Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur X. október 1975 LÖGREGLUHA TARINN 29 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Ja, já hann var stór. — Var hann með heyrnartæki í eyranu? — Já. Ha, hvað? — Eitthvað í eyranu? — Ha? Já, sagði drengurinn. Menn tif uðu nærri á tánum, þegar þeir skoðuðu síðasta bréfið. Það var eins og það gæti sprungið i loft upp á hverri stundu. Allir snertu á því með töngum eða hvítum glóf um. Öllum bar saman um að strax ætti að senda það til rannsóknarstof u lögreglunnar. Sérhver maður las það að minnsta kosti tvisvar sinnum. Allir rannsökuðu það af ýtrustu íhygli. Margir lögreglumenn komu upp á loft til að fá að líta bréfið augum. Þetta var mikilvægt skjal. Það krafðist að minnsta kosti heillar klukkustundar af hinum dýrmæta tima lögreglunnar áður en það var loks vafið í sellófan og sent á rannsóknarstofuna til frekari rannsóknar. öllum kom saman um, að bréfið táknaði að heyrnar- daufi maðurinn heimtaði nú fimmtíu þúsund dollara i reiðu fé. Að öðrum kosti myndi hann myrða varaborgar- stjórann rétt eins og hann myrti lögregluf ulltrúann. Nú viðurkenndu þeir það treglega sín á milli, að heyrnarsljói maðurinn væri enn kominn á kreik meðal þeirra. I bréfinu stóð þetta: NÝTT GJALD. 50.000 DOLLAR- AR. Fimmtíu þúsund dalir voru vissulega umtalsverð upp- hæð og stórt skref frá fyrri kröfum um fimm þúsund dali. Lögreglumenn 87. umdæmisins voru agndofa yfir ósvífni kröfunnar. Öfyrirleitni glæpamannsins, sem nú leyndist einhvers staðar í borginni var ofan við skilning þeirra. Málinu svipaði mjög til barnsrána, hvað varðaði tilhögun f járkröfunnar. En hér var sannarlega ekki um neitt slíkt að ræða. Enginn var brottnuminn og ekkert mál til að leysa úr. Þetta var greinileg fjárkúgun. En þau f járkúgunarmál, sem lögreglan hafði hingað til átt við, voru samkvæmt hinni hefðbundnu formúlu „mis- notkun valds eða hræðslukenndar" til að verða sér úti um eða komast fyrir „annarra eign". Lykilorðið var „annarra". Þessi „annar" var alltaf sú manneskja, sem ógnun var beint gegn. En í þessu tilfelli virtist f járkúg- aranum sama hver reiddi af höndum greiðsluna, svo framarlega sem einhver yrði til þess. EINHVER. Hvernig átti að snúast gegn svona vitfirringi? — Maðurinn er vitf irringur, sagði Byrnes flokksfor- ingi. — Hvar í fjandanum heldur hann að við fáum fimmtíu þúsund dollara? Steve Carella hafði útskrifazt af spítalanum síðdegis þennan dag. Hann minnti á hnefaleikakappa, sem er í þann veginn að setja upp hnefaleikaglófana. Hendur hans voru vafðar umbúðum. Carella svaraði: — Kannski ætlast hann til að varaborgarstjórinn borgi. — Hvers vegna stílaði hann bréfið þá ekki TIL VARA- BORGARSTJÖRANS? — Við erum milligöngumenn hans, svaraði Carella. — Hann heldur víst að kröf ur hans verði teknar alvarlegar ef þær koma frá vörðum laganna. Byrnes leitá Carella. —Vertuekki hissa á þessu. Hann er líka að ná sér niðri á okkur. Maðurinn er illur út í okkur síðan við komum í veg fyrir bankaránið hjá hon- um fyrir átta árum. Svona ætlar hann sér að ná sér niðri á okkur, sagði Carella. — Maðurinn er vitfirringur, sagði Byrnes með áherzluþunga. — Nei. Hann er þrælslunginn þorpari, svaraði Carella. — Hann drap Cowper eftir að hafa heimtað skitna f imm þúsund dollara. Nú vitum við að hann getur fylgt eftir hótunum sínum. Þess vegna fer hann fram á tífalda þá upphæð gegn því