Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 11
Miövikudagur 29. október 1975. TÍMINN 11 Sjónvarpið: VEIÐITÚR i ÓBYGGDUM cftir Halldór Laxness. frumsýning. Persónur og leikendur: Gjaldkerin'n: Gisli Haildórsson Sonur útibússtjórans: Sveinbjörn Matthiasson Vinnukonan: Margrét Helga Jóhannsdóltir. Dóttirin: Saga Jónsdóttir Skipstjórafrúin: Pórhalla Þorsteinsdóttir Húsgagnameistari: Valdemar Helgason Ung hjón: Heiga Stephensen og llarald G. Haralds Klugafgreiðslumaður: Sigurður Karslsson Ueikstjóri Helgi Skúlason. Myndataka Sigmundur Arthúrsson Ueikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. A sunnudagskvöld flutti sjónvarpið Veiðitúr í óbyggðum eftir Halldór Uaxness, en það er sjónvarpsverk, gert eftir sam- nefndri smásögu Halldórs, er út kom i Sjöstafa kveri hans árið 1964. Höfundur mun hafa skrifað kvikmyndahandritið sjálfur, i það minnsta texta þess. Ferðbúin kona var búin að krosskveðja i rúminu og farin veg allrar veraldar, þegar sjónvarpið kemur að Gisla Halldórssyni i rúminu, og hann sprettur ekki upp, þvi hann er frjáls, eins og segir i sögunni, heldur fer hann að dytta að and- liti sinu og hann fer sér að engu óöslega, kvikmyndin byrjar þvi strax að dragast aftur úr sjálfri sögunni. Veiðitúr i óbyggðum er kjörin saga til þess að breyta i leikrit. Meginefni hennar fer fram i samtölum,og saga er skemmti- leg og viðburðarik innan sin s ramma. Helzti gallinn er liklega sá, að íslendingar vita of mikið um öngla fyrir söguna, hafa allir verið á lfnu eða verið að snuðra i beitingaskúrum. Enn aðrirhafa stungið sig á önglum við bryggjuveiði, eða hafa gengið meö öngla i vösunum lengi og vita að maöur losar fasta öngla með naglbitef annað dugar ekki. Einn sem ég talaði við hafði meira að segja fengið kött á veiðistöngina sina i Fjarðarái Seyðisfirði,og honum þurfti ekkert að segja meira um öngla og naglbita. Hann vissi allt um það. Halldór Laxness er ofan úr sveit, og veit þvi liklega ekki mikið um öngla, en tvö hundruð þúsund naglbita veit hans hinsvegar talsvert um, en nóg um það. Þvi er ekki að leyna, að auðvitað er til fólk, sem ekkert veit um öngla og naglbita. Halldór Laxness hefur verið þýddur á yfir 50 þjóðtungur, og vafalaust hafa þær þjóðir sumar minna vit’ á önglum en við. önglamálið höfðar þvi einkennilega til okkar og vand- kvæöin verða undarleg. — Hvers vegna fær maðurinn sér ekki naglbit og klippir agnaldið, i stað þess að reyna allt mögu- legt annað, segjum við. Sjónvarpsleikurinn fer svolitið seinna af stað en sagan, og nær aldrei þeim ævintýra- krafti, sem smásagan nær, Milli atriða. Sigurður Matthiasson, Helgi Skúlason, Halldór Uaxness og Gisli Halldórsson, ráða ráð- um sinum i stássstofunni hjá Grasdal. Naglbítslaust á Gljúfrasteini Veiðitúr í óbyggðum eftir Halldór Laxness « Upptöku stjórnaði Andrés Indriðason, sem oft kemur ná- lægt góðum hlutum, þótt ekki sé auðvelt að dæma um hlut upptökustjóra. Þeir félagar hafa um margt unnið gott verk, en ef fara skal út f gagnrýni, þá beinist hún lik- lega helzt að þvi. sem ekki var gert. Hvort rétt varð að klemma leikinn svona mikið inni i húsinu, og hvort ekki hefði átt að leggja meiri áherzlu á hraða. Svona þættir þurfa um- hverfi, annan hring utan um þann, sem leikið er á. Þorpið, landslagið, einangrunin má ekki gleymastað minu viti, né heldur hin ytri veröld: ,,hún fór suður með honum að vera við jarðar- förina hennar móður sinnar og kom með honum aftur,” ,,...er það hennar verk að kirkju- garðurinn með öllu sinu blómskrúði er til sóma fyrir bæjarfélagið.” Tilefni eru þvi næg til þess að hvila mynda- vélina á heimili gjaldkerans, ef það var þá leyft. Sjónvarpið hefur tilkynnt, að það hafi farið út á þá braut að gefa gagnrýnendum blaða kost á þvi að sjá innlend leikrit uppi i sjónvarpi, áður en þau eru send út til viðskiptamanna og er það vel. Þaðvar gert að þessu sinni, en undirritaður missti af sýningunni, og þá væntanlega af umræðu á eftir, og ber að hafa það i huga viö lestur greinarinnar. Margt fleira, sem gaman hefði verið að fjalla um, verðurútundan, þar eðtækifæri til spurninga gafst ekki að þessu sinni. 