Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. október 1975. TÍMINN 11 Yfirlit yfir stöóu íslensks idnaóar og spá um þróun hans fram til 1980 Hlutfallslegt framlag atvinnu- veganna til brúttó þjóðarfram- leiðslu 1972. leysi opinberra aðila og einka- aðila muni leiða til ófamaðar. Byggist sú skoðun fyrst og fremst á gjörbreyttum aðstæðum i markaðsmálum vegna EFTA og EBE, ásamt þvi að framleiðni i islenzkum iðnaði er almennt mun minni en i helztu samkeppnis- löndum okkar. I þessu sambandi ber að vekja sérstaka athygli á að tilvist tækniþekkingar og fjármuna er ekki nægileg forsenda, heldur er virk dreifing þekkingarinnar eitt hið mikilvægasta i sambandi við tækniþróun, ekki sizt i sambandi við aukningu á framleiðni. 1 þessu efni hefur viðleitni verið uppi á undanförnum árum, en stórátak er óhjákvæmilegt, sbr. frumvarp um Iðntæknistofnun íslands irá 1974, sem enn er til athugunar hjá stjómvöldum. Verði framleiðni ekki almennt aukin i iðnaði á næstu árum eða á þeim tima sem eftir er aðlögun- artimans að EFTA og EBE, er hætt við að iðnaðarvörufram- leiðsla okkar verði ekki sam- keppnishæf og sifellt stærri hluti iðnaðarvara, sem notaðar eru innanlands, verði fluttar til lands- ins. Stækkun markaðar við inn- göngu i EFTA og samningur við EBE veitir útflutningstækifæri, sem kanna þarf á næstu árum. Jafnframt þarf iðnaðurinn að vinna markvisst á heimamarkaði til aðhalda sinum hlut við aukna samkeppni. Má þá heldur ekki gleyma að kanna möguleika, sem kunna að felast i nýrri eða auk- inni framleiðslu fyrir greinar eins og útgerð, byggingariðnað og landbúnað, sem allar nota vissar vörutegundir i miklu magni. Væri framleiðsla á ýmsum aðföngum þessara greina betur komin i höndum okkar sjálfra en útlend- inga. Almennt séð eru Islendingar litlir sölumenn og jafnvel talið ó- fint að stunda sölustarfsemi. Hefur markaðurinn hér á landi lengi verið seljendamarkaður, þannig að ekki hefur þurft að leggja rækt við sölustarfsemi. Ýmislegt bendir hins vegar til að þetta muni breytast á næstu ár- um, og markaðurinn breytist i kaupendamarkað. Það gildir þvi um markaðs- starfsemina sem aðra þætti, að þörf er á algjörri hugarfarsbreyt- ingu. Til að vinna að eflingu markaðsstarfseminnar þarf stórt átak og æskilegt er, að það væri faliðeinum aðila, þannig að nauð- synleg tengsl aðgerða væru tryggð. 1 þessu sambandi skal undirstrikað að enginn eðlismun- ur er á starfsemi fyrir heima- og útflutningsmarkaði og allur að- skilnaður þvi óæskilegur. Framtiðarhorfur starf- andi iðngreina Starfsnefndin fjallar um fram- tiðarhorfur starfandi iðnaðar í 11 flokkum. Um matvæla og drykkj- arvöruiðnað segir, að engin af- gerandi ný viðhorf séu framund- an í þeim greinum fram til 1980 og mun framleiðniaukning mæta aukinni eftirspurn, og mun vinnu- afl i þessum greinum standa nokkurn veginn i stað fram til 1980. I vefjar-, fata- og skinnaiðnaði er spáð að mannárum fjölgi úr 2332 árið 1972 i 2700 1980. Vaxandi hluti framleiðsluverðmætis þess- ara greina er fluttur út og er þar aðallega um ullar- og skinnavör- ur aðræða. Er mestum uppgangi spáð i þeim greinum. Trjávöruiðnaður mun sam- kvæmt spánni standa i stað. I þeim greinum starfa 98% i inn- réttinga- og húsgangasmiði. í pappirsiðnaði er spáð svo til ó- breyttu vinnuafli til 1980. Nokkur aukning verður i efna- iðnaði.1972 voru mannár i þeim greinum 873 en verða 940 1980 og er aukningin um 8%. Að undan- skildum kisilgúr er litið flutt út af vörum efnaiðnaðarins og miðast framleiðslan þvi við stærð og þarfir heimamarkaðarins. I steinefnaiðnaði er gert ráð fyrir fækkun vinnuafls vegna aukinnar vélvæðingar, ef ekki kemur til nýr iðnaður. Talsverð aukning verður á frumvinnslu málma og munar þar um að gert er ráð fyrir að járnblendiverksmiðjan verði tek- in til starfa 1980. 1972 voru mann- ár við álframleiðslu 491 og verða 630 1980 að viðbættum 120 við málmblendiverksmiðjuna, eða samtals 750 mannár i þessum greinum 1980. í skipasmiði voru mannár 1025 árið 1972 og verða 1200 1980. Um skipasmiði segir svo i skýrslunni: Smfði stálskipa er tiltölulega ný iðngrein á islandi. Smiði fyrsta stálskipsins lauk árið 1955. Vöxt- ur i iðngreininni hefur þvi verið mikill á skömmum tfma. At- vinnugreinin hefur átt við marg- vislega byrjunarörðugleika að striða. Einnig eru smiðarnár oft- ast mjög tengdar og blandaðar viðgerðastarfsemi til þess að afla rekstrarfjármagns, en samblönd- un þessi hindrar mjög beitingu skipulegra og þróaðra fram- leiðsluaðferða. Á þessu ári, 1975, hefur þó mikið áunnizt á sviði bættra framleiðsluaðferða vegna verkefnisins ,,Tækniaðstoð við fs- lenzka skipasmiðaiðnaðinn”. Þetta verkefni er unnið með sam- starfi þriggja skipasmfðastöðva og Iðnþróunarstofnunar Islands, Siglingaindlstofnunar rikisins, Itannsóknastofnunar iðnaðarins og „Svejsecentralen” i Kaup- mannahöfn. Sffellt er skortur á aðstöðu til skipaviðgerða á Islandi. Úr þessu þarf að bæta, en hins vegar er mjög varasamt að blanda of mikið saman smiði og viðgerðum ef beita á þróuðum aðferðum við skipasmiðarnar. Frekar en að viðgerðastöðvarnar séu að full- smiða skip ,,i hjáverkum”, mætti ef til vill hugsa sér, að þær smið- uðu heldur ákveðna skipshluta fyrir skipasmiðastöðvarnar. Ef tekið er tillit til hinna miklu fiskveiða þjóðarinnar, ætti smiði og viðgerð fiskiskipa að geta ver- ið stór þáttur i atvinnulifinu. Nauðsynleg forsenda þess virðist þó, að öðru visi sé staðið að endurnýjun fiskiflotans en verið hefur. I málmsmiði aukast mannár úr 2210 árið 1972 i 2300 árið 1980. Islenzki málmiðnaðurinn tekst sifellt á við stærri og viðameiri verkefni eftir þvi, sem tækniþró- un eykst hér á landi. Má þar nefna sem dæmi verkefni við virkjanir vatnsafls og jarðhita. Tilkoma stóriðju hefur einnig ó- bein áhrif á málmiðnaðinn, þar sem þar eru oft gerðar miklar kröfur til gæða og vinnuaðferða. Mannárum við bifreiðaviðgerð- ir mun fjölga úr 1645 í 1800. Nýiðnaður Með hugtakinu nýiðnaður á starfsnefndin við þær greinar, sem ekki eru beint háðar eðlilegri þróun á starfsemi starfandi fyrir- tækja en möguleikar eru á að koma á fót. Um