Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. október 1975. TÍMINN 3 Vísitöluákvæoio ólöglegt: EN DÓAAURINN KEAAUR ÍBÚÐAKAUPENDUAA EKKI TIL FB—Reykjavik — Nýlega var kveðinn upp dómur i Borgar- dómi, þar sem úrskurðað var, að óheimilt sé að hafa ákvæði um hækkun vegna byggingar- vísitölu i húsakaupasamning- um, en fjölmargir byggingar- aðilar hafa selt ibúðir og hús með þéssum ákvæðum, og hafa þvi greiðslur orðið mun hærri þegar upp hefur verið staðið, heldur en i fyrstu var ætlað. 1 samningi þeim, sem fjallað var um i málinu, sem flutt var fyrir Borgardómi, stóð, að sölu- verð hússins væri háð bygging- arvisitölu frá Hagstofu íslands. Miðaðist söluverðið við bygg- ingarvfsitöluna 689 stig. Siðan gat komið til bæði hækkun og lækkun eftir þvi sem visitalan breyttist. Samningurinn hafði GOÐA verið gerður i april 1973, og i janúar -1974 fékk kaupandinn reikning frá seljanda fyrir visi- töluhækkuninni, sem orðin var á timabilinu, og nam hækkunin þá 518 þúsund krónum. Kaupand- inn greiddi ekki þannan reikn- ing, og var krafinn greiðslu á honum nokkrum sinnum fram á vorið 1974, en þá fékk hann lög- mann til þess að skrifa seljanda bréf, þar sem hann skýrði frá þvi, að hann neitaði að greiða visitöluálagið sökum þess að það væri ólögmætt. Nú var deilt um það, hvort visitölubindingin bryti i bága við lög frá 1966 um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga. Kaup- andinn taldi að svo væri, en selj- andinn hins vegar að þessi lög næðu ekki til samnings þessa. Taldi hann, að kaupandinn hefði keypt tiltekið verk, og leit hann svo á, sem um verksamning væri að ræða, en visitölubinding er heimil i verksamningum. Niðurstöður dómsins voru þær, að samningurinn væri kaupsamningur, og hér væri um að ræða fjárskuldbindingu, samkvæmt lögum frá 1966, sem óheimilt væri að stofna til með ákvæðum þess efnis að greiðsl- ur breytist i samræmi við visi- tölubreytingar. Jóhann Þórðarson hdl. var verjandi húskaupandans, og sneri Timinn sér til hans, og spurði um áhrifin af þessum dómi. Jóhann sagðist gera ráð fyrir að dómnum yrði áfrýjað, en ef litið væri á hann eins og hann stendur nú, þá mætti reikna með, að seljendur hækk- uðu nú verð húsnæðis i sam- ræmi við þær visitöluhækkanir, sem þeir reiknuðu með að gætu átt sér stað á byggingatimabil- inu, og yrðu þvi hækkanirnar settar inn I samninginn i formi hækkaðs ibúðar- eða hússverðs strax. Mjög margir munu þegar hafa fest kaup á húsnæði með þeim hætti, sem hér hefur verið rætt um, með visitölubindingu verðsins, og munu þvi margir eflaust leiða hugann að þvi, hvort þeir gætu krafizt endur- greiðslu á þeim greiðslum, sem þeirhafa innt af hendi. Þyrfti að fá fyrir þvi dómsúrskurð, sem myndi byggjast á þvi,að þeir hefðu greitt hækkanirnar i góðri trú, ef þeir ætluðu ér að fá pen- ingana aftur. En greiðslurnar gætu lika þýtt að samningurinn hefði verið samþykktur með þvi að þær hefðu verið inntar af hendi. Enn munu vera aðrir, sem ekki hafa greitt visitöluhækk- anir. Gætu þeir nú neitað þvi, og þá gæti seljandinn farið