að skjóta ekki varaborgarstjórann. — Stendur „skjóta" í bréfinu, spurði Hawes. — Hmmm? — Hann minnist hvergi á það einu orði, að hann ætli að SKJÓTA Scanlon. Bréf ið f rá i gær sagði aðeins: Scanlon varaborgarstjóri er næstur. — Þetta er rétt athugað, sagði Carella. — Maðurinn gæti hæglega eitrað fyrir hann, stungið hann hnífi eða eitthvað þaðan af verra.. — I guðanna bænum, sagði Byrnes. Carella lagði til að hringt yrði í Scanlon. —Kannski á hann í fórum sínum fimmtíu þúsund dollara, sem hann er í vandræðum að losna við? Þeir hringdu í Scanlon varaborgarstjóra og létu hann vita um þá hótun að ráða hann af dögum. En Scanlon átti ekki fimmtíu þúsund dali til handargagns. Tiu mínútum siðar hringdi síminn á skrifborði Byrnes. Það var lög- reglustjórinn. — Jæja, Byrnes Hvað er um þetta síðasta brjálæði að segja, sagði hann bliðmæltur. En á jöröinn eru enn ýmis Og rannsaka yfirborB ^ tunglsins... verkefni.i ÍMennirnir kanna leyndarj dóma himingei msins... I Nýtt ævintýri: Hella-löndin íliliiliil I Miðvikudagur l.október 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir byrjar aö lesa „Disu og sög- una af Svartskegg’’ eftir Kára Tryggvason. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Kirkjutónlist kl. 10.25: Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” 15.00 Miödegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.00 Lagiö mitt 17.30 Smásaga: „Séni” eftir Asa í Bæ Höfundur les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 i sjónmáliSkafti Harðar- son og Steingrimur Ari Ara- son sjá um þáttinn. 20.00 Skiptir tónlistin máli? Nokkrir hlustendur svara spurningunni. LJmsjón: Páll Heiðar Jónsson. 21.00 „Sögusinfónian” eftir Jón Leifs Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur. Stjórn- andi: Jussi Jalas. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Paul Vad. Þýðandinn, Úlfur Hjörvar, les (22). 22.35 Djassþáttur Jón Múli Arnason kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1.október 1975 18.00 Heimanám. Stutt, bandarisk teiknimynd um námsvenjur. Þýðandi og þulur Hallveig Thorlacius. 18.10 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýöandi Stefán Jökulsson. 18.35 Fyrsta sigarettan. Stutt mynd um reykingar. Þýð- andi og þulur Hallveig Thorlacius. 18.50 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggöur á sögum eftir Monicu Dick- ens. Góöverk Ragnars.Þýö- andi Jóhanna Jóhannsdótt- Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Litil stjarna úr tini (The Tin Star). Bandarisk kú- rekamynd frá árinu 1957, byggð á sögu eftir Barney Slater og Joel Kane. Leik- stjóri Anthony Mann. Aðal- hlutverkin leika Henry Fonda, Anthony Perkins, Betsy Palmer, og Neville Brand. Þýöandi Stefán Jök- ulsson,- Ungur lögreglustjóri á fullt i fangi með að halda uppi reglu, uns ókunnur maður kemur til bæjarins. Reynist hann lögreglustjór- anum hin mesta stoö og stytta. 22.05 Norsk-islenska ung- lingahijómsveitin. Sjón- varpsupptaka frá tónleik- um, sem haldnir voru i Há- skóíabiói 23. ágúst siöastlið- inn. Hundrað manna hljóm- sveit, skipuð norskum og is- lenskum ungmennum, lék þar verk eftir Herbert H. Ágústsson, Wolfgang Ama- deus Mozart og Egil Hov- man. Hljómsveitarstjóri var Karsten Andersen, en einleikari á pianó Gisli Magnússon. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.55 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.