stóriðnaðarfyrir- tæki segir: Margir aðilar hafa á undan- fömum árum hugað að stóriðnað- artækifærum hér á landi, en án efa hefur Rannsóknaráð verið þar afkastamest, þótt fleiri hafi lagt hönd á plóginn. Alkunna er, að hér er ein stór- iðjuverksmiðja, álverksmiðjan i Straumsvik og hafin er bygging járnblendiverksmiðju á Grundat- tanga i Hvalfirði. Stærð hennar er áætluð 50.000 tonn/ ári, fjárfest- ing 20 ákuttogarar, starfsmenn 100 og eignaraðild rikisins 55%. Meðfylgjandi 'er stutt upptaln- ing nokkurra annarra stóriðnað- artækifæra ásamt lauslega áæti- aðri stofnfjárfestingu: Fjárfesting Saltverksmiðja 4.8 skuttogarar (1 Titanverksmiðja 7 skuttogarar Súrálverk smiðja 46 skuttogarar Áburðarverksmiðja 10 skuttogarar Þungavatnsverk miðja 26 skuttogarar Fljótandi vetni ? Stálverksmiðja 2 skuttogarar (1) 1 skuttogari = 500 milljónir. Um framleiðslufyrirtæki og kostnað við byggingu þeirra segir m .a.: Iðnaðartækifæri hér á landi eru fjölmörg og hafa ýmsir lagt hönd á plóginn við að kanna siik verk- efni. Meðfylgjandi upptalning sýnir nokkra þá möguleika, sem rætt hefur verið um (tölur lauslega á- ætlaðar): Fjárfesting Korundum og mulite fram- leiðsla (bræðsla á A1203 ogSI02) 0,6 skugtogarar Álsteypa (bráðið ál frá ISAL) 0,2 skuttogarar Fiskkassaverh 0,4 skuttogarar Steinullarverksm.1,2 skuttogarar Perlusteinsvinnsla 1,0 skuttogarar Perlusteinsframl. 0,8 skuttogarar Byggingaeiningaframleiðsla (gipsplötur) 0,15 skuttogarar Sementsframl. með raf- orku við hlið SR 0,6 skugtogarar Ylrækt 0,1 skuttogarar Rafeinaiðn. 0,5 skuttogarar Sykur 1,6 skuttogarar Hveitimylla 0,5 skuttogarar Fleiri iðnaðartækifæri mætti nefna, en þessi upptalning verður að nægja. Iðntækniþjónusta og þróunarstarfsemi Ekki þyðir annað en að horfast i augu við þá staðreynd, að al- mennt stendur islenzkur iðnaður á lægri tæknistigi, þ.e. vanþró- aðri, en iðnaður nágrannaland- anna, sem hann þó verður að keppa við á tollfrjálsum markaði innan fárra ára. Ennfremur er mönnum smám saman að verða ljóst, að þáttur tækninnar i iðn- þróun hér, hefur verið vanræktur og mikilvægi hans vanmetið. Þetta er þeim mun alvarlegra, þegar horft er til hins stutta að- lögunartimabils, sem eftir er vegna aðildar að EFTA og samn- inga við EBE. Ætti þó öllum að vera ljóst, að hér mun ekki starfa innlendur iðnaður, i óheftri sam- keppni við erlendan iðnað, ef tæknistig hinnar islenzku fram- leiðslu er lægra en þeirrar fram- leiðslu, sem hún keppir við, nema þjóðin vilji axla samsvarandi kjararýrnun. Að fenginni reynslu mun síik stefna ekki vera fram- kvæmanleg, þar sem hún leiðir til fólksflótta og afturfarar. Þaö er þvi augljóst, að við eigum ekkert val i þessu efni. Verkefni næstu ára hlýtur að verða alhliða tækniúppbygging i iðnaði, i þeim tilgangi að varöveila megnið af núverandi framleiðslu og jafn- framt að stuðla að nauðsynlegri nýsköpun i' iðnaði og með þvi að skapa hinum aukna fjölda lands- manna næg verkefni á næstu ár- um og áratugum. Siðan segir: Mikið vandamál i islenzkum iðnaði er, að nýjar hugmyndir og