Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkúrinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaðaprentK.f, Heilbrigðisþjónusta Meðan ólafur Þ. Þórðarson sat á þingi sem varamaður, flutti hann tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum. Sam- kvæmt henni ályktar Alþingi að fela rikisstjórn- inni að sjá um, að við þá endurskoðun, sem nú stendur yfir á heilbrigðislöggjöfinni, skuli ákveð- ið að læknir hafi búsetu á Suðureyri við Súganda- fjörð, á Bildudal i Arnarfirði, á Reykhólum i Austur-Barðastrandarsýslu og i Árneshreppi i Strandasýslu. í greinargerð tillögunnar segir á þessa leið: ,,Með lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 56/1973, er i 1. grein laganna útskýrt markmið þeirra og verður að telja að það hafi verið óvilja- verk að lögin ná ekki tilgangi sinum. Þar segir svo: ,,Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tima eru tök á að veita til verndar andlegri, likamlegri og félagslegri heilbrigði." Samgöngur yfir vetrartimann valda þvi, að þeir staðir, sem taldir eru upp i ályktun þessari, eru algerlega útundan hvað öryggi i heilbrigðis- þjónustu snertir þann tima ársins sem akvegir eru lokaðir. Á þessum stöðum er um afturför að ræða á sviði heilbrigðismála og blasir sú staðreynd við, að fólk flytur burt, sem ella hefði unað þar hag sinum. Hvort hafa beri H 1 heilsugæzlustöðvar á þessum stöðum eða f jölga læknum á þeim heilsu- gæzlustöðvum sem fyrir eru, en láta nægja að setja búsetuskilyrði, er svo matsatriði i hverju tilfelli. Ekkert er þó þvi til fyrirstóðu að nýta starfs- krafta þessara manna til þjónustu stærra svæðis þann tima sem samgöngur eru viðunandi, en það er á þeim tima sem sumarleyfi ganga yfir og gæti þvi verið hagkvæmt. Nú hafa þær fréttir borizt, að meira framboðs sé að vænta af læknum en verið hefur, og vekur það vonir um að auðveldara verði að fá lækna til starfa i dreifbýlinu. Sú breyting, sem hér er lögð til, bætir til muna starfsskilyrði þeirra og leggur þeim hóflegri kröfur á herðar til ferðalaga. Þar sem endurskoðun heilbrigðislaganna hefst núna á næstunni er eðlilegt að Alþingi taki afstöðu til þesshvort 1. grein þeirra heilbrigðislaga, sem nú eru i gildi, eigi við landið allt." Ólafur Þ. Þórðarson lýkur greinargerð sinni með þeirri ósk, að Alþingi taki ábyrga afstöðu til þessara mála, en varði ekki veg nýrrar heil- brigðislöggjafar með dauðsföllum, sem ella gætu hlotizt óbeint af völdum hennar. ínúk íslendingar fagna þvi, þegar skákmenn þeirra vinna sigra á erlendum vettvangi. Sama gildir um iþróttamenn. Engu minni ástæða er þó til að fagna þvi, þegar islenzkir listamenn vinna um- talsverða sigra erlendis. Þetta hefur ínúk-leik- flokkurinn gert. Hann hefur nú sýnt i mörgum löndum og hlotið mikið lof fyrir góða túlkun á at- hyglisverðu efni. Honum stendur nú til boða að sýna list sina i mörgum löndumogverður honum vonandi fært að gera það. íslendingar þurfa að sýna, að þeir séu hlutgengir á fleiri sviðum en i skák og iþróttum, þótt það sé lika mikilsvert. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Efnir Indira brátt til þingkosninga? AAargt bendir til, að hún yrði sigursæl HÆSTIRÉTTUR Indlands hefur nú fellt úrskurð i máli Indiru Gandhi, en hún hafði verið kærð fyrir embættismis- notkun i sambandi við siðustu þingkosningar og hlotið dóm fyrir það i undirrétti. Misnotk- un þessi átti að hafa gerzt i kjördæmi þvi, þar sem hún var frambjóðandi. Atriöi þau, sem hún var dæmd fyrir, voru flest litilvæg og komst enska stórveldið The Times þannig að orði, að frambjóðandi i Bretlandi hefði ekki hlotið dóm fyrir slika ákæru. Þetta varð lika álit hæstaréttar Ind- lands. Hann sýknaði Indiru af öllum ákæruatriðunum. Undirréttardómurinn hefur haft miklar sögulegar afleið- ingar i Indlandi. Strax eftir að hann var kveðinn upp, hófu andstæðingar Indiru mikla sókn gegn henni og kröfðust þess, að hún segði tafarlaust af sér sem forsætisráðherra. Indira taldi rétt að biða a.m.k. úrskurðar hæstaréttar. Þessu höfnuðu andstæðingar hennar og hertu kröfurnar um að hún segði tafarlaust af sér. Jafn- framt