Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN Opinská umræða um opinber málefni er hornsteinn lýðræðisins Emil Björnsson, fréttastjóri sjónvarpsíns, hefur sent svo- hljóðandi athugasemd vegna skrifa um sjó'nvarpið í þessum þaetti i gær: „Sjaldan hefur mér verið sýndur meiri heiður en a.þ. sýndi mér hér í þættinