhylur er fyrir ofan eyju. — Já, Elliðaárnar eru fullar af laxi ennþá, þótt veiðitiminn sé löngu liðinn, og ég held bara. að hann sé að stækka lika, sagði Runólfur, og svo hömpuðu þeir félagar framan i okkur 14 punda laxi sem þeir voru að losa úr net- inu. ' Og þá spurðum við auðvitað, hvort klakið hefði ekki sitt að segja. — Það er enginn vafi á þvi, og eins og ég sagði áðan, gengur lax- inn miklu fyrr I árnar núna. Áður hófst veiðitiminn ekki fyrr en 20. júni og var daufur framan af. Nú hefst hann 10. júni, og þá er nógur lax genginn i árnar. Það sama er uppi á teningnum i Leirvogsá, en þar höfum við sett um 10.000 sjógönguseiði i ána, árlega. 1 sumar gekk laxinn i jöfnum og góðum göngum i ána. Viðspurðum Runólf, hvort þeir hefðu tekið marga laxa úr Elliða- ánum að þessu sinni. — 1 þrónni hjá okkur eru núna um 300 hrygnur og annað eins af hængum. Fallegir laxar, og það sér ekkiálaxinum i ántii fremur en högg á vatni. Sýnishorn af spúnunum, sem fundizt hafa I Elliðaánum. —Tfmamynd: Laxinn losaöur úr fyrirdráttarnetinu og settur í poka, áöur en hann er fluttur i þróna til varðveizlu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.