Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. október 1975 TÍMINN 3 Ágæt murtuveiði í Þingvallavatni SJ—Reykjavik — Blæjalogn og fagurt veður var á Þingvöllum i gær,enkalt, hafði verið átta stiga frost um nóttina. Bændur við Þingvallavatn eru farnir að stunda murtuveiðina og leggja af stað með nesti í býtið á morgnana og koma ekki heim fyrr en að kvöldi. Það er kuldaleg vinna og seinleg að hreinsa murtuna Ur netunum, en hún er smár fiskur, um 20 sm að lengd. Það bætir þó úr skák, að vel hefur veiðzt þessa viku eða svo siðan veiðin hófst. Það er mál manna við vatnið að þvi sé háttað meö murtuna, eins og rjúpnastofninn, sem nær hámarki á tiu ára fresti, en ekki höfum við sönnur á þvi. Dræm veiði var i Þingvalla- vatni i sumar, eða a.m.k. i þjóð- garðinum. Þar veiðist þá einkum bleikja, nokkuð af murtu, en silingur fæst varla á stöng úr vatninu lengur. Sagt er að mun minna sé um urriða siðan lækkaði i vatninu, þegar stiflan við Sogið brast, og eins eftir að ddt var sett i vatnið til að útrýma mýi. Haft er eftir fræðimönnum, að þetta hafi áhrif á verri veg fyrir lifið I vatn- inu, þvi að urriðinn grisji smá- fiskinn I vatninu. Murta er soðin niður hjá Ora I Kópavogi og seld á Ameriku- markað, þar sem hún þykir herramannsmatur sem forréttur á dýrum hótelum. í Þingvalla- sveit þykir hún lika lostæti á haustin, ný úr vatninu. PALL SKULASON PRÓFESSOR í HEIMSPEKIDEILD H.í. gébé-Rvik — Páll Skúlason lekt- or, hefur verið skipaöur prófessor Páll Skúlason. við heimspekideild Háskóla Is- lands. Umsækjendur um stöðuna voru fimm. Að sögn Bjarna Guðnasonar, deildarforseta heimspekideildar, hlaut Páll stuðning deildarinnar og var auk þess talinn hæfastur til starfsins að áliti dómnefndar, en i henni áttu sæti tveir danskir prófessor- ar og einn norskur. Páll Skúlason lauk stúdents- prófi frá Menntaskólánum á Akureyri 1965 og varð doktor i heimspeki við Háskólann i Louvain i Belgiu 1973. Páll hefur verið lektor við Háskóla fslands s.íöan 1971. Páll Skúlason er aðeins þritug- ur að aldri og þvi einn af yngstu, ef ekki yngstur, prófessor við Há- skóla íslands nú, Frá murtuveiöum á Þingvallavatni. Dagsaflinn kominn á land. Timamynd Gunnar Efta-fundurinn í Reykjavík: EFTA-RIKIN LYÐRÆÐISÞROUN PORTÚGAL VILJA STYÐJA r i BH-Reykjavik— Það má segja, aö veröbólgan hér sé mun meiri en i öörum Efta-löndum, og gjaldeyrismál öiiu erfiöari en i þeim cfnum getum viö heizt likt okkur við Finna, sem eiga viö svipuö vandamál aö etja. At- vinnuleysi er nær óþekkt fyrir- bæri hér, en þaö er heldur ekki svo mikið I öörum Efta-löndum, heldur i löndunum fyrir utan Efta. Þannig komst Ölafur Jó- hannesson, viðskiptaráðherra að orði i gær, á blaðamanna- fundi i lok ráöstefnu ráðgjafa- nefndar Efta-rikjanna, sem lauk I gær, en stóð að Hótel Loftleiðum, Ölafur Jóhannesson, sem var að þessu sinni i forsæti ráð- gjafanefndarinnar, gerði grein fyrir störfum ráðstefnunnar og komst m.a. svo að orði: „Ráðgjafanefnd Efta-rikj- anna, sem skipuð er fulltrúum atvinnurekenda og launþega, kemur reglulega saman tvisvar á ári, og er þetta siðari fundur nefndarinnar fyrir fund ráð- herranefndar Efta, sem haldinn verður i Genf i byrjun nóvem- ber. 1 ráðgjafanefndinni er skipzt á skoðunum um ýmis efni en hún gerir hvorki ályktanir eða tekur ákvarðanir, heldur semur skýrslu, sem um er fjallað á fundi ráðherranefndarinnar i Genf. Fundir ráðgjafanefndarinnar eru tvenns konar: óformlegir fundir, þar sem mæta fulltrúar landanna, er áður voru i Efta, en eru nú i Efnahagsbandalag- inu. Þessi fundur var haldinn I gær. Siðan tekur við formlegur fundur, þar sem hin ýmsu mál er rædd. Málin, sem helzt voru rædd á þessum fundi ráðgjafanefndar- innar, eru þessi: 1 fyrsta lagi var það efna- hagslegt ástand I heiminum og Efta-löndin. Gerðu fulltrúar hvers lands fyrir sig grein fyrir ástandinu I stórum dráttum i sinu heimalandi og á eftir urðu nokkrar umræður almenns eðl- is. í öðru lagi var rætt um efna- hagslegt ástand i Portúgal og stuðning Efta viö Portúgal. Urðu allmiklar umræður um þetta I morgun. Fyrst tölúðu fulltrúar frá Portúgal og gerðu grein fyrir sinum skoðunum. Kom fram mjög sterkur vilji ræðumanna, er siðar töluðu, að geta orðið að liði og styðja við bakið á Portúgal til að komast upp úr þeirri lægð, sem landið er i, og umfram allt styðja við bakið á lýðræðislegum stjórnar- háttum I landinu. Þá skal þess sérstaklega get- ið, að i sambandi við undirbún- inginn undir ráðherrafundinn hefur starfað undirnefnd, sem ákveðið var að starfaði áfram. Formaður hennar er Sviinn Udhner, sem er forstöðumaður hagfræðideildar Alþýðusam- bandsins sænska. Fyrir fundinum lá 15. árs- skýrsla Efta, og voru ýmis atr- iði hennar rædd itarlega. Þá voru rædd verzlunarleg sambönd i Evrópu, með tilliti til Miðjarðarhafssvæðisins og Efta. Loks voru tæknilegar umræð- ur um upprunareglurnar, en það eru reglur um friverzlun. I lok fundarins þakkaði Gunn- ar Friðriksson sérstaklega framkvæmdastjóra Efta, Bengt Rabaeus, sem lætur af störfum hjá Efta að loknum ráðherra- fundinum i nóvember, en hverf- ur til heimalands sins, Svlþjóö- ar og tekur þar við mikilvægu embætti." Að lokum gat Ólafur Jóhann- esson, viðskiptamálaráðherra, að það væri samdóma álit þeirra, sem þennan fund hefðu sótt, að hann hefði tekizt mjög vel i alla staði. A blaöamannafundi I gær. óiafur Jóhannesson, viöskiptamálaráöherra er annar frá hægri og vinstra megin viö hann Rabaeus, framkvæmdastjóri Efta. Timamynd: Róbert. AAikil og góð síld til Akraness G.B.-Akranesi — Aðfaranótt mánudags koin Bjarni Ólafsson hingað til Akraness meö mikla og góöa sild, sem veiddist um þrjár sjómilur fyrir austan Vest- mannaeyjar. Báturinn var meö 750 tunnur og haföi sildin fengizt I einu kasti. Var aflinn aö mestu um 32 sm en þó nokkur hiuti stærri. Saltað var i 500 tunnur úti á miðunum og tókst það ágætlega, en fleiri tunnur voru ekki um borð. Afganginn varð að salta viö bryggju á Akranesi. Aflaverðmæti úr þessari veiði- ferð Bjarna Ólafssonar mun vera um 8 millj. kr. Rauðsey AK-14 kom hingað til Akraness i gær með 110 tonn eða 1100 tunnur og hafði sildin veiðzt um 2 sjómilur austur af Bjarnar- ey og hafði Rauðsey fengið aflann i einu kasti, en sildin var mest- megnis 32 sm og þar yfir. Saltað var i 150 tunnur á miðunum en hinn hluti aflans var saltaður á bryggjunni hér á Akranesi. Skirnir AK-16 var væntanlegur hingað til Akraness kl. 1 i nótt með 80 tonn eða 800 tunnur. Sildin var isuð i kassa en i fyrramáliö mun hún verða söltuð hér á Akra- nesi. Mólþófi vegna ódýrra flug- ferða að Ijúka BH-Reykja vik. — Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn aflaði sér hjá Sveini Sæmundssyni, blaðafulltrúa Loftleiöa hafa und- anfarin tvö ár staöiö yfir málþóf vegna þess, að upp komst, aö nokkur flugfélög höfðu haldið uppi hópferöaflugi á Noröur- Atiantshafssvæðinu á of iágu verði og þar ineö brotiö reglur þar að lútandi. Hefur viðtæk rannsókn á þessu farið fram og leitt i Ijós, aö um brot var aö ræöa hjá nokkrum þeirra aöila, sem rannsóknin náöi til. — Ég veit ekki til þess, að neitt hafi fundizt brotlegt hjá Loftleið- um, sem haldið hafa uppi flugi á umgetnum leiðum, sagði Sveinn Sæmundsson, — og fregnir af þessu eru enn heldur óljósar. En ég fæ ekki betur séð en þau 19 flugfélög, sem hér um ræðir hafi bundizt samtökum um að reyna að komast hjá langvinnum og kostnaðarsömum málaferlum og halda þvi ekki uppi vörnum i mál- inu, heldur reyna að ná réttar- sátt. 1 réttinum i gær, skilst mér, að vömum hafi ekki verið haldið uppi, og einhverjir málsaðila hafi náð réttarsáttum. Hvort Loftleið- ir eða Flugleiðir, sem myndu nú vera málsaðili fyrir Loftleiða hönd, eru i hópi þeirra, sem fyrir rétt hafa komið, og þá hugsanlega náð réttarsátt, veit ég ekki á þessu stigi málsins, en væntan- lega skýrist mál þetta áður en langt liður. Ríkisstjórnin fordæmir fram- ferði spænskra stjórnvalda Á FUNDI sinum i gær sam- þykkti rikisstjórnin eftirfar- andi ályktun: Rikisstjórnin harmar þá atburði, er nú hafa gerzt á Spáni og fordæmir einræði, harðstjórn og liflátsrefsinsar hvar sem er i heiminum. Framferði spænskra yfir- valda felur i sér alvarlegt áfall fyrir þá viöleitni að efla mannúð f i heiminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.