Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 20
SÍM1 12234 tiERRft GAR'ÐURINN A®ALSTRIET1 S V SÍS-FÓDUH SUNDAHÖFN m fyrirgóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Spánn: FLEIRI BÆTAST í HÓPINN Reuter Madrid — Verkamönnum í Baskahéruöunum á Spáni fjölg- aöi fremuren hitt i gærdag f mót- mælaaögeröum gegn yfirvöldum, vegna aftakanna s.l. laugardag. A öörum stööum á Spáni virtist hins vegar mótmælaaldan vera i rénum. Carlos Airas Navarro for- sætisráöherra hélt i gærkvöldi ræöu sem sjónvarpiö var um aII- an Spán og hvatti iandsmenn sfna til aö sýna stillingu og samstööu og mótmæla fordæmingu erlendra þjóöa gegn aftökunúm á laugardaginn. Talið var aö mun fleiri Baskar heföu bætzt við f hóp mótmælend- anna frá mánudegi, en þá lögðu yfir eitt hundrað þúsund Baskar niöur vinnu i mótmælaskyni. Tveir af þeim sem skotnir voru á laugardag voru Baskar. 1 Bilbao var að minnsta kosti fimm þús- und verkamönnum hótað því að vikulaun yrðu dregin frá kaupi þeirra ef þeir mættu ekki til vinnu. Fréttir hermdu að mikil spenna lægi i loftinu í Baskahér- uðunum, en að yfirleitt héldi fólk sigheima en væri ekki i hópum á götum úti. Talsmaður spönsku stjórnar- innar, sem á mánudag sagði, að um fjörtiu þúsund manns tækju þátt i mótmælaaðgerðunum, viðurkenndi i gær, að þeir væru nú mun fleiri i San Sebastian, en sagði aftur á móti að þeim hefð.i fækkað i Bilbao. Spánverjar voru byrjaðir i rik- um mæli að sýna spönsku stjórn- inni samúð vegna hinna gifurlega mótmæla sem hún hefur hlotið frá öllum heimshlutum. Borgarstjóri Madridborgar skoraði i gær á borgarbúa að koma til forseta- hallarinnar til að mótmæla „hin- um óþolandi árásum erlendis frá sem föðurland okkar hefur orðið fyrir.” 32 FARAST I JÁRN BRAUT ARSLYSI Reuter Buenos Aires — Mikiö járnbra utarslys varð noröur af Buenos Aires í fyrrinótt, er lest rakst á hraðlest sem stöövaö hafði viö umferðarmerki. l>rjátiu og tvær manneskjur létu lifiö og um tuttugu og fimm slösuöust sumar mjög alvarlega. Björgun- arsveitir voru enn að leita f rúst- um farþegavagna hraölestarinn- ar, sem var full af farþegum þeg- ar slysið átti sér stað. Slysið varð um 65 km norður af Buenos Aires, við litla járnbraut- arstöð, Rio Lujan. Minni lestin kom á fullri ferð og rakst á hraðlestina sem stöðvað hafði við merkin. Margir farþeganna fest- ust i rústum vagnanna og unnu björgunarmenn við að bjarga fólkinu úr rústunum. Þetta er mesta járnbrautarslys i Argentínu siðan 1970, þegar hraðlest sem var á miklum hraða, rakst á hægfara lest á sömu járnbrautarlinu og þaðslys sem áður er nefnt, en nokkrum km nær höfuðborginni. Þá létust 236 manns. NEYÐARASTAND í EÞÍÓPÍU Reuter Addis Ababa — Herstjórn- in i Kþiópiu tilkynnti neyðar- ástand i gær vcgna vaxandi áskorana verkamanna og stúd- enta og ákváðu aö hart yröi tekið á andstæðingum stjórnarinnar. Yfirlýsing herstjórnarinnar sem lesin var i Eþiópiu-útvarpiö i gær, gaf lögreglu friálsar hendur, m.a. um aö gera húsleit og handtaka fólk án heimildar og rétt til aö nota vald gegn andstæðingum stjórnarinnar. Gengu út af fundi SÞ Reuter — Margir fulltrúar og sendiherrar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna, gengu út úr fundarsalnum i gærdag i mótmælaskyni, þcgar Pcdro Cortina Maury, spánski utan- rikisráðherrann tók þar til máls.Meðal þeirra voru hinir niu fulltrúar Evrópu-Efna- hagsbandalagsins og sendi- herrar Skandinaviu-landanna. Sviþjóð sagði i gær, að þeir myndu leggja inn kvörtun til þjóðfélagsnefndar Sþ, sem sker úr spurningum um mannréttindi og fulltrúar ör- yggisráðsins samþykktu aö þetta væri réttari aðferð held- ur cn sú sem Mexico beitti, en þaö var að krefjast aö Spáni yrði visað frá aöild að Sarnein- uðu þjóöunum, en þessi krafa Mexico var rædd i öryggis- ráðinu I gær. — - Verkföll, voru gerð ólögleg, og þeir sem ekki mættu til vinnu án þess að geta gefið fullgilda ástæðu, verða handteknir og einnig var borgurum bannað að bera vopn utandyra. Allir opin- berir fundir og mótmæli voru bönnuð nema á lögskipuðum fri- og helgidögum. Skorað var á verkamenn að snúa til vinnu og þeim lofað vernd stjórnarinnar ef þeir gerðu það nú þegar. Rólegt var i Addis Ababa i gær- dag, en hermenn óku um göturn- Spassky Reuter Moskva — Boris Spassky fékk loks leyfi sovézkra yfirvalda til aö kvænast sinni heitteiskuðu, Marinu Stcherbatcheff, sem er einkaritari i franska sendiráöinu i Moskvu. — Hún kann ekki aö tefla, sagöi hinn fyrrverandi heimsmeistari, en hún veröur mín sérstaka drottning. Þau giftu sig I Moskvu I gærdag og voru aðeins fáir nánir vinir þeirra við- staddir hjónavigsluna, sem var borgaraleg, og tók aöeins tvær minútur. Spassky segist ætla að halda áfram að búa i Sovétrtkjunum og helga sig skákiþróttinni eins og áður. Hann tekur þátt i alþjóðlegu skákmóti sem hefst i Moskvu þani’ 13. október. Eins og kunnugt er hefur Spassky hlotið mikla gagnrýni i Sovétrikjunum siðan hann tapaði heimsmeistaratitlin- um fyrir Fischer i Reykjavik ar i eftirlitsferðum og settu upp stöðvar á götuhornum. Bankar, bensinstöðvar og mikið af skrif- stofum og verzlunum voru þó enn lokaðar I gær og jafnvel á stjórn- arskrifstofur vantaði mikið af starfsfólki. Starfsmenn flugvall- arins sem hafa verið i verkfalli siðan sjö menn voru drepnir þar s.l. fimmtudag, hófu störf að nýju i gærdag, en samkvæmt áreiðan- legum fréttum er talið að það sé aðeins hluti þeirra sem snúið hafa til vinnu. kvæntur 1972. Fréttir herma, að Spassky hafi áhuga á að taka þátt i skák- mótum utan heimalands sins, en fyrr i þessum mánuði, sagði hann, að til þess hefði hann ekki fengið leyfi sovézkra yfirvalda undanfarið ár. Eftir hjónavigsluna sagði Spassky við fréttamenn, að hann áliti, að eftir að hann hefði gefið þá yfirlýsingu til vestrænna fréttamanna, að hann héldi að yfirvöld myndu reyna að koma i veg fyrir að hann kvæntist Marinu, hefði hjálpað þeim til að fá viðurkenningu og leyfi yfir- valdanna. Aðalvandkvæði hinna nýgiftu nú er hvar þau eigi að stofna heimili, þvi Spassky hefur ekki ibúð I Moskvu og eiginkonan missirsina ibúð þegar hún hættir störfum hjá franska sendiráðinu. — enn ein morðtilraunin? Reuter Chicago — Maður nokkur, sem neitaði að láta nafn sins