Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. október 1975 TÍMINN n Breytingarnar koma yfirleitt siðast fram á ytri kynfærum (vulva) og á leggangnaopinu (introitussvæðinu): þar verður rýrnun á skapafellingum og þrengsli i leggangnaopi. Einnig rýrnar slimhúð þvagrásar og blöðruþríhyrnu. Rýrnun vöðva- fruma og veiklun stoðíefs veldu. þá oft legsigi. Einkenni Menn greinir mjög á um hve stör hluti kvenna fær óþægindi á þessu timabili og nefndar eru töl- ur frá 10 og upp i 75%. Liklega stafar ágreiningurinn af þvi, að menn eru ekki sammála um hver einkennanna séu i beinu sam- bandi við hormónabreytingar á timabilinu kringum tiðahvörfin. A þessu timabili fá u.þ.b. 20% allra kvennaþað mikileinkenni að þær leita læknis. Einkennin eru margvisleg og hættir mönnum til að setja öll óljós einkenni hjá kon- um um fimmtugt i samband við breytingatimabilið. Sum einkennanna, þ.e.a.s. ein- kennin frá kynfærum, er unnt að setja I beint samband við breyt- inguna á hormónastarfsemi likamans. Oðrum einkennum er venjulega skipt i þrennt: Ein- kenni frá ósjálfráða taugakerf- inu, geðræn einkenni og einkenni frá efnaskiptum. Einkenni frá kynfærum Eins og að ofan greinir er minnkuð progesteronmyndun höfuðeinkenni premenopausis. Myndun östrogena er oftast minnkuð.engetur veriðeðlileg og jafnvel aukin. Ef östrogenmynd- unin er minnkuð, þá getur ano- vulatio valdið blæðingahléi i 2-6 mánuði. Ef saman fer eðlileg eða aukin östrogenmyndun annars vegar og ekkert egglos hins veg- ar, getur það leitt til ofvaxtar i legslimhúð. Sé slik slimhúð skoð- uð I smásjá sjást útþandir blöðru- laga kirtlar, sem eru einkenn- andi. Er þetta nefnt hyperplasia glandulo-cystica og kliniska myndin hefur verið kölluð metro- pathia hæmorrhagica cystica. Þótt egglos verði, geta orðið blæðingatruflanir ef starfsemi gulbúsins er ófullnægjandi og progesteron skortir þar af leið- andi. Einkum er þá um að ræða tlðari blæðingar og smáblæðingar stuttu fyrir tiðir. Einnig getur tiðamagn aukist. Ofangreindar blæðingatruflanir Myoma uteri vaxa oft á þessum aldri og valda blæðingum. Ef kona á pre-menopausis-aldri fær milliblæðingar, þá er nauð- synlegt að rannsaka hana vel. Þarf þá að gera gynecologiska skoðun, taka sýni til frumufræði- legrar rannsóknar og stundum þarf að skafa legið til þess að reyna að útiloka illkynja sjúk- dóm. Krabbamein i leghálsi er al- gengast á þessu aldursskeiði og tiðni krabbameins i legbol eykst mjög úr þvi að konur eru komnar yfir fertugt. Tiðaspenna (pre-menstrual tension) er mun algengari á þessu aldursskeiði en hjá ungum konum oger skýringarinnar sennilega að leita i minnkandi progesteron- myndun. Eftir tiðahvörf verður slimhúðin i leggöngunum þynnri og þurrari en áður, og þá um leið viðkvæmari fyrir bakteriusýking- um. Konur fá þá oft svonefndan kolpitis senilis, en honum fylgir útferð og sviði. Einnig er algengt, að konur fari að finna til sársauka við samfarir. Kraurosis vulvae getur gert samfarir ómögulegar og stundum koma fram hvftflögu- breytingar á vulva, sem fylgir kláði. Einkenni frá ósjálf- ráða taugakerfinu Einkenni frá ósjálfráða tauga- kerfinu eru mjög algeng á þess- um árum og eru þau mest áber- andi á stuttu timabili i kringum tíðahvörfin. Er þá um að ræða vasomotorisk einkenni, þ.e.a.s einkenni frá þvi vöðvakerfi, sem dregur saman og vikkar út æðar. Einkennin lýsa sér i þvi, að blóðið eins og þýtur upp i höfuðið og veldur þvi, að sjúklingarnir roðna snögglega. Af svipuðum órsökum svitna þessir sjúklingar oft snögglega og er þá fyrst og fremst um að ræða nætursvita. Þessir sjúklingar geta fengið kuldatilfinningu og stundum, fá þeir subjectiv hjartaeinkenni, svo sem harðan hjartslátt, sem oft fylgir hitakófunum. Tiðni þessara einkenna hefur ekki verið nægi- lega könnuð. Á árunum 1930-1940 voru ýmsar rannsóknir gerðar, en niðurstöð- urnar voru mjög breytilegar. Sumir héldu þvi fram, að aðeins 2% kvenna fyndu fyrir þessum einkennum, en aðrir