Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Þriðjudagur 14. október 1975.
Matthías Á. Mathiesen fjármáiaráðherra um fjárlagafrumvarpið:
„Mikils aðhalds hefur
verið gætt"
G|öld á rekstrarreikningi nema rúmum 57 milljörðum kr. miðað
við 47 milljarða í síðasta fjárlagafrumvarpi. — Gert ráð fyrir
220 millj. kr. greiðsluafgangi. — Dregið er úr útflutningsbótum
og niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum.— 12% vörugjaldið
verður afnumið
ÞETTA frumvarp sýnir, að
mikils aðhalds hefur verið gætt”,
sagði Matthias A. Mathiesen fjár-
málaráðherra i gær eftir að fjár-
lagafrumvarpið fyrir árið 1976
hafði verið lagt fram á Alþingi.
Gjöld á rekstrarreikningi nema
samtals 57.386,4 miiljónum króna
og eru rúmlega 10 milljörðum
króna hærri en i síðasta fjárlaga-
frumvarpi. Þessi hækkun nemur
21,5%, en almenn verðlagshækk-
un frá því að sfðasta fjárlaga-
áætlun var gerð hefur veriö 45-
50%.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu, sem nú hefur verið lagt fram,
er gert ráð fyrir 220 milljónum
króna greiðsluafgangi. Hér á
eftir fara helztu athugasemdir,
sem fylgdu frumvarpinu:
Spornað við
útþenzlu
ríkisútgjalda
Brýnustu viðfangsefnin á sviði
efnahagsmála um þessar mundir
eru að hamla gegn verðbólgu og
draga úr hallanum i greiðsluvið-
skiptum við erlendar þjóðir. For-
senda árangurs i þessu efni er, að
rikisbúskapurinn stuðli að al-
mennu jafnvægi i þjóðarbúskapn-
um. Þessi viðleitni setur svip sinn
á þetta fjárlagafrumvarp fyrir
árið 1976. Þannig hefur verið að
þvi keppt, að frumvarpið feli ekki
i sér ráöstafanir sem valda verð-
hækkunum — fremur hið gagn-
stæða — jafnframt þvi sem sporn-
að er við útþenslu rikisútgjalda
miðað við önnur svið efnahags-
starfseminnar i landinu. 1 þessu
skyni hefur verið beitt ýtrasta að-
haldi við gerð fjárlagafrum-
varpsins, og enn fremur hafa
mikilvægir útgjaldaliðir verið
áætlaöir á þeirri forsendu, að
fyrir afgreiðslu fjárlaga veröi
gerðar breytingar á lögum og
reglum, er leiöa til verulegrar út-
gjaldalækkunar á árinu 1976 frá
þvi sem annars heföi orðið.
Þessar ráðstafanir gera það kleift
að framkvæma umtalsverða
skattalækkun með niðurfellingu
sérstaks vörugjalds, sem komið
var á með bráðabirgðalögum i
júli s.l., og þar að auki er gert ráð
fyrir tollalækkun samkvæmt
samningum við EFTA og Efna-
hagsbandalagið.
Við gerð fjárlaga er ávallt
vandasamt að tryggja i senn fjár-
magn til nauðsynlegra útgjalda !
þágu opinberrar þjónustu og fram
kvæmda, og haldá umsvifum og
skattheimtu rikisins innan 'hóf-
legra marka. Við rikjandi að-
stæður i efnahagsmálum er sér-
staklega örðugt að leysa þessa
jafnvægisþraut milli krafna á
hendur rikinu annars vegar og
um aðhald i rikisbúskapnum hins
vegar. A þessu ári hafa fram-
leiðsla og tekjur þjóðarinnar
dregizt saman og horfur eru á
hægum eða engum vexti á næsta
ári. Vegna versnandi viðskipta-
kjara hefur viðskiptahalli verið
meiri en ráð var fyrir gert, gjald-
eyrisstaðan erfið og erlendar
skuldir farið vaxandi. Með tilliti
til áhrifa rikisfjármála i heild-
areftirspurnina og þar með
greiðslustöðuna gagnvart útlönd-
um og verðlagsþróun, hefði verið
æskilegt að stefna að verulegum
greiðsluafgangi á næsta ári. Hins
vegar er óhjákvæmilegt að halda
uppi brýnni opinberri starfsemi
og þjóðhagslega mikilvægum
framkvæmdum.
220 millj. kr.
greiðsluafgangur
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir
220 m. kr. greiðsluafgangi, sem
verður að teljast lágmark miðað
við ástand og horfur i efnahags-
málum.
Þaö er vel kunnugt, að mælt er
fyrir um mikinn hluta rikisút-
gjalda i öðrum lögum en fjárlög-
um. Raunar leiðir það af mörgum
þessum lögum, að rikisútgjöld
aukast sjálfkrafa ár frá ári. Slik-
um lagaákvæðum hefur fjölgað á
undanförnum árum og eru þau að
vissu leyti afleiðing efnahags-
legrar velgengni þjóðarinnar.
