Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. október 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gisia- son. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Biaðaprenth'.f. Dökkar horfur Horfur i efnahagsmálum íslendinga hafa ekki verið iskyggilegri en nú siðan á tima heimskrepp- unnar fyrir siðari heimsstyrjöldina. 1 næstum tvö ár hafa viðskiptakjörin út á við farið siversnandi og benda flestar likur til, að það geti haldist áfram. Einkum eru þó horfur i sambandi við sölu sjávarafurða iskyggilegar. Þær vonir, að verð sjávarafurða i Bandarikjunum kynni að hækka að nýju á þessu ári, hafa brugðizt, og bendir nú fátt til, að breyting verði i þá átt i náinni framtið. Óvissa fer vaxandi i sambandi við saltfisksöluna, m.a. vegna ástandsins i Portúgal. Samningar um sölu fiskafurða til Sovétrikjanna á næsta ári ganga erfiðlega og eiga hin miklu kornkaup Rússa á þessu ári sennilega sinn þátt i þvi. Þá leggja við- skiptaþvinganir þær, sem íslendingar eru beittir i Efnahagsbandalagslöndunum, sivaxandi hömlur á sölu fiskafurða þangað, og sennilega munu þær hömlur aukast verulega, ef til nýs þorskastriðs kemur, eins og nú eru allar horfur á. Þau sæmilegu lifskjör, sem þjóðin hefur búið við seinustu árin, hafa að verulegu leyti byggzt á þvi, að þjóðin hefur lifað um efni fram. Slikt getur að sjálfsögðu ekki gengið lengi. Þetta gat verið af- sakanlegt, meðan menn gerðu sér vonir um skjót- an bata. Sú von hefur brugðizt. Nú dugir ekki ann- að en að horfast i augu við þá beisku staðreynd, að lengur er ekki hægt að lifa um efni fram og að það, sem er til skiptanna, fer minnkandi. Nokkur kjaraskerðing er óhjákvæmileg, ef ekki á að stefna að hreinu þjóðargjaldþroti. Einhverjum kann enn að detta i hug, að hægt sé að verjast kjaraskerðingunni með nýjum kaup- hækkunum. Þær kauphækkanir yrðu þó fljótlega unnar fyrir gýg, þvi að annaðhvort mundu þær leiða til stöðvunar á útflutningsatvinnuvegunum eða að bæta yrði hlut þeirra með nýjum gengisfell- ingum eða öðrum vandræðaráðstöfunum. Af- leiðingin yrði hraðvaxandi verðbólga, sem endaði með þvi, að krónan yrði einskisvirði. Á þvi myndu allir tapa, nema ef til vill nokkrir braskarar. Þjóðin stendur nú frammi fyrir þeim veruleika, að nokkur lifsvenjubreyting er óhjákvæmileg. Við afgreiðslu fjárlaganna verður að taka upp allt önnur vinnubrögð en áður. Þar má ekki láta undan skammsýnum sérréttindakröfum svonefndra þrýstihópa. Þar verður að koma til sögu niður- skurður á ýmsum sviðum innan þess ramma, að áfram verði reynt að tryggja næga atvinnu i land- inu. Reyna verður að stöðva sem mest allar verð- hækkanir og jafnvel að gripa til verðstöðvunar um stund. Launþegasamtök þurfa að fylgja fordæmi hliðstæðra samtaka i Bretlandi og Kanada, sem sætta sig við, að sett sé ákveðið þak á kaup- hækkanir hjá þeim lægstlaunuðu, en hækkanir stöðvaðar hjá þeim, sem hafa tekjur yfir visst mark. Það verður mikið verk og vandasamt að glima við þá erfiðleika, sem hljótast af versnandi við- skiptaárferði og nýju þorskastriði. En þá er hægt að yfirstiga, ef þjóðin skilur vitjunartima sinn. I þeirri viðureign verður einkum að hafa þrennt i huga: Að tryggja sem bezt hlut hinna lægstlaun- uðu, að tryggja næga atvinnu og að fylgja fram byggðastefnunni. Verði þessara sjónarmiða nægi- lega gætt, ætti þjóðin að geta sigrazt á erfiðleikun- um, án mikilla áfalla til frambúðar, þar sem þess er lika að vænta, að þeir verði aðeins timabundnir, en ekki varanlegir. Þ.Þ. Úr Kristilegu dagblaði: Landið, þar sem ofbeldið ríður húsum Níutíu milljón byssur ón eftirlits í Bandaríkjunum Bandarikjamenn eiga við fjárhagsörðugleika og at- vinnuleysi að striða. Samt vekja glæpirnir, sem sifellt magnast þar, meiri ugg. A fyrstu þremur mánuðum þessa árs jukust ofbeldisverk um 18%. Nýlega skoðana- könnun hefur leitt i ljós, aö meirihluti fólks á þeim svæðum, þar sem mikið kveð- ur að glæpum, óskar þess eindregið, að eftirlit með skot- vopnum verði hert til mikilla muna. 1 Bandarikjunum eru litlar skorður við þvi reistar, að menn eigi skotvopn, og i sum- um rikjanna er það hverjpm og einum algerlega i sjálfs- vald sett. Þetta lætur sig ekki án vitnisburðar. íbúar Banda- rikjanna eru 205 milljónir, og er talið að byssur i einkaeign séu niutiu milljónir, þar af helmingurinn skammbyssur. Við þetta er þvi að bæta, að siðast liðinn áratug hafa yfir tvö hundruð þúsund menn beðið bana af byssuskotum. Er þá allt talið: Morð, sjálfs- morð og slysaskot. Arið 1973 voru framin 19.510 morð i Bandurikjunum. og var meira en lielmingurinn af lórnarlöml)unum skotinn með skammbyssu. Auk þess var skammbyssum beitt þetta sama ár 279.169 sinnum. er glæpir voru framdir — og svarar það til annarrar hverr- ar minútu á árinu. Alls hafa á tiu árum hundrað þúsund menn verið myrtir með skammbyssuskoti og sjö hundruð þúsund hafa hlotið skotsár, en alls beittu þjófar og ræningjar skamm- byssum f átta hundrað þúsund skipti. í Bretlandi, Kanada og Jap- an, þar sem eftirlit með skot- vopnum er strangt, eru hlið- stæðar miklu lægri hlutfalls- lega, svo sem ráða má af þvi, að i Stóra-Bretlandi öllu voru ekki nema þrjátiu og fimm myrtir með byssuskoti árið 1971. Furðu má gegna, að Banda- rikjamenn skuli ekki hafa leit- azt við að taka i taumana, svo stórhættuleg sem skotvopna- eignin er þeirra á meðal. En eftirlit með vopnaeign og vopnaburði hefur alltaf verið viðkvæmt mál af stjórnmála- legum ástæðum. Kenningar stjórnmálalegs eðlis, hafa þannig hamlað gegn skyn- samlegum varúðarráðstöfun- um. Þetta kann að vera að breytast sökum þess, hve mörgum ofbýður gla'pafarald- urinn og sú hætta, sem venju- legu fólki stafar orðið af vopnaburði. Þessi mál, vopnaburðurinn og glæpaaldan, munu áreiðan- lega koma við sögu i forseta- kosningunum 1976. Bandarikjaþingi hafa borizt fjörutiu tillögur um eftirlit með vopnaburði, þar á meðal frá rikisstjórninni. Samt sem áður var ekki búizt við þvi, að það hafist að að sinni. Að visu boðaði Ford forseti fyrir skömmu nýjar varúðarreglur, sem eiga að hamla gegn glæp- um, en sumar þessar voru næsta léttvægar, svo sem bann við þvi aðhafa skotvopn i sýningargluggum verzlana. Aðrar voru miðaðar við að friða nokkuð vandafólk fórnarlamba, svo sem ákvæði um skaðabætur, frá rikinu vegna þeirra, sem limlestir eru eða myrtir. Eina tillaga forsetans um þetta efni, sem enn hefur kom- iö fyrir þingið, er bann i tilraunaskyni við sölu á ódýr- um skammbyssum. En hún Særður lögreglumaður i borgaralegum fötum, eítir skotbardaga, sem fylgdi i kjölfar kröfugöngu i New Y ork. hefur litlar undirtektir hlotið. Andstæðingar banns við vopnakaupum og vopnaburði bera það fyrir sig, að slikt sé skerðing á frelsi einstaklings- ins. öðrum finnst rétturinn til vopnakaupa litilvægur og þc- býsna dýru verði keyptur. E’.i hér koma ekki aðeins til greina skoðanir almennings. Eigendur verksmiðja sem hafa stórgróða af framleiðslu og sölu skotvopna sem al- menningur kaupir, róa að þvi öllum árum, bæði leynt og ljóst, að ekkert