nýjungar i tækni eiga ekki greið- an aðgang inn i fyrirtækin. Þetta á sér ýmsar orsakir. — Menntunarskortur stjórn- enda og annarra starfsmanna veldur þvi', að móttökuskilyrði fyrirtækninýjungar eru ekki fvrir hendi. — Af tregðu og e.t.v. kunnáttu- leysi sjá menn ekki ástæðu til breytinga, og enn siður geta þess- ir aðilar greint og séð fyrir mark- aðsþarfir. Þessi fyrirtæki skortir þvi nýjungar og afleiðingin verð- ur stöðnun eða afturför i rekstri og vörugæðum. Aukin menntun og endur- menntun stjórnenda og tækni- manna, sem studd er öflugri al- hliða tækniþjónustu hins opin- bera, mun án efa stórbæta rikj- andi ástand. Almennt gildir, að möguleikar til aukinnar fram- leiðni eru takmarkaðir viö þær aðferðir, sem notaðar eru hverju sinni, svo og þá tækni, sem á boð- stólum er. Sú framleiðniaukning, sem bætt menntun, betri stjórn- un, stóriðja, o.s.frv., hefur i för með sér, er einnig takmörkunum háð. Af þessu leiðir, að forsenda framleiðniaukningar er stöðugar nýjungar i tækni og viðbót við þann sjóð þekkingar, sem til er hverjusinni. Menntun, rannsókn- ir og stöðug nýsköpun i tækni eru þvi meðal þeirra undirstöðuatr- iða, sem framtið iðnaðarins veltur á. I skýrslunni eru taldir upp ýms- ir vankantar á núverandi skipu- lagi og tækniþjónustu við iðnað- inn. Eru beir helztir að samræm- ingu skortir á starfsemi og verk- efnaval þeirra aðila, sem vinna eiga i þágu iðnaðarins. Erfitt er að koma tæknilegum upplýsingum á framfæri við fyrirtæki, bæði vegna ónógrar móttökuhæfni viðkomandi stjórn- enda og starfsmanna þeirra og skorts á frumkvæði stofnananna. Er vafalaust mikil þörf á breytt- um vinnuaðferðum, m.a. með þvi að sérfræðingar og ráðunautar hafi meira frumkvæði að upplýs- ingamiðlun en verið hefur. Engin ein stofnun hér á landi hefur boimagn til að hafa alls- herjar umsjón með skipulagningu og uppbyggingu nýrrar iðnaðar- framleiðslu, né getur heldur tekið að sér alhliða endurskipulagn- ingu starfandi iðnfyrirtækja. Allar hinar opinberu stofnanir. er starfa eiga i þágu iðnaðarins. eru háðar fjárveitingum frá Alþingi, hver i sinu lagi. I reynd er það þvi rikisstjórn og Alþingi. sem ákveða dreifingu þess fjár- magns, sem til boða stendur hverju sinni. Fjárveitingarnar eru mjög við nögl skornar og handahófskenndar. A núverandi fyrirkomulagi launamála og ráðninga starfs- manna hjá hinum opinberu ráð- gjafastofnunum eru augljósir vankantar. Segja má, að kerfið komi oft i veg fyrir, að hægt sé að ráða hæfa menn til starfa. Lokaorð skýrslunnar eru þessi: Að lokum leggur starfshópur- inn áherzlu á. að enn verði að lita á Island sem vanþróað land á tæknisviðinu, a.m.k. i saman- burði við nágrannalöndin. Fjöl- margár greinar islenzks iðnaðar stancía nú á timamótum vegna ört versnandi samkeppnisaðstöðu. Mun iðnþróun næstu árin að veru- legu leyti markast af þeirri tækniaðstoð. sem iðnaðurinn fær og verið hefur alltof litil til þessa . Veltur allt á þvi, að nógu snemma verði hafizt handa um nauðsyn- legar úrbætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.