Með sérstakri lögbindingu út-
gjalda er almennri fjármála-
stjórn sniðinn þröngur stakkur,
og skortur á sveigjanleika segir
ekki sizt til sin, þegar glimt er við
efnahagserfiðleika.
Rikisstjórnin leggur á það
megináherzlu, að Alþingi og
rikisstjórn hafi á hverjum tima
fulla stjórn á þróun rikisútgjalda.
Svo verður ekki fyrr en raunveru-
legar efnahagsaðstæður mæla á
hverjum tima fyrir um útgjöld,
og samneyzlu, verði hagað i sam-
ræmi við þjóðarframleiðslu, en
ráðist ekki af sjálfvirkum út-
gjaldaákvæðum eldri laga, sem
ekkert tillit taka til þjóðarhags.
Þetta eru ekki ný sannindi, en
hins vegar felst það i núverandi
aðstæðum i efnahagsmálum, að
fjármálastjórnin nær ekki til-
gangi sinum, ef þessi sjálfvirku
útgjaldaákvæði i lögum um
mikilvæga málaflokka eru ekki
endurskoðuð.
Dregið úr
útflutningsbótum
og niðurgreiðslum
á landbúnaðar-
vörum
Þetta frumvarp hefur að
geyma ýmsar ráðstafanir, er
stemma stigu við sjálfvirku út-
gjaldaþróuninni. Dregið er úr út-
flutningsuppbótum og niður-
greiðslum á landbúnaðarvörum.
Hemill er settur á fjárveitingar til
almannatrygginga og mennta-
mála, og leitað er almennrar
lagaheimildar til að lækka lög-
boðin fjárframlög um 5%.
Uppbætur á útfluttar landbún-
aðarafurðir hafa aukizt að mun á
undanförnum árum. 1 frumvarp-
inu er reiknað með svipaðri fjár-
hæð og verður i raun á yfirstand-
andi ári. Stefnt verð
ur að þvi að halda útflutnings-
uppbótum innan þeirra marka,
en ef miða ætti við hámark verð-
tryggingar, þyrfti að auka fjár-
veitinguna um 870 m. kr. Þá er
gert ráð fyrir rösklega fjórðungs-
lækkun niðurgreiðslu búvöru-
verðs frá þvi sem gilti i septem-
ber 1975, eða um 1425 m. kr. á
heilu ári, og svöruðu verðlags-
áhrif þessi til 10-11 stiga hækk-
unará framfærsluvisitölu. A móti
kæmi afnám hins sérstaka 12%
vörugjalds, svo og lækkun tolla
sem leiðir til 12 stiga lækkunar
framfærsluvisitölu. Verðlags-
áhrifin jafnast þvi rúmlega út. A
hinn bóginn hefur afnám vöru-
gjaldsins og tollalækkun i för með
sér mun viötækari verðlækkunar-
áhrif og hagsbót en mælist i fram-
færsluvisitölu. Þannig minnka
útgjöld skattborgaranna á ári uni
nálægt 4000 m. kr. við afnám
vörugjaldsins og tollalækkunina,
en lækkun niðurgreiðslna eykur
útgjöld þeirra um 1400-1450 m, kr.
miðað við óbreytta neyzlu.
Stefnt að breyting-
um á almanna-
tryggingarlögum
Gert er ráð fyrir breytingum á
lögum um almannatryggingar,
bæði varðandi lifeyristryggingar
og sjúkratryggingar. Er unníð að
tillögum i þessum efnum á vegum
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins og fjármálaráðu-
neytisins. Ætlunin er að óska þess
við þingflokkana að þeir tilnefni
fulltrúa i nefnd, er fái breytingar-
tillögurnar til athugunar áður en
frumvarp þar að lútandi verður
lagt fram. í fjárlagafrumvarpinu
KK:- •rf/í' . ' .IwgKt-
§
Matthias A. Mathiesen
er gert ráð fyrir aö draga megi ur
útgjaldaauka um 2000 m. kr. frá
þvi sem ætlað er að gildandi regl-
ur og framkvæmd feli i sér.
A viði menntamála er sjálf-
krafa hækkun útgjalda viða bund-
in i löggjöf. í frumvarpinu er gert
ráð fyrir, að vikulegum kennslu-
stundum á grunnskólastigi verði
fækkað, og er unnið að tillögum
um framkvæmd þess máls. A
þessu stigi hefur útgjaldaáætlun
verið færð niður um 50 m. kr. af
þessum sökum. Hér er þó aðeins
um áfanga að ræða i könnun þess
viðamikla máls, en breytingar
þar á krefjast töluverðs aðdrag-
anda.
