Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. október 1975. TÍMINN 5 i IIKXI | Uu Með eða án samninga? Það mál, sem nú ber hæst, er útfærsla fiskveiðilögsög- unnar i 200 milur. Ennþá er þeirri spurningu ósvarað, hvort einhverjir samningar takast við þær fiskveiðiþjóðir, sem afla mest á tslandsmið- um, eða hvort upphefjast muni nýtt þorskastríð. t þessu sambandi er mest um vert að átta sig á þvi, hvort við náum aðalmarkmiði okkar betur með eða án samninga. t Reykjavikurbréfi Mbl. s.l. sunnudag eru þessi mál gerð að umtalsefni, m.a. rætt um þann þátt, sem lýtur að við- skiptaþvingunum og tolla- múrum EBE gagnvart ts- lendingum og hvaða áhrif þessar aðgerðir hafa. Er hægt að nd samningum? t framhaldi af þvi segir i .Reykjavikurbréfinu: „Enda þótt þannig sé margt sem mælir með þvi, að það sé hagkvæmara fyrir okkur ts- . lendinga að semja um nokk- urn umþóttunartima fyrir er- lendar þjóðir innan hinna nýju fiskveiðimarka, er ekki þar með sagt, að hægt sé að ná samningum við þessar þjóðir öll þekkjum við ástandið i fiskveiðideilunni við Þjóð- verja. Þar liafa engir samningar tekizt um þriggja ára skeið, fyrst og fremst vegna stifni, frekju og yfir- gangs Vestur-Þjóðverja i samningaviðræðum. Okkur tókst hins vegar að ná samn- ingum við Breta i nóvember 19711, sem renna út eftir um það bil mánuð. En þaö verður að segja þá sögu eins og hún er, að fram- koma Brcta hingað til hefur ekki verið með þeim hætti að það glæði vonir um samning. Á það bæði við um framkomu Roy Hattersley, aðalsamn- ingamanns Breta, á viðræðu- fundunum i Reykjavík i septembermánuði og ræðu Anthony Croslands um- hverfismálaráðherra Breta, i Grimsby á dögunum. t raun- inni má segja, að fullt sam- ræmi hafi verið I afstöðu Hattersley og ræðu Crosiands og að ræða hins siðarnefnda gefi almenningi nokkra vis- bendingu um, hver tónninn var i Hattersley á viðræðu- fundunum hér i Reykjavfk. Bretar virðast af einhverjum ástæðum hafa tekið f upphafi samningaviðræðna mjög ein- strengingslega og harða af- stöðu.” Aflamagn Breta stórminnki Þá segir enn fremur: „Það kemur svo væntanlega i ljós á viðræðufundunum i London, hvort hér er aðeins um að ræða samningaaðferð af Brcta hálfu og hvort þeir slá mjög verulega af kröfum sín- um á næsta viðræðufundi. En það er alveg ljóst að alger for- senda þess, að yfirleitt sé hugsanlegt, að ná einhvers konar samkomulagi er, að Bretar gjörbreyti um afstöðui London frá þvi scm var hér i Reykjavik. Það er lika forsenda fyrir samningum, að aflamagn Breta minnki stórlega. A ár- inu 1974 veiddu þeir u.þ.b. 140 þúsund tonn á islandsmiðum. Um slfkar tölur er ekki hægt að tala nú. Aflamagn þeirra verður að stórminnka frá þessum tölum ef samningar eiga að koma tii greina, skip- um verður að fækka, svæða- skipting og veiðitimi að breyt- ast og þeir verða að færa sig miklu f jær landi heldur en þeir hafa haft leyfi til að veiða nú siðustu tvö árin.’ Brezku togurunum fækkar Þá segir: „Það sem hins vegar gæti bent til, að hugsanlegt væri að ná samningum við Breta með þeim skilmálum, sem við setj- um, er sú staðreynd, að elli- kerling virðist vera að ná tök- um á togaraflota þeirra. Þeg- ar samningarnir voru gerðir i november 1973, fengu 139 brezkir togarar leyfi til að veiða við tsland. Nú hafa 33 af stærri togurunum hætt veiðum og gert er ráð fyrir, að þeir stærri togarar sem enn eru eftir verði látnir hætta veiðum jafnvei á þessu ári. Tveimur árum eftir að