töldu að 80% þeirra fyndu fyrirþeim. Neugart- en og Kraines (’65) rannsökuðu konur á ýmsum aldri, frá gelgju- skeiði og fram að sextugu. Þeir komust að raun um, að hitakóf og sviti væru mun algengari á árun- um eftir tiðahvörf, en á öðrum aldursskeiðum. Afturá móti væru önnur einkenni, sem áður voru oft sett i samband við tlðahvörf, svo sem þreyta, höfuðverkur, gleymni og svefntruflanir, jafn algeng á öðrum aldursskeiðum. Davis (1964-1965) rannsakaði einnig þessi atriði og heldur þvi fram, að einungis vasomotorisku einkennin eigi rætur sinar að rekja til tiðahvarfanna. Um orsakir þessara einkenna er ekki vitað með vissu. Ekki er unnt að skýra þau með skorti á östrogenum þvi einkennin eru óþekkt hjá sjúklingum með litla östrogen-framleiðslu af öðrum orsökum (t.d. vanvirkni i heila- dingli og hypothalamus). Ekki er heldur unnt að skýra þau til fulls með aukinni gonadotropinmynd- un, þvi margar konur, sem hafa hátt gonadotropinmagn I blóði, fá engin hitakóf. Sennilega er orsak- anna að leita i starfsemi hypo- thalamus. Öþægindin eru mjög mismikil. Konur, sem úr hafa verið fjarlægðir eggjastokkarnir stuttu eftir tiðahvörf fá hvað mest óþægindi. Geðrænar truflanir Taugaveiklun, óróleiki, þung- lyndi og örar geðsveiflur eru al- geng fyrirbæri á breytingaskeið- inu. Vafasamt er hvort orsakanna er að leita i hormónabreytingum eða hvort um er að ræða byrjandi ellibreytingar. Sennilega eru orsakirnar margþættar og flétt- ast þar saman bæði innri og ytri þættir. Flestir eru sammála um, að skapgerð sjúklinganna skipti meginmáli. Þannig fá örgeðja, kviðakjarnar og úthaldslitlar konur meiri óþægindi á breyt- ingatimabilinu, en aðrar. Sumar konur fyllast skelfingu við til- hugsunina um, að blæðingarnar séu endanlega að hætta og þær séu að verða ófrjóar. Aðrir óttast, að kynlif þeirra breytist til hins verra. Margar ranghugmyndir eru bundnar breytingartimabilinu, bæði sem arfleifð frá fyrri timum, og einnig er sú tilhneiging nútimafólks að halda dauðahaldi i æsku og hreysti til þess fallin að auka kvfða. Kynorkan minnkar hjá báðum kynjum er á ævina lið- ur. Margar konur telja að kynlifi þeirra sé lokið um leið og blæðingar hætta, en gagnstætt þvi sem margir halda, þá er kynlifið ekki nema að nokkru leyti bundið kynkirtlunum. Ýmsar hafa ekki fengið þá lifsfyllingu, sem þær dreymdi um og þeim erframtiðin likust eyðimörk án vinja. A þessum árum eru börnin oft orðin fullorðin og flytja að héiman og við það einangrasi konurnar oft félagslega. Kielholz (1959) lýsti breytingartimabilinu sem ,,Zeit der Verluste”. Konur, sem eiga auðvelt með að blanda gerði við annað fólk og hafa nóg fyrir stafni og næg áhugamál, losna yfirleitt við ofangreindan vanda. Vafalaust er þó samband milli hormóna likamans annars vegar og geðheilsu hins vegar. Allir vita, að hormónasjúkdómar geta valdið geðtruflunum t.d. veldur myxoedema stundum psykosis. Kynhormónar hafa lika áhrif á geðheilsu og er tiðaspennan gott dæmi um það. En það er erfitt að finna beint samband milli hromónajafnvægis likamans á breytingatimabilinu annars veg- ar og geðrænna einkenna hins vegar. Oft er þó augljóst óbeint samband þar á milli, t.d. getur dyspareunia eyðilagt ánægju af samförum, siðan i kjölfar þess fylgt alls konar erfiðleikar. Oft verða konurnar þunglyndar og kviðnar. Paranoid-einkenni geta komið fram, en það er sjaldgæf- ara. __ A siðari árum hafa menn horfið frá þvi að nota hugtakið psykosis klimakterika, eins og reyndar aðrar geðsjúkdómsgreiningar. sem tengdar eru ákveðnu aldurs- skeiði. Skiptar skoðanir eru um, hvort geðtruflanir eru algengari á breytingartimabilinu, en á öðr- um aldursskeiðum. Vinberg (1957) komst að þvi, að konur á aldrinum 45-50 ára lágu sjaldnar á geðdeildum en konur úr yngri aldursflokkum. Það er þvi heppi- legra að nota hugtökin neurosis eða psykosis hjá konu i klimakterium i stað neurosis eða psykosis klimakterica. Einkenni frá efnaskiptum Tiðnisumra lyflæknissjúkdóma eykst en annarra minnkar á ár- unum fyrir og eftir tiðahvörfin. Af þessum sökum hafa ýmsir álitið, að beint orsakasamband væri þarna á milli. Hvað flesta þessa sjúkdóma áhrærir hefur ekki tek- istað færa sönnur á að svo sé. Svo unnt sé með vissu að skera úr um þetta er nauðsynlegt að gera viðtækar prospektivar rannsókn- ir, en engar slikar rannsóknir liggja fyrir. Þess vegna verður að notast við óbeinar sannanir. Þrátt fyrir ofanskráð eru likur á, að tiltekin hrörnunareinkenni geti ágerst, þegar hormónafram- leiðsla eggjastokkanna hættir. Þetta á fyrst og fremst við um osteoporosis og hjarta- og æða- sjúkdóma. Albright et al. (1941) bentu fyrs.tir manna á, að osteoporosis i hryggjarliðum er miklu algeng- ara hjá konum enkarlmönnum og að flest tilfellin koma fram eftir tiðahvörf. Nefndu þeir sjúkdóm- inn „menopausal osteoporosis”. Með osteoporosis er átt við ástand, þegar beinamassinn er minnkaður en beinið heldur þrátt fyrir það eðlilegri efnasamsetn- ingu og þar með kalkinnihaldi. Nú orðið er ljóst að rýrnun beina er almennur fylgikvilli ell- innar (Newton-John og Morgan, 1968). Rannsóknir, sem gerðar hafa verið i Bandarikjunum benda tilþess,að unnt sé röntgen- ologiskt að sýna fram á osteoporosis hjá 5. hverri konu á aldrinum 50-54 ára. Sömu rannsóknir benda til þess, að 80% af öllum osteoporosu-tilfellum séu konur i postmenopausunni. Sýnt hefur verið fram á hækk- aða tiðni osteoporosis hjá konum, sem hætta ungar að hafa á klæð- um, eða eggjastokkarnir hafa verið fjarlægðir úr og þær ekki fengið östrogenmeðferð eftir á (Meema et. al. 1965). Þær sem fá östrogenmeðferð verða siður fyrir óþægindum og hætta að styttast. Sömu höfundar (Meema et. al. 1968) og aðrir (Davis et al. 1970) hafa sýnt fram á, að beina- búskapur þeirra postmenopausal- kvenna, sem fá östrogen er miklu betri en hinna, sem ómeðhöndlað- ar eru. Gallacher og Nordin (1972) álitá sannað, að skortur á östrogenum ráði úrslitum um að koma af stað eða flýta fyrir postmenopausal-beintapi. Sömu höfundar telja einnig, að östrogen-efni minnki næmi beina fyrir parathyroid-hormónum. Vitað er, að hætta á hjarta- og æðasjúkdómum eykst með hækk- andi aldri og, að karlmenn fá oft- ar þessa sjúkdóma en konur. Mis- munurinn milli kynjanna minnk- ar þó með hækkandi aldri og munurmilli kynja ereinnig minni meðal þeirra sem búa við léleg lifsskilyrði. Bandariski læknirinn Tracy (1966) sýndi fram á, að fram að fimmtugu eru dauðsföll af völd- um mb. cordis arterio-scleroticus 6sinnum algengari hjá körlum en konum.Eftirtiðahvörfin minnkar munurinn smám saman og eftir, að náð er 85 ára aldri er dánar- tiðni úr þessum sjúkdómi jöfnhjá báðum kynjum. Eftir tiðahvörf eykst blóðfita verulega. Jafnframt lækkar cholestreol og phospholipidar hjá geltum konum, ef þeim er gefið östrogen. Þessi atriði og reyndar fleiri benda til þess, að östrogen sé á einhvern hátt vörn gegn arterio-sclerotiskum sjúkdómum ihjarta og æðum, Ef unnt reynist að skýra þetta iamband nánar verður e.t.v. hægt að finna ráð til að draga úr æðakölkun. Meðferö Konur á breytingaskeiði þarfn- ast iðulega læknishjálpar. Að yisu verður að lita á breytingaskeiðið. sem eðlilegt hrörnunartimabil, en Framhald á bls. 39 nokkuð fyrir peningana ATHUGIÐ BARA VERÐIN SHODR 685.000 Verð til öryrkja CA KR, SHODR IWL Verd shoor co^ííOR Verö til öryrkja CA KR. 622.000 Sérstakt hausttilboð! BÍLARNIR ERU AFGREIDDIR Á FULLNEGLDUM BARUM SNJÖDEKKJUM. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á /SLAND/ H/F AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42600, Hóþrýstivindur istærðum2,31—2,7t—3,2 tonn. Hifingahraði frá 18 m/min — 36 m/min. Hentugar sem löndunarvindur á krana og bómur fiskiskipa o. fl. Meðal skipa sem nota Pullmaster eru Guðmundur RE, Gullberg VE, Huginn VE og Runólfur SH. Með mjög góðum árangri. MASTER H UMBOÐIÐ VÉLAVERKSTÆÐIÐ VÉLTAK H/F sími 86605 — 86955

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.