Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 12. okt(íl}er 1975 T rs"£\' sr TÍMINN 33 fyrir eplakökunni og rjómanum. Hún frú Malan missti einn kött, en er búin að fá fjórtán. — Fimmtán sagði ég. — Ég var að bæta einum við. — Sextán! sagði Kalli. Hann kom drasl- andi með einn kött enn, en sá hafði verið svo óþægur, að hann hafði skaðrifið Kalla og blóðið lagaði úr honum. — Sautján sagði Mannsi. Hann dró kettl- ing upp úr buxnavasa sinum, og ætlaði að skjóta honum inn um gluggann, en hann skauzt úr höndunum á honum og slapp. — Ég veiddi sjö af þessum sextán, sagði Goggi, svo að ég á minn hluta af tertunni vel úti látinn. — 0, jæja, sagði Mannsi. Ég sá nú þann siðasta, sem þú komst með — þann gula — og ég sá ekki betur en það væri hann kisi ykkar og þú hefur áreiðanlega sótt hann heim til þin. — Nú hvað um það, köttur er þó alltaf kött- ur, sagði Goggi ergileg- ur. Rétt á eftir kom frú Malan. — Nú vona ég að við séum búnir að ná i kött- inn þinn sagði Mannsi. Við erum búnir að leita að honum i þrjár klukkustundir.... — .. og rifa og tæta fötin okkar, sagði ég. — En, — góðudrengir hvað eruð þið að segja? sagði frúin. — Við erum búnir að loka sextán ketti inni i eldhúsinu hjá mér, sagði Kalli. — Drottinn minn dýri, sextán ketti! æpti frú Malan og skellti á lær- ið. — Og ég sem er með Mússa hérna i töskunni minni. Hann hafði bara stolizt til hennar systur minnar, sem á heima hérna rétt hjá. Við strákarnir urðum hálf vandræðalegir við þessi tiðindi, og vissum eiginlega ekki hvernig við áttum að snúast við þeim. En þá sagði frú Malan: — Þið hafið nú haft svo mikið fyrir þessu, að Ferndum H líf Kerndum yotlendi/ niwMTTTrvrrm LANDVERND þið eigið skilið að fá launin, sem ég hét ykk- ur. Komið þið með mér inn i eldhúsið. Nú glaðnaði yfir okk- ur. Við eltum hana inn i eldhúsið. Þar úði og grúði af köttum af öllum stærðum og öllum litum. Þeir sátu uppi á hillum og skápum og blésu og hvæstu þegar við kom- um inn. Einn hentist upp á diskahillu og reif niður stórt og skrautlegt fat. Það fór i smámola. — Þetta var dýrt fat, sagði frúin, og var svolitið önug. — Hjálpið þið mér nú að reka þessa kattavarga út, áður en þeir brjóta allt og bramla. — Við lögðum i orustu við kettina og unnum frægan sigur á stuttri stundu. Þeir hentust eins og fjaðrafok bæði út um glugga og dyr. — Jæja, það er gott að vera laus við þennan ófögnuð, sagði frú Malan fegin — Takið nú eplakökuna, drengir minir. Hún er i skálinni þarna i skápnum. Þið getið sjálfir náð ykkur i diska og gaffla. — Við létum ekki segja okkur það tvisvar, en vorum handfljótir að oþna skápinn upp á gátt, en i neðstu hillunni stóð skálin, — en hvað var nú þetta! í staðinn fyrir gómsæta eplaköku með rjóma voru aðeins ein- hverjar ógeðslegar leif- ar eftir þvi að þegar sextán kettir komast i tertu með rjóma þá er ekki við að búast að mikið verði eftir! (Þýtt úr norsku). Einn köttur hentist upp á hillu og braut fat. Hann var lika skömmustulegur! Lágu haustfargjoldin okkar lengja sumaríð hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15.september til 31.október, FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR ISLAIMDS Félög með eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.