Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 14
TÍMINN Þriðjudagur 14. október 1975. 1* LÖGREGLUHA TARINN 40 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal - - ......... ' ..-.......- - — Það er ekki til neinn sannsögulegur maður með því naf ni, sagði Tino.— Hann var aðeins sögupersóna.... Þetta minnti Meyer Meyer á að einhver hafði heitið sögupersónu eftir honum sjálfum. Ennfremur minntist hann þess, að hann hafði ekkert heyrt frá Rollie Chabri- er frá héraðsdómsskrifstofunni. — Ég kemst aldrei til að skjóta ef þú ætlar að standa hér gapandi allan daginn. — Eigum við þá að reyna, sagði Tino. — Taktu þér kjuða, sagði Meyer og stundi. Honum fannst þessi litla sviðssetning hafa tekizt vel hjá sér. Hann virtist ekki allf ot vingjarnlegur, þó hafði honum tekizt að efna til spils við einn af fastagestum hússins. Ef svo ólíklega vildi til, að La Bresca labbaði hér inn, þá myndi hann sjá Tino vera að spila við sinn gamla og góða vin. Stu Levine frá Leare-götu bryggjunni. Þetta tókst vel, hugsaði Meyer með sér. Ég ætti að f á stöðuhækkun á morgun. — Þú heldur til að mynda alls ekki réttá kjuðanum. Ef þú ætlar að ná einhverjum árangri verður þú að fara allt öðru vísi að, sagði Tino. Meyer reyndi að líkja eftir aðferð hans, en tókst klaufalega. — Ert þú með gigt eða hvað, sagði Tino og skellti upp úr af eigin fyndni. Meyer sannfærðist um það sér til mikillar ánægju, að maðurinn var gersneyddur öllu skopskyni. Tino lýsti aðferðum sínum og sýndi Meyer hina réttu aðferð leiksins. En Meyer horfði til skiptis á klukkuna og dyrnar. La Bresca gekk inn á bill jardstof- una tuttugu mínútum síðar. Meyer þekkti hann sam- stundis af lýsingunni. Hann sneri sér þó strax undan til að láta ekki bera á ákafa sínum. Hann hlustaði á út- skýringar Tinos og hjárænulega brandara hans. Tinohló og Meyer hló með honum. Þessi sjón blasti bið La Bresca þegar hann gekk að borðinu: Tino og vinur hans frá Leary-haf narbakkanum gerðu að gamni sínu og spiluðu vinalega billjard í hinni viðkunnanlegu billjardstofu hverf isins. — Sæll, Tino, sagði La Bresca. — Komdu sæll, Tony. — Hvernig gengur? — Sæmilega. Þetta er Stu Levine. —Gaman að kynnast þér, sagði La Bresca. — Sömuleiðis, sagði Meyer og rétti fram hönd sína. — Þetta er Tony La Bresca. Hann er billjardsnilling- ur. — Það er samt enginn betri en þú, sagði La Bresca. — Stu skýtur eins og Angie gerði. Manstu eftir Angie, þessum bæklaða? Stu er álíka góður og hann. — Ég man eftir Angie, sagði La Bresca. Þeir skelltu báðir upp úr. Meyer hló með þeim. Til þess var leikurinn gerður. — Stu lærði að sk jóta hjá pabba sínum, sagði Tino. — Jæja? Hver kenndi pabba hans, sagði La Bresca. Enn einu sinni skelltu þeir báðir upp úr. — Ég frétti að þú værir búinn að fá atvinnu, sagði Tino. — Það er rétt. — Varstu að hætta? — Já. Mé datt í hug að taka tvær umferðir fyrir mat. Hefur þú séð Calooch? — Hann stendur þarna við gluggana. — Ég var að hugsa um að bjóða honum í keppni. — Viltu ekki heldur vera með okkur, sagði Tino. — Sama og þegið, sagði La Bresca. —1 En ég var búinn að lofa Calooch að spila við hann. Auk þess ert þú of slyngur. — Ja hérna. Heyrir þú hvað maðurinn segir um mig, Stu? — Við sjáumst seinna, sagði La Bresca, og gekk að borðinu við gluggann. Hávaxinn maðurí röndóttri skyrtu beygði sig yf ir borðið og einbeitti sér að því að skjóta. La Bresca beið þar til hann var búinn að leika. Þá gengu þeir báðir fram fyrir. Ljós kviknaði skyndilega yfir borði í hinum enda salarins. La Bresca og Calooch fóru að þessu borði, tóku sér kjuða, stilltu kúlunum upp á borð og hófu leikinn. — Hver er Calooch, sagði Meyer við Tony. — Þessi þarna? Hann heitir Peter Caluucci, sagði Tino. — Vinur Tonys? — Já. Þeir hafa þekkzt lengi. — Calooch og La Bresca ræddust við af ákafa. Billjardið var ekki lengur aðalefnið. En svo sannarlega mátti segja að samræðuákaf inn væri mikill. Þeir skipt- ust á að skjóta einstaka skoti. Þannig gekk það í heila / Þaö er mjög 4. erfitt að fi'nna Fröken Palmer, Vutu N4iann herra.^ fara til Vangalla og finna j þennan Walker? Er ekki ^betra að senda skeyti? Diana á að fara með' læknaflokk okkar til Indlands, hún "gæti fariðá- Hún gæti farið um Bangalla og hitt okk- ur seinna. I ÞRIÐJUDAGUR 14.október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagsbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgun- popp kl. 10.25. Hljómplötu- safnið kl. 11.00: Endurtek- inn þáttur Gunnars Guð- mundss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfegnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 1 léttum dúr. Jón' B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: ,,Á fullri ferð” eftir Oscar Clausen. Þorsteinn Matthiasson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lensk tónlist. a. „Hvera- litir” eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Halldór Haralds- son leikur á pianó. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Svala Nielsen syngur, höf- undur leikur á pianó. c. „Mors et vita”, kvartett op. 21 eftir Jón Leifs. Kvartett Tónlistarskólans i Reykja- vik. d. Lög eftir Knút R. Magnússon. Jón Sigur- björnsson syngur, Ragnar Björnsson leikur á pianó. e. Sinfónietta fyrir blásara, pianó og ásláttarhljóðfæri eftir Herbert H. Ágústsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Drengur, sem lét ekki bugast” eftir James Kinross. Baldur Pálmason þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les siðari hluta sögunnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þáttur úr sögu borga- skipuIags.Liney Skúladóttir arkitekt flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum. Ölafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Strengjakvartett I g- moll op. 27 eftir Edvard Grieg. Hindar-kvartettinn leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjáimsson. Höfundur byrjar lestur bókar sinnar. 22.35 Harmonikuiög. Sone Banger leikur með hljóm- sveit Sölve Strand. 23.00 A hljóðbergi. Elaine May og Mike Nichols flytja „Mysterioso” og aðra gam- anþætti við pianóleik Marty Rubenstein. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 14.október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 200 milurnar Umræður (um landhelgismálin. , Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.10 Svona cr ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Kúbudeilan — seinni liluti. Bandarisk, leikin heimildamynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.15 l'agskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.