Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 1
PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Landvélarhf 259. tbl. — Miðvikudagur 12. nóvember—59. árgangur HF HÖRÐUR GUSNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Sjálfstæði einstakra skóla aukið SJ-Reykjavik. A þessU ári verður dregið úr samræmdum prófum i gagnfræðaskdlum, en þau hafa haft geysilega mikil áhrif á skóla- starf og kennslu á undanförnum árum. i fréttabréfi frá mennta- málaráðuneytinu, þar sem greint er einnig frá fleiri væntanlegum breytingum, segir að þær beinist m.a. i þá átt að auka sjálfstæði einstakra skóla að þvi er varðar kennslutilhögun og auka hlutdeild þeirra og ábyrgð i brautskrán- ingu nemenda við lok grunnskóla. Stefnt er að auknum sveigjan- leika i námi og kennslu og meiri fjölbreytni i námsframboði, eink- um i efstu bekkjum grunnskólans og á framhaldsskólastigi. Með þessu móti verður unnt að miða kennslu og námskröfur meira við hæfileika og sérstök áhugasvið nemenda en verið hefur til þessa. 1 þessu skyni er fyrirhugað að taka nýja námsþætti til meðferð- ar i grunnskóla, og má þar t.d. nefna kynningu verklegra greina. Hlutur þeirra nemenda, sem ekki eru hneigðir fyrir bóklegt nám, hefur verið fyrir borð borinn, með þvi fyrirkomulagi, sem tiðkazt hefur siðustu árin, og er þvi talið nauðsynlegt að breyta prófatil- högun og brautskráningu nem- enda úr grunnskóla á þann veg, að þeir megi njóta fulls réttlætis i þessum efnum á við aðra. — Með þessum breytingum verða skólarnir ábyrgari fyrir brautskráningu nemenda sinna enT verið hefur, sagöi Guðný Helgadóttir hjá skólarannsóknum menntamálaráðuneytisins, þegar við ræddum við hana um þetta mál. Vitnisburður skólanna kemur til með að ná til fleiri þátta i námsstarfinu en áður. Næsta vor verða samræmd próf i fjórum greinum i 9. og 10. bekk (3. og 4. bekk), islenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Samræmd- um prófum a landsprófi mið- skóla fækkar úr 7 sl. vor i 4. í is- lenzku verður aðeins eitt sam- ræmt próf i stað tveggja áður. Aður hafði samræmdum prófum á landsprófi verið fækkað úr 9 i 7. Einkunnir verða gefnar i heil- um tölum frá 0 til 10. Bezta síldarsala íslenzks skips — SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ KANNAR HVAR AFLINN HAFI FENGIZT gébé—Rvik — Gulíberg VE 292 seldi i gærmorgun 35,6 lestir silil- ar i Hirtshals f Danmörku að verðmæti 5.236.442.00 kr., og var meðalverðið mjög gott, eða hvorki meira né rnihna en 146.79 kr. pr. kg, sem er talið langbezta meðalverð, scm fslenzkt skip hef- ur fengið. Þegar vöknuðu grun- semdir um það, að skipið hefði fengið þessa sild á miðunum við Suðurland, en þar hefur það verið við veiðar undanfarið, en hélt á Norðursjávarmið, þegar sild- veiðikvótinn hér við land hafði verið fylltur. Rannsókn á ferðum skipsins fer nú fram i sjávarút- vegsráðuneytinu, og sagði Jón B. Jonasson íviðtali við blaðið i gær, að unnið væri að þessu máli hér, og einnig hefði verið beðið um upplýsingar frá Hirtshals. Sjávarútvegsráðuneytið fær upplýsingar um allar sölur is- lenzkra skipa erlendis og þótti grunsamleg i gær hin góða sala Gullbergs VE, þegar önnur skip, sem seldu á sama tima, voru með miklu lélegra hráefni. SUlan EA seldi 38,8 lestir fyrir 2.408.159.