Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 7
TÍMINN
7
Þriðjudagur 14. október 1975.
Jazz-
klúbbur
í Hafnar-
firði
BH-Reykjavik — Fyrsta jazz-
kvöldið 1 nýstofnuðum Jazzklúbbi
Hafnarfjarðar verður i Skiphóli í
kvöld, þriðjudaginn 14. október og
hefst kl. 19.30, en þá verða jafn-
framt almenn félagsstörf, stjórn-
arkjöri verður lýst, klúbbnum
valið nafn og fleira þess háttar.
Ennfremur mun kunnur jazz-
maður, ólafur Stephensen, fíytja
jazzhugvekju og Dixieland-
hljómsveit Árna Isleifssonar flyt-
ur Dixieland. Einnig munu eldri
og vngri jazzleikarar koma
fram i Jam Session á eftir.
J azzklúbburinn i Hafnarfirði
var stofnaður 27. september sl..
Stofnfélagar voru 38 á fyrsta
fundinum. Frumkvöðlar að stofn-
un klúbbsins eru Hermann Þórð-
arson og Guðmundur Steingrims-
son. í stjórn klúbbsins voru kjörn-
ir: Hermann Þórðarson formað-
ur, Orn Sigurðsson varaformað-
ur, Halldór Árni Sveinsson ritari,
Jónatan Garðarsson gjaldkeri,
Agnar Sigurðsson meðstjórnandi.
Til vara: Guðmundur Stein-
grimsson og Njáll Sigurjónsson.
Hinir tveir siðasttöldu eru báðir
kunnir jazzleikarar og starfa nú
saman i hljómsveit Árna Isleifs-
sonar.
A fundinum kom fram, að fjöldi
jazzáhugamanna er vaxandi, en
tilfinnanleg vöntun hefur verið á
starfsvettvangi fyrir jazzáhuga-
menn. Fundarmenn voru á öllum
aldri og báðum kynjum og eru
menn bjartsýnir á að klúbbúrinn
muni vaxa i framtiðinni og vona
að hann verði jazztónlist á Islandi
lyftistöng.
Formaður sagði i viðtali við
blaðið, að tilgangur klúbbsins
væri að útbreiða og kynna jazz-
tónlist með hljómleikum, fyrir-
lestrum og plötukynningum.
Reynt verður að fá innlenda og
erlenda jazzmenn til að koma á
fundi og leika fyrir meðlimina.
Formaður kvað enga hættu á að
starfsemi klúbbsins kæmi til með
að rekast á við starf Jazzklúbbs
Reykjavikur, myndi verða höfð
góð samvinna við Reykvikinga,
og vonaðist hann til að stofnun
klúbbsins i Hafnarfirði yrði til að
auka á fjölbreytni og lifga upp
jazzlif á Islandi, sem oft hefur átt
erfitt uppdráttar vegna skorts á
öflugri félagsstarfsemi áhuga-
manna.
Jafnvel þótt flestir meðlimir
klúbbsins séu úr Hafnarfirði og
næsta nágrenni, er ekki ætlunin
að einskorða starfið við það
svæði, og væri þess vænzt, að allt
jazzáhugafólk hvarsem væri tæki
þátt i starfinu og gerðist meðlim-
ir. Hermann sagði, að hann og
margir aðrir klúbbfélagar væru
meðlimir i Jazzklúbbi Reykjavik-
ur og myndu halda áfram að vera
það.
Húsmæðrafélag-
ið mótmælir
FRAMKVÆMDANEFND Hús-
mæðrafélags Reykjavikur i verð-
lags- og neytendamálum, gerði
nýlega á fundi eftirfarandi álykt-
anir m.a.:
Nefndin mótmælir harðlega
þeim verðhækkunum, sem orðið
hafa á nauðsynjavörum að und-
anförnu. Nefndin á þar ekki
einungis við þær verðhækkanir,
sem hafa orðið á landbúnaðar-
vörum, þótt þær verðhækkanir
komi til með að hafa i för með sér
mjög mikla útgjaldaaukningu, en
nefndinni finnst vitavert að gaml-
ar kjötbirgðir hækki í verði.
Nefndin mótmælir einnig þeim
verðhækkunum, sem orðið hafa
af 12% vörugjaldi (neyðarráð-
stöfun rikisstjórnarinnar) sem
leggst á ýmsar vörur, sem telja
má til brýnustu nauðsynja.
Nefndin vill itreka fyrri tilmæli
sin til Grænmetisverzlunar Land-
búnaðarins að hún sendi ekki
ómat á markaðinn (myglaðar
kartöfiur)
Þverá í Borgarfirði
er til leigufrá ármótum Þverár og
Hvitár að fjallgirðingu, ásamt
Litlu-Þverá. Leyfðar verða 6 eða 7
stengur.
Nánari upplýsingar veita formað-
ur veiðifélagsins Magnús Sigurðs-
son Gilsbakka eða Magnús
Kristjánsson Norðtungu. Simstöð
Siðumúli.
Tilboð sendist formanni félagsins
fyrir 28. okt. n.k.
Réttur áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Stjórnin.
hamingjan má vita
hvað þær kosta
næsta vor
Lífeyrissjóður
verkalýðsfélagana
á Suðurlandi
auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðn-
um.
Umsóknarfrestur er til 31. október n.k.
Nánari upplýsingar veita formenn félag-
anna og skrifstofa sjóðsins,Eyrarveg 15,
Selfossi.
Stjórnin.
Þeir bændur, sem hyggja á kaup einhverra neðangreindra véla
hringi í okkur sem fyrst, og ræði málin nánar, telji þeir sig geta
klofið fjárfestinguna með nokkurri aðstoð frá okkur.
Claas LWG
heyhleðsluvagnar,
24m3,7hnífa.
Kostaði 352.531 sumarið 74. 699.087 sl. sum
og um verðið ’76 þorum við engu að spá.
VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 663.203
ClaasWSD
stjörnumúgavél.
Vinnsíubreidd 2.80m
Kostaði 166.624 sumarið ’74. 201.588 sl. sumar
og um verðið ’76 þorum við engu að spá.
VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 191.508
ClaasW450
heyþyrla,
4ra stjörnu, 5 arma.
Vi n nslu breidd 4.50 m
Kostaði 114.700 sumarið ’74. 256.112 sl. sumar
og um verðið 76 þorum við engu að spá.
VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 243.307
MentorSM135
sláttuþyrla,
2ja tromlu.
Vinnslubreidd 1.35m
Kostaði 113.560 sumarið 74. 216.432 sl. sumar
og um verðið 76 þorum við engu að spá.
VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 205.610
MF70
sláttuþyrla,
2ja tromlu.
Vinnslubreidd 1.70m
Kostaði 156.860 sumarið 74. 248.719 sl. sumar
og um verðið 76 þorum við engu að spá.
VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 236.284 þús
Hart baggafæriband,
lengd 7.9m með
einfasa rafmagns-
mótor og breytidrifi.
Kostaði 89.410 sumarið 74. 184.888 sl. sumar
og um verðið 76 þorum við engu að spá.
VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 175.643
* ATH. HAUSTVERÐ gildir til 15. nóvember 1975. Þrjóti birgðir fyrr, fellur það
að sjálfsögðu úr gildi. Einnig geta óviðráðanlegar ástæður valdið þvi að fella
verði haustverðið úr gildi án fyrirvara. Söluskattur er innifalinn í öllu verði
sem tilgreint er í auglýsingunni.
2>A4x££a/u^ela/t A/
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS