Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. október 1975. TÍMINN 7 Hætt að bora í Þorlákshöfn un hætt i s.l. viku, þegar útséð þötti um að tækist að nýta hol- una. — Holan hrundi sifellt saman, sagði Jakob Björnsson og þeim mun meira úr henni sem meira var borað, en jarðvegurinn var mjög laus i sér, mest hraunrusl. Þá sagöi Jakob, að til þess að fóðra holuna, hefði þurft að hreinsa hana fyrst, en þetta hefði haft geysilegan auka- kostnað i för með sér og eftir sem áður óvist um, hvort það tækist, eða hvort holan gæfi eitt- hvað af vatni. Þá sagði orkumálastjóri, að það væri i athugun hjá hrepps- nefndinni að kanna fleiri mögu- leika á borun og kæmi þá bæði til greina borun i landi Litla-Lands, þar sem hreppur- inn á réttindi, eða að leita fjarri Þorlákshöfn. Þetta mun vera næstdýpsta hola, sem boruð hef- ur verið hér á landi, eða 2186 mtr. Dýpsta holan var boruð fyrir Hitaveitu Reykjavikur, og var hún 2200 metrar. ölfushreppur fékk lán úr Orkusjóði til þessara fram- kvæmda, en lán þaðan er óaft- urkræft framlag, ef hola er ekki virkjuð. Þó mun hreppurinn að einhverju leyti bera hluta af kostnaðinum, sem er, eins og áður segir, um 55 milljónir króna. Hreppurinn hefur þegar sótt um nýtt lán til að láta bora nýja holu, þótt ekki hafi enn fengizt svar við þvi, né ákveðið hvar bora skuli aftur. — 55 milljónir króna í súginn Iðnnemar vilja námsskrd — mótmæla skerðingu fjárlaga til iðnfræðslu ráöamenn borsins eru orönir úr- kuia vonar um að þaö takist aö virkja holuna. Fara þar fimm- tiu og fimm milljónir króna I súginn, en þaö mun vera áætlaöur kostnaöur viö borun- ina. Þaö eru ölfushreppur og Orkusjóöur, sem bera þennan kostnaö. Nú þegar mun hafa veriöhafizt handa um aö athuga möguleika á borun annars staö- ar viö Þorlákshöfn, en ekkert ákveöið enn. Boraö haföi veriö niöur á 2186 metra dýpi, þegar borun var hætt, en aö sögn Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra hefur þegar verið hafizt handa um undirbúning aö þvi aö flytja Jötun noröur i Eyjafjörö, þar sem borun á aö geta hafizt innan tveggja til þriggja vikna. Byrjað var á borholunni við Þorlákshöfn, i landi Litla-Lands, i mai i vor, en bor- Geysilegur fjöldi iðnskólanema fjölmennt'ii i kröfugöngu aö Aiþingishúsinu i gær. Fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykja- víkur á föstudaginn FYRIR skömmu var haldinn að Hótel Loftleiðum 104. aöalfundur Stúdentafélags Reykjavikur. Fráfarandi formaður, Guðmund- ur Vignir Jósepsson, hrl., flutti skýrslu stjórnar um störf félags- ins á liðnu ári. Þá voru afgreiddir reikningar félagsins og önnur aðalfundastörf. Fráfarandi for- manni voru þökkuð ágæt störf i þágu félagsins. Ný stjórn var Þ.J.—Húsavik — Rjúpnavciði hefur vcriö fremur léleg I haust. i fyrstu göngum sást allmikið af rjúpu i Suöur-Þingeyjarsýslu, en hret, sem geröi skömmu siðar, virðist hafa hrakið rjúpuna suöur á land. Einstaka menn hafa þó náö að skjóta 20-40 rjúpur yfir daginn, en aörir hafa aðeins feng- ið cina til fjórar rjúpur yfir dag- inn, og til er, að menn liafi komiö tómhentir til baka. kjörin, og skipa hana eftirtaldir menn: Sigurður Hafstein hrl., formað- ur, og aðrir i aðalstjórn: Helgi V. Jónsson lögfr. varaformaður, Björn Teitsson sagnfræðingur, ritari, Sveinbjörn Hafliðason lögfr., gjaldkeri, og Stefán Her- mannsson verkfr. 