Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 20
TÍMINN Sunnudagur 12. október 1975 Sunnudagur 12. október 1975 TÍMINN 21 Rósberg G. Snædal. „LÆKNIR MINN OG LÍKN ERT ÞÚ, LANGI VINNUDAGUR" FLESTIR ÍSLENDINGAR, sem ánægju hafa af hnyttilegum kveð- skap, munu kunna eitthvað eftir Rósberg G. Snædal, rithöfund á Akureyri. Skopkveðlingar hans og hárbeitt smáskeyti hafa viða flogið og mörgum skemmt, en hins ber ekki siður að geta, að Rósberg á marga fleiri strengi á hörpu sinni. Smásögur hans, ferðaþættir og þjóðlegur fróðleik- ur, sem hann hefur safnað og skráð, munu engu siður halda nafni höfundar sins á iofti og verða lesendum minnisstæð, þótt með öðrum hætti sé en lausavis- ur, sem lærðar eru við fyrstu heyrn eða sjón. Skrifaði fyrstu sögurnar með kálfsblóði Nú ætlar Rósberg G. Snædal að spjalla við lesendur Timans i Rósberg hefur skrifað margt og mikið um fólk og fjöll, þ.e. fjöllin milli Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðar, og þegar skrifað er um fjöllin og sveitirnar milli þeirra, þá hittir maður fyrir margan kynlegan kvistinn, fólk sem nú er gengið til feðra sinna fyrir liingu. Hér á myndinni sést Hjörlcifur Sigfússon — Marka-Leifi — hvila lúin bein á ,,bala Stafnsréttar.” Hann er áreiðanlega að hugsa um „sitt fag”, mörkin. Stendur heima : stýft og gagnbitað — og Leifi er orðinn áttræður á myndinni. (Ljósm. G.K.G.) Rætt við Rósberg G. Snædal, rithöfund ó Akureyri þætti okkar um Islenzka rithöf- unda. Og það er bezt að bera fram fyrstu spurninguna, þótt hún sé að visu heldur ófróðleg: — Hvers vegna heitir þú Snæ- dal, ertu eitthvað skyldur Snædöl- unum af Jökuldal? — Nei, ég er ekki skyldur nein- um Snædölum, hvorki á Jökuldal né annars staðar. Ég heiti Snæ- dal, var skirðúr það, og liklega hefur nafnið átt að minna á fæð- ingarsveit mina, Laxárdal i Austur-Húnavatnssýslu, sem er snjóþungur mjög. Má og segja, að nafnið sé ekki með öllu a'stæðu- laust, hvað mig snertir sérstak- lega, þvi að ég var borinn til skirnar I átján stiga frosti. Þegar ég var kominn dálitið á legg, og visur eða annað fór að birtast eftir mig i barnablöðum, risu upp nokkrir Snædalar norð- anlands og likaði ekki að sjá þetta nafn undir ritsmiðum minum. Ég man sérstaklega eftir einum ágætum manni, nokkuð við aldur, og nú löngu horfnum af sviðinu. Hann skrifaði mér að minnsta kosti tvö sendibréf, þegar ég var um fermingu og skipaði mér að leggja þetta Snædalsnafn niður, eða þá að bæta h-i inn á milli. Ég skrifaði honum um hæl og sagðist vel skilja, aðhonum væri annt um þetta ættarnafn sitt, sem hann hefði keypt fyrir tiu krónur, en þá yrði hann lika að skilja, að mér væri annt um skírnarnafn mitt, sem foreldrar minir hefðu gefið mér. bráaðist ég svo við, notaði nafn mitt eins og mér sýndir og hef gert það fram á þennan dag. — Þú hlýtur að hafa byrjað mjög ungur að skrifa, fyrst þú fékkst aðvörunarbréf sem rithöf- undur þegar þú varst um ferm- ingu? — Já, ég hef skrifað nokkurn veginn frá þvi ég man fyrst eftir mér. í rauninni veit ég ekki sjálf- ur, hversu gamall ég var að ár- um, þegar ég setti saman fyrstu sögurnar. Hitt man ég, að ég skrifaði þær með kálfsblóði, og hef vafalaust gert það sökum fá- tæktar og blekléysis, en ekki af fordild, þvi ég var of ungur til þess að hafa vit á nokkru slíku. Ekki notaði ég þó kálfsblóðið lengi, og sjálfsagt ekki mikið heldur, en sótblek var lika til, og ég man, að ég notaði það eitthvað