Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 12. október 1975
TÍMINN
27
Edda Joynes og William Cantrell
tóku lika þátt i veizlunni. Á
William Cantrell féll líka grunur i
sambandi viö moröið á Irmu
Gamba.
um hvarf hennar og hafin var leit
að henni. Það, sem vitað var, var
það að unga stúlkan hafði yfirgef-
iðdansstað um miðnætti og ætlaði
að ganga til hótelsins. Eftir það
hafði enginn séð hana fyrr en
þarna i skóginum.
Lögreglan komst að raun um,
að Irma hafði verið stungin hvað
eftir annað með hnif, sem trúlega
var ekki öllu stærri en bréfahníf-
ur, og að hún hafði verið slegin i
höfuðið með einhverjum ávölum
hlut. Læknar upplýstu, að dánar-
orsökinværi innri blæðingar, sem
stöfuðu frá stungum i háls og
brjóst.
Rannsókn á svæðinu umhverfis
staðinn þar sem hún fannst, leiddi
leitarmennina að sléttu u.þ.b. 100
m frá fundarstaðnum. Þar voru
greinileg merki um slagsmál, þvi
að blóðblettir fundust þar viða.
Rannsóknir. lögreglunnar á ferli
Irmu leiddu I ljós, að hún var
stúlka með hreinan skjöld. Hún
kenndi við sunnudagaskóla en var
lífsglöð. Móðir hennar sannfærði
lögregluna um, að hún hefði alrei
fariö með karlmanni á þennan af-
vikna stað, og sizt af öllu manni,
sem hún e.t.v. varla þekkti.
Það var auövelt, að hafa upp á
stúlkunum tveim og ungu mönn-
unum þrem, sem Irma hafði
kynnzt i leyfinu. Schaefer,
Cantrell og Embleton höfðu allir
bila, en þetta kvöld höfðu þeir
notað Schaefers bil, vegna þess
að hann hafði farið á verkstæðið
þar sem hann vann.til að gera viö
bilinn, svo að hann ætti ekki á
hættu, að billinn gæfist alveg upp,
þegar hann æki hinu fólkinu heim.
Ekki tvö og tvö
Edda Joynes og Amy Leeney
fullvissuðu lögregluna um, að þau
öll sex hefðu veriö saman allan
timann. Þau hefðu bara haft það
notalegt, og það hefði ekki verið
svo mikið sem skipzt á kossum.
— Um miðnættið vorum við hin
á dansstaðnum, sagði Edda
Joynes við William Driscoll varð-
stjóra, éinn þeirra lögreglu-
manna, sem við rannsókn máls-
ins unnu. — Á meðan var Roy
Schaefer önnum kafinn við að
laga bilinn. Irma varð óþolinmóð
og sagði, að hún yrði að fara, þvi
að hún hefði lofað móður sinni að
vera komin heim um tólfleytið til
að hjálpa henni að pakka niður.
Það er u.þ.b. kortersgangur frá
dansstaðnum til hótelsins.
Hinar stúlkurnar reyndu að fá
Imru til að bíða, en hún sagðist
veröa að fara og yfirgaf dans-
staðinn til að ganga til hótelsins.
Sfðan hafði enginn séð hana,
nema náttúrlega morðinginn.
Ungu mennina þrjá kallaði lög-
reglan fyrir sig, og þeir voru yfir-
heyrðir. Schaefer sagðisthafa ek-
ið að verkstæðinu, þar sem hann
vann, og hann hefði eytt um ein-
um klukkutima i að laga bilinn.
Siðan ók hann aftur til dansstað-
arins til að sækja hitt fólkið. Þeg-
ar hann spurði um Irmu, var hon-
um sagt, að hún hefði ekki getaö
beðiö og hefði gengið til hótelsins.
órólegir ungir menn
Driscoll varðstjóri, tók eftir
þvi, að ungu mennirnir þrir voru
mjög órólegir við yfirheyrslurn-
ar, en það er reyndar skiljanlegt.
Ung stúlka hafði verið myrt á
ruddalegan hátt, og þeir urðu að
gera ráð fyrir að vera grunaðir
þar til annað sannaðist.