- kr., meðalverð pr. kg 62,07 kr., og Hákon ÞH seldi 64,7 lestir fyrir 3.663.400.00 kr., meðalverð 56,57 kr. Timinn hafði samband við út- gerðarfyrirtækið Ufsaberg hf. i Vestmannaeyjum, sem gerir Gullbergið út, og sagði Ólafur Jónsson starfsmaður þar, að Gullberg hefði landað siðustu löndun iVestmannaeyjum 5. nóv- ember, haldið á Norðursjávarmið daginn eftir og verið komið þang- að á laugardagskvöld. Taldi Ólaf- ur ótrUlegt, að skipið hefði getað fengið umræddan afla við Is- landsstrendur, þar sem um þetta leyti hefði verið bræla á miðun- um. Eins og kunnugt er var afla- kvótinn 215 tonn fyrir sildveiði- skipin hér við land, en Gullberg landaði alls 242 lestum, sam- kvæmt skýrslu Fiskifélagsins. Skipstjörinn á Gullbergi sagði á mánudag, að þeir befðu sprengt nótina i Norðursjó, þegar þeir ferigu stórt kast. Samkvæmt upp- lýsingum frá sjávarútvegsráðu- neytinu mun Gullberg hafa verið við veiðar á sömu slóðum og Súl- an EA um og eftir helgina, eða beint austur af Shetlandseyjum. Svipað mál og þetta kom upp fyrr á þessu ári, þegar grunur lék á að Reykjaborgin RE hef ði veitt sild á friðuðum miðum við Hroll- augseyjar og selt aflann I Dan- mörku. Rannsókn máls þessa tók nokkuð langan tima,eðaþar til urint var að yfirheyra skipshöfn- ina, og var eitthvað ósamræmi i framburði vitna, einum skips- manna bar ekki saman við félaga slna.sem allir neituðu algjörlega. Málið var sent rikissaksóknara, og taldi hann að frekari aðgerða i málinu væri ekki þörf og það látið niður falla. Eldþoi einingahúsa rannsakað Gsal-Reykjavik — 6g tel fuila ástæbu til að eíningahús verði rann- sökuð mjög náiö og itarlega, enda eru þessi hiis reist hér svo hundruðum skiptir, sagði Bárður Danielsson brunatnálastjdri f viðtali við Timann I gær, en sem kunnugt er brann einingahús l Vestmannaeyjum tii grunna I fyrri viku. Athygli vekur, að engin rannsókn hefur farið fram á einingahtis- um með tilliti til eldsvoða, og því hafa grunsemdir vakriað um það hjá fólki eftir brunann I Vestmannaeyjum, að þessi hús þoli verr eld en heilsteypt hús. Bárður Danielsson kvao Brunamálastofnunina ætla að gera at- hugun á þessum húsum, og ástæða væri til að gera rannsókn i þessum byggingarmáta varðandi eldþol. Bárður sagði, að aldrei hefði verið leitað eftír þvi við stofnunina að þessi mál væru rann- sökuð. — Eg vil á engan hátt fordæma þennan byggingarmáta vegna þessa eina atviks. Fljótt á litið sýnist mér þetta ekki vera eínstakt tilfelli, þvi staðreyndin er sú„. að ef hús með steyptum veggjum en timburlofti verður alelda á skömmum tima, — er það nánast allaf ónýtt á eftir. 1 öðru lagi liggur ekki ljóst fyrír, hvort húsið i Vestmannaeyjum var fullfrágengið, og ég hef heyrt, að m.a. hafi festingar vantað. Ef það er rétt, kann það að hafa valdið þvi að húsið hrundi, sagöi Baröur. .''ulMt*? 21 af 40 skipum með umframafla gébé—Rvik— Tuttugu og eitt af fjörutiu sildveiðiskipum, sem hafa fengið einhvern afla, hafa mi fyllt kvóta sinn, og rúmlega það. Aðeins eitt þeirra hefur þó verið kært, Hrafn GK 12, með 345lestir, en tvö skip önnur fóru einnig yfir þrjú hundruð lestir, Bjarni Ólafsson AK 70 með 329 lestir, og Eldborg GK 13 með 316 lestir. Nokkur skipanna, sem hafa farið fram úr leyfðu kvóta- magni, en þaö er 215 lestir eins og kunnugt er, eru þó aðeins með örf á tonn framyfir, en flest eru þau með 15 til 30 lestir framyf' • leyfilegt magn. *, © 27 BANASLYS hafa orðið I umferðinni á islandi það sem af er árinu og eru þau orðin fleiri en nokkru sinni fyrr. Mönnum stendur orðið ógn af þessari slysahryðju. Það virðist litið stoða, þvi daglega berast fréttir af enn nýjum hörmungum. Eftirtektarvert er, að banaslysum 1 Reykjavik hefur ekki fjölgað miðað við fyrri ár. Aukningin er úti á landi, hvaö sem veldur? A þessu korti sést hvar banaslysin i um- ferðinnihafa orðiðá þessu ári. Hver punktur merkir eittbanaslys og sést að þau dreifast uin allt landið. En banaslysin segja ekki alla söguna. Auk þeirra hafa orðið fjölmörg önnur slys og eiga margir um sárt að binda vegna þeirra og aldrei áður hafa jafnmargir legið á sjúkrahúsum vegna umferðarslysa og nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.