dálitið. — Attu nokkuð af þessum gömlu sögum? — Nei, ekki eina einustu, enda hafa þær sjálfsagt ekki verið svo merkilegar, að mikil eftirsjá væri að þeim, þótt þær glötuðust. ,,Aö fööur kné” — En kveðskapurinn? — Já, ég fór vist að hnoða saman visum, nokkurn veginn um leið og ég var talandi. Þetta lá i blóðinu, og ég man ekki betur en að viö allir bræðurnir fjórir gæt- um bögglað saman rétt stuðlaðri visu strax á barnsaldri. Kveð- skapur var mikið um hönd hafður i sveitinni og -svo að segja allir kunnu mikið af sliku. Ég man meira að segja eftir rimnakveð- skap. Pabbi kvað rímur á kvöld- vökum, þegar ég var lftill. bá var lika mikið lesið og heima var allt- af lesið upphátt á vökunni. Ég tel það bezta skóla, sem ég hef notið. Þessi kveðskapur og bóklestur bjargaði mér. Sá andlegi þroski sem ég hef náð, er uppeldi minu á barnsárunum að þakka. Ég sótti „öll min fræði að föður kné” I bernsku. Þegar ég var að alast upp, var kreppan fræga i algleymingi, og það var i rauninni. ekki neitt af neinu til, — nema bækur. En þær voru ekki eign heimilisins, heldur höfðum við bræðurnir fengið þær að láni i lestrarfélögum, ekki einu, heldur þremur. Þetta kost- aði að visu mikil ferðalög, og yfir fjallvegi aðfara, en við létum það ekki á okkur fá, og á þennan hátt tókst okkur að komast yfir mikinn bókakost til lestrar, en ekki eign- ar. Á Laxárdalnum, heimasveit okkar varlika lestrarfélag, litið að visu og fátækt, og sem það hrökk ekki til, bættu menn sér upp með þvi að afla bóka lengra að. Það voru miklu fleiri en við bræðurnir, sem fengu lánaðar bækur i öðrum söfnum. Ég fékk lika oft lánaðar bækur, bæði margar og góðar hjá ágæt- um bónda I Langadal, Páli Árna- syni. Hann var sonur Arna á Geitaskarði og bjó i Glaumbæ. Þaðan bar ég margan bóka- baggann, þegar ég var strákur, og þær byrðar held ég að hafi undantekningarlaust orðið mér til heilla. Hagyrðingar og sveitaskáld — Áttuð þið ekki lika eitthvað af svejtarskáldum, fyrst bóklest- ur og bókaáhugi var svona al- mennur? — Jú, margir voru vel hag- mæltir og fengust eitthvað meira eða minna við yrkingar. Hins vegar var á næsta bæ við mig, þegar ég var að alast upp, skáld, sem bar höfuð og herðar yfir aðra þar um slóðir, og liklega hefur til- vera hans þar dregið kjark úr ýmsum öðrum og orðið til þess að þeir flikuðu siður kveðskap sin- um, en þeir hefðu annars gert. Ég á hér við Svein skáld frá Elivog- um, sem bjó á Sneis, þegar ég var á mestu mótunarárunum. Hann var siyrkjandi um menn og mál- efni og hvað eina sem á góma bar. og eins og ég drap á áðan, þá er ég sannfærður um að mörgum hafi þótt sinn kveðskapur verða smár við hliðina á þvi sem frá Sveini kom. — Nú eru það einkum hinar ljótari visur Sveins, sem orðið hafa frægar, en fleira mun liann liala ort en niðið? — Já, það gerði hann sannar- lega, og eru bækur hans óljúg- fróðust vitni um það. — Annars sé ég ekki ástæðu til þess að ég sé að fjölyrða um skáldið frá Elivogum i þessu spjalli okkar, þvi að ég hef krotað ævisögu hans, þar sem ég lýsi kynnum minum af honum. Bókin heitir Skáldið frá Elivog- um. Þar geta menn lesið það sem ég hef um Svein að segja. Annar maður þjóðkunnur var á næstu grösum við mig þegar ég var að alast upp. Það var Gisli Ólafsson frá Eiriksstöðum. Hann bjó fyrst i Langadal, svo á Blönduósi, en fluttist siðan til Sauðárkróks. Ég hafði þó alltaf spurnir af honum, og nokkur kynni voru með okkur á meðan hann lifði. Gisli var ákaflega hug- ljúfur maður, bæði sem einstaki- ingur og skáld. Hann var eitt þeirra sárafáu skálda islenzkra, sem ekki er vitað til að hafi látið frá sér fara eina einustu ljóta visu um dagana — ekki einu sinni skammarvisu. Bækurnar eru orðnar tólf — En hvað um sjálfan þig? Þú byrjaðir barnungur að yrkja, en ortir þú ekki lika mikið á gelgju- skeiðinu, eins og sagt er að flestir unglingar geri? — Nei, þvert á móti. Það er rétt, að ég var kornungur, þegar ég fór að fást við þetta, en á tima bilinu frá fermingu og fram um tvitugt gerði. ég mjög litið að sliku. Ég skrifaði að visu langa skáldsögu, þegar ég var átján ára, en annars hófst ekki rit- höfundarferill minn fyrr en ég var kominn yfir tuttugu og fimm ára aldur, kvæntur og setztur að hér á Akureyri. — Við hvaða form glimdir þú þá helzt? — Ég fékkst bæði við ljóða- og smásagnagerð, og aðra skáld- sögu samdi ég á þeim árum. Ekki hef ég þó flikað þessum tveim skáldsögum minum og mun ekki gera það. Mér fannst smásöguformið henta mér betur, og ég trúi þvi enn, að það eigi betur við mig. Auk þess var ég undir áhrifum annarra höfunda, eins og eðlilegt er, svo ungur sem ég var, og auðvitað langar mig ekki til þess að senda frá mér skáldskap, sem að verulegu leyti er bergmál af verkum annarra höfunda. — Hvenær kom fyrsta bók þin út? — Hún kom ekki út fyrr en árið 1949. Það var ljóðabókin Á annarra grjóti. — Svo hafa fleiri á eftir farið? — Já, þær eru vist orðnar tólí, bækurnar sem komið hafa út eftir mig. Smásagnasafnið Þú og ég kom út 1954 og var næstfyrsta bókin. Vestanátt er lika smá- sagnasafn. Þá má nefna ljóða- bókina 1 Tjarnarskarði, en Fólk og f jöll er aðallega ferðaþættir og fróðleiksmolar og þættir um menn. Sú bók kom út árið 1959. Inn á milli var ég svo að fikta við að gefa út visnasöfn, sem eru orð- in þrjú talsins. Hið fyrsta voru tuttugu og fimm hringhendur, og öll var sú útgáfa smá i sniðum. Upplagið var aðeins fimmtiu ein- tök og brotið á stærð við eld- spýtnastokk. Næst kom Vísna- kver, það hafði að geyma á milli fimmtiu og sextiu lausavisur, svo kom litil bók, sem heitir 101 hringhenda. - Ljóðabækur minar eru nú löngu uppseldar og visnda- söfnin sömuleiðis. Ég veit eigin- lega ekki hvernig þau hafa farið, hvort verðleikar þeirra sjálfra eða tilviljunin eru þar að verki, en svo mikið er vist, að nú eru allar þessar bækur orðnar næsta fá- gætar. Það er meira að segja svo komið, að sjálfur á ég hvoruga ljóðabók mina eins og er. Skáldum er hollt aö gera fleira en að skrifa — Dreymdi þig uin að verða skáld, þegar þú varst ungur? — Ekki minnist ég þess, en þó hafði ég ákaflega sterka löngun til þess að fást við slika hluti, bæði i bundnu máli og óbundnu. Ég held, að mér hafi ekki einu sinni dottið i hug að verða atvinnu- skáld. Ég vann að þessu I fri- stundum minum, eins og flestir hafa orðið að gera. Það var sama hvort ég stóð við slátt á sumar- degi eða gekk til kinda, ég var si og æ að tauta eitthvað fyrir munni mér. — Fannst þér ekki neitt þving- andi að geta ekki sinnt köllun þinni hvenær sem þig lysti? — Nei, ég vildi einmitt heldur hafa þetta i hjáverkum, og lang- aði aldrei til annars. Ég held, að öllum skáldum sé nauðsynlegt að verða að vinna að öðrum verkefn- um, þó ekki væri nema til þess að kynnast þvi þjóðfélagi sem þeir lifa og hrærast i. Hvað mig snert- ir hefur þetta verið óhjákvæmi- legt, af þeirri einföldu ástæðu að lifsstriðið hefur heimtað það af méren