Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 12. októbcr 1975 Verkefni Alþingis og stjórnarsamstarfið Verkefni Alþingis I FYRRADAG hófst nýtt starfs- timabil hjá Alþingi. Eins og oft áúr siðustu áratugina, munu tvö mál aö likindum setja meginsvip á þingstörfin,þ.e efnahagsmálin og landhelgismálið. Það er ekki nýtt, aö staðan i efnahagsmálum sé erfið, en sjaldan hafa þó horfur veriö öllu i skyggilegri en nú. Viðskiptakjör- in hafa haldið áfram að versna. Sá bati, sem margir spáðu á sfð- ari hluta árs, hefur enn ekki kom- ið til sögunnar, og flest virðist benda til þess, að hann láti biða eftir sér enn um hrið. Störf síð- asta þings auðkenndust mjög af þvi, að menn reiknuðu með bráðabirgðaerfiðleikum vegna viðskiptakjaranna, og tefldu þvi öllu djarfar, t.d. i sambandi við fjárlagaafgreiðsluna, heldur en ella. Um það voru lika allir sam- mála, að forðast bæri i lengstu lög að gera nokkrar þær ráðstafanir, sem gætu leitt til atvinnuleysis. Nú er ljóst, að taka verður upp aðhaldssamari og strangari vinnubrögð. Áfram verður þó að keppa að þvi að reyna að forðast atvinnuleysi, þvi að s.likt myndi ekki leysa vandann, heldur gera hann meiri, auk allra þeirra fé- lagslegu vandamála, sem at- vinnuleysinu fylgja. Tvö aðalmál Það veltur mikið á þvi að Alþingi taki efnahagsmálin fast- ari tökum en áður. En þjóðin má ekki setja það traust á Alþingi, að það geti eitt leyst vandann. Til þess þarf það skilning og stuðning þjóöarinnar. Ef einstakar stéttir halda áfram að hugsa eingöngu um eigin hag, án tillits til hinna sameiginlegu hagsmuna heildar- innar, getur orðið erfitt að koma fram nokkrum raunhæfum og varanlegum ráðstöfunum. Þetta gildir þó ekki sizt um ýmsa smá- hópa i þjóðfélaginu, sem hafa vissa lykiiaðstöðu til að knýja fram kröfur sinar. Vel getur svo farið að fyrr en vari dragi til úr- slita um, hvort þeir eða Alþingi eiga að ráða. En bezt væri, að hægt væri að komast hjá slikum átökum, og að unnt væri að ráða málum til .lykta meðsem viðtæk- ustum stuðningi þjóðarinnar. Landhelgismálið mun nú sem fyrr verða annað aðalmál þings- ins. Flest bendir nú til þess, að framundan sé nýtt þorskastrfð við Breta. Brezka stjórnin virðist enn haldin úreltum nýlenduhug- myndum og telur Breta hafa hefðbundinn rétt'til fiskveiða inn- an 50 milna markanna. Einn áhrifamesti ráðherra hennar hef- ur boðað þorskastrið, fáist þessi réttur ekki viðurkenndur á þann veg, að Bretar fái að halda áfram veiðum eins og þeir æskja innan 50 milna markanna. A þetta geta Islendingar ekki fallizt. íslend- ingar geta enga samninga gert viö aörar þjóðir um veiðar innan fiskveiðilögsögunnar, nema þeir feli I sér stórfelldan niðurskurð á afla þeirra. I þessum efnum biður nú Alþingis að marka stefnu, sem hefur það tvöfalda markmið að tryggja sem mesta friðun fisk- stofnanna og treysta sem bezt að- stööuna út á við, m.a. með tilliti til hafréttarráðstefnunnar. Þáttur stjórnar- andstöðunnar Þjóöin gerir vafalitið þá kröfu til rikisstjórnarinnar og þing- meirihlutans, að skynsamlega og traustlega verði haldið á um- ræddum höfuðmálum hennar. En hún gerir áreiðanlega einnig kröfur um hið sama til stjórnar- andstöðunnar. Stjórnarandstaðan hefur ekki sfður skyldur gagnvart þjóðinni, þótt á annan hátt sé. Hún á að veita rfkisstjórninni og þingmeirihlutanum aðhald, en það á ekki eingöngu að vera nei- kvætt eins og oft vill brenna við. Þvi mun hún ekki siður en rikis- stjórnin verða undir smásjá almennings á þvi þingi, sem nú er að hefjast. Ríkisstjórnin Þeirrar óskhyggju hefur gætt i vaxandi mæli i málgögnum stjórnarandstæðinga að undan- fömu, að sambúðin milli stjórn- arflokkanna fari versnandi og þess geti orðið skammt að biða, að upp úr henni slitni. Ólafur Jó- hannesson, dómsmálaráðherra