Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 14. október 1975. Iðnaður er safnheiti yfir margar mjög fjölbreyttar at- vinnugreinar. Þessar greinar búa við ólik skilyrði, hvað snert- ir markað, hráefni, vinnuafl og aðrar aðstæður. Iðnaður skiptist i þrjá höfuð- flokka: Framleiðsiuiðnað, fisk- vinnslu og þjónustuiðnað. Starfssvið starfshópsins er framleiðslu- og þjónustuiðnað- ur, en um fiskvinnslu er fjallað af öðrum starfshópi. t fram- ieiðsluiðnaði er að jafnaði fram- leitt á iager, en f þjónustuiðnaði er framleitt eftir pöntunum cða unnið við viðgerða- og viðhaids- starfsemi. Framleiðslu- og þjónustu- iðnaður er, hvað mannafla, veltu og hlutdeiid í þjöðarfram- leiðslu snertir, næst stærsta at- vinnugrein þjóðarinnar á eftir þjónustustarfsemi (verzlun, samgöngur, opinbcr þjónusta, o.fl.). Hann er um 38% fjöl- mennari en fiskiönaður og fisk- veiðar samanlagt og um 74% fjölmennari en landbúnaður miðað við árið 1972. Framlag framleiðslu- og þjónustuiðnaðar til brúttó þjóðarframleiðslu var um 28% hærra en framlag fisk- iðnaðar og fiskveiða og uin 188% hærra en framlag landbúnaðar árið 1972. Verðmætisaukning á mannár árið 1972 var 570-580 þús. króna i framleiðslu- og þjónustuiðnaði, 540 þús. kr. i fiskiönaði, 740 þús. kr. i fiskveiðum og 350 þús. kr. i landbúnaði. Verðmæti útfluttra iðnaðar- vara var 15.5% af heildarút- flutningsverðmæti þjóðarinnar árið 1973. Framlag fiskiðnaðar og fiskveiða var 51.3%, en land- búnaöur 2%. Framleiðslu- og þjónustu- iðnaður er hornreka í þjóðfélag- inu, hvað snertir allar aðgerðir hins opinbera. Flestar aðgerðir i efnahagsmáium eru miðaðar við hagsmuni sjávarútvegs og landbúnaðar og við byggða- stefnu. Gengisskráning islenzku krónunnar er miðuð við fiskafla og fiskverð, og yfirlcitt þannig háttað, að litt fýsilegt er að flytja út iðnaðarvörur. Byggja þvi flest iðnfyrirtæki starfsemi sina á heimamarkaði. Smæð hans leyfir venjulega ekki notk- un þróaðra og stórvirkra fjölda- frainleiðsluaðferða. Staöa isienzks iðnaðar á inn- anlandsmarkaði var vernduð með innflutningshöftum og toil- vernd. Nú eru höftin horfin og toliarnir að hverfa vcgna aðild- ar að EFTA og samninga við EBE, þannig að samkeppni við erlendan iðnvarning eykst stöð- ugt. Rikisvaldiö ákvarðar með aðgerðum sinum eða aðgerða- leysi svo marga og þýðingar- mikla þætti, er snerta rekstur fyrirtækja, að það er einungis að takmörkuöu leyti á valdi fyrirtækjanna sjálfra að ráða samkeppnishæfni sinni. Aðgerðum var Iofað af hálfu hins opinbera tii þess að bæta stöðu iðnaðarins, á meðan toll- vernd og höft væru aö hverfa þannig að iðnaðurinn gæti búið sig unilir að mæta erlendri sam- keppni. Lítið hefur hins vegar orðið úr framkvæmdum vegna hefðbundins forgangs sjávarút- vegs og landbúnaðar og skiln- ingsleysis á nauðsyn þróunar iðnaðar. Ekkert liggur fyrir um hvenær stjórnvöld hyggjast fella niður tolla á ýmsum mikil- vægum aðföngum, hráefnum og vélum, sem falla utan tollskrár- númera, sem eingöngu eða aðallega innifela aðföng til iðnaðar. Afskriftareglur samfara óða- verðbólgu hindra nauðsynlega eigin fjármyndun i iðnaði og fjárfesting í atvinnufyrirtækj- um, er ekki samkeppnishæf við önnur sparnaðarform í landinu. Vextir af rekstrarfé eru um 36% hærri i iðnaði