Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 14. október 1975. Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsstöðum heldur i Gylfa frá Efra-Lang- holti. Arni G. Pétursson sauðfjárræktarráðunautur les upp úrslitin. Héraðssýning á hrútum að Eystra- Geldingarholti: Þriðji hver hrútur var undan Hrauna fró Efra-Langholti Pb-Sandhóli. Héraðssýning á hrútum var haldin siðast liðinn sunnudag að Eystra-Geldinga- holti i Gnúpverjahreppi. brjátiu hrútar voru á þessari sýningu, og að auki sex iambhrútahópar frá sauðfjárræktarféiögum. A þessa sýningu voru valdir efstu hrútar á sýningum hreppa- búnaðarfélaganna, en á þeim sýningum hafa verið sýndir 588 hrútar. Hrútarnir á þessari héraðssýningu voru flokkaðir i þrjá flokka: 14 i heiðursverð- launaflokk, 12 i fyrstu verðlaun A og fjórir i fyrstu verðlaun B. Efstu hrútar i heiðursverð- launaflokknum voru þessir: Nr. 1 Blævar, þriggja vetra, frá Oddgeirshólum, Eigandi Haukur Gislason, Stóru-Reykjum i Hraungerðishreppi. Faðir Blævars er Frosti frá Oddgeirs- hólum, en Frosti er nú i kynbóta- stöðinni að Laugardælum, Blævar var með þessi mál: 114 kg að þyngd, brjóstmál 115 sm, spjaldhryggur 27,5 sm, leggur 126 mm. Hann hlaut 85.5 stig. Nr. 2 Gylfi frá Efra-Langholti, fjögurra vetra. Faðir Hrauni. Hlaut 85 stig. Eigandi Haraldur Sveinsson. Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi. Mál: byngd 120 kg. brjóstmál 122 sm, spjald- hryggur 26,5 sm og leggur 128 mm. Nr. 3 Gámur frá Oddgeirshól- um, eins vetra. Faðir Þristur, Oddgeirshólum. Þingd 96 kg, brjóstmál 110 sm, spjaldhryggur 25 sm og leggur 126 mm. Hlaut 84.5 stig. Eigandi Guðmundur Arnason, Oddgeirshólum. Nr. 4 Þófi frá Efra-Langholti. Faðir Hrauni. Hlaut 84.5 stig. Eigandi Sveinn Kristjánsson. Efra-Langholti, Hrunamanna- hreppi. Nr. 5 Bjartur frá Kolsholti. Faðir Þróttur. Hlaut 83,5 stig. Eigandi Sigurður Gislason Kols- holti, Villingaholtshreppi. Af lambhrútahópunum voru efst lömb frá Ólafi Árnasyni á Oddgeirshólum. t öðru og þriðja sæti voru lambhrútar frá Ingólfi Bjarnasyni á Hlemmiskeiði og Jóni Ólafssyni Eystra-Geldinga- holti. Vegna smithættu á tannlosi og kýlapest voru hrútar úr Biskups- tungum, Laugardal og Grimsnesi ekki með á þessari sýningu. Hjalti Gestsson ráðunautur á Sel- fossi raðaði efstu hrútum i þess- um sveitum upp, og voru þeir þessir: Nr. 1 Atli, fjögurra vetra frá Drumboddsstöðum. Eigandi Sveinn Kristjánsson, sama stað. Atli hlaut 82.0 stig. Nr. 2-4 Ljómi þriggja vetra frá Oddgeirshólum, undan Dal. Eigandi Gisli Einarsson Kjarn- holtum. Þokki, eins vetrar, frá Oddgeirshólum, undan Frosta. Eigandi Hermann Egilsson, Galtalæk. Glúmur, fjögurra vetra, undan Gjafari Eiriks Bjarnasonar, Selfossi. Eigandi Magnús Þorsteinsson. Vatnsnesi. Allir með 80 stig. Dómarar á héraðssýningunni voru Leifur Jóhannesson Stykkis- hólmi, Einar Þorsteinsson Sól- heimahjáleigu og Árni G. Péturs- son, en hann og Hjalti Gestsson voru dómarar á hreppasýningun- um. Á héraðssýningunni 1971, sem einnig var haldin að Eystra-Geld- ingaholti, var Hrauni frá Efra- Langholti efstur. Hann fæddist i Kilhrauni á Skeiðum. A þessari sýningu voru tiu hrútar synir hans. Hrauni er nú i eigu kynbótastöðvarinnar að Laugar- dælum. Talið er, að um erfðagalla sé að ræða hjá Hrauna, að fitan sé gul á kjötföllum undan honum. 