Loks byggjast áætlanir þessa
fjárlagafrumvarps á þvi, að lög-
bundin framlög á fjárlögum verði
almennt skert um 5% á árinu
1976, og verður lagt fram sérstakt
frumvarp um það efni. Þessi
skerðing tekur til allra lögbund-
inna framlaga, annarra en
hreinna markaðra tekjustofna.
Lækkun vegna þessarar ráðstöf-
unar er áætluð um 300 m. kr.
Heildarniðurfærsla útgjalda
vegna sérstakra ráðstafana, sem
hér hefur verið drepið á, er talin
nema um 4700 m. kr., og er þá
miðað við lækkun útflutnings-
uppbóta frá hámarksheimild.
Útgjöld lækkuð
um 4.7 milljarði
með sérstökum
ráðstöfunum
Þegar tekið hefur verið tillit til
þessara útgjaldaáforma, eru
heildarútgjöld rikisins á árinu
1976 áætluð 57386 m. kr. á móti
47225 m. kr. i fjárlögum 1975, og
er hækkunin 21,5%. Útgjöld árs-
ins 1975 munu augljóslega fara
nokkuð fram úr fjárlagatölum,
og hafa þau veriö áætluð 51000 m.
kr. að teknu tilliti til 2000 m. kr.
lækkunar samkvæmt tillögu fjár-
veitinganefndar.
Miðað við þessa áætlun verður
hlutur rikisútgjalda i þjóðar-
framleiðslu 1975 um 29%. 1 fjár-
lagafrumvarpi 1975 var upphaf-.
lega gert ráð fyrir útgjaldahlut-
fallinu 28,7%. Þegar þetta var
sett fram, var talið, að útgjalda-
hlutfall ársins 1974 yrði um 29%
en siöar kom i ljós, að það varð
30,8%. 1 meðförum á þingi i fyrra
varð um nokkra hækkun að ræða
frá frumvarpi, en með aðgerðum
i ár má búast við að upphaflegri
áætlun verði haldið og þar með
náist lækkun frá fyrra ári, sem þó
er sérlega örðugt þegar illa árar.
Þetta frumvarp gerir ráð fyrir,
að hlutfall rikisútgjalda af
þjóðartekjum hækki ekki á næsta
ári.
Vörugjaldið
afnumið
A grundvelli framangreindra
aðgerða til takmörkunar útgjalda
og fyrirætlana fraumvarpsins um
tekjuöflun verður unnt að afnema
12% vörugjaldið og standa við
umsamdar tollalækkanir. Að þvi
er varðar álagningu beinna
skatta er i frumvarpinu miðað við
25% hækkun skattvisitölu i sam-
ræmi við áætlaða meðalhækkun
tekna einstaklinga til skatts milli
áranna 1974 og 1975. Bein skatt-
byrði reiknuð sem álagðir beinir
Forsetar þingsins
A ÞINGFUNDUM, sem
haldnir voru i gær I sameinuöu
þingi, neöri deild og cfri deild,
voru kosnir forsetar þingsins.
Ásgeir Bjarnason (F) var
kjörinn forseti sameinaðs
þings. Hlaut hann 41 atkvæði,
en 6 seðlar voru auðir. Fyrsti
varaforseti var kjörinn Gils
Guðmundsson (Ab) og annar
varaforseti Friðjón Þórðarson
(S). Skrifarar voru kjörnir
Lárus Jónsson (S) og Jón
Helgason (F).
1 neðri deild var Ragnhildur
Helgadóttir (S) kjörin forseti.
Hlaut hún 25 atkvæði. Magnús
Torfi Ólafsson (SFV) og Guð-
mundur H. Garðarsson (S)
hlutu 1 atkvæði hvor, en 8 seðl-
ar voru auðir. Magnús Torfi
var kjörinn fyrsti varaforseti
og Ingvar Gislason (F) annar
varaforseti. Skrifarar deildar-
innar voru kjörnir Páll Pét-
ursson (F) og Guðmundur H.
Garðarsson.
I etri deild var Þorvaldur
Garðar Kristjánsson (S) kjör-
inn forseti. Hlaut hann 18 at-
kvæði, en einn seðill var auð-
ur. Fyrsti varaforseti var
kjörinn Eggert Þorsteinsson
(A) og annar varaforseti
Steingrimur Hermannsson
(F). Skrifarar deildarinnar
voru kjörnir Ingi Tryggvason
(F) og Steinþór Gestsson (S).
Kjör i áðurnefndar trúnað-
arstöður er óbreytt frá siðasta
þingi.
skattar i hlutfalli við tekjur fyrra
árs er áætluð 14,5% á árinu 1975
og þvi nær óbreytt eða um 14-15%
á árinu 1976, eftir þvi hvort
heimild verður veitt til álags á út-
svör á næsta ári og i hvaða mæli
slikri heimild yrði beitt. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir, að
eignarskatti verði breytt til sam-
ræmis við nýtt fasteignamats-
verð, sem væntanlegt er i haust.
