Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif ^mii iii ¦¦ i PRIMUS HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Landvélarhf 233. tbl. — Sunnudagur 12. október—59. árgangur HF HÖR9UR GUKNARSSQN SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 •¥&. ^fÆ: ***." Fíkniefnabylgjan skellur á af endurnýjuðum krafti Tugir manna viðriðnir smygl á miklu magni af hassi og amfetamíndufti ¦••*m Gsal—Reykjavík. — Þessa dag- ana er unnið aö allumfangsmiklu Hkniefnamáli hjá Fikniefnadóm- stólnum og hafa fimm menn verið úrskurðaðir i gæzluvarðhald i sambandi við mál þetta. Tveir menn sitja i gæzluvarðhaldi nú. Uppvist hefur orðið um smygl á miklu magni af hassi og að sögn Arnars Guðmundssonar, hjá Fikniefnadómstólnum skiptir það magn sem hér um ræðir kilóum. *-A*Si." "^æ*!?*^ '•aS^' \* •;;*.?>¦ - '«¦«»¦«., • •***f^,«í£kf1* **Lmm t mildri kyrrð haustsins falla blöðin af trjánum og þekja garðana og gangstéttirnar. Sumarið varð okkur is- lendingum erfitt á margan hátt. Það varð okkur iika misgjöfult á blessað sólkinið, og flestum fannst haustið koma of snemma. Sumar- dagarnir vera of fáir. Engu að siður fögnum við hvert á sinn hátt komu haustsins, undanfara vetrar konungs með snæriki sitt, sem gleður yngsta fólkið, þvi að þeir ein- ir, sem lifa stdran hluta árs- ins við myrkur og kulda, kunnaíraun ogveru aðmeta sólardagana og unað grænku sumarsins, þótt það kunni að vera I styttra lagi. Timamynd: Róbert. Stöðugar yfirheyrslur fara fram og tugir manna eru viðriðnir mál- ið, að sögn Arnars. Upphaf þessa máls má rekja u.þ.b. þrjár vikur aftur i timann, er piltur nokkur var handtekinn á Keflavikurflugvelli með allmikið hass istigvélum slnum, en piltur- inn var að koma frá Luxemburg. -*• 1 framhaldi af rannsókn þessa tiltekna máls, komumst við á snoðir um fleiri innkaupaferðir unglinga til Amsterdam I Hol- landi, og heim i gegnum Luxem- burg. Ek'ki er hægt á þessu stigi málsins að gefa upp nákvæmar tölur um magn fikniefnanna, en hins vegar er hægt að segja, að það skipti kílóum, sagði Arnar. Af þeim fimm mönnum sem setiö hafa i gæzluvarðhaldi hafa tveir verið úrskurðaðir I varðhald I Keflavlk, en hluti málsins er i rannsókn þar. Arnar sagði að hluti fikniefnanna hefði borizt til Keflavikur og þaðan inn á Kefla- vikurflugvöll og kvað Arnar tölu- verð brögð að þvi, að ísl. seldu fikniefni til hermannanna á Miðnesheiði. Sem kunnugt er bar talsvert á þvi, hér áður, að fikni- efni bærust frá hermönnum til Is- lendínga, en að sögn Arnars virð- ist vera meira um það núna, að þessu sé öfugt farið. Arnar Guðmundsson gat þess jafnframt, að auk ólöglegs innflutnings á hassi, hefði komið fram við rannsókn þessa máls, töluvert magn af meintu amfeta- mlni I duftformi, sem smyglað hefur verið til íandsins. Kvað Arnar það skipta tugum gramma. Rannsókn þessa máls stendur ennyfir, og að svo stöddu er ekki hægt að greina frekar frá málinu. Pétur Sigurðsson um flugvélakaup Gæzlunnar: Lítil vél óhentug til úthafsgæzlu Gsal-Reykjavik — Báðar vélarn- ar eru ágætar, enda gerðl égi til- lögu um þær báðar i bréfi minu til Algengt að menn telji Venus fljúgandi furðuhlut SJ—Reykjavík. 1 fyrrinótt sáu tveir menn sem voru á ferð I bll- um á Kjalarnesi og I Hvalfirði lýsandi hlut, sem þeir töldu alls ekki vera stjörnu, uppi á himn- inum. Annar þeirra Orn Steingrfmsson, bifreiðarstjori I Mosfellssveit.sá fyrirbæri þetta oftar en einu sinni bæði i Hval- firði, nálægt Akrafjalli og Kjalarnesi. Hinn maðurinn var Matthias Sigursteindórsson frá Blönduósi og höfum við spurnir af að hann hafi séð ljósfyrir- brigðið á Kjalarnesi. — Ég hef grun um að þetta hafi verið Venus, sagði Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, þegar