1 haust fæst úr þvi skorið, hvort þetta á við rök að styðjast. Guðmundur Arnason Oddgeirshólum heldur f Gám, sem er vetur- gamall, og Haukur Gíslason Stóru-Reykjum I Blævar, sem er þriggja vetra og varð stigahæstur á sýningunni. Jón Skaftason, alþingismaður: Stjórnmálamenn verða að taka brögð á HÉR birtist ræða sem Jón Skaftason, alþingismaður, flutti á héraðsmóti fram- sóknarmanna i Kjósarsýslu sem haldið var i Illégarði 4. október sl.. tslendingar hafa búið i þessu landii rúm ellefu hundruð ár. Það var gæfa þeirra, að landið var ó- numið þegar þeir komu, og þurftu þeir þvf ekki að taka það frá nein- um með ofbeldi eins og hefur orð- ið hlutskipti margra annarra. Búsetusaga þjóðarinnar i ellefu aldir greinir frá skini og skúrum i mannlifinu eins og gengur. Stund- um lifðu forfeður okkar tima vel- sældar og uppgripa. I annan tima hungur og eldgos, þegar fólk og fénaðurféll svo þúsundum skipti. Hér er hvorki staður né stund til þess að rekja þessa sögu, enda flestum kunn. Aðeins skal vikið nokkrum orðum að sterkustu dráttum i mynd nútiðar og horf- um næstu framtiðar. Þvi ber ekki að neita, að nú um sinn hefur þjóðin búið við þrengri kost en nokkur undangegnin upp- gripaár. Ytri aðstæður og okkur óviðráðanlegar ráða þar miklu um, en þó engan veginn öllu. Þótt kostur okkar sé nokkuð rýrður frá þvi sem hann var stærstur, er fjarri öllu lagi að tala um að við lifum sérstakt harðæri. En mér sýnist, aðþannig geti málum þok- að fram á næstu mánuðum, að svo verði, ef við þekkjum ekki okkar vitjunartima. Þaö eru gömul og ný sannindi, aö flest lifsins gæði eru takmörk- uð. Þessi staðreynd er kjarni þess efnahagsvanda, sem hér er við að glima. Við þurfum sem þjóð að sniða okkur stakk eftir vexti og skipta þjóðartekjum skynsam- lega og réttlátlega. En hvernig verður það bezt gert? Um það stendur deilan. öll viljum við bæta þjóðfélag okkar, en okkur greinir á um aðferðir og leiðir. Gæti ekki þeirri spurningu skotið upp i hugum fleiri en min, hvort of miklum hluta lifsstarfs okkar hafi ekki verið varið i togstreitu um skiptingu þjóðartekna, en of litill timi notazt til þess að auka jær og treysta? Svo verður að visu I fleiri lýðræðisrikjum, en iað dregur ekkert úr þörf okkar á að halda þessum deilum innan skynsamlegra marka. Mér hefur lengi fundizt, og ég segi það hreint út, að okkur hefur hvergi nærri tekizt að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar nægilega vel i langan tima. Menn upp ný •• morgum taka e.t.v. ekki eftir þessu, þegar allt er i velgengni, vel aflast og allt selst vel. Þá er venjulegast látið vaða á súðum. En um leið og breyting verður á, segir þetta til sin i meiri efnahagserfiðleikum en ytri aðstæður gefa tilefni til. Þennan vitahring verður að rjúfa og það er hægt, ef nægilega marg- ir vilja það og þora að ráðast af krafti að rótum meinsemdanna án tillits til þröngra hagsmuna einstaklinga, stétta og flokka. ís- land er eitt og