Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 14. október 1975. — hafa sfundað veiðiþjófnað undanfarin ár Veiðibiófar á ríkisbíl SJ-Reykjavik — Aðfaranótt föstudags f siðustu viku urðu eftirleitarmenn varir við veiði- þjófa á Landm annaafrétti. Sýslumanninum i Rangárvalla- sýslu á Hvolsvelli var gert við- vart, og fór óskar Þórmunds- son, lögregluþjónn i Sigöidu, á vettvang siðla á föstudag ásamt kunnugum mönnum. Fundu þeir sex menn, sem höfðu aðset- ur i húsi, sem nefnt er Höll, milli Kirkjufellsvatns og Kilinga- vatna og i fórum þeirra 43 kiló áf bleikju og urriða, uppblásinn gúmmibát, línu beitta smokk- fiski, tvær veiðistangir og net. Mennirnir, sem eru úr Reykja- vik, voru á tveim Landrover- jeppum og var annar þeirra rik- isbifreið frá Orkuslofnun, R- 10131. Mennirnir viðurkenndu að hafa stundað veiðiþjófnað undanfarin ár. Þeir voru staðnir að verki um háhrygningartim- ann, en veiði i vötnum er óheim- il frá 27. september fram i janú- ar. Klukkan tæplega fjögur á föstudag fór öskar Þórmunds- son áleiðis á þær slóðir, þar sem spurzt hafði til veiðiþjófanna ásamt tveim mönnum. Við hús- ið Höll, sem ekki sést frá vegin- um, urðu þeir þess varir að þar höfðu einhverjir verið á ferð. Héldu þeir áfram viðsvo búið og sáu baujur á Kirkjufellsvatni. Þegar þeir komu aftur, voru einir fjórir menn komnir að hús- inu, þar var jeppi og á þakinu uppblásinn gúmmibátur. Menn- irnir neituðu i fyrstu að hafa stundaö veiðiþjófnað, en eftir að Óskar og hans menn höfðu fund- ið net og 22 kiló af urriða og bleikju, viðurkenndu þeir að hafa verið að veiðum. Einnig játuðu þeir, að enn væru net i Kirkjufellsvatni og tók lög- reglumaðurinn ekki af þeim bátinn, en sagði þeim að taka upp netin og koma i sina vörzlu. Mönnunum bar ekki saman um hve mörg net væru enn I vatninu, sumir sögðu eitt en aðrir þrjú eða fjögur. Þegar hér var komið sögu var orðið áliöið kvölds og héldu Óskar og félagar hans afturaðSigöldu. A leiðinni höfðu þeir fregnir af þvi, að mennirnir hefðu verið með mun meiri útbúnað en þeir urðu varir við. Um tiu-leytið fór Óskar þvi aftur ásamt þrem mönnum inn eftir. Fundu þeir i það sinn um 21 kiló af fiski, net og fleiri áhöld i rikisbifreiðinni, sgm er frá jarðboranadeild Orkustofnunar. Ekki fundu þeir annan gúmmibát, en vitni höfðu séð mennina með tvo báta. Enn áttu mennirnir net úti i Kirkju- fellsvatni og komu þeir um há- degisbilið á laugardag til lög- reglunnar við Sigöldu með net- ræfil og þrjá fisktitti og létu þess getið, að veiði hefði verið treg um nóttina. lallt voru mennirn- ir með fimm net. Að sögn Óskars Þórmunds- sonar voru mennirnir sex ekki við þvi búnir að vera staðnir að verki, og voru heldur sneypu- legir þegar sú skoðun þeirra reyndist ekki á rökum byggð. Þeir sögðust hafa leyfi Veiði- málastjórnar til að veiða nokkra fiska i sambandi við rannsóknir, sem unnið er að. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sagði i gær að enginn hjá Veiði- málastofnun kannaðist við að hafa beðið um aðstoð við töku sýna á þessum tima. Mennirnir játuðu ekki að hafa verið að veiðum i Kilingavötn- um, en sést hefur til veiðiþjófa þar, hvort sem þeir sömu hafa verið þar að verki eða ekki. Undanfarin ár hafa menn haft grun um að veiðiþjófnaður væri stundaður i vötnum á Land- mannaafrétti, þótt talið hafi verið að þjófarnir færu varlegar i sakirnar, en þeir sem i þetta sinn voru staðnir að verki. Bændur i Holtum og á Landi eiga veiðiréttinn i Kirkjufells- vatni og Kilingavötnum. Glúmur Björnsson skrifstofu- stjóri hjá Orkustofnun sagði i gær, að sýslumaðurinn á Hvols- velli hefði verið beðinn um að senda stofnuninni skýrslu um mál þetta með hraði, en honum sjálfum barst ekki skýrsla frá lögreglunni við Sigöldu fyrr en sfðla i gær. Jakob Björnsson orkumálastjóri var í leyfi i gær. Og kvaðst Glúmur litið geta um málið sagt að svo stöddu, en það yrði tekið til athugunar. Aðspurður sagði Glúmur að ekkert eftirlit væri haft með þvi, hvorki starfsmenn notuðu rikis- bifreiðir utan vinnutima, enda hefði Orkustofnun enga útsend- ara til slíks, en það væri að sjálfsögðu óheimilt. Stofnunina hefði lengi vantað geymslur fyrir bifreiðir væri þvi ekki hægt að koma í veg fyrir að starfs- menn færu heim með bifreið- arnar á kvöldin og um helgar. 