áreiðanlega hafa allir gott af þvi að geta verið sinn eigin læknir, „Iög-fræðingur og prest- ur,/smiður, kóngur, kennar- inn,/kerra, plógur, hestur”, eins og Stephan G. orðaði það svo snjallt á sinum tima. Þetta á ekki sizt við um rithöfunda, þeim er mikil nauðsyn á fjölbreyttri og auðugri lifsreynslu. — Hinu neita ég ekki, að ég hefði mjög gjarna kosið að hafa nokkru rýmri tima, einhvern hluta ævinnar eða ár- anna, til þess að vinna úr efni, sem ég hef verið búinn að safna að mér. Það hefði komið sér ákaf- lega vel fyrir mig að fá svo sem einn eða tvo mánuði á ári til þess eingöngu að skrifa og yrkja eitt- hvað af þvi sem ég var búinn að hugsa hverju sinni. Þetta er Foss á Skaga — og skólabörnin þar standa þarna öll uppi á stórum steini I túninu. Gervismiður og farkennari — Nú hefur það engu að siður orðið hlutskipti þitt að vera af- kastaniikill rithöfundur. Er þetta þá ekki erfitt, þar sem aldrei er um samfellt næði að ræða til ritstarfa? — Ég held ég megi til með að svara þessu með þvi að taka mér i munn fræga setningu, sem höfð er eftir Björgvin heitnum Guð- mundssyni: „Að vera tónskáld á Islandi er eins og að vera sálma- skáld i Helviti.” Fyrstu bækur minar gef ég út sjálfur og reyndi svo að selja þær á götum og torg- um. Af þeirri iðju hafði ég aldrei neitt nema tapið. Siðar, þegar ég fór að selja handrit til útgáfu, fannst mér það gefa heldur litið i aðra hönd, og ég er enn þeirrar skoðunar, að greiðsla fyrir hand- rit sé i rauninni hlægilega litil, oftast nær. Mér hefur oft gefizt miklu betur að vera einn mánuð i byggingarvinnu en að skrifa bók. — Ertu ekki það sem kallað var „gervismiður”, þegar við vorum ungir? — Jú, og er kallað enn. Ég hef mörg undanfarin sumur verið gervismiður, og skammast min ekkert fyrir nafngiftina, en á vetrum hef ég kennt börnum norður á Skaga. Ég er þar far- kennari i tveim hreppum, og fer vist að mega heita siðasti geir- fuglinn i þeirri ágætu stétt. — Þetta var um fjárhagslega afkomu þina sem rithöfundar, en hvað um vinnubrögðin? Hvernig yrkir þú? — Lausavisur minar hafa flest- ar orðið til við vinnu og á gangi úti. Það er siður minn og eðli að risa árla úr rekkju á morgnana. Þá geng ég gjarna drjúga stund um úthverfi bæjarins, og þá fæð- ist venjulega eitthvað i bundnu máli. Ég skal til gamans láta hér flakka visu, sem ég orti á einni slikri gönguferð snemma á sunnudagsmorgni: Mörgum Drottinn miðlar yl, má þess vottinn kenna, vist er gott að vera til vegarspotta þenna. Annars hef ég alltaf ort við alls- konar aðstæður. Ég vann i nokkur ár á trésmiðaverkstæði við sög og hefla, sem höfðu svo hátt, að ég heyrði ekki til sjálfs min. Þar þótti mér gott að yrkja. Þá gat ég kveðið og sungið án þess að ég þyrfti að heyra raust mina, hvað þá aðrir. Þetta var ágætt, og þá orti ég mikið. — Hefur þú mikið fyrir þvi að yrkja? — Góðar visur verða ákaflega sjaldan til á einu andartaki. Ef visa er verulega góð, er hún sjálf- sagt að niutiu hundraðshlutum til vinna, kannski enn meira. Ég er oft i nokkra daga, jafnvel viku. að glima við eina visu, jafnvei eina hendingu. Það er sérstaklega þessi fræga önnur hending, sem mörgum hefur orðið hált á. Ég Framhald á bls. 37 Ilér má sjá nemendur Rósbergs „vestan á Skaga", á Tjörn. Myudin er tekin við skúr I Kálfshamarsvik. stórt torfhúsaþorp fyrir nokkrum áratugum. Þar býr nú enginn ntaður, nema yfir gráslepputintann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.