Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 12. október 1975 Sigurður S. Magnússon læknir Tíöahvörf og breytingaskeið Siguröur Magnússon læknir. Skilgreining Hugtökin menopausis og klima- kterium hafa verið skilgreind á mismunandi hátt. Orðið meno- pausis þýðir hlé á blæðingum og er það hugtak þvi notað um tima- biliö, þegar siðasta blæðingin á sér stað. Þannig er aldrei mögu- legtað greina menopausis fyrr en eftir á. Sumir höfundar, t.d. Stoeckel, skilgreina menopausis, sem timabilið næst á eftir siðustu blæðingu. Hugtakið menopausal- einkenni á við einkenni, sem koma fram fyrir og eftir meno- pausis. Orðið klimakterium er griskt að uppruna og þýðir þar stigi eða trappa. Ekki eru menn sammála um skilgreiningu á hugtakinu klimakterium. Sumir skilgreina það sem ti'mabilið næst á undan menopausis, aðrir sem timabilið fyrsteftir menopausis og enn aðr- irláta það ná yfir bæði timabilin. 1 Sviþjóð er hugtakið látið ná yfir allt breytingatimabilið, þ.e. frá þvi konan er á siðasta timabili frjósemisskeiðsins og fram á elli- ár. Menopausis er þannig atburð- ur I klimakterium á sama hátt og menarche er atburður á gelgju- skeiðinu. Sennilega er heppilegt að fara að ráði Kaisers og Daume (1965) og skipta klimakterium i 2 tima- bil, pre-menopausis, sem nær yfir siðustu 2-5 árin fyrir menopausis, ogPost-menopausis, sem nær yfir 2-5 ár eftir menopausis. Einkenni, sem sjúklingar telja að eigi rætur að rekja til breytingaskeiðsins (klimakteri- um) er algeng orsök þess, að leit- að er læknis. A þessu timabili verða hjá konunni lifeðlisfræði- legar breytingar og nauðsynlegt er að gera sér ljóst, að minnkandi starfsemi eggjastokkanna á þessu skeiði getur valdið hvarfs- einkennum, sem stafa af minnk- andi hormónaframleiðslu kynfær anna. Þessi einkenni eru fyrst og fremst frá kynfærum, en einnig er óljóst samband milli kven- kynshormóna annars vegar og ákveðinna lyflæknis- og geðsjúk- dóma hins vegar. Það er þvi nauðsynlegt, að allir læknar þekki þau sérstöku vandamál, sem komið geta i ljós á þessu timabili. Sá læknir sem best þekkir til aðstæðna hlutaðeigandi einstaklings er oft best til þess fallinn að leysa vanda hans. Hvenær verður menopausis? A slustu 75 árum hefur frjó- semistlmabil ' konunnar lengst. Menarche verður nú fyrr en áður og menopausis kemur siðar. Samkvæmt hollenskri atugun eru konur nú að meðaltali frjósamar I 37 ár. Sama athugun sýnir, að menopausis verður að jafnaði fyrr hjá giftum konum en ógiftum (51,4 ár resp. 53 ár), (Yaszmann 1969). Tlðalok hverrar konu ákvarðast fyrst og fremst af arf- gengum þáttum. en lélegt fæði og járnskortur geta orðið þess vald- andi að þau verði fyrr en ella. Hins vegar verður ekki séð að tlðabyrjun eða fjöldi barna hafi hér nokkur áhrif. Annars er ekki vitað hver er orsök þess, að tiða- lok verða nú siðar en áður. E.t.v. má þó tengja þetta betri lifskjör- um. Lifeðlisfræðileg viðhorf Karlmaðurinn myndar stöðugt sáðfrumur ailt frá kynþroska- aldri, en konan myndar hins veg- ar engar nýjar\ eggfrumur eftir fæðingu. Eggjastokkar nýfæddra meybarn hafa að geyma u.þ.b. 400.000 eggfrumur, en kon- ur um fertugt aðeins 5-10.000. Hvert blæðingatimabil (ca. 4 vik- ur) þroskast allmörg eggbú (folliculi), en aðeins eitt þeirra nær að þroskast og verða að Graafs-eggbúi, en hin rýrna fljót- lega og eyðast. 1 upphafi breyt- ingaskeiðsins eru aðeins fáeinar eggfrumur eftir I eggjastokkun- um og æðarnar f hilus og medulla taka að kalka (fysiologisk sclerosa). Meðan konan er frjó- söm mynndast östrogen I eggja- stokkunum, nánar tiltekið i kornalaginu. (granulosa-frumun- um), búhulunni (theca-frumun- um) og sennilega lika I millifrum- unum ( in t er s t i t i a le s ) . Progesteron myndast aðallega I gulnuðum (luteiniseruðum) kornalagsfrumum og þá aðal- lega eftir að egglos hefur átt sér stað. 1 heiladingli myndast vaxtar- hormón kynkirtla (gonadotro- pin), sem stjórna svo aftur hor- mónamyndun eggjastokkanna. Eru það annars vegar FSH (folli- kel stimuierandi hormón). Þarna er um að ræða sjálfvirkt stýri- kerfi, þannig að aukist magn östrogena eða progesterona, þá minnkar framleiðsla á FSH og LH. Minnki hins vegar östrogen- eða progesteronmagnið eykst