Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 14. október 1975. ÓLAFUR OG EINAR I ÁTTU STÓRLEIKI I — en Axel er ekki dnægður með tilveruna í V-Þýzkalandi og hefur hótað að fara aftur til íslands ÓLAFUR JÓNSSON átti stórleik með Dankersen-iiðinu um helg- ina, — hann skoraði 5 gullfalleg mörk. Þrátt fyrir stjörnuleik Ólafs, mátti Dankersen sætta sig við jafntefli 17:17, eftir að liafa haft yfir nær allan leikinn gegn Bad Schwartau. Axel Axelsson fékk litið að leika með Danker- sen-liðinu — var inn á i aðeins örfáar minútur. Axel er ekki ánægður með tilveruna hjá Dan- kersen. — Hann hefur ákveðið, að koma heim til islands og leika með Fram-liðinu, ef hann fær ekki að vera meira inn á i Icikjum liðsins. Einar Magnússon var i sviðs- ljósinu, þegar Hamburger SV vann góðan sigur yfir Perschlag — 16:14. Einarer búinn að stilla fallbyssuna — hann skoraði 7 mörk i leiknum. Gunnar Einars- son og félagar hans i Göppingen unnu einnig góðan sigur (22:17) yfirHofwier i suðurdeild Bundes- ligunnar”. Úlfarnir bjóða í Kennedy LIVERPOOL vill nú selja Ray Kennedy, sem félagið keypti frá Arsenal á 180 þús. pund. Úlfarnir hafa mikinn áhuga á þessum mikla markaskorara. — Þeir eru reiðubúnir að greiða 120 þús. pund fyrir Kennedy. Celtic á toppinn í Skotlandi JÓHANNES EÐVALDSSON og félagar hans í Celtic tóku forystuna i „Premierúdeild- inni í Skotlandi, þegar þeir unnu sigur (2:1) yfir Aberdeen á laugardaginn. Á sama tíma tapaði Glasgow Rangers stórt á útivelli — gegn Ayr 0:3. Celtic hefur nú hlotið 11 stig, en Glasgow Ilangers 10 stig. Úrslit i „Premier-deildinni á laugardaginn urðu þessi: Aberdeen—Celtic.......1:2 Ayr—G. Rangers........3:0 Dundee—St. Johnstone ... .4:3 Hearts—Dundee Utd....1: o Motherwell—Hibs.......2:1 Þeir Kenny Dalglish og Dixie Deans skoruðu mörk Celtic. STÓRSKOTAHRÍD í LUN SPÚTNIK-liðið Queens Park Rangers var heldur betur í essinu sinu á Loftus Road i Lundúnum, þegar það skaut Liverpool-Iiðið Everton á bólakaf — 5:0. Leikmcnn Q.P.R. áttu stór- kostlegan leik — þeir hreinlega léku sér að leikmönnum Everton eins ogköttur að mús, splundruðu hvað eftir annað hinni sterku vörn Everton-liðsins, og fimm sinnum hafnaði knötturinn i netinu hjá Everton. Stan Bowles átti stórleik hjá I.undúnaliðinu — hann sýndi að Don Revie einvaldur enska landsliðsins, getur ekki gengið framhjá honum, þegar hann velur lið sitt, sem mætir Tékkum 29. október. — Þetta var stórkostlegur leikur hjá strákunum, þeir sýndu allar sinar beztu hliðar — og skoruðu glæsileg mörk, sagði Dave Sexton, framkvæmdastjóri Q.P.R. eftir leikinn. Og hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér — leikmenn Rangers-liðsins voru svo sannarlega i essinu sinu. Mersey-liðið átti aldrei mögu- leika gegn Lundúnaliðinu, sem tætti Everton i sig. Það var Don Givens.sem kom Q.P.R. á sporið — eftir aðeins 45 sekúndur. Stan Bowles, Mick Leach og Don Givens sundruðu vörn Everton- liðsins, og Givens skoraði siðan örugglega. Siðan bætti Don Mass- son viö öðru marki — þrumu- fleygur hans skall i netamöskvun- um, óverjandi fyrir Day Daviés, markvörð Everton. Stan Bowles lagði siðan upp næstu 2 mörk, sem þeir Gerry Francis og Dave m--------------------------► GERRY FRANCIS... fyrir- liði enska landsliðsins, sést hér leika á Dai Davies, markvörð Everton, og skora þriðja mark Q.P.R. Thomasskoruðu. Siðan innsiglaði Francis stórsigur Rangers (5:0) rétt fyrir leikslok. Með þessum stórsigri skauzt spútnikliðið upp á toppinn. Og ef leikmenn þess halda áfram á þessari braut, verður erfitt að ★ Fallbyssurnar d Highbury nötruðu fimm sinnum, og spútnikliðið Q. P. R. skaut (5:0) Everton d bólakaf hamra gegn þeim i baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Stan Bowlesátti snilldarleik — hann er tvimælalaust einn bezti knatt- spymumaður Englands um þess- ar mundir. Þá áttu „Skytturnar þrjár” — Gerry Francis, Mick Leach og Don Masson, sem verður örugglega fljótlega valinn i landslið Skotlands, storgóðan leik á miðjunni. Það var einnig stórskotahrið á öðrum stað iLundúnum á laugar- daginn. Vopnabúrið á Highbury var hlaðið púðri — fallbyssurnar „Gunners” þar nötruðu fimm sinnum. Fórnarlömb Arsenal- liðsins voru leikmenn Coventry- liðsins sem fengu fimm sinnum að hirða knöttinn úr netinu hjá sér, eftir stórskotahrið Arsenal- liðsins, sem virðist vera að ná sér að skrið. Aðeins rúmlega 19 þús. áhorfendur sáu gamla góða Arsenal vinna þennan stórsigur. Þeir AlexCropley (2), Brian Kidd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.