Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Miövikudagur 1. október 1975 Miðvikudagur 1. október 1975 Séð yfir hluta af Stafnsrétt, en þangað var rekið um 20.000 fjár þennan dag Jónas Guðmundsson: TALAD VIÐ FJALL- KÓNGINN Stafnsrétt, síðari grein Sigurður Guðmundsson fjallkóngur ásamt Jóni Snæbjörnssyni. Þeir skrafa saman á réttarvegg, sem nú geymir 150 ára sögu Stafnsréttar. Þeir sögðu margt og ekki allt prenthæft, sem endranær i réttum. Langidalur var með lengra móti þennan morgun. Vindurinn blés norðan, vældi i melum og gljúfrum og þegar kom inn i hliðina byr jaði hann að snjóa dapur- lega. Við hugleiddum að snúa við, þvi við vorum á sumardekkjum. Þegar kom i mynni Svartárdals fór að rofa til og brátt var komin glampandi sól og tók að lygna. Skapið fór batn- andi. Við vorum að fara i réttirnar, fjárréttina i Stafnsrétt, i gær var hrossaréttin og nú var það fé bænda, sem átti að draga. — Við ókum fram á riðandi menn og fundum að hesturinn er þarna betri en bill, sem var i litlu samræmi við dulina og sálina i dalnum. Við vorum einhverjir menn að sunnan, sem komu i drossiu til þess að sjá lifsrökin i réttunum. Nei, maður átti að koma upp á hrossi i réttirnar, með fleyg I tösku og upphafinn i sálinni. Við vorum snemma á ferðinni og þeir sem fóru riðandi höfðu lagt upp þegar um nóttina, þaö hlýtur að hafa veriö svalt, eða einsog segir i visu Ólinu Jónas- dóttur: Hliðin min er hljóð og föl, hættur fugla söngur, Nóttin orðin næsta svöl. Nú eru komnar göngur. Talað við kónginn Þegar við vorum komnir inn- eftir, framhjá Stafni, blasti réttin við okkur. Búið var að reka féð i réttina og einhverja girðingu, sem þar var norðanvið réttina. Bilum og hestum var parkerað að sunnanverðu. — Maður parkerar ekki hest- um, sagði Jón og snaraðist Ut til að finna fyrir mig fjallkónginn, þvi við vildum fá glöggar upp- lýsingar um smalamennskur og fé. Fjallkóngur i Stafnsrétt er Sig- urður Guðmundsson bóndi á Fossum, sem er fremsti bær i Svartárdal, en þar hefur lengi veriö bUstaður fjallkónganna á *1 Æfc, « Æ Wr* M ^ WmL * 1 Eyvindarstaðaheiðinni. Hann hafði þetta að segja um smala- mennskuna og réttirnar, en fyrst spurðum við um erfðarikið: — Það fylgir nU ekki bUskapn- um á Fossum að vera f jallkóngur. Að visu er ég þriðji bóndinn, sem gegnir þessu starfi, en á undan mér voru Guðmundur Sigurðs- son, afi minn og Guðmundur Guð- mundsson, faðir minn, en þetta er nitjánda haustið, sem ég segi fyrir I göngum. — Hversu mikið er af fé i rétt- unum og hver á það? — Það ermilli 15 og 20.000 fjár I réttunum að þessu sinni. Það er ekki bUiö að draga ennþá, svo töl- ur liggja ekki fyrir. Þetta er fé bænda Ur þrem hreppum, Ból- staðarhliðarhreppi, Lýtingsstaða- hreppi og Seiluhreppi. Hinir sið- arnefndu eru báðir i Skagafirði. — Við fórum sex saman á l'aug- ardag og leituðum upp að Hofs- jökli, sunnan Ströngukvislar. Sið- an barst liðsauki á sunnudag,eða aðal flokkurinn og þá var smöluð Eyvindarstaðaheiðin norður með Blöndu og við komum ofan á mið- vikudag. — Leitirnar gengu vel. Veðrið réðist alltaf vel, þótt stundum liti hann illa Ut. Við förum þetta rið- andi, en farið er með dráttarvél og vagn með nesti og viðlegubUn- að. Þá er og ráðskona með i ferð- inni til þess að sjá um kostinn. Stafnsrétt 150 ára — Nú er fénu ekið heim og þvi jafnvel ekið inn á afrétt lika. Stendur kannske til að færa rétt- ina framar, eða inn á heiðina? — Það er rétt. Menn aka fénu sumir I bithagana. Ég hefi ekki heyrt talað um aðfæra Stafnsrétt. Ef til vill væri það hagkvæmt. Þessi rétt er nú mjög komin til ára sinna. Hún mun vera 150 ára gömul i þessari mynd sem hUn er nU og það er ekkert undanfæri meö að gera nýja rétt á næstunni. En hvort menn kjósa þá að flytja hana eitthvað veit ég ekki um. — Það er sagt í bókum að sukk- samt hafi oft verið i Stafnsrétt. — Ég held að það sé nU orðum aukiö. Ætli þetta sé ekki svipaö og I öðrum réttum. Menn fá sér að visu tár, einsog annarsstaðar og sérstök hughrif fylgja réttunum. Hér kemur fjöldi manns. Um 25 manns voru íleitunum, svo koma allir sem vettlingi geta valdið Ur hreppunum og sumir koma langt að. Það er þvi fjölmenni i Stafns- rétt og menn eru i góðu skapi I réttunum einsog vera ber. Sumir þá tregafullir, eða bara fullir, einsog þU segir. Eftiiieitir á snjósleðum — Nú verða eftirleitir? Sigurður Guðmundsson fjallkóngur I Stafnsrétt innanum fé sitt á réttardaginn. Hann er þriðji ættliður fjallkónga frá Fossum f Svartár- Ung falieg stúlka upp á hestif Stafnsrétt. Bak viö hana er fjárflutningabíll, en fé bænda er dal, en faöir hans og afi komu á undan. Hann hefur sagt fyrir f leitum í 19 ár. nú flútt heim á bilum. TÍMINN Það er vont að mynda 20.000 fjár, en ef vel er skoðað má telja um 15.000 fjár á þessari mynd — Já. Hjá þvi verður ekki kom- izt. Við förum aftur. Hér eru tvær leitir, lögskipaðar. Það er farið frameftir i bilum ef fært er, eða með ööru móti. Sumir nota jafnvel flugvélar i þetta, en við reynum að skjótast þetta á bilum, eöa jafnvel á snjósleðum, sem nú eru á hverjum bæ. Menn sameina þá skemmtileiðangra og hafa augun hjá sér. Það vill alltaf eitt- hvert fé verða eftir, þvf skyggni er ekki alltof gott og viða getur þvi leynzt fé. Þessar sleðaferðir hafa menn nú bara farið upp á eigin reikning. — Nú ert þú fjallkóngur, ekki einasta yfir sveitungum, heldur einnig Skagfirðingum. Sætta menn sig við það? — Landfræðileg rök eru fyrir þvi að Skagfirðingar og Húnvetn- ingar standa saman að smala- mennskum i þessari rétt. Sam- komulagið er mjög gott og á- rekstralaust, sagði Sigurður Guð- mundsson að lokum. Fé bænda ekið heim — Eftir að hafa talað við f jall- kónginn fórum við að skoða fé bænda, sem var vænt. Jón Snæ- björnsson sagði dapurlegar sögur af fjárrekstrarferðum Ut á Blönduós þegar hann var litill og maður fann að visst samhengi i lifkeðjunni hafði breytt honum Ur bónda I bókhaldara. Hann gaf og þáði brennivin. NU er fénu ekið heim á bæina i þungum, stórum vörubilum, sem taka 100 fjár hver, þar blandast það heimafé bænda og gengur i túnum og kálgörðum. Við mætt- um mörgum sláturbilum á leið- inni og maður horfði i augun á fénu og þakkaði skaparanum fyrir að mokkaúlpan var heima i skáp og maður gat þvi látið sem ekkert væri. Menn voru sifellt að koma i réttirnar frameftir degi og bil- númerin sögðu okkur aö þetta væri fólk allstaðar að af landinu, meira að segja kom einn sunnan frá Vestmannaeyjum til þess að styðja réttarveggina i Svartár- dal, aðrir komu sömu erinda norðan og austan Ur landi. Menn seildust i töskur og gerðu sér dagamun, einsog segir i visu Sig- urðar frá Brún, sem lika var Ur Svartárdal: ,,Þó að ráð ei náist nein, nú i bráð i flösku. Fyrr var áð við Staupastein, stundum gáð i tösku.” JG. Karl Kristjánsson og Sigurður frá Haukagili hringdu i mig Ut af visu i fyrri grein, hUn á að vera svona: Þú um hálan höktir is hróðrar mála pjakkur. Fóðri strjálar fyrir mýs fóta og sáiar skakkur. Leiðréttist þetta hér með. JG. Tveir bændur á tali yfir fé sinu og annarra. Menn nota réttirnar til þess að tala um margt annað en fé. Þar hittast vinir og frændur og menn ráöa ráöum sinum, þvf réttirnar eru lika og ekki siöur mannamót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.