framleiðsla á FSH og LH. Myndun og losun FSH og LH i heiladinglinum stjórnast af los- unarþáttum , sem myndast i hypothalamus. Á pre-meno- pausal-tlmabilinu minnkar næmi egg.jastokkanna fyrir áhrifum gonadotropina, en það veldur svo minnkandi östrogen-framleiðslu eggjastokkanna. Þetta leiðir aft- ur til þess, að framleiðsla FSH fer að nokkru úr hömlum. Úr þvi að kona kemst á fertugsaldur er unnt að sýna fram á aukið magn af FSH I blóði og þvagi. LH eykst einnig en minna þó. LH-hækkun- in getur stundum valdið því, að immunologiskt HCG graviditets- próf verður ranglega jákvætt. Of- an greindar breytingar hor- mónajafnvægi valda þvi, að hlut- fallið FSH/LH truflast, en það getursvo aftur valdið þvi, að ekk- ert egglos verði (anovutation). Jafnvel þótt egglos eigi sér stað, geturskort progesteron. Sýnt hef- ur verið fram á, að útskilnaður á pregnandioli i seinni hlemingi tiðahrings er mun minni hjá kon- um i pre-menopausis en yngri konum. Progesteron-skortur er oft fyrsta einkenniö um minnkandi starfsemi eggjastokkanna og veldur hann þvi, að frjösemin minnkar. Fósturlát verða einnig tiðari, en það stafar af þvi, að corpus luteum nær ekki að þrosk- ast nægilega. Röskun á hlutfall- inu milli östrogens og pro- gesterons veldur fyrst og fremst blæðingatruflunum, en þær eru algengasta einkennið á premen- opausal-timabiiinu. Smám saman verður östrogen-fram- leiðslan það litil, að hormónið getur ekki lengur haft áhrif á vöxt legslimhúðarinnar. Fari östro- gen-framleiðslan undir 100-500 microgr. á dag þá hætta blæðing- ar. Venja er að telja menopausis- timabiliðliðið, ef kona hefur ekki haft blæðingar i eitt ár. Pre-menopausan einkennist af minnkandi östrogen-framleiðslu, sem kemst i lágmark á u.þ.b. 5 árum,«n helst lítil og jöfn úr þvi. Siðan kemur 3. timabilið sem ein- kennist af hrörnunarbreytingum á kynfærum. Þá er þó enn unnt að sýna á 2-10 microgr. östrogeni I þvagi á dag. Það er ekki fyrr en konur eru komnar hátt á sjötugs- aldur, að östrogen-myndunin er orðin hverfandi litil. Það östro- gen-magn, sem þá er enn í líkam- anum er sennilega komið frá nýmahettuberki. Þessu til stuðn- ings má benda á, að ACTH-gjöf eykur mjög östrogen i þvagi og gerir það þótt eggjastokkarnir hafi verið fjarlægðir. Eftir tiðahvörfin eykst gona- dotropin-myndunin enn meira og nær hámarki sinu u.þ.b. 2 árum eftir tiðahvörf. Fyrst og fremst er hér um að ræða aukningu á FSH. Það er ekki fyrr en ca. 15 árum síðar, að gonadotropin-myndunin minnkar hægt og hægt niður i það sem hún var fyrir Hðahvörf. Lækkuð östrogen valda hrörn- unarbreytingum i kynfærum og þau minnka smám saman og rýma. Fyrst eftir tiðahvörfin get- ur legslímhúöin þó verið misþykk og ofvöxtur af ýmsu tagi getur þar átt sér stað. Oftast er þó leg- slimhúðin þunn og rýr. Með þvi að skoða frumustrok úr leggöngum er unnt að íylgjast með hormónabreytingunum. Ef mikil östrogenáhrif eru til staðar, fjölgar yfirborðsfmmum þekju- lagsins miðað við djúpstæðari þekjufmmur — svonefndar mið- frumur og grunnfrumur (basal- fmmur). Fyrstu árin eftir tiða- hvörf sjást aðeins óveruleg merki Þessi grein birtist í Lækna nemanum í desember 1974. Birtist greinin hér með leyfi höfundar minnkaðra östrogen-áhrifa, en smám saman (e.t.v. á 10-15 ámm) breytist útlit slimhúðar- innar í leggöngunum og hUn verð- ur alrýr að sjá (algjörlega atrofisk). Þessi rýrnun verður vfðar en á þekjufrumum kynfær- anna. Eggjastokkarnir og legið minnka og þá fyrstog fremst leg- bolurinn. Vöðvaæxli i legi geta minnkað (vegna rýrnunar vöðva- fruma i æxlunum) og fram koma ýmiss konar hrörnunarbreyting- ar I þessum liffærum. Slimhúð leggangnanna þynnist og þornar, glycogenrnagnið i slimhúðinni minnkar og af þvi leiðir, að Döderleinsbakterium fækkar, en það veldur aftur þvi, að pH i leg- göngum hækkar. Einnig verður sllmhúðin ljósari vegna minnkaðs blóðflæðis til hennar. Þessar breytingar á leggöngum verða yfirleitt seint, þ.e.a.s. nokkrum árum eftir tiðahvörf. Þó em til undantekningar frá þvi. INÖTIÐ H ÞAÐ BESTA Si 1 TAKA ÚR YKKUR HRO BMISSB Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Nornirnar fjórar eftir Aibrecht Diirer.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.