vék að þessu i ræöu sinni á fundj Framsóknarfélags Reykjavfkur siðast liðinn miðvikudag. Honum fórust orð á þessa leið: „Menn spyrja gjarna hvernig stjórnarsamstarfið gangi og sam- komulagið sé innan stjórnarinn- ar. Ég held, að það sé alveg óhætt aö segja, að það sé ekki verra en gengur og gerist i samsteypu- stjórnum. Að sjálfsögðu eru skoðanir skiptar, og oft hljóta nið- urstöður að byggjast á málamiðl- un. En ég verð að segja það, að ég hef þá reynslu, að það sé litið á málin af sanngirni og reynt að komast að þeirri málamiðlun, sem við hæfi er. Ég fyrir mitt leyti held, að það sé alveg ákveð- inn vilji i báðum samstarfsflokk- um rikisstjórnarinnar að halda þessu samstarfi áfram, og ég held að báðir séu ákveðnir i' þvi að standa að þessu samstarfi af full- um heilindum. Þess krefst þjóð- arhagur. Við höfum ekki efni á þvi að sundra kröftunum i mein- ingarlitla flokkadrætti. Hvorugur stjórnarflokkanna mun þvi hlaupa undan böggunum, þó að þeir séu dálitið þungir i bili. Enda veit ég ekki hvaða önnur stjórn ætti að taka við eða liklegri væri til að hafa vald á málunum eins og þau eru nú.” Óbreyttar forsendur Areiðanlega er þetta rétt túlkun á afstöðu Framsóknarflokksins til stjórnarsamstarfsins. t sam- steypustjórnum fær enginn flokk- ur allt það fram, sem hann kýs helzt. Hinsvegar getur hann haft mikilvæg áhrif á þróunina. Af hálfu Framsóknarmanna er það mikilvægt, að núverandi rikis- stjórn hefur til þessa tekizt að tryggj3 næga atvinnu og að byggðastefnunni hefur verið fylgt fram með fullum þrótti. Menn mega ekki gleyma þvi, hve þýð- ingarmikið það er að sleppa við böl atvinnuleysis. Það skiptir lika miklu máli, að kappsamlega sé unnið að þvi að tryggja jafnvægi i byggð landsins. Rikisstjórninni hefur óneitanlega tekizt vel i sambandi við bæði þessi megin- verkefni. Það er hinsvegar rétt, eins og kom svo glöggt fram i ræðu Ólafs Jóhannessonar, að rikisstjórninni hefur ekki tekizt að draga úr hinu mikla verðbólguflóði, sem hófst hér á sfðast liðnu ári. Þar er lika við margan vanda að fást. Ann- arsvegar hafa verið versnandi viðskiptakjör út á við, en hinsveg- ar mikill þrýstingur frá ýmsum hópum innanlands, sem hafa metið meira sérhagsmuni en þjóðarhag. Stjórnarflokkarnir tóku hönd- um saman á siðast liðnu ári, þrátt fyrir ýmsan ágreining, vegna þess að þeim var ljóst, að viður- eignin við efnahagsvandann yrði að ganga fyrir öllu öðru. Þessar forsendur fyrir stjórnarsamstarf- inu hafa siður en svo breytzt. Mikilvægi iðnaðarins Sú visa verður aldrei of oft kveðin, að skora á almenning að kaupa innlendar iðnaðarvörur. Islenzkur iðnaður hefur náð þeim þroska á mörgum sviðum, að framleiðsla hans stendur alveg jafnfætis erlendri framleiðslu að gæðum og verðlagi. Það sem ræður þvi', að fólk kaupir oft held- ur erlendar iðnaðarvörur, er hrein nýjungagirni. En hún getur oft ráðið miklu i þessum efnum. Sú skoðun er lika nokkuð landlæg hér, að erlend vara sé betri og finni en sú innlenda. Þetta kann að hafa átt við rök að styðjast áður fyrr, en nú eru ástæður tvi- mælalaust mjög breyttar i þess- um efnum. Þess ber svo að gæta, að með þvi að kaupa heldur islenzkar iðnaðarvörur en útlendar, eru menn ekki aðeins að spara er- lendan gjaldeyri. Menn eru jafm framt að tryggja og treysta at- vinnuna i landinu. Iðnaðurinn veitir nú þúsundum manna at- vinnu. Ef iðnfyrirtækin standast ekki samkeppnina við hina er- lendu aðila, missir þetta fólk at- vinnuna, og i kjölfar þess myndi fylgja samdráttur og atvinnuleysi á öðrum sviðum. Með þvi að kaupa islenzkar iönaðarvörur gera menn tvennt i senn, spara erlendan gjaldeyri og treysta atvinnugrundvöllinn. Hvort tveggja er mikið sjálfstæð- ismál, þess vegna þurfa íslend- ingar að sameinast um að halda vel