Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 1. október 1975 Hluti af ævisögu Rex Harrisons Meöal leikhúsfólks hefur Rex Harrison iöulega veriö álitinn þrætugjarn maöur — hortugur, rembilátur, þrár — vel gefinn, en óöruggur og sifellt eins og á veröi. t fimm hjónaböndum hefur hann a.m.k. i einu tilfellinu veriö góöur, natinn og hugulsamur eiginmaöur. Þaö munu þeir sjá bráölega sem fara i kvikmyndahús til aö sjá Lofgerö til ástarinnar (In Praise of Love) eftir Terence Rattigan. Myndin veröur frumsýnd i New York. Hún fjallar um þann beiska sann- leika, þegar eiginkonan þjáist af krabbameini og eiginmaöurinn er ákveöinn i aö halda þeirri vitneskju frá henni. Atburðirnir i myndinni eru beint úr ævi Harrisons sjálfs frá árinu 1957.. Hann var þá að leika á Broad way I „My Fair Lady”. Það ár giftist hann Kay Kendall, brezkri, hávaxinni, llfsglaöri leikkonu. Læknir, sem skoöaöi Kay, hringdi i Rex Harrison og sagöi: Þú veröur aö fá aö vita aö ungfrú Kendall þjáist af blóökrabba. Viö getum ekki gert mikiö fyrir hana. I bezta falli lifir hún fáein ár. Kay Kendall átti aö fara aö leika i Hollywood I „Les Girls”, og Harrison ákvaö, aö hvorki hún né nokkur annar skyldi fá aö vita um sjúkdóminn. Þaö ár giftist hann henni. Venjulega fer fram læknisskoðun áöur en kvikmyndafyrirtæki ráöa til sin starfskrafta, en Rex Harrison gat komiö i veg fyrir hana, og hélt lifinu áfram eins og ekkert heföi i skorizt. Þegar Kay Kendall versnaöi jafnt og þétt, sagöi hann henni, aö hún þyrfti aö fá blóögjafir, til þess aö veröa frisk. Hún andaðist 7. sept. 1959, 27 mánuöum eftir aö hún og Rex Harrison gengu i hjónaband. Nú er Rex Harrison reiöubúinn aö endurleika sorgarleikinn úr ævi sinni, sem hann er þó stoltur af. ★ Bensínsjálfsalar I Noregi er byrjaö aö nota bensfnstöð, þar sem enginn starfsmaöur þarf aö vera. Þetta mun vera fyrsta stöðin sinnar tegundar i heiminum, og bygg- ist hún á notkun svokallaöra kreditkorta. Bensinstöðin er i eigu Norsk Hydro og hefur fyrirtækiö sjálft fundið upp kerfiö, sem notað er i sambandi viöafgreiöslui'stöðinni. Sá,sem kemur og kaupir bensin, stingur korti sinu i sjálfsala, sem stjórnar þvi, hversu mikið bensin fer á bilinn. Bensimagniö færistinn á tölvu, og siöan send- ir Hydro reikninginn til kaup- andans meö jöfnu millibili. Viðskiptavinurinn fær á þennan hátt greiðslufrest á bensininu, en auk þess er bensinið ódyrara. Einnig eru til sjálfsalar sem selja bensin gegn staðgreiöslu. Ef þetta reynist vel, hefur Hydro hugsaö sér aö setja upp stöövar sem þessar alls staðar þar sem fyrirtækið selur bensin. Hver skemmti sér bezt? Haldin var tveggja tima skemmtun i New York nýlega til heiöurs 1 eikkonunni Lönu Turner. Hún var að sjálfsögðu viöstödd, og af myndunum að dæma, virðist hún hafa skemmt sér alveg konunglega. Þarna er hún aö skemmta hinum gestun- um með liflegum endurminn- ingum frá liöinni tiö, og gleymdi þá hvorki leikarasögum né mönnunum sinum sjö, sem allir fengu sinn skammt. Ég er I baðinu. Hefurðu aldrei heyrt um þurrhreinsun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.