7% vinnandi fólks eru hjá ríkinu — þar af rúmur helmingur þeirra hjá menntamálaráðuneytinu Gsal-Reykjavik — Um það bil 7% af vinnandi tslendingum eru rikisstarfsmenn, samtals 6.490, en taliö er aö vinnandi fólk i landinu sé um 93.000 talsins. Upplýsingar um fjölda ríkis- starfsmanna er að finna i skrá, sem nýlega er komin út, og dreift er með frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 1976, en með lög- ReykjAvik Hle við Simi 69 30 mm um nr. 97 frá árinu 1974 er svo kveðið á um, að með fjárlaga- frumvarpi skuli leggja fram skrá yfir starfsmenn rikisins. Rúmlega helmingur allra rikisstarfsmanna vinnur hjá menntamálaráðuneytinu, eða alls 3385, þar af hafa 2306 starfa við grunnskóla. Við dóms- og kirkjumálaráðuneyti vinna 1193. Hjá rikinu vinna 6,490 eins og áður segir, en hins vegar eru stöðugildin 5.967 og eitt hundrað manns vinna hjá rikinu án heimildar, þ.e. að ráðið hefur verið i stöðurnar i heimildar- leysi og er ekki gert ráð fyrir fé i þessar stöður i fjárlögum, þar sem eðlilegt þykir að Alþingi taki afstöðu til þéirra. Fjárhæð til þeirra sem ráðnir hafa verið án heimildar er um 100 millj. kr. Hjá sýslumanni og bæjar- fógeta i Hafnarfirði vinna 11 manns án heimildar, þar af fimm lögregluþjónar, fjórir rit- ararog bókarar, skrifstofustjóri og skrifstofumaður. 10 manns vinna hjá bifreiðaeftirliti án heimildar einkum bifreiðaeftir- litsmenn, bæði i Reykjavik og úti á landi. Hjá öðrum rikis- stofnunum eru færri sem vinna án heimildar. Hjá æðstu stjórn rikisins, embætti forseta Island, Alþingi, rikisstjórn og Hæstarétt, hafa 31 manns starfa. 51 starfsmaður heyrir undir forsætisráðuneyti, 3385 undir menntamálaráðu- neyti, 147 undir utanrikisráðu- neyti, 194 undir landbúnaðar- ráðuneyti, 220 undir sjávarút- vegsráðuneyti, 1193undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti, 20 und- ir félagsmálaráðuneyti, 269 undir heilbrigðis- og trygging- armálaráðuneyti, 373 undir fjármálaráðuneyti, 317 undir samgönguráðuneyti, 179 undir iðnaðarráðuneyti, 43 undir við- skiptaráðuneyti, 27 undir Hag- stofu tslands, 35 undir rikis- endurskoðun og 6 undir fjár- laga- og hagsýslunefnd. 50% SKERÐING Á NÁMSLÁNUM? gébé Rvik — A stjórnarfundi i Lánasjóöi íslenzkra náms- manna i gær, lýstu fulltrúar námsmanna i stjórninni yfir, aö þeir gætu ekki tekið þátt i störf- um sjóösins lengur, vegna van- skila hans viö umbjóðendur sina. Lögðu þeir fram harðorða bókun á fundinum og sögöu m.a., að þeir vittu harölega þaö algjöra skilningsleysi stjórn- valda á hlutverki sinu og skyld- um gagnvart islenzkum námsmönnum, sem er ótvírætt komið i Ijós I sambandi viö fjár- mögnun haustlána og framkom- ið fjárlagafrumvarp. Fulltrúar námsmannanna voru þeir Finnur Birgisson fyrir hönd Sine, Atli Arnason fyrir Stúdentaráð og Einar G. Harð- ar.son fulltrúi annarra skóla, sem aðild eiga að sjóðnum. Sögðu þeir i bókun sinni að skeytingaleysi yfirvalda hafi nú orðið þess valdandi, að sjóður- inn er komin i alvarleg vanskil, og enn liggur ekkert fyrir um það, hvernig fjárþörf til haust- lána verði leyst. Efnalitlir námsmenn og fjölskyldur þeirra biða þvi enn i óvissu — heima og erlendis — eftir þeim hluta lifeyris sins, sem Lána- sjóðnum ber að sjá þeim fyrir. Þá segir i bókuninni: Til að bæta gráu ofan á svart, hefur fjármálaráðherra nú lagt fram fjárlagafrumvarp á Alþingi, sem felur i sér fólskulega árás á kjör námsmanna. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga, þýðir það um það bil 50% skerð- ingu frá þvi sem verið hefur undanfarin 2 ár á námsaðstoð til þeirra 3500 námsmanna og fjölákyldna þeirra, sem eiga lifsafkomu sina að verulegu leyti undir L.l.N. á meðan á námi þeirra stendur. Þessi atlaga að lifskjörum þessa þjóðfélagshóps kemur fyrirvaralaust, nú þegar náms- ár er almennt hafið eftir tekju- rýrt sumar, og við þær aðstæð- ur, að námsmenn og aðstand- endur þeirra geta ekki vænzt neinnar fyrirgreiðslu i bönkum. Reynt að smygla skartgripum fyrir millj. króna Gsal-Reykjavik — Á sunnudag var gerö tilraun til aö smygla allmiklu magni af skartgripum til landsins, og þykir llkiegt aö verömæti smyglvarningsins skipti milljónum króna. Smygl- arinn fór i gegnum „græna hiiöiö” hjá tollgæzlunni á Kefla- vikurflugvelli og gaf þar meö til kynna aö hann heföi engan toll- skyldan varning. Þar fundu hins vegar tollveröir fjöldann allan af skartgripum i handtösku, sem maöurinn var meö. Mál þetta var i gær sent sýslu- mannsembættinu i Hafnarfiröi til rannsóknar, og að sögn Guö- mundar L. Jóhannessonar, fulltrúa, hefst rannsókn málsins aö öllum likindum i dag. A fimmtudag I siðustu viku var einnig gerð tilraun til að smygla skartgripum til landsins ogsamiháttur var hafður á, og i fyrrnefndu máli. i þvi tilviki var um að ræða nokkurt magn skartgripa, en einnig nokkuð af fatnaði. Það mál verður sent yfirsakadómara til frekari rannsóknar. Norður-Þingeying- ar vilja fó stóriðju NORÐUR-ÞINGEYINGAR telja þurfa að gera stórt átak til að efla byggð i héraðinu. Þeir telja, að i óefni horfi, ef stóriðja til útflutn- ings með innlent vatnsafl sem orkugjafa er efld á suðvestur- horni landsins, en aðrir lands- hlutar látnir sitja við hefðbundna frumvinnslu eina. Af þessu tilefni gerði sýslu- nefnd Norður-Þingeyinga svo- hljóðandi ályktun á fundi sinum fyrir skemmstu: „Sýslunefnd Norðurþingeyjar- sýslu ályktar vegna framkom- inna hugmynda um byggingu ál- verksmiðju á Norðurlandi. Nefndin telur einboðið, að mik- ið landrými Norður-Þingeyjar- sýslu og vatnsafl eigi að nýta, ef álverksmiðja verður byggð á Norðurlandi. Bendir nefndin á, að stutt yrði að flytja raforku frá væntanlegri Dettifossvirkjun i slika verksmiðju, er reist yrði á Melrakkasléttu. Sérstaklega bendir nefndin á, hversu auðveld- ara yrði að leysa mengunar- vandamál þar en annars staðar.” Verðlagsbroti var vísvitandi haldið áfram Framhald af bls. 1. Georg ólafsson, verðlagsstjóri sagði, að ekkert nýtt hefði gerzt i mál- inu og aðspurður um það, hvort húsbyggjendur ættu ekki kröfu á hend- ur byggingameisturum vegna þessa verðlagsbrots, sagði hann, að það yrði dómstóla að skera úr um það atriði. Georg sagði, að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta verðlagsbrot fyrr en I sumar, og þá hefði þegar verið hafin rannsókn i málinu, sem leitt hefði til þess, að fram kom að byggingarmenn hefðu ofreiknað álagningu i ákvæðisvinnu. Byggingarmönnum hefði þegar verið gert grein fyrir þessari skekkju „og þá fyrst komu þeir hingað og sóttu um hækkun á álagningunni, sem næmi þessum mismun,” sagði Georg. Kvað hann það algjörlega rangt sem byggingarmenn hefðu haldið fram I fjölmiðlum, að verðlagsyfirvöldum hefði alla tið verið kunnugt um skekkjuna. Georg sagði, að ósk byggingarmanna um hækkun á álagningunni hefði ekki verið sinnt, og þessi mismunur hefði verið leiðréttur. Verðlagsstjóri nefndi, að nú væri verið að kanna hvaða áhrif þessi skekkja hefði á byggingarvisitöluna, og hann kvað það áreiðanlegt að hún hefði eitthvað breytzt vegna margnefndrar skekkju. Ekki hefur veriðreiknaðút hvaðháar fjárhæðir byggingarmenn hafa með þessu móti haft af almenningi, en ljóst þykir, að þær eru veruleg- ar. Hvort og þá hvernig almenningur getur náð sinum peningum aftur af byggingarmönnum, mun eflaust siðar koma i ljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.