getið, hringdi i gær til lög- reglunnar I Chicago og sagði að hann vissi um ráðagerð manna þess efnis að þeir ætluðu að ráða Ford forseta af dögum þegar forsetinn kæmi til O’Hare flug- vallar við Chicago. Forsetinn átti að koma þangað i gærkvöldi. Maðurinn sagði að hann hefði ekki tekið þátt I samsærinu og lögreglan neitaði að gefa nokkr- ar nánari upplýsingar, en setti málið i hendur öryggisvarða leyniþjónustunnar, sem eiga að gæta forsetans. A meðan þetta skeði, er nú haldið áfram réttar- höldunum yfir konunum tveim, sem fyrir nokkru reyndu að myrða Ford forseta, önnur i Sacramento en hin i San Fran- cisco. Tólf þúsund lögreglumenn voru á verði frá flugvellinum inn til borgarinnar, á þeirri leið sem Ford átti að aka i gær- kvöldi, en hún er 32 km.Þetta er fyrsta ferð Fords frá Washing- ton slðan skotið var á hann i San Francisco fyrir viku siðan. Þvi var haldið leyndufram á siðustu stundu hvaða leið forsetinn myndi aka til borgarinnar, en búizt var við að ekki væri farið með hann venjulegustu og fljót- legustu leiðina. Strangur lög- regluvörður verður i flugvallar- byggingunum. Fréttir hermdu I Washington i gær, að bjóða ætti hinum sex demókrötum, sem bjóða sig fram sem forsetaefni, vernd ör- yggisþjónustunnar. Ekki hafði verið áætlað að öryggisþjónust- an myndi gæta þessara manna fyrr en i janúar nk, en þessu var breytt eftir tilræðin við Ford forseta. Aðeins einn demókrat- anna hefður ákveðið að taka boði öryggisþjónustunnar, og það er Wallace rikisstjóri, sem eins og kunnugt er, lamaðist er hann varð fyrir skoti launmorð- ingja 1972.Hinir hafa ekki gefið neina yfirlýsingu um málið. AAótmælaaðgerðir Ford hótað Reuter — Maður slasaðist I Boston I gær, þegar sprengja sprakk fyrir utan afgreiðslu Ibera flugfélagsins, sem kunnugt er er það spánskt flugfélag. Maðurinn slasaðist, þegar hann ætlaði að taka upp pakka fyrir framan af- greiðslu flugfélagsins, og reynd- ist þá vera sprengja sem sprakk i höndum hans. Maðurinn slasaðist þó ekki alvarlega þar sem sprengjan var ekki öflug og litlar skemmdir urðu á skrifstofunni. I Caracas höfðu borizt að minnsta kosti fjórar hótanir um að sprengjum hefði verið komið fyrir i flugvélum sem voru i áætl- unarflugi til Madrid. öryggis- verðir leita I öllum flugvélum sem koma til Caracas frá Madrid og einnig i þeim sem eiga að fara þangað. Stærsta verkalýðsfélag i Danmörku, ákvað i gær, að hætta öllum afgreiðslu og viðskiptum við öll farartæki sem eiga að fara til Spánar, flugvélar, skip, lestir og bifreiðir, næstu tvo daga, og eiga þessar mótmælaaðgerðir að hefjast á miðnætti I kvöld. t verkalýðsfélaginu eru um eitt hundrað og fimmtiu þúsund með- limir, sem vinna að almennri af- greiðslu á fyrrnefndum farar- tækjum. Búizt er við, að mót- mælaaðgerðirnar hafi það i för með sér, að þúsundir ferðamanna muni tefjast um tvo daga i Kaup- mannahöfn, en eins og kunnugt er, eru spánskar sólarstrendur mjög vinsælir ferðamannastaðir Dana. Kópavogur Blaðburðarfólk óskast til útburðar við Digranesveg Umboðsmaður Tímans slmi 42073.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.