heldur en iandbúnaði og 32% hærri en i sjávarútvegi. Arðsemi i iðnaði var meiri en i sjávarútvegi árin 1970-1972, þannig að arðsemisjónarmið virðist ekki ráða dreifingu fjár- festingarfjár. Innfluttar iðnaðarvörur njóta forgangs framyfir inniendar iðnaðarvörur hvað verðlagn- ingu snertir. h'Iest iðnaðarfyrirtæki eru mjög smá. Meðaifjöidi starfs- manna i framleiðsluiðnaði er um 33 á fyrirtæki, en um 3 á fyrirtæki i þjónustuiðnaði. Litið er um sérmenntaða stjórnendur og tæknimenn hjá iðnfyrirtækj- um, m.a. vcgna smæðar fyrir- tækjanna. Auka þarf möguleika á raunhæfri sérmenntun fyrir iðnaðinn, bæði verklegri og bóklegri, þar á meðai verk- menntun iðn verkafólks og iðnaðarmanna, verkstjórnar- menntun, verkþjáifun verk- og tæknifærðinga og stjórnunar- fræðslu fyrir iðnrekendur. Fylgja þarf menntuninni eftir inn i fyrirtækin, þannig að fengin kunnátta sé aðlöguð þörfum fyrirtækjanna. Smæð istenzka markaðarins stuðlar oft að þvi, að fyrirtæfcin dreifa afkastagctu sinni á fjöi- margar framieiðslutegundir. Þetta krcfst m jög alhliða og oft- ast einfalds tækijabúnaðar, sem hægt er að nýta til inargs án mikiliar afkastagetu. Vinnslu- virði á mannár er þvi mun lægra I iðnaði hér en eriendis. Litil sem engin vöruþróunar- og rannsóknastarfsemi er i is- lenzka iðnaöinum. Auka þarf gæðaeftirlit með iðnvarningi. Tiifinnanlega skortir tölulegar upplýsingar um islenzka markaðinn, sem iðnfyrirtækin gcta notað til hagstjórnar og ákvaröanatöku. Til dæmis eru hagtöiur um iðnað á islandi svo gamlar við útgáfu, að þær gegua frekar hlutverki sögunn- ar en tækis til hagstjórnar. Spáð hefur verið 18.5% aukn- ingu mannafla í framleiðslu- og þjónustuiðnaði milli 1972 og 1980. Þessi spá cr óraunhæf að inati starfshópsins. Þar sein engar markvissar aðgerðir stjórnvalda eru til að mæta auk- inni samkeppni við erlendar iðnaðarvörur, er hér spáð 8% mannafiaaukningu fram til 1980. Hinar ýmsu starfandi iðn- greinar búa við injög misjafna staöarvernd og skilyrði þeirra tii að inæta fyrirsjáandi erfið- leikum vegna aukinnar crlendr- ar samkeppni eru þvi talsvert mismunandi. i starfandi iönaði eru ekki sýnilcg nein ný umtalsverð út- flutiiingstækifæri, sem gera muni hetur en að mæta aukinni hlutdciid innflulnings i innan- landsmarkaði, ef aðstæður breytast ekki til muna. Ekki er búizt við öðrum breyt- ingum i stóriðnaðarm álum lram til 1980, en að lokið verði byggingu járnblendiverksmiðju og að álveriö i Straumsvik verði stækkað. Hugsanlegt er, að salt- verksmiðjan á Reykjanesi komist af umræöustiginu fyrir lok timabilsins. Enginn aðili hefur það hlut- verk að beita tæknilegu og hag- rænu mati á nýiðnaðartækifæri og raða þeim f forgangsröð. A öllum stigum iðnaðaruppbygg- ingar er ruglað saman póli- tik.tækni og hagkvæmni. könn- un iðnaðartækifæra þarf að stjórna frá einum stað, er hefði yfir að ráða fjármagni til þess að leggja I einstök verkefni, bæri ábyrgð á verkefnunum, mæti hvað langt eigi að ganga hverju sinni með tilliti til tækni og hagkvæmni, og visi t.d. aðeins þeim iðnaðartækifærum, er óumdeilanlcga hafa upp á ákveðna kosti að bjóða, til Iðnaðarráðuney tis og/eða „Stóriðjunefndar”. Þar geta þeir aðilar metið einstök mál pólitiskt. Tengja þarf stóriðnaðartæki- færi almennri