samningarnir voru gerðir i London hefur brezkum togurum, sem leyfi hafa til veiða við tsland, fækk- að mjög verulega og eru lík- lega komnir niður fyrir 100. faessi fækkun gerir það þegar að verkum, að aflamagn Breta hlýtur sjálfkrafa að skerðast mjög verulega og kröfur þeirra um aflamagn hljóta að miðast að verulegu leyti við þessa miklu fækkun i togaraflota þeirra.” Ekki við íslend- inga að sakast Loks segir i Reykjavikur- bréfinu: „Það er mikils um vert fyrir okkur tslendinga að halda þannig á þessu máli á næstu vikum að ef tii þess þarf að koma að samningar takist ekki og ófrfður skapist milli rikjanna, verði umheiminum Ijóst, að það var ekki vegna þcss, að samningsvil jann skortihjá tslendingum, heldur vegna hins, að stifni Breta komi i veg fyrir samninga.” — a.þ. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Alda stYður ályktun F.F.S.Í. HLOSSI?--------------< Skipholti 35 • Símar: 13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa I 8-13-50 verzlun • 8- „STJÓRN F.F.S.Í., lýsir fyllsta stuðningi sínum við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að færa fisk- veiðimörkin út i 200 milur. Vegna þeirra ógnvekjandi upp- lýsinga, er þegar liggja fyrir um ástand fiskistofna hér við land, telur stjórn F.F.S.Í., að útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 200 milur hafi ekki mátt dragast lengur.” bannig var að orði komizt i samþykkt, sem nýlega var gerð i Farmanna- og fiskimannasam- bandinu, en Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan hefur nú tek- ið undir þessa samþykkt. í henni segir ennfremur: „Við Islendingar einir ergum nú nægilega stóran og afkastamik- inn fiskiskipastól til að veiða það magn fiskjar, sem skynsamlegt má teljast að veitt sé hér við land, og verður þó að sjálfsögðu að setja okkur strangar reglur varð- andi veiðarnar og hlita þeim i hvivetna, til að forða fiskistofn- unum frá enn meiri rýrnun en orðin er og þjóðinni frá efnahags- legu hruni. Stjórn F.F.S.I. telur, að þeim ströngu veiðireglum, sem setja verður um fiskveiðar innan 200 milnanna, verði vart framfylgt nema ekki komi til ivilnanir eða veiðiheimildir annarra þjóða inn- an fiskveiðimarkanna. Stjórnin varar eindregið við þvi að láta undan hótunum um við- skiptaþvinganir af hendi erlendra aðilja. Ennfremur bendir stjórn F.F.S.I. á þá nauðsyn, að stór- auka þurfi fiskirannsóknir og sjávarrannsóknir á umræddu hafsvæði." Öryggi í samgöngum TRYGGIÐ YKKUR öruggt SAMGÖNGUTÆKI fyrir veturinn Getum útvegað með stuttum fyrirvara frá Svíþjóð þessa landskunnu SNOW-TRAC snióbíla Belti 60 og 80 cm Vél VW 126 A iðnaðarmótor 7 manna farþegahús — Benzínmiðstöð Leitið nánari upplýsinga hjá sölumanni okkar IsiIiSB Gl oi b USf LÁGMÚLI 5 , SlMI 81555 vEimpoÐ Á FULLNEGLDUM SNJDDEKKJUM. VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) RADIAL Kr. 145 SR 12 OR 7 5.950.— 165 SR 14 OR 7 8.990.— ^3aium VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) DIAGONAL Kr. 520 12/4 OS 14 4.720.— 550 12/4 OS 14 5.520,— 590 13/4 OS 14 7.010,— 640 13/4 OS 14 8.310.— 615/155 14/4 OS 14 6.750.— 700 14/8 OS 14 9.920.— 590 15/4 OS 14 7.210,— 600 15/4 os 14 9.210,— 640/670 15/6 os 14 9.530,— 670 15/6 os 14 9.530,— 600 16/6 NB 16 m/slöngu 10.070.— 650 16/6 TP 7 m/slöngu 11.790.— 750 16/6 TP 7 m/slöngu 13.240,— TEKKNESKA BIFREIDA UMBOÐIÐ Á ISLANDIH/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SIMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.