Peter Embleton virtist vera
Amy Leeney og Peter Embleton
tóku þátt i kveðjuveizlunni fyrir
Irmu Gamba. Peter Embleton
var grunaður um drápið, en
mundi skyndilega eftir smávægi-
legu en mikilvægu atriði, sem
leiddi lögregluna ' á slóð
morðingjans.
þeirra órólegastur. Hann hafði
borið það sama og önnur stúlkn-
anna, að hann hefði fylgt Irmu út,
eða farið út á eftir henni rétt eftir
að hún yfirgaf staðinn. En
Embleton sagðist bara hafa farið
út úr reykmettuðum salnum til að
fá sér friskt loft. Hann hefði
stanzað á gangstéttinni, en ekki
séð neitt til Irmu. hann Heyrði
bilhurð skellt, en sá engan bil, þó
að hann héldi, að bfllinn hefði
varla verið meira en 100 m frá.
Bilar ungu mannanna þriggja
voru rannsakaðir mjög gaum-
gæfilega en ekkert fannst, sem
hægt væri að setja i samband við
drápið á Irmu Gamba.
Mennirnir þrir voru beðnir að
gera grein fyrir hvað þeir hefðu
hafzt að á timanum frá miönætti
til kl. tvö. Vitnisburðir þeirra
voru siðar staðfestir af stúlkun-
um tveim. Schaefer hafði ekið
hinu fólkinu heim og fór siðan
heim sjálfur. Þá var klukkan
orðin um tvö.
Ein af kenningum lögreglunnar
var sú, að Irma gæti hafa verið
neydd inn i bil, eða henni hefði
verið boðið far og það hefði orðið
hennar bani.
Ég drap hana ekki
Roy Schaefer hafði skýrt svo
frá, að hann hefði farið á verk-
stæðið til að gera við bilinn sinn,
og þvi verki hefði verið lokið nógu
snemma til þess að hann gat ekið
vinum sinum heim. Cantrell
sagðist hafa farið úr bilnum rétt
fyrir framan hús sitt rétt fyrir
klukkan eitt. Embleton var kom-
inn heim nokkrum minútum
slðar og fór beint i háttinn. For-
eldrar hans voru sofnaðir, svo að
enginn sá hann koma heim og
fara i rúmið.
Læknar upplýstu að engir kyn-
feröislegir áverkar sæjust á
Irmu, og þvi var erfitt að finna
ástæðu til morðsins. Eitt af
óskiljanlegum atriðum var, hvers
vegna Irma hafði farið á þennan
eyðilega stað — og með hverjum.
• — Já, sagði hann aðspurður, —
ég var hrifinn af Irmu. Hún var
góð og falleg, og mig langaði til að
spyrja hana, hvort ég mætti
heimsækja hana I New York City.
En ég drap hana ekki.
Embleton sat I djúpum þönkum
á skrifstofu Driscolls varðstjóra.
Hann vissi, að illa leit úr fyrir
honum og hann var sá grunsam-
legasti.
— Um hvað eruð þér að hugsa,
Embleton? spurði lögreglumað-
urinn. — Ef þér drápuð stúlkuna,
væri þá ekki betra að viðurkenna
það og losna við þetta sálarstrið?
Embleton leit fast i augu varð-
stjórans og sagði: Ég drap Irmu
ekki, en það er eitthvað, sem leit-
ar á mig, eitthvað i sambandi við
Framhald á bls. 39
Roy Schaefer var bflvirki, en bfllinn hans bilaði kvöldiö, sem
kveöjuveizla var haldin fyrir hina fögru Irmu Gamba. Hann fór á verk-
stæöiö, þar sem hann vann, til aö gera viö bfiinn, og kom þvi of seint til
aö hitta Irmu.
...þeim vegnar vel.
. ?au eiga íbúð í Breiðholti...
en
er að öllu
gáð?
Eru eignirnar nægilega
tryggðar ?
T.d. gegn eldsvoða ? Það geta starfsmenn okkar upplýst
Þeim má treysta. Samvinnutryggingar eru
gagnkvæmt tryggingafeiag(=samtök hinna tryggðu).
Eru tryggingarnar nægilega víðtækar ?
Síminn er 38
SAMVI rvNUTRYGGINGAR GT
ÁRMÚLA3
SlMI 38500