Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 12. október 1975 i á milli við vefnað i ánauðinni, fengu þær aldrei nóg að borða. Þær flUðu saman að siðustu, þvældust um, fengu vinnu ein- staka sinnum en urðu annars að betla fyrir mat. Móðir Phanthog dó úr hungri og vosbúð og Phant- hog hélt til Lhasa, þar sem hún hélt áfram að berjast fyrir lifinu. Eftir að Kinverjar náðu völdum I Tibet, gerðist Phantog verka- maður á búgarði 1958. Arið eftir var hún ein af fyrstu konunum sem valin var til fjallgöngu- þjálfunar. Fyrsti leiðangurinn sem hún tók þátt i, kleif fjallið Muztagh Ata, sem er 7,546 m metra hátt. Þar með setti hún heimsmet kvenna i fjallgöngu og bætti met sitt hvað eftir annað eftir þvi sem árin liðu. Phanthog tók virkan þátt i baráttu kvenna fyrir jafnrétti I Tibet. Þar var áð- ur litið á konuna sem óæskilega mannveru og vinnudýr. 1 dag er viðhorfið mjög breytt. Phanthog er nú þriggja barna móðir og hefur þyngst og fitnað siðan hún byrjaði að taka þátt i fjallgöngum. Hún gefur þó ekkert yngri konum eftir, æfir ennþá mjög mikið með þeim, hleypur, stekkur og gengur langar vega- lengdir með þunga byrði á bak- inu. Phanthog gaf karlmönnunum sem hún fór með síðasta spölinn upp á tind Qomolangma Feng, ekkert eftir. Hún bar eins stóra byrði og þeir og fylgdi þeim ötult eftir. Þrátt fyrir ofsalega of- reynslu, notaði hún ekki meira af súrefni sinu en hinir, það þurfti að spara það eins og mögulegt var. Tindurinn sjálfur er aðeins 200 metrum fyrir ofan siðustu bæki- stöðina, sem var i 8.680 m hæð. En þetta var líka erfiðasti hjallinn. Þau þurftu að klifra upp 60 til 70 gráða halla og einu sinni munaði litlu að Phanthog missti jafnvæg- ið,en henni tókstað halda áfram. — Það var ólýsanleg gleðitil- finning þegar ég stóð uppi á tindinum, sagði hún. Ég stóö við hliðina á Hou Seng-fu þegar hann náði sambandi við félaga okkar i aðalstöðinni um fjarskiptatækin. Ég tók þátt i fagnaðarhrópum þeirra, þegar þeir kölluðu: Lengi lifi Mao og kommúnistaflokkur- inn. Eftir þetta afrek var Phanthog gerð að meðlimi i kinverska kommúnistaflokknum. Upp við skulum komast, fyrir Mao formann og klnverska al- pýðulýöveldiö. Hinar konurnar sem tóku þátt I þessum leiðangri, slógu einnig heimsmetið frá árinu 1961, sem var 7,595 m. Þrjár komust upp I 8.600 m, þrjár i 8.200 m og tvær i 7.600 m. _gébg_ Vinkonur Phanthog fögnuðu henni innilega þegar hún kom ofan af tindinum til aðal- bækistöðvanna. ____ Griðarstór grýlukerti I hlíðum fjallsins. ' Nauðsynlegt var að lesa lltið eitt af fróðleik Mao.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.