við færðum þetta 1 tal við hann. — Venjulega fæ ég svona fregnir þegar Venus fer að sjást. Þegar menn eru á ferð i bfl finnst þeim stjarnan hreyf- ast og Venus er alveg sérstak- lega björt núna vegna afstöðu sinnar við jörðu, en auk þess er hún björtust allra stjarna. Ég get náttúrlega ekki fullyrt þetta nema ég viti nákvæmlega hvar mennirnir voru staddir þegar þeir sáu ljósfyrirbrigðið, og i hvaða átt það vár frá þeim. Venus kom upp um hálf- f jögurleytið f fyrrinótt og var I 5 1/2 gr. til 10.9 gr. hæð frá jörðu á þeim tima, sem mennirnir sáu ljósið og I austri. Þetta virðist geta komið heim og saman. Ég hef margsinnis rekið mig á að ~menn villast á þessari stjörnu á þessum árstima. örn Steingrimsson hafði sam- band við loftskeytastöðina I Gufunesi kl. 4.20i fyrrinótt og sá þá mjög skærtljösá lofti i norð- austri frá Reykjavik, sem virt- ist dofna, en var mjög skært á milli. Um hálffimmleytið sá hann lýsandi hlut nálgast Akra- fjall I stefnu á Esju, þá hafði hann fyrir skömmu ekið I þoku og ljösbjarminn rofið þokuna. Kl. 5.10 sá örn, enn stóran hlut, sem sterkan ljósgeisla lagði frá, og lýsti i gegnum skýjabólstur þegar þau bar á milli hans og ljósfyrirbærisins. Báðir sáu þeir Orn og Matthias hlutinn, þegar þeir voru á Kjalarnesi og bar þeim saman um að það gæti ekki ver- ið stjarna. Gufunes hafði samband við Loftleiðavél, sem var á ferð yfir þessum slóðum og sömuleiðis við Flugturninn, en frá hvorug- um sást nokkurt kynlegt ljós- fyrirbrigði. ráðherra, — en fyrir mismunandi verkefni, og á það legg ég áherzlu sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar á blaða- mannafundi um borð I varðskip- inu Tý I gær, en eins og kunnugt er, hefur mikið verið á það deilt, að Landhelgisgæzlan hyggst festa kaup á nýrri Fokker-flugvél, einkum fyrir þær sakir, að nefnd sérfræðinga sem skipuð var til að kanna málið sérstaklega, mælti með þvl, að keypt yrði minni vél, af Beechcraft-gerð, — en Pétur var hinsvegar eindregið fylgjandi þvl, að Fokker vél yrði keypt, og hann fékk þvl komið til leiðar. Pétur kvaðst I bréfi sfnu i vor hafa bent ráðherra á þrjú atriði til eflingar flugflota Landhelgis- gæzlunnar. Fyrsta atriðið varðaði flugvélina Sýr, — og kom þar þrennt til álita, að nota hana áfrahi á nokkurra breyt- inga, gera verulegar breyt- ingar á vélinni, og að selja hana. I öðru lagi, að keypt yrði heppileg litil flugvél til land- heigisgæzlustarfa, — og þá aðal- lega til gæzlustarfa nálægt landi. — 1 þriðja lagi benti ég á að ég teldi alveg nauðsynlegt að kaupa samskonar gæzluflugvél og Sýr er, af Fokker-gerð til Uthafs- gæzlu, sem tilbúin yrði að tveim- ur árum liðnum, sagði Pétur. Siðan gerði forstjórinn nokkra greinfyrir þeim erfiðleikum,sem myndu vera þvf samfara að nota litla flugvél til úthafsgæzlu, s.s. mun minna flugþol, meiri þrengsliogerfiðari vinnuaðstaða, og fáliðaða áhöfn. Kvaðst Pétur ekki geta hugsað sér, að senda sina menn á litilli flugvél Ut á haf, sem þyrfti að fljúga lágflug. — Það er ekki þægileg tilfinning að vita af mönnum á litilli flugvél á hafi úti, með öfullkomnari tæki en æski- legt væri, sagði hann. Pétur upplýsti að Fokker-vélin myndi kosta 435 millj. kr. þ.e. án allra aukatækja, en þau yrðu sett I hana eftir fjárhagsgetu hverju sinni. Gerði forstjórinn ráð fyrir þvi, að heildarkostnaður vélar- innar yrði um 500 millj. kr. Gömul kona fyrir bifreið á AAiklubraut gébé Rvik — Sjötiu og sex ára gömul kona, varð fyrir bifreið á föstudagskvöldið um klukkan hálf átta. Hún var á leið yfir Miklubraut á móts við Tónabæ og varð fyrir bifreið sem var á leið yestur. Hún slasaðist mikið og var flutt á slysavaröstofu Borgarspitalans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.