fram á að kaupsamningi væri rift, þar sem ekki hefði verið staðið við samninginn af hálfu kaupand- ans. Ætti kaupandinn þá rétt á endurgreiðslu. Myndi hann þá tapa töluverðum fjárhæðum, þvi að eins og verðbólgan hefur verið hér undanfarin ár, væru endurgreiddir peningar aldrei llkt þvi jafnmiklir, og sá eignar- hlutur kaupandans væri að verðmæti á frjálsum markaði. Einnig má geta þess, að margir seljendur, sem bundið hafa sölusamningana með visitölu- hækkunum, eru með fjölmargar ibúðir eða hús i byggingu, og þyrftu þeir að endurgreiða pen- ingaupphæðirnar snögglega, þá gætu þeir endað með þvi að fara á hausinn og byggingafélögin yrðu gjaldþrota. Hefði það þá enn þær afleiðingar, að kaup- andinn fengi ekki sitt fé aftur i hendurnar. Framkvæmdir hafnar við AAenntaskóla Austurlands JK-Egilsstöðum. — Fram- kvæmdir við Menntaskóla Aust- urlands hófust mánudaginn 13. október, og tók Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra fyrstu skóflustunguna að skólabyggingunni. Viðstaddir þá athöfn voru m.a. Birgir Thorlaci- us, ráðuneytisstjóri, Árni Gunn- arsson, arkitektarog fleiri gestir. Menntamálaráðherra flutti stutt ávarp, og siðan hófu vinnu- vélár gröft á staðnum. Þær fram- kvæmdir, sem nú eru hafnar, eru byrjun byggingár menntaskóla á Egilsstöðum. í fyrsta áfanga er annars vegar mötuneyti fyrir allan skólann og ýmis sameiginleg aðstaða og hins vegar heimavist fyrir 70 nemend- ur. Er áætlað að ljúka i haust við plötu mötuneytisálmunnar, sem er 758 fermettar að grunnfleti, en heildarflötur hússins, sem er á tveim hæðum, er 1548 fermetrar. 1 seinni áfanganum er áætlað að byggja heimavist yfir fleiri nemendur, kennsluhúsnæði, Iþróttasal og starfsmannahús- næði, og hefur verið gerð heildar- áætlun um uppbyggingu skóláns. Reiknað er meði framtiðinni að skólinn starfi sem fjölbrauta- skóli, þótt byrjað verði á hefð- bundnu menntaskólastigi. Undirbúningsvinna og hönnun hefur verið i höndum Bygginga- deildar Menntamálaráðuneytis- ins og byggingarnefndar skóláns, sem i eru þeir Þórður Benedikts- son, Þorsteinn Sveinsson og Hjör- leifur Guttormsson, sem er for- maður nefndarinnar. Framkvæmdir verksins eru i höndum framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar rikisins. Hönnun verksins annast Arkitektastofan sf., Ormar Þór Guðmundsson og Ornólfur Hall og Sveinn Þórarinsson, verkfræð- ingar, verkfræðistofa Guðmund- ar G. Þórarinssonar, verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen og verkfræðistofan Raftækni. Arið 1965 voru sett lög, sem heimila menntaskóla á Austur- landi, og árið 1971 var honum á- kveðinn staður á Egilsátöðum. Arið 1972 tók til starfa undir- búningsnefnd, sem i voru: Lúðvik Ingvarsson, Vilhjálmur Sigur- björnsson og Sigurður Blöndal. Núverandi bygginganefnd tók til starfa árið 1973. gébé—Rvik — Klukkan rúmlega ellefu á sunnudagsmorgun kvikn- aði i út frá fitupotti i eldhúsi Þjóð- leikhússins, en þá var nýhafin frumsýning á harnaleikritinu „Milli himins og jarðar” og var Þjóðleikhúskjallarinn þcttsetinn gestum. Sýningin var stöðvuð og fólkinu komið út, en fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. — Það var lán i óláni aö starfs- menn hússins voru viðstaddir, og urðu þvi eldsins strax varir, sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri. Reykur og sót barst um allt húsið um loftræstikerfið, en skemmdir uröu langmestar i eld- húsinu. Sveinn Einarsson sagði, að sýningin á barnaleikritinu á litla sviðinu hefði aðeins staðið i u.