1 varastjórn: Guðmundur Malmquist lögfr.*Jón Ingvarsson lögfr., Páll Skúlason lögfr., Sveinn Gústafsson viðskiptafr. og Þorsteinn Pálsson lögfr. Akveðið er að halda fullveldis- fagnað félagsins að Hótel Sögu föstudaginn 28. nóvember n.k. Stúdentafélagið hefur jafnan gengizt fyrir fullveldisfagnaði i sambandi við fullveldisdaginn 1. desember. Fullveldisfagnaðurinn verður haldinn að Hótel Sögu og mjög vel til hans vandað, eins og venja er. þér fáió yóarferö hjáokkur hringið í síma 25544 FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 gébé Rvik — Stóri borinn Jöt- unn, sem undanfarna mánuöi hefur veriö viö borun eftir heitu vatni viö Þorlákshöfn, hefur nú veriö stöövaöur, þar sem for- gébé-Rvik. — Nemendur I Iönskóla islands lögöu allir sem einn niöur vinnu I gærdag og fóru i kröfugöngu aö Alþingishúsinu, þar sem þeir fylltu þingsali, og hópur þeirra stóö fyrir utan. Ráöherra, Matthias A. Mathiesen, var afhent bréf meö kröfum nemenda. Hljóöa þær upp á aö lögö er áherzla á aö ekki er til námskrá fyrir iönskóla, þrátt fyrir þaö aö nú eru niu ár liðin siöan nýju iðnfræöslulögin tóku gildi. Þá mun aöeins vera á- ætlaö aö verja 15 milljónum króna til iönfræðslu áriö 1976, þegar þyrfti 43 milljónir til aö geta hafiö starfiö viö náms- skrána. Þá sagöi Kristinn Hrólfsson, formaður Iðnnemasambandsins, aö einnig vildu þeir leggja á- herzlu á hve hörmulega væri búið að iðnnemum úti á landi, t.d. á ísafirði, þar sem kennsla fer fram I frystihúsi, þröngu og mjög óhentugu húsnæði og á Nes- kaupstað fer kennsla fram i barnaheimili staðarins, sem væg- ast sagt væri mjög óhentugt. Einn af nemendum var með skjalamöppu, sem á var letrað: Námskrá fyrir 67 löggildar iðngreinar, og sýndi þingmönnum er þeir komu að alþingishúsinu I gær. Voru öll blöðin auð og sýnir bezt kröfur nemenda. Nemandi meö námskrána meö auöu blööunum. Timamyndir: Róbert. Zoéga nafnið hefur nú verið tengt ferðamálum á íslandi í heila öld. Að þeirri reynslu býr ferðaþjónusta Zoéga i dag. Húnerung í anda, fersk og hugmyndarík. Við bjóðum yður ferðir jafnt til fjölsóttra staða sem lítt þekktra, innan lands og utan. Við tryggjum yður góðan aðbúnað bæði á leiðinni og í áfanga Húnerauðug af reynslu heillar aldar. Viðskipta- sambönd okkar erlendis hafa staðið í allt að 100 ár. Við vitum af reynslunni hvaða þjónustuupp- lýsingar eru áreiðanlegar. Hverjum sé treystandi til að veita yður þá þjónustu sem þér óskið. Húnervirt Spurningin um hvort þér séuð á vegum áreiðanlegrar ferða- skrifstofu, sem standi við sínar skuldbindingar skýtur ekki upp kollinum. Slíkt er löngu hafið yfir allan efa. Húneryðar ef þér óskið. Við höfum aðstöðu til að taka vel á móti yður í Hafnarstræti 5. Gjörið svo vel. Komið og veljið yðar ferð hjá okkur. Öld aóbaki ogennung

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.