hófu þeir að hvetja menn til að fylgja kröfunni fram meb þvi, að neita aö vinna ýmis störf i þágu rikis- ins og gera stjórnkerfið óvirkt á þann hátt. Indira yrði þá neydd til þess að segja af sér. Indira ákvað að biða ekki eftir þvi, að slik hreyfing hlypi af stokkunum, eins og vel gat orðið, heldur tók sér eins konar alræðisvald, eins og heimilt er samkvæmt stjórn- arskránni, þegar sérstök hætta ertalin yfirvofandi. Hún hefur nú farið með þetta vald i fjóramánuðioghefur enn ekki tjáð sig um hvenær hún lætur það aftur af hendi. Ýmsir hafa spáð þvf, að hún myndi gera það fljótlega eftir að úr- skurður hæstaréttar væri fall- inn, einkum þó ef hann félli henni i vil. Lögum samkvæmt eiga þingkosningar, að fara fram i Indlandi i marzmánuði næstkomandi og þykir nú ekki ósennilegt, að þær verði látnar fara fram á tilsettum tima. SITTHVAÐ þykir benda til, að Indiru myndi farnast vel i kosningunum, ef hún efndi til þeirra fljótlega. Ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á gangi ýmissa mála siðan Indira tók sér alræðisvald. T.d. jókst strax framboð á ýmsum vörum, sem höfðu verið af skornum skammti og jafnframt varð-verðlækkun á þeim. Astæðan var su, að kaupmenn treystu sér ekki til að hamstra lengur, eins og þeir höfðu gert áður. Indira birti strangar reglur um bann við hamstri og þorðu kaup- menn ekki annað en að fram- fylgja þeim. Að sjálfsögðu mæltist þetta vel fyrir hjá al- menningi. Jafnhliða 'þessu breytti embættiskerfið alveg um svip. Aður var illa mætt á opinberum skrifstofum og af- greiðsla mála dróst mjög á langinn. Indira gaf fyrirskip- un um að þessu yrði breytt og hafa embættismenn ekki þor- að annað en að fara eftir þvi. Þannig má segja, að röð og regla og agi hafi haldið innreið sina á mörgum sviðum þjóð- lifsins, þar sem slikt mátti heita óþekkt áður. Sumir hafa þvi haft á orði, að raunveru- lega hafi aldrei verið stjórnað i Indlandi nema i þessa fjóra mánuði, siðan Indira tók sér alræðisvald. Indira Gandhi Þróun ýmissa mála hefur lika orðið Indiru hagstæð á þessum tima. Þannig eru horfur á að uppskera verði með allra bezta móti. Jafn- framt hefur verðlag ýmissa neyzluvara frekar lækkað eða haldiztóbreytt. Aður var mikil verðbólga i Indlandi og verð- hækkanir daglegur viðburður. Þetta hefur almenningur beint og óbeint fært til tekna á reikning Indiru. Tvimælalaust hefur þetta hjálpað til þess að styrkja stöbu hennar. Þá hefur Indira gert ráð- stafanir til að hraða jarða- skiptingu i þágu smábænda. Þetta var að visu hafið áður, en hefur gengið seinlega. Jafnframt hefur hún reynt að greiða úr skuldamálum Desai — einn helzti andstæð- ingur Indiru þeirra, en skuldir hafa verið mörgum þeirra fjötur um fót. SAMKVÆMT frásögnum erlendra blaðamanna, sem dvalizthafa i Indlandi að und- anförnu, virðastþær breyting- ar, sem hafa orðið þar siðan Indira tók sér alræðisvald, yfirleitt mælst vel fyrir hjá al- menningi og hafa aukið álit hennar. i hópi menntamanna er hins vegar að finna meiri gagnrýni og þeir telja að hún hafi fariö likt að og óbreyttur einræðisherra. Hún hafi látið setja marga helztu andstæð- inga sina i fangelsi, lagt höml- ur á frelsi fjölmiðla o.s.frv. Indland sé þvi ekki lengur frjálst land eins og áður var. Sumir blaðamannanna benda á, að þótt þessi gagnrýni hafi við rök að styðjast, sé veruleg- ur munur á ástandinu i Ind- landi og raunverulegum ein- ræðislöndum i þessum efnum. Dómstólarnir séu jafnt óháðir og áður og almenningur sé yfirleitt óragur við að tjá sig og gagnrýna stjórnina fyrir það, sem miður þykir fara. 1 viðtölum, sem Indira hefur átt við erlenda blaðamenn að undanförnu. hefur hún jafnan lýst yfir þvi, að hún ætti að af- sala sér alræðisvaldinu strax og hættuástand það, sem hafi myndazt um skeið, sé liðið hjá. Það vaki siður en svo fyrir henni að horfið verði frá lýðræðisstjórn i Indlandi. Þess vegna verði efnt til þingkosn- inga eins fljótt og fært þvkir. Yfirleitt virðist það álit frétta- manna. að Indira myndi fara með sigur af hólmi. ef efnt væri til kosninga innan skamms. Þ,Þ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.