verði aðhafzt er skert getur hagnað þeirra. Sama máli gegnir auðvitað um smásala sem verzla með byssur. Það hefur auðvitað haft nokkur áhrif, er þjóðlrægir menn hafa verið myrtir, svo sem Kennedybræður og Martin Luther King. En ekki leiddu þeir atburðir þó til stærri ákvarðana en þaö. að bönnuð var sending skotvopna i pósti til þeirra, sem vildu verða sér úti um þau með þeim hætti. Þau tilræði sem Gerald Ford, núverandi Bandarikja- forseta, hafa verið sýnd.kunna einhverju að áorka. Að minnsta kosti komst þá mjög á dagskrá áleitin spurning: Hvers konar þjóðfélag er það eiginlega sem reisir sér eða vill reisa sér svona blóðugan minnisvarða með skömmu millibili? Hvers konar þjóð er það, sem æ ofan i æ myrðir eða leitast við að myrða forseta sina og fremstu menn lands sins? Mörg svör hafa verið gefin. Eitt er á þessa leið: Það er þjóðfélag, sem gagnsýrt er af ofbeldi. Það er þjóð, sem varð til með ofbeldi. Allt frá dögum Kólumbusar til þessarar stundar hafa ofbeldisverk og hörkuleg beiting valds endur- tekið sig i Amerfku. Aðkomu- mennirnir tóku landið frá frumbyggjunum. Indiánum. með vopn i hönd og án þess að skeyta um, hversu mörgum var rutt úr vegi. Með vopn i hönd var sfðan varöveitt það þjóðskipulag, sem á var komið, bæði þegar upp kom sundurþykkja meðal lands- manna sjálfra eða hætta var talin stafa af minnihluta'- hópum. Svo rótgróinn er rétturinn til þess að beita valdi i þessu landi, að þegar árið 1791 var bætt i stjórnarskrá hins unga lýðveldis, að sérhver borgari þess mætti óátalið eiga vopn og bera þau. Indiánasögurnar ogsögurnarúr villta vestrinu. sem lengi voru lestrarefni Bandarikjanna hófu vald-. beitinguna til skýjanna og uerðu ofbeldismenn aö hetj- um. og á þessari öld tók kvikmyndaiðnaðurinn við. Einmana kúrekinn. sem sölsar undir sig land með byssu i hönd, varð tákn manndóms, frelsis og rétt- lætis, þótt eðli sinu samkvæmt væri hann allt annað. En hann riður enn um hugarlendur Bandarikjamanna með of- beldissiðfræði sina i vega- nesti. Ofbeldið i Bandarikjunum hefur ef til vill ekki verið miklu verra eða grimmilegra heldur en i' Evrópu. ef á allt er litib. En I Bandarikjunum hefur þetta allt gerzt á fáum öldum, sem eru skammt undan, og enn rýkur af réttun- um. Nöfnin hrúgast saman: Lexington, Gettysburg, Alamo, Wounded Knee. Dallas, Kent State, Mv Lai. Og öll hrópa þessi nöfn um óhugnanlegt ofbeldi. Undir er kynt með alls kyns ofbeldissögum af nýju tagi og ofbeldismyndum sem þeim likar, er dælt er framan i fólk I kvikmyndahúsum og sjónvarpi. Þab er þessi erfiða helgi of- beldis og valdbeitingar, sem greinarhöfundurinn Tom Wicker ræðir um i New York Times nýlega: ..Amerikumaðurinn er i eig- in augum friðsamur, lög- hlýðinn og réttlátur i ólög- hlýðnum og ofbeldisgjörnum heimi. Það eru hinir — Indiánarnir, nazistarnir. Viet-namarnir, sem gripu til ofbeldis. Amerikumaðurinn berst aðeins gegn ofbeldi. þegar þess er þörf. og biður þess að ofbeldismenirnir lyppist niður og friður komist á að nýju. 1 langelsin eru of- beldismennirnir færðir til þess að læra að vera l'riðsamir." Þetta er ,,the american way of life”. Og lika aðferð þeirra við að deyja. Á tiu árum hafa tvö hundruð Bandarikjamenn látið lifið fyrir byssukúlum — vel að merkja heima I Banda- rikjunum sjálfum. Hin eilifðarlöngu afskipti þeirra af striðinu i Viet-nam kostuðu yfir fimmtiu þúsund Banda- rikjamenn lifið og enn fleiri andlega og llkamlega heilsu og mannlega reisn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.