Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. október 1975. TÍMINN 17 og Ásgeir skoruðu með þrumufleygum — þegar lið þeirra unnu stórsigra. Þessir tveir beztu knattspyrnumenn Islands eru í flokki toppmanna Belgíu! ÁSGEIR SIGURVINSSON OG GUÐGEIR LEIFSSON fá stööugt lof hjá belgísk- um blöðum — Þessir tveir beztu knattspyrnumenn is- lands, voru heldur betur í sviðsljósinu með liðum sin- um á sunnudaginn, en þá unnu Standard Liege og Charleroi stórsigra (3:0) á útivöllum. Þeir Ásgeir og Guðgeir sýndu skínandi leik — og þeir skoruðu báðir glæsileg mörk með langskotum utan af velli. — Þetta er allt að smella saman hjá okkur. Við skriðum upp stiga- töfluna, sagði Guðgeir, þegar Timinn hafði samband við hann eftir leikinn. — Ég skoraði eitt mark með langskoti af 25 m færi, og þar að auki átti ég stóran þátt i hinum mörkunum. Það munaði ekki miklu, að mér tækist að skora annað mark i leiknum, — ég náði að skjóta góðu skoti, sem stefndi i netamöskvana. — Já, ég sá á eftir knettinum, þar sem hann var á góðri siglingu i netið — en á siðustu stundu kastaði einn varnarmaðurinn sér fyrir og sló knöttinn með höndunum. Jú, það var nokkuð svekkjandi að skora ekki — en það kom ekki að sök, þar sem við skoruðum örugglega úr vitaspyrnunni, sem var dæmd á varnarmanninn. — Sigurinn yfir Berchem (3:0) var afar kærkominn, enda fyrsti sigurinn okkar — og örugglega ekki sá siðasti, sagði Guðgeir. Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans eru einnig komnir á skrið — ASGEIR — þeim er óspart hrósað i þeirunnu góðan sigur (3:0) á úti- velli gegn Racing Malines. — Við erum búnir að ná okkur á strik, eftir lélega byrjun — sigur okkar gegn Malines var aldrei i hættu, sagði Asgeir — við nálgumst nú toppinn — erum aðeins tveimur stigum á eftir efsta liðinu. Já, mér tókst að skora eitt mark — staðan var 1:0 þegar ég skoraði með góðu langskoti, það var þægilegt að horfa á eftir knettin- um, þar sem hann hafnaði i netinu, sagði Ásgeir. Að lokum má geta þess, að þeir Ásgeir og Guðgeir vekja mikla athygli i Belgiu. Þeim er óspart GUÐGEIR belgiskum blöðum. hrósað i belgiskum blöðum, fyrir góða knattspyrnu, og eru þeir taldir burðarásar i liðum sinum. — Leikmenn, sem eru sifellt á ferðinni, byggjandi upp sóknar- lotur með frábærum sendingum sinum og hrellandi markverði með föstum langskotum, og skapa usla i vörn andstæðing- anna. Það eru engir aukvisar, sem geta skapað sér nafn i belgiskri knattspyrnu, sem er talin ein sú bezta i heiminum. Þessir tveir beztu knattspyrnumenn okkar halda merki Islands hátt á lofti i Belgiu. JOE GILROY TIL MORTON JOE GILROY, fyrrum þjálfari Valsliðsins, er nú orðinn einn af yfirmönnum á Cappielow Park, — hjá Morton. — Ég ætla að koma Morton aftur á réttan stað, sagði Gilroy i viðtali við skozka blaðið „Scottish Daily News”, og átti hann þar við, að hann ætlaði sér að koma Morton upp i skozku ,,Premier”-d eildina. Blaðið segir, að Gilroy hafi ver- ið boðið að gerast þjálfari is- lenzka landsliðsins i janúar n.k. — I staðinn fyrir að taka það starf, hafi hann ákveðið að fara itil Morton til að undirbúa sig við að taka við framkvæmdastjórastarfl Danans Erik Sörenson, sem lætur af störfurh hjá Morton næsta sumar. — Nei, það er ekki rétt, Gilroy hefur ekki verið boðið starf lands- liðsþjálfara, sagði Jón Asgeirs- son.framkvæmdastjóri KSt, þeg- ar Timinn spurði hann, hvort það væri einhver fótur fyrir þvi, að Gilroy hafi verið boðin landsliðs- þjálfarastaðan. Það er greinilegt að þeir þjálfarar, sem hafa verið hér i sumar, auglýsa sig upp á Bretlandseyjum, með þvi, að segjast vera með landsliðsþjálf- ara-starf Islands upp á vasann. JOE GILRAOY.... var aldrei boð- iðstarf landsliðsþjálfara íslands. (2) og Alan Ball skoruðu mörk . „Gunners! Alan Ball, sem nú er kominn i sitt gamla góða form — kallar, spilar og sparkar — skoraði glæsilegt mark, sem var endurtekning á markinu, sem hann skoraði gegn Manchester City fyrir viku — þrumuskot hans af 25 m færi, skall upp undir þverslá Coventry-marksins, óverjandi fyrir Bryan King. Þriðja Lundúnaliðið — West Ham — var einnig i sviðsljósinu, þegar það mætti Newcastle á heimavelli sinum, Upton Park. Það skaut nýrri stjörnu upp á himininn — 18 ára Alan Curbishley, sem lék sinn fyrsta deildarleik á keppnistimabilinu— lék gegn Chelsea og kom inn á 1. DEILD Arsenal-Coventry .5:0 Aston Villa-Tottenham. . . 1:1 Leeds-Man. United .1:2 Leicester-Middlesb .0:0 Liverpool-Birmingham . .3:1 Man. City-Burnley .0:0 Norwich-Derby .0:0 Q.P.R.-Everton .5:0 Stoke-Ipswich .0:1 West Ham-Newcastle ... .2:1 Wolves-Sheff. Utd .5:1 2. DEILD Blackburn-W.B.A .0:0 Blackpool-Portsmouth 0:0 Bristol C.-Charlton 4:0 Carlisle-Luton .1:1 Fulhain-Nott. For .0:0 Hull-Bristol R . 0:0 Notts. C-Oxford . 0:1 Oldham-York ,2:b Plymouth-Bolton . 2:3 Southampton-Chelsea... .4:1 Sunderland-Orient ,3:1 sem varamaður gegn Coventry á siðasta keppnistimabili. Curbishley var hetja ..Hammers” — hann byggði upp og skoraði fyrsta mark leiksins, þegar hann sendi góða sendingu til Bermudasvertingjans Vlyde Bcst.sem sendi knöttinn áfram til Graham Paddon. Paddon sendi siðan knött- inn til Curbishley, sem skoraði örugglega sitt fyrsta mark fyrir Lundúnaliðið. Mervin Day.markvörður West Ham, hélt siðan markinu hreinu út hálf- leikinn — með stórglæsilegri markvörzlu. En i byrjun siðari hálfleiksins — eftir aðeins 40 sek. — réð hann ekki við skot frá Pat Howard, sem jafnaði (1:1) eftir hornspyrnu frá Stewart Barrowclough. Aðeins 6. min. síðar kom Curbishley aftur við sögu — þá stökk hann yfir sendingu frá Frank Lampard, þannig að knötturinn fór óhindraður til Alan Taylor sem sendi hann örugglega i mark Newcastle og tryggði West Ham sigur — 2:1. Manchester United, sem hefur hlotið 17 stig eins og Lundúnaliðin Queens Park Rangers og West Ham, vann góðan sigur (2:1) i leik gegn Leeds á Elland Road. Leeds-liðið lék án skozku lands- liðsmannanna David Harvey markvarðar, Gordon McQueen, miðvarðar og markaskorarans mikla Peter Lorimer—þeir eiga við meiðsli að striða. Sammy Mcllroyvarhetja United— hann skoraði tvö góð mörk og tryggði liðinu góða forystu (2:0). Alan Clarke tókst að minnka muninn (2:1) rétt fyrir leikslok. JOÍIN „Stóri” TOSHACK skoraði „Hat-trick” — þrjú mörk, þegar Liverpool vann góðan sigur (3:1) i leik gegn Birmingham á Framhald á bls. 19 J0E GILR0YIS NEW B0SS AT CAPPIEL0W By CRAWFORD MACKIE JN yesterday appointed Joe ^former Valur coach as their ^specu- . not snelío.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.