iðnaðaruppbygg- ingu. Litlir möguleikar cru' á fjár- mögnun nýiðnaðar nema frá is- lenzka rikinu. Eru þvi mögu- leikar starfandi iðnaðar til þátt- töku i slikri starfsemi h vcrfandi litlir við núverandi aðstæður. Nauðsynlegt er að efla tækni- aöstoö við iðnaðinn, svo að hún nái til allra þátta iðnþróunar. Hægt er að auka verulega fram- leiðni i iðnaðinum með tiltölu- lega kos'tnaðarlitlum aðgerðum á sviöi framleiðslutækni, vöru- þróunar og markaðstækni. Forsenda aukinnar tækni- þjónustu er stóraukin fjár- framlöghins opinbera og iðnað- arins sjálfs til hennar. Nauðsynlegt er, að öll iðnþró- unarstarfsemi i landinu verði samtengd, samræmd og endur- skipulögð frá grunni, i þeim til- gangi að við það fáist virkari þjónusta. Við endurskipulagn- ingun bcr einkum að taka tillit til þeirra vandkvæða á miðlun tækniþekkingar til iðnfyrir- tækja, sem komið hafa i ljós erlendis við starfscmi iðnþróun- arstofnana. Til úrlausnar þessum vanda kemur helzt til greina að bæta móttökuhæfni fy rirtækjanna með aukinni menntun og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna, en einkum þó með stórauknu frum- kvæði og úthverfari tækniþjón- ustu en áður hcfur tiðkazt hér. Jafnframl þarf 'að stuðla að meira sjálfsforræði þjónustu- stofnana iðnaðarins en nú er rikjandi, svo að verkefnaval og ráðning starfsmanna og stjórn- enda verði óbundnara en nú er. Ennfremur þarf að koma á lif- andi sambandi milli háskóla- dcilda, tækniskóla og fleiri mennlastofnana við iðnþróun- arstarfsemina í landinu. Að lokum leggur starfshópur- inn áherzlu á, að enn verði að lita á island sem vanþróað land á tæknisviðinu a.m.k. i sarnan hurði við nágrannalöndin. Fjöl- margar greinar islen/.ks iðnaðar standa nú á timamótum vegna ört versnandi samkeppn- isaðstöðu. Iðnþróun næstu árin mun að verulegu leyti markast af þeirri tækniaðstoð, sem iðnaðurinn fær og verið hcfur alltof litil til þessa. Veltur allt á þvi, að nógu snemma verði haf- izt handa um nauðsynlegar úr- bætur. bróun iðnaði RANNSÓKNARÁÐ rikisins hefur gengizt fyrir úttekt á stöðu is- lenzks iðnaðar og spám um þróun hans næstu árin. Starfshópur, sem hafði það hlutverk að fjalla um framleiðslu og þjónustuiðnað hefur nú skilað skýrslu um fyrsta stig verkefnisins, og er i þessari grein gripið á nokkrum athyglis- verðum atriðum, sem fram koma I skýrslunni. Starfshópinn mynd- uðu eftirtaldir menn: Haukur Björnsson, viðskiptafræðingur, formaður, og verkfræðingarnir Asbjörn Einarsson, Gunnar Bjömsson, Hörður Jónsson, Ósk- ar Maríusson og Reynir Hugason. t meðfylgjandi ágripi er getið helztu atriða skýrslunnar en hér á eftir raktar svoli'tið nánar nokkr- ar niðurstöður hennar. 2000 iðnfyrirtæki i landinu Fram kemur að rúmlega 2000 iðnfyrirtæki eru rekin i landinu. Af þeim eru um 300 framleiðslu- fyrirtæki með um 10 þús. starfs- menn, eða að meðaltali 33 starfs- menn i hverju fyrirtæki. Til fram- leiðsluiðnaðar teljast matvæla- og drykkjarvöruiðnaður, vefjar- fata-og skinnaiðnaður, trjávöru- iðnaður, pappirsiðnaður, efnaiðn- aður, steinefnaiðnaður, álfram- leiðsla og skipasmiði. Við þjónustuiðnað starfa aðal- lega faglærðir iðnaðarmenn, og fást við viðgerða- og viðhalds- starfsemi. Af rúmlega 2 þús. iðn- fyrirtækjum i landinu má ætla að um 1800 séu viðgerða- og