Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 15
lyiiðvikudagur 1. október 1975 TÍMINN 15 Árni Benediktsson Um olíuverð NU hafa oliurikin enn á ný hækkað verð á oliu, i þetta sinn um 10%, þannig að nú er verð á óunninni olfu um eða yfir 11.50 dollara hver tunna. Þetta er mikið áfall fyrir okkur Is- lendinga, kostarokkur nokkur hundruð milljónir króna i gjald- eyri, sem ekki er til, og eykur enn á þann efnahagsvanda, sem áður virtist nógu torleystur, ef ekki óleysanlegur. Hins vegareru allar likur á að þessi olfuverðhækkun standi ekki lengi. Samkvæmt öllum lögmálum átti olía að lækka i verðienekki að hækka og senni- legast er að þessi hækkun, sem knúin var fram i trássi við allar staðreyndir, marki endalok samstöðu oliurikjanna, og olíu- verðfari stórlækkandi að loknu settu niu mánaða timabili, ef ekki fyrr. Þegar olíurikin nálega fjór- földuðu verð á oliu fyrir tveimur árum, stóðu oliuneyzlurikin al- gerlega varnarlaus. Olia hafði verið i alltof lágu verði áður, og af þeirri ástæðu voru full rök til verulegrar hækkunar. Vegna hins lága verðs var oliuneyzla óeðlilega mikil og þjóðir heims um of háðar oliu. Ekki hafði verið hirt um að nyta aðra hugsanlega orkugjafa. Oliu- framleiðslan fór stöðugt vax- andi, og oliuneyzlan einnig, þannig að framleiðsluaukningin gerði ekki betur en að hafa við nezluaukningunni. Þeir, sem muna tvö ár aftur i timann, minnast vafalaust þeirra umræðna, sem þá urðu um hugsanlegt vald olíusölu- rikjanna vegna hins mikla auðs, sem þau myndu safna af oliu- verðhækkuninni. T.d. var reikn- að Ut, að Saudi-Arabi'a ein gæti keypt upp allan auð Bandarikj- anna á 15 árum o.s.frv. Alla vega var ljóst, að oliuverðið myndi valda gifurlegri efna- hagsröskun i heiminum um ófyrirsjáanlega framtið. Nú, aðeins tveimur árum sið- ar, hefur þetta breytzt. 1 fyrsta lagi vegna þess að sú verðbólga, sem óhjákvæmilega leiddi af oliuverðhækkuninni (en verð- bólga er ekkert annað en jafn- vægisleit), hefur minnkað ávinning oliurikjanna stórlega. í öðru lagi hefur minnkandi neyzla oliu dregið mjög veru- lega Ur tekjum oliurikjanna. SU leit, sem gerð hefur verið að nýjum orkugjöfum sl. tvö ár, er þó ekki ennþá farin að skila full- um árangri, oliuneyzlan mun væntanlega minnka stórum meira næstu árin. 1 þriðja lagi aðlöguðu oh'urikin sig ótrúlega fljótt að hinum nýja auði og vöndu sig á eyðslu, sem erfitt verður að hverfa aftur frá. Vegna minnkandi oliuneyzlu hafa oliurikin dregið úr oliu- framleiðslu, sum svo verulega, að þrátt fyrir himinhátt verð á oliu sjá þau fram á gjaldeyris- skort. Ef við tökum t.d. Lýbiu, þá hefur framleiðslan þar minnkað Ur 1600 þúsund tunnum á dag niður I 1200 þúsund tunn- ur. Gjaldeyrisvandræði eru á næstu grösum I Lýbiu, og hyggst Lýbíustjórn leysa þann vanda með þvi að auka framleiðsluna upp i 2000 þúsund tunnur á dag. Lýbla er ekkert einsdæmi, sömu hugmyndir eru viðar uppi. En það er ekki nægilegt að fram- leiða meiri oliu, það þarf einnig að selja hana. Og i þetta skiptið þarf að selja hana I heimi, þar sem oliuneyzla fer minnkandi. Það er þvi ekki lengur seljendamarkaður á oliu. Dæm- ið hefur snúizt við, það er orðinn kaupendamarkaður. 01 iu- neyzlurikin hafa nú þegar möguleika á að einangra eitt- hvert eða einhver oliurikjanna og knýja fram verðlækkun. Það er næsta ósennilegt, að sá möguleiki verði ekki notaður innan tiðar. Oliurikin hafa ekki lengur pólitiskt afl til þess að hindra þá þróun. Allar likur benda þvl til þess að oliuverð muni fara mjög lækkandi innan tíðar, og er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir 7-9 dollara verði einhvern tima siðari hluta næsta árs. Rétt er þó að benda á, að pólitiskar aðstæður geta breytzt á skömmum tima, og þær kunna að hafa meira að segja um oliuverð heldur en hreinar efnahagsaðstæður. En einsoger, erpólitisk þróun olíu- rikjunum I óhag. l i 1 i rl Wt Sj -ri WSt Fordæma aftök- urnar á Spáni Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti samhljóða svofellda ályktun á fundi sinum mánudag- inn 29.9. s.l. „Flokksstjórn Alþýðuflokksins fordæmir hinar pólitisku aftökur stórnvalda á Spáni á fimm ungum mönnum.og þau grimmúðlegu og forneskjulegu viðhorf fasista- stjómarinnar, sem i skjóli ein- ræðis hefur um áratugaskeið traðkað á almennum mann- réttindum, frelsi þegnanna og jafnrétti.” Myndin hér að ofan var tekin I hótelinu á Ilúsavik, og má þar bæði sjá, aö_ námskeiðið hefur verið fjölsótt og þátttakendur víða að. Bankamannanám- skeið á Húsavík ÞJ-HUsavik — Siðdegis sl. sunnu- dag lauk á Húsavik námskeiði fyrir bankastarfsmenn, sem stað- ið hafði frá 27. sept. Banka- mannaskólinn stóð fyrir nám- skeiðinu, sem einkum var ætlað þeim starfsmönnum bankaútibúa utan Reykjavíkur, sem höfðu verulega starfsreynslu fyrir. Kennt var i fyrirlestraformi og með fyrirspurnum og umræðum. Fjallaðvar um verötryggingu og fjárskuldbindingar, vixla, á- byrgðir, tékka og tékkamál og mat námsumsókna. Fyrirlesarar voru Helgi Bach- man, forstööumaður hagdeildar Landsbankans, MagnUs Arnason 1 ög f r æ ði n g u r , Reinhold Kristjánsson lögfræðingur, Bene- dikt Guðbjartsson lögfræðingur og SveinbjÖrn Hafliðason. Þátttakendur voru tæplega sex- tíu. Stjórnendur námskeiðsins voru þeir Ari Guðmundsson og Hannes Pálsson, sem báðir eiga sæti I skólanefnd Bankamanna- skólans. Skólinn hefur I nokkur ár efnt til eins eða fleiri námskeiða á vetri fyrir bankastarfsmenn, en nú var slikt námskeið i fyrsta sinn haldið után Reykjavikur. Námskeiðið var haldið I ágæt- um húsakynnum hótels og félags- heimilis HUsavikur. Timlnner peningar AugtýslcT | i Timanum \ m að Hótel Esju í kvöld kl. 8.30. Frummælandi verður Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra og ræðir um EFNAHAGSMÁUN OG STJORNMALA- VIÐHORFIÐ A/fír velkomnir meðan húsrúm leyfir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.