þ.b. tiu minútur, þegar eldurinn brauzt út. Kviknaði i fitu i eldhús- inu og barst fLjótlega mikill reyk- ur og sót um loftræstikerfi húss- ins. Þjóðleikhússtjóri stöðvaði þegar sýninguna og bað frumsýn- Sexnótaskip til V-Afríku BH-Reykjavik — Rétt fyrir helg- ina tókust samningar milli þriggja nótaskipa annars vegar og eigenda verksmiðjuskipsins Norglobals hins vegar um sam- vinnu á makril-veiðum úti fyrir vesturströnd Afriku. Hér er um að ræða nótaskipin Guðmund RE, Börk NK og Sigurð, en eigendur Norglobal höfðu látið i Ijós ósk um samninga sama eðlis við flciri skip, og hafði i gærkvöldi verið samið við eigendur Reykjaborgar GK, Óskar Halldórssonar RE og Ásbergs RE. Verða þvi sex is- lenzkir bátar I för með Norglobal til Mauritaniu, er veiðar hefjast þar, ingargesti að ganga rólega út, en mörg börn voru á meðal þeirra. Engin . hræðsla greip um sig, og gengu allir rólega út úr húsinu. Slökkviliðið kom fljótlega á vett- vang og réði niðurlögum eldsins á skömmum tima. Þrátt fyrir þetta óhapp, var sýning á stóra sviðinu á sunnu- dagskvöldið, en áður þurfti að þvo og hreinsa sótið, sem borizt hafði i salinn. Eldur barst einnig með loft- ræstikerfinu og kom upp á tveim- urstöðum,en i báðum tilfellunum voru starfsmenn hússins viðstaddir og tókst að slökkva eldinn áður en tjón varð, eða hann náði að magnast nokkuð að ráði. Sagði þjóðleikhússtjóri, að lánið hefði leikið við þá starfsmenn leikhússins að þessu sinni, og mikið lán væri, að tjón hefði ekki orðið meira en raun bar vitni. Starfsemi hússins heldur áfram með eðlilegum hætti, nema i eld- húsinu, en þar þarf að taka allt i gegn og gera upp eftir brunann. ÞORLÁKS- HAFNAR- BÚAR BÍÐA VEGHEFL- ANNA — hafa enn einu sinni lokað veginum í mótmælaskyni ÞORLAKSHAFNARBÚAR gripu enn einu sinni til þess ráðs i gærkvöldi að loka vegin- um til Þorlákshafnar á mótum Þrengslavegar. Stöðvuðu þeir bila sina þar i gærkvöldi um kl. 10 og hyggjast halda vörð um vegamótin þar til veghefl- ar frá Vegagerðinni koma og hefla veginn, en það eiga að vera fyrstu farartækin, sem um veginn fara. Þorlákshafnarbúar gripa til þessa ráðs, sökum þess að þeir telja veginn algjörlega ófær- an. Flugleiðir kaupa 6 milljóna hlut í Hótel Húsavík SJ—Reykjavik — Fyrir helgina var ákveðið að Flugleiðir keyptu hlut i Hótel Húsavik fyrir allt að sex milljónir króna, er hér um óselt hlutafé að ræða. Engar breytingar verða á starfsemi hótelsins, en kaupin gerð til að styðja hótelreksturinn og til að laða ferðamenn út á landsbyggð- ina. Hótel Húsavik var opnað 1973. Þar eru 34 tveggja manna her- bergi. Einar Olgeirsson, sem áður starfaði á Hótel Sögu i Reykjavik, hefur verið hótelstjóri á Húsavik siðan seint i vetur er leið. 1 sumar hefur nýting hótels- ins verið góð og mikið um fundi og ráðstefnuhald. 466 nefndirkostuðu ríkið 162.5 millj. 74 FB—Reykjavik — Heildarfjöldi nefnda, sem störfuðu á vegum rikisins árið 1974 var 466, að þvi er fram kemur I bók, sem nefn- istStjórnir, nefndir og ráðrikis- ins árið 1974, og gerð er af fjár- laga- og hagsýslustofnuninni. Heildarfjöldi nefndarmanna I þessum nefndum er 2292, og nefndaþóknun nemur kr. 80.261.780, en annar kostnaður er kr. 82.305.243, og verður þvi kostnaður við nefndastörfin samtals rúmlega 162 og hálf milljón kr. Flestar starfa nefndirnar á vegum Menntamálaráðuneytis- ins, eða 158 talsins, og i þeim sitja 732 nefndarmenn. Kostnaðurinn við þessar nefndir er samtals 25,6 milljónir. Mest- ur er kostnaðurinn hins vegar við 18 nefndir á vegum Forsæt- isráðuneytisins.en i þeim eru 93 nefndarmenn. Kostnaðurinn þar er 65.4 milljónir. Aðeins ein nefnd starfar á vegum Hagstofu tslands, og eru I henni 4 nefndarmenn og heild- arkost'naður við störf þessarar einu nefndar eru rúmlega 216 þúsund krónur. Á vegum Utan- rikisráðuneytisins starfa 6 nefndir með 25 nefndarmönn- um. Kostnaður þar er tæplega 1.6 milljónir króna. A vegum Fjármálar., fjár- laga" og hagsýslustofnunar starfa 7 nefndir með 30 nefndar- mönnum. Kostnaður eru tæpl. 4.1 millj. króna. Eins og fyrr segir er Mennta- málaráðuneytið með flestar nefndir 158. Siðan kemur Iðnað- arráðuneytið með 52 nefndir með 237 nefndarmönnum og kostnað sem nemur um 12.5 millj. kr. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið með 48 nefndir, 223 nefndarmenn og heildarkostnað sem nemur 9.1 milljón. A vegum Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins starfa 45 nefndir með 232 nefndar- mönnum. Kostnaður er um 6.2 milljónir. Sjávarútvegsráðuneytið hefur á að skipa 27 nefndum með 179 nefndarmönnum. Kostnaður við störf þeirra nemur tæpl> 10.3 milljónum króna. Á vegum Fjármálaráðuneytisins starfa einnig 27 nefndir og I þeim eru 126 nefndarmenn, og kostnaður er rúml. 9.1 milljón kr. Land- búnaðar- og samgönguráðu- neytin hafa bæði starfandi 22 nefndir. 113 nefndarménn eru á vegum Landbúnaðarráðuneyt- isins, og kostnaður þar er tæp- lega 4.6 milljónir. 1 nefndum Samgöngumálaráðuneytisins eru 108 menn og kostnaður er rúmlega 3.7 milljónir. 13 nefndir eru starfandi á vegum Við- skiptaráðuneytisins með 81 nefndarmanni. Kostnaður er 4.2 milljónir tæpar. Nefndir Félagsmálaráðuneytisins eru 20 og I þeim eru 109 nefndarmenn. Kostnaður er rúml. 5.9 milljónir króna. Lengst til vinstri sést bifreið slökkviliðsins, sem brá við hart og kom á vettvang með tilheyrandi sirenuvæli og fyrir miðju sést slökkviliðs- maður sprauta vatni I ioftræstistokk. Lengst til hægri sjást svo ieikarar i reykmekki, en sýningin hpfði aðeins staðið I 10 inin. þegar hún var stöðvuö. Tímamynd: Gunnar Stutt frumsýning — var stöðvuð, þegar eldur brauzt út f eldhúsi Þjóðleikhússins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.