2% gjaldið helzt
óbreytt
I tekjuáætlun frumvarpsins,
sem nemur 57401 m. kr., er gert
ráð fyrir, að 2% gjaldið, sem lagt
hefur veri á söluskattsstofn og
rennur til Viðlagasjóðs, verði
sameinað söluskattinum og renni
hér eftir . i rikissjóð. Verður lagt
fram á þingi frumvarp þessa
efnis, en Viðlagatrygging Islands
tekur sem kunnugt er til starfa á
næsta ári og áætlað er, að núgild-
andi tekjustofnar Viðlagasjóðs
dugi til þess að ljúka verkefnum
hans i Vestmannaeyjum og i
Norðfirði.
Eins og kunnugt er hafa sveit-
arfélögin ekki notið 8% hlutdeild-
ar i þessum hluta sölugjaldsins og
raunar ekki i öðrum fjórum sölu-
skattsstigum. Sveitarfélögin hafa
sótt það fast að fá jafnan 8% hlut
úr öllum söluskattinum til Jöfn-
unarsjóðs. Rikisstjórnin telur rétt
að stefna að þessari tilfærslu
tekna til sveitarfélaganna jafn-
framt þvi sem verkefni þeirra
yrðu aukin. Hún telur æskilegt, að
fyrir endanlega afgreiðslu fjár-
laga 1976 verði stigið skref i þá átt
að auka starfssvið sveitarfélaga
og jafnframt tekjur þeirra. Má i
þessu efni benda á að með þvi að
sveitarfélögin fengju hlutdeild i
þeim söluskattsstigum, sem þau
fá ekki nú, ykjust tekjur þeirra
um 700—750 m. kr. Gætu sveitar-
félögin þar með tekið við hlut-
deild rikisins i ýmsum málefn-
um, þar sem stjórn og eftirlit væri
betur komið i höndum þeirra
vegna meiri staðarlegrar þekk-
ingar. Með slikri aukningu tekna
sveitarfélaganna væri svigrúm til
að auka hlutdeild þeirra i ýmsum
by ggingarframkvæmdum.
Hækka ekki
verðlag í landinu
I sambandi við þær breytingar
á ráðstöfun söluskatts, sem frum-
varpið felur i sér, er rétt að vekja
athygli á, að lögin um 1% sölu-
gjald til þess að greiða niður oliu-
kyndingarkostnað falla úr gildi i
febrúarlok 1976. Akvörðun um
framhald þessarar gjaldtöku og
um ráðstöfun teknanna af gjald-
inu verður að taka fyrir af-
greiðslu fjárlaga, enda tengist
mál þetta fjárlagaákvörðunum
með ýmsum hætti.
Á þaö er rétt að benda, að til-
lögur þessa frumvarps, teknár i
heild sinni, fela ekki i sér breyt-
ingar, sem hækka almennt verð-
lag i landinu eða framfærslu-
kostnað heimilanna. Afnám hins
sérstaka vörugjalds ásamt tolla-
lækkun gerir raunar betur en að
jafna verðlagsáhrif lækkunar
niðurgreiðslna, þannig að áhrifin
á almennt verðlag i landinu ættu
fremur að vera til lækkunar.
Skrá yfir rikis-
starfsmenn
Samkvæmt 10. gr. laga nr.
97/1974, um eftirlit með ráðningu
starfsmanna og húsnæðismálum
rikisstofnana, skal árlega semja
skrá yfir starfsmenn rikisins, og
skal hún lögð fram með fjár-
lagafrumvarpi. Slik skrá er nú i
fyrsta sinn lögð fram með þessu
frumvarpi. Við þá sérstöku at-
hugun, sem fram hefur farið á
starfsmannamálum rikisins við
gerð skrárinnar, hefur komið i
ljós, að i allmörgum tilvikum
hefur verið ráðið i störf án
heimildar, og eru þessar stöður
sérstaklega auðkenndar i
skránni. Er hér um að ræða igildi
117 heilla staða. Heildarkostnað-
ur á ári er um 100 m. kr. Þessar
stöður eru við stofnanir i A-hluta
fjárlaga og þær stofnanir i B-
hluta, sem háðar eru fjárveiting-
um. 1 frumvarpinu er ekki gert
ráð fyrir fjárveitingum til þeirra,
þar sem eðlilegt þykir, að Alþingi
taki afstöðu til þessa máls. í
frumvarpinu eru hins vegar tekn-
ar upp 45 nýjar stöður, að fjárhæð
42,5 m. kr., þar af 17 stöður á sviði
kennslumála, að fjárhæð 14,4 m.
kr.