Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 1. október 1975 Þessu þrældómsoki verður að létta af fólki Meinin, sem þjaka þjóðfélag okkar eru mörg. Sum þeirra fáum við ekki ráðið við, og nægir að nefna verðfall á afurðum okkar erlendis. En svo eru aftur önnur, sem við gætum ráðið bót á, ef vilji væri fyrir hendi. í þessum flokki mála eru húsnæðismálin, þar sem svo háttar til sem alkunna er raunar, að fólk neyðist til þess að kaupa við ærnu fé húsnæði eða byggja sjálft. Heita má, að hver einasta fjölskylda i landinu sé dæmd til þess að þræla myrkranna á milli i fimm til tiu ár eða jafnvel lengur til að afla fjár til ibúðarbyggingar eða kaupa. Ekki er óal- gengt að menn vinni 12 til 14 tima dag hvern og auðvitað eru fjárhagsáhyggjur að sliga menn, svo að ekki sé minnzt á auðmýkjandi vixlaslátt i bönkum. Það segir sig sjálft, að menn sem vinna svo langan vinnudag hafa hvorki þrek né orku til þess að sinna öðrum málum. Maður, sem kem- ur örþreyttur heim að kvöldi hvers dags, tekur ekki þátt i félagsmálum,hann fer varla á mál- verkasýningar eða tónleika, svo að nefnd séu nokkur dæmi. Algengt verð þriggja herbergja ibúðar i blokk i Reykjavik mun vera 5-6 milljónir króna. Úti á landi þurfa menn i flestum tilvik- um að leggja enn meira að mörkum, þvi að viðast hvar er ekki um annað að ræða en ein- býlishúsabyggingar. Menn þurfa með öðrum orðum að greiða sem svarar nokkurra ára meðalkaupi til þess að tryggja sér og sinum þak yfir höfuðið. Og þótt allt gangi að óskum, nóga vinnu sé að fá og lán fáist fyrirhafnar lit- ið, er allt unnið fyrir gýg, ef verðbólgan heldur ekki áfram að magnast, þvi að án hennar væri þetta ókleift með öllu. Allir heilvita menn hljóta að sjá, að þessu kerfi þarf að breyta. Það nær ekki nokkurri átt að dæma þorra þjóðarinnar til þrældóms myrkranna á millum ár eftir ár og það á blómaskeiði ævi manna. Við verðum að breyta húsbyggingakerfinu, auka húsasmiði á félagslegum grundvelli og gefa mönnum kost á þvi að leigja ibúðir á sæmilegu sanngjörnu verði. Eins og nú háttar til eru leigutakar nánast réttlausir. Ibúðareig- endur geta sagt þeim upp fyrirvaralaust eða litið, svo að ekki sé minnzt á húsaleiguokur og greiðslur undir borðið. Við höfum ekki efni á þvi að þrælka ungt fólk á þann hátt, sem nú er gert. Hér er verðugt verkefni fyrir samtök á borð við SUF og Framsóknarflokkinn. -HHJ. S l F Sterk áhrif ungra Fram- sóknarmanna í Kópavogi SUF-siöan átti oröasta& við Jón B. Pálsson, formann FUF i Kópavogi. Jón er 26 ára gamall rafvirki og hefur verið for- maður FUF i eitt ár. Jón hefur verið athafnasamur i félagslifi, og hefur m.a. lagt mikla vinnu og áhuga af mörkum til fram- leiðslusamvinnufélags raf- virkja, „Samvirkis”. — Hvernig er félagsstarfi ungra framsóknarmanna i Kópavogi háttað? — Við höfum reynt að halda uppi eðlilegri félagsstarfsemi, en á siðast liðnu vori voru tvennar kosningar, og eðlilega lögðu félagar FUF fram mikla vinnu þá. Meðal annars var ötullega unnið að fjáröflun, og við náðum að leggja umtals- verðar fjárhæðir i kosningasjóð. Ég vil segja að hitinn og þung- inn af sveitarstjórnarkosning- unum hafi fyrst og fremst hvilt á ungum mönnum, enda eigum við góðum og baráttuglöðum kjama á að skipa. Það má geta þess, að FUF i Kópavogi átti upptökin að þvi að farið var i sam- eiginlegt framboð með Hanni- balistum. Að visu var upp- hafleg hugmynd okkar að Alþýðuflokkurinn tæki þátt i þessu samstarfi, en vegna sjálfselsku þeirra gat ekki orðið að þvi. Siðan slitnaði upp úr þessu samstarfi, sem átti sér rætur i þvi, að mjög harðar deilur og klofningur kom upp i röðum Hannibalista. Ungir menn i Kópavogi hafa á undan- förnum árum komizt til mikilla áhrifa, en ekki erfiðleikalaust. Nú eigum við menn i hverri ein- ustu veigamikilli nefnd bæjar- félagsins, og er ekki vist að önnur FUF-félög geti stært sig af þvi. Ég vil til dæmis nefna Akureyri, þar sem hlutur ungra manna er hörmulega litill, en þetta eru svipuð bæjarfélög að stærð. — Nú hefur Kópavogur verið mikill umbrotabær i pólitik. Hvernig er staðan þar núna? — Nú, meirihluti var myndað- ur með Sjálfstæðismönnum i framhaldi af siðustu kosning- um. Það samstarf hefur haldizt, þrátt fyrir miklar væringar inn- an Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa t.d. nýlega bolað efsta manni .sinum, Sigurði Helga- syni, burt úr bæjarmálapólitik i Kópavogi. Min skoðun er sú, að þetta samstarf eigi að endurskoðast. Ég var ekki hrifinn af þvi i upphafi, að þetta samstarf hófst. Min skoðun er sú, að Framsóknarflokkurinn eigi að starfa til vinstri, með þeim flokkum sem hann á mesta samleið með. Hinsvegar geri ég mér ljósar orsakir þess,að við mynduðum þennan rpeirihluta hér i Kópavogi með ihaldinu, en Jón B. Pálsson, formaður FUF i Kópavogi. ekki með Alþýðubandalaginu. Ég er ekki mjög hræddur um að Framsóknarmenn verði undir i þessu samstarfi,en við ramman reip er að draga, þar sem slær saman félagshyggju Framsókn- arflokksins og sérgróðasjónar- miðum ihaldsins. En ég treysti minum mönnum til að visa veg- inn, eins og þeir hafa reyndar gert fram til þessa. — Þú varst þátttakandi á SUF-þinginu á Húsavik. Hver fannst þér afrakstur þess? — Þetta var ekki fjölmennt þing. Þarna voru um eitt hundr- að manns. Að visu hafa SUF- þing verið fámennari, t.d. þingið á Hallormsstað, enda i bæði skiptin haldin á frekar erfiðum stöðum. Á þessu þingi var vel unnið og góður andi i hópnum. Alyktanir voru róttæk- ar og að minu skapi, m.a. var endurtekin ályktun um hermálið, án nokkurs undan- sláttar. Það kvað að visu við nokkuð annan tón á þessu þingi heldur en á undanförnum þingum. Þær harðvitugu deilur og óvægnu persónulegu árásir, sem þarna heyrðust stundum, voru með öllu horfnar, enda ræðumennirnir farnir á önnur mið að leita fanga. Þarna var semsagt málefnalega og vel unnið. Auðvitað þarf ekki að taka það fram, að FUF i Kópa- vogi mætti með fullskipaðan flokk, eins og alltaf. — Hvert er þitt mat á aldurs- skiptingu innan Framsóknar- flokksins? — Ég veit nú varla hverju á að _ syara, en mér finnst yngri félögin mpög góður skóli, og þess vegna tel ég þau nauðsyn- legan þátt. Ef flokkurinn yrði ein heild, án aldursskiptingar, þá er ég hræddur um að eldri menn tækju þetta allt i sinar hendur, og áhrifalausar æsku- lýðsdeildir tel ég verri en ekk- ert. — Nú hefur þú látið þau orð falla, að flokkurinn sinni ekki nógu mikið verkalýðsmálum. Hvað finnst þér helzt ábótavant þar? — Ja, flokkurinn hefur alger- lega verið slitinn úr öllum tengslum við verkalýðshreyf- inguna. Þetta stendur reyndar til bóta. Þessi mál hafa verið tekinuppað nýju,og hefur verið stofnuð verkalýðsnefnd. Hún hefur starfað mjög glæsilega, þ.e. haldið einn fund, og i fram- haldi af þvi verður haldin verkalýðsráðstefna I haust. Það er auðvitað von okkar allra, að við náum virkum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Flokkur, sem telur sig vera miðflokk, á mikið erindi inn i verkalýðs- hreyfinguna. — Þin áhugamál hafa lika legið innan samvinnuhreyfing- arinnar, þ.e.a.s. i Samvirki. Er þetta ekki fyrsta framleiðslu- samvinnufélagið af þessu tagi, og hvernig hefur þetta gengið hjá ykkur? — Nei. Þetta ernú ekki þann- ig. Það er hægt að nefna fyrir- tæki eins og trésmiðjuna Völ- und, sem upphaflega var f sam- vinnufélagsformi og svo ef til vill Hreyfil. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar, en flestar runnið út i sandinn. Eina félag- ið, sem staðið hefur eftir, er Hreyfill. Hitt er svo annað mál, hvemig það félag gegnir hlut- verki sinu nú. Hvað varðar okk- ar fyrirtæki, þá -er ákaflega áhu'gavert að fylgjast með framvindu mála. Kerfið, sem við búum við, þ.e.a.s. meistara- kerfið, gefur ekki mikið svig- rúm fyrir svona hluti, og við höfum mætt mikilli andstöðu og óvild hjá verktakastéttinni. Við sem að þessari nýjung stönd- um, trúum þvi að þetta sé það sem koma skal — þar sem hinar vinnandi stéttir deila með sér arðinum af vinnunni. Þátttaka i framleiðslusamvinnufélagi krefst alveg gifurlegrar félags- hyggju og félagsþroska. — Nú klofnaði félagið. Hver var ástæðan til þess? — Það má segja i örfáum orð- um, að þar voru harðir pólitískir flokkadrættir að verki, sem sundruðu eðlilegu félagslifi hjá Samvirki, og þvi fór sem fór. — Hvernig hefur samvinnu- hreyfingin sem slik tekið ykk- ur? — Nú ert þú að fara út á hálan is. Hún hefur te.kið okkur af- skaplega vel og viljað allt fyrir okkur gera, en ekkert gert. — Hver eru viðhorf þin til nú- verandi stjórnarsamstarfs? — Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur og mið- flokkur, sem skipar sér vinstra megin i Islenzkum stjórnmálum og getur sem miðflokkur starf- að með öllum flokkum, en ég tel, að þetta samstarf með Sjálf- stæöisflokknum hafi verið neyðarbrauð, þegar útséð var um það, að annarra kosta væri völ. PE Stjórn SUF hefur I hyggju aö efla verulega samskipti og samvinnu við hliöstæö samtök erlendis og pá fyrst og fremst á Noröurlöiidum. Einn fyrsti áfanginn f þessari samvinnu var NCF-ráöstefnan sem haldin var I Reykjavik s.l. helgi. Hana sóttu nær 40 manns frá öllum Noröurlandanna. Þar var fjallaö um orkumál og auölindir auk þess sem hafréttarmálin voru rædd. Meöal frummælenda á ráö- stefnunni var Steingrimur Hermannsson, sem hér sést i ræöustól. — Viö munum siðar segja nánar frá ráöstefnunni hér á SUF-siöunni. Timamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.