þjóðin er ein. Enginn fámennishópur né einstök stétt á rétt á að sitja yfir hlut fjöldans. Tvö sl. ár hafa landsmenn búið við 50% verðbólgu á ári og lifað langt um efni fram. Þetta gengur ekki lengur og verður að snúa af þessari braut. En hvernig verður það bezt gert? Forsenda úrbóta er að minu viti sú, að allur almenningur geri sér fulla grein fyrir skaðsemi þess að halda iengur áfram á þessari braut og vilji nokkuð á sig leggja til þess að komast af henni. Engir hafa tapað meira á verðbólgu en lágtekjufólk, lifeyrisþegar og sparifjáreigendur þessa lands. Það er ekki f þágu þessa fólks, ef reynt verður að koma i veg fyrir skynsamlegar aðgerðir f þessum efnum. I öðru lagi þurfa svokallaðir forystumenn, ekki sizt ráðherrar, alþingismenn og valdamiklir stéttaforingjar, að hafa þor til þess að skoða gagnrýnið þjóð- félagsuppbygginguna og færa sviðum margt til betri vegar en nú er. Hjá þessu verður ekki komizt, ef nokkur von á að vera um úrbætur. Stundum heyrist sagt: Verðbólga er slæm, en hún er þó betri en atvinnuleysi. Valkostirn- ir nú eru ekki annars vegar verð- bólga, en hins vegar atvinnuleysi, heldur óðaverðbólga og atvinnu- leysi, eða erfið aðlögun i lifshátt- um og framkvæmdum að slæm- um ytri skilyrðum. Sú aðlögun verður ekki framkvæmd með einu pennastriki, heldur á var- færinn hátt. Að minu viti er siðari valkost- urinn sjálfgefinn. Stjórn efna- hagsmála hlýtur um sinn, þar til ytri aðstæður breytast, að byggj- ast á varnarbaráttu, þar sem miða verður við að halda uppi at- vinnu með þvi að láta grundvöll þýðingarmikilla atvinnugreina ekki bresta. I þessari erfiðu sigl- ingu þarf sérstaklega að gæta þess að leggja ekki byrðir á herð- ar þeirra tekjulágu i þjóðfélag- inu. Aðrir geta axlað viðbótar- byrðir. Traust forysta er nauðsynleg i þessari varnarbaráttu. Eöli máls samkvæmt hlýtur hún að mestu að hvfla á rikisstjórn og Alþingi, þóttekki megi gleyma veigamikl- um hlutverkum forystumanna i atvinnuli'finu. Geta þessir aðilar unnið saman til þess að forða fári, eða falla þeir fyrir freistingum um stundarfylgi með andstöðu við nauðsynlegar, en erfiðar að- gerðir? Reynsla næstu mánaða sker úr þessu. Ég trúi þvi, að aðgerðir eða að- gerðaleysi næstu mánaða geti haft afdrifarik áhrif á lifsafkomu þjóðarinnar um nokkuð langa framtið. Það veltur á miklu að réttar ákvarðanir verði teknar á réttum tima. Dag frá degi hefur sú skoðun min styrkzt að stjórn- málamenn verði að taka upp ný vinnubrögð á mörgum sviðum. Fyrirgreiðslupólitikin verður að vflíja úr fyrstu forgangsröð, með öllu þvi.er henni fylgir, og i stað- inn þarf að taka upp stefnu, er miðar að þvi að koma á efnahags- legu jafnvægi i landinu, metið á almennan skynsamlegan mæli- kvarða. Verðmætamat hér á landi er mjög skekkt og þarf að breytast. Það gerist tæpast nema fyrir að- hald frá sterku almenningsáliti, en það verður ekki til nema að menn brjóti vandamálin til mergjar á raunsæjan og heiðar- legan hátt. Þessir tiu hrútar eru allir undan Hrauna frá Efra-Langholti. Hann fæddist að Kilhrauni á Skeiðum. TimamyndirPÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.