27. okt. ’75 Jónas Guömundson. burtséð frá vantrú manna á þvi að losa um öngla á þann hátt, sem reynt er. Hinu er svo ekki að leyna að vissir kaflar i leikritinu eru mjög góðir, enda er textinn oftúr hreinu gulli. Égskil strauminn eftir, sagði konan. Ef til vill hefur Laxness gert það sama i smásögunni, þegar við lásum hana fyrir ára- tug eða svo. Við erum þá lika kröfuharöari en góðu hófi gegnir. Stíll Halldórs er mynd- rænn, og ekki sizt i þessari sögu, og þvi liklega ómögulegt að hemja hann svo til einvörðungu innan veggja, eins og þeir reyndu uppi i sjónvarpi — jafn- vel ekki i stóru húsi eins og hjá gjaldkeranum Grasdal: ,,Hann reikar út úr bænum frammmeö sjó og kemur á bryggjuforna þar sem-áöurvoru skornir hvalir og beruð stærri og fegurri innyfli en i öörum stöðum. Þessi bryggja var nú helsti brúki af mönnum er fara til að drekkja sér. Hann gcingur út bryggjuna undir vængjum sjófugla, sem þar iða með stórum jarmi nótt og nýtan dag, og....” „Sólskiniö stóð kyrt I stáss- stofunni okkar alt sumarið.” Þegar á allt er litið þá held ég að flestir hérlendir menn muni taka undir orð munksins, sem fór að horfa á bibliumyndina I bió: Eg hef lesið bókina og ég held að hún sé betri en myndin. Sé á hinn bóginn litið á kvikmyndina Veiðitúr i óbyggðum sem slika, án sam- hengis við söguna, sem hún er gerð eftir, kemur upp ný staða, nýtt verk. Við sjáum, að vissar framfarir hafa orðið i kvik- myndatækni hjá sjónvarpinu, og það er að mestu orðið laust við ýmsan vandræðagáng, sem áður reiö þar húsum. Sviðs- leikur er að minnka, og menr hafa tileinkað sér nýja fram- sögn, eðlilegri en við á uppi á senu I leikhúsi eða félags- heimili, þar sem hinn veikasti tónn verður að vera skýr og hvellur svo að hann verði numinn frammi i sal. Elektrónisk mögnun og stefnu- mlkrófónar takauppandardrátt manna i kvikmyndum og tækni- mennirnir skrúfa fyrir og skrúfa frá. Leikendur slaka þvi á hálsvöðvunum og slappa af, tala eins og manneskjur. GIsli Halldórsson fór með hlutverk gjaldkerans, en um hann fjallar kvikmyndin. GIsli var beztur i fyrrihluta verksins,fram til þess að þeir Krilon birtast i ljóranum á þakinu. Siðan dró af honum, og hann náöi sér ekki á strik að marki fyrren skipstjórafrúin var komin inn til hans undir lokin. Sveinbjörn Matthiasson lék Krilon. Mér er tjáð, að hann hafi eitthvaðleikið hjá L.R., en þetta mun vera fyrsta meiri- háttar hlutverk Hans. Hann var ágætur, og sama er að sgja um aðra leikendur, sem voru Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem áður hefur leikið I mörgum verkum Halldórs, Saga Jóns- dóttir og Þórhalla Þorsteins- dóttir, en þær siðarnefndu eru að norðan. Aðrir leikendur höfðu minni hlutverk. Leikmynd Björns Björns- sonar var ágæt og sannfærandi. Um leikstjórn Helga Skúla- sonar er það að segja, að hún var vönduð, en hraði hefði mátt vera meiri. Textameðferðin var með eindæmum góö og eins og áður sagöi, án þess sem áður tiðkaðist, að menn æptu á myndavélarnar, eins og verið væri að yfirgnæfa skvaldrið i stórum áhorfendasal. Höfundurinii, Halldór Uaxness fylgdist að sögn mjög náið meö kvik- mviidiin veiðitúrsins. Hér sést liann fylgjast meö upptöku i sjón- varpssal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.