vöku sinni á þessu sviði, eigi siður en öðrum. Viðhald og efling iðnaðarins er einn mikilvægasti þáttur þess, að þjóðin geti sigrazt á efnahagserfiðleikunum, sem nú er glimt við. Ræða Croslands Ræða sú, sem brezki ráðherr- ann Anthony Crosland flutti á dögunum um landhelgismál, hefur aö vonum vakið mikla at- hygli. Þar boðaði hann nýtt þorskastrið á tslandsmiðum. Ræð an er þó ekki siður athyglisverð fyrir þau nýlendusjónarmið, sem þar koma fram. Ræðan var yfir- leitt i þeim dúr, að hún hefði vel sómt brezkum nýlendustjóra á Indlandi á 19. öld. Slikur herra hefði ófeiminn talað um hefð- bundinn rétt Breta á Indlandi. A svipaðan hátt talar Crosland nú um hefðbundinn rétt Breta á Is- landsmiðum. Islendingar hafa heyrt þetta fyrr. Fyrir rúmum 20 árum sögðu Bretar sig eiga rétt til að veiða inni á fjörðum og fló- um við ísland. Þessi réttur væri meira að segja orðinn 500 ára gamall. Bretar settu löndunar- bann á Islenzkan fisk til að leggja áherzlu á þennan rétt sinn og neyða tslendinga þannig til að viðurkenna hann. Nú minnast Bretar ekki á þennan rétt sinn lengur. Jafnvel þeir viðurkenna, að hann sé orðinn úreltur. Fyrir 17 árum sögu Bretar að þeir ættu hefðbundinn rétt til að veiða inn- an 12mílna fiskveiðilögsögunnar. Þeir hófu meira að segja þorska- strið til þess að verja hann. Nú viðurkennir jafnvel Crosland, að Bretar eigi ekki lengur neinn hefðbundinn rétt innan tólf milna markanna. Hann sé orðinn úrelt- ur. Á sama veg fer annar hefð- bundinn réttur, sem Bretar telja sig eiga á tslandsmiðum. Hann er ekkert annað en gamalt og úrelt ranglæti, sem verður að vikja fyrir nýjum og betri siðum, likt og hinn hefðbundni réttur Breta á Indlandi áður fyrr. „Hvort sem hún fer fram friðsam- lega eða ekki" A kappræðufundi, sem nýlega fór fram á ísafirði milli þeirra Steingrims Hermannssonar og Kjartans Ólafssonar, vitnaði Steingrimur talsvert i hina nýju stefnuskrá Alþýðubandalagsins. M.a. sagði hann: „Annað atriði vil ég nefna úr þessu merkilega riti, sem ætti að verða öllum mikið umhugsunar- efni. A bls. 27 er kafli, sem nefnist baráttan um valdið. Þar segir m.a. á bls. 28, eftir að búið er að ræða um nauðsynlegar minni háttar umbætur. ,,En þótt slikar umbætur séu nauðsynlegur áfangi, geta þær þó aldrei komið i stað hinnar eigin- legu þjóðfélagsbyltingar”. Og svo aðeins siðar: „Ilvort sem hún fer friðsam- lega fram eða ekki, verður hún ekki bútuð sundur i smærri land- vinninga”. Litlu neðar á sömu siðu segir: „En þegar hún kemst svo langt (þ.e. valdatakan) að geta i veru- legum mæli sett eigin sjónarmið og viðmiðunargildi i stað hinna borgaralegu, verður hún iika að vera þess albúin (þ.e. kommún- isminn — hreyfingin) að stiga skrefið til fulls og ná úr höndum borgarastéttarinnar helztu valdamiðstöðvum þjóðfélagsins, o.s.frv....” Ég verð að viðurkenna, að mig rak i rogastanz, þegar ég las þessar setningar og fleiri i svip- uðum dúr. I einfeldni minni trúði ég þvi aldrei, að islenzkir komm- únistar leyfðu sér að viðurkenna, að það væri fyrir þeim algjört aukaatriði, hvort þeir næðu völd- um á friðsamlegan hátt eða með byltingu. Allir vita, að Kjartan Ólafsson var ákaflega róttækur maður i sinni æsku. Þá gerði hann hluti, sem fáir hafa eftir honum leikið, jafnvel ekki Lenin-Marxistar, eða hvað þeir heita i dag. Ég efast ekki um það, að hann aðhylltist á fyrri árum a.m.k. mjög svo þau sjónarmið, sem ég hef nú rakið. Nú spyr ég Kjartan, eru þetta ennþá þinar skoðanir? Vilt þú ná völdum með ófriði, ef það tekst ekki með friði?” Mestur ræðutimi Kjartans eftir þetta fór i það að reyna að svara þessari spurningu. Þrátt fyrir miklar málalengingar urðu fund- armenn þó litlu nær um raun- verulega afstöðu hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.