þjón- ustufyrirtæki með 5—6 þús. starfsmenn. Framtíðarhorfur iðnaðar t skýrslunni er rætt um fram- tiðarhorfur iðnaðar og er þá átt við næsta fimm ára timabil, eða til ársins 1980. Þar segir að ýmsar spár hafi verið gerðar, m.a. af sérfræðingum i þjónustu rikisins um liklega breytingu vinnuafls og skiptingu þess á atvinnugreinar. i niðurstöðum þeirra er talið að aukning vinnuafls komi vart til greina i landbúnaði og sjávarút- vegi og er þvi eingöngu gert ráð fyrirnýjum atvinnumöguleikum i iðnaði og aðallega i ýmsum þjón- ustugreinum. Hefur verið áætlað að framleiðslu- og þjónustuiðnað- ur muni telja um 19.000 mannár árið 1980, sem er um 3.000 mann- ára aukning, eða 18,5% frá árinu 1972. Starfshópurinn telur spá þessa fyrir iðnað byggða á all- mikilli óskhyggju um að aðrir þættir svo sem fjármagn, tækni og markaður muni ekki skapa hindranir. Spáir starfshópurinn að mannárum i iðnaði fjölgi um rúmlega 1200 mannár fram til 1980, eða um tæp 8%. Er þetta mun minni aukning en á næsta sex ára timabili á undan, þ.e. 1966—72, en þá var aukningin 18,2%. Forsendur þessarar spár eru annars vegar, að aukin hag- ræðing og þar með aukin hag- Hlutfallsleg skipting vinnuafls á atvinnuvegi þjóðarinnar 1972. ræðni vinnuaflsins muni að mestu geta mætt væntanlegri aukinni eftirspurn og hins vegar að starfshópurinn eygir ekki umtals- verðar útflutningstækifæri við ó- breyttar efnahagsaðstæður, sem gera muni betur en mæta aukinni hlutdeild innflutnings i innan- lan d sm ark a ðn um. Spá um mannafla i iðnaði bygg- ist á þróun siðari ára i þessum efnum og framtiðarmöguleikum. 1 framleiðslu og þjónustuiðnaði, þ.e. i' þeim greinum, sem fyrr eru taldar, unnu árið 1966 samtals 13,495 manns, 1972 unnu 15.987 mannsiþessum starfsgreinum og árið 1980 munu 17.215 manns vinna við þessar greinar sam- kvæmt spá starfsnefndarinnar. Andvaraleysi i rann- sókna- og tækni- efnum leiðir til ófarnaðar Streymi fjármagns hér á landi er og hefur verið stjórnað með pólitiskum ákvörðunum um margra áratuga skeið. Hefur það, hvað iðnað snertir, ekki aukizt i hlutfalli við vinnuafi, aukna tækniþörf eða stækkun markaða. Þá má nefna segir i' skýrslunni, að fjármagnskostnaður iðnaðar er mun hærri en t.d. landbúnaðar ogsjávarútvegsog munar þar um 30-35% á rekstrarlánum. Af framansögðu verður þvi ekki betur séð, én að fjármagns- þátturinn geti orðið sá Þrándur i götu, án skjótrar og verulegrar stefnubreytingar af hálfu pólit- iskra yfirvalda, að hann hindri að fyrri áætlanir um vinnuaflsþróun verði að veruleika. Meira en 50% af vexti brúttóþjóðarframleiðslu á siðari árum i ýmsum sambæri- legum löndum við island, stafar af breytingum á tækniþættinum, sem eru rannsóknir, þróunar- starfsemi, uppfinningar, hagræð- ing og bætt menntun. t öllum tiltækum skýrslum um fjármagn, sem varið er til tækni- þáttarins, er island neðst á blaði. Er það greinilegt hættumerki. Þess er ekki að vænta að smáþjóð eins og islendingar skipi sér i fylkingarbrjóst i þessum málum, en starfshópurinn er þeirrar skoðunar, að rikjandi andvara-

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 234. Tölublað (14.10.1975)
https://timarit.is/issue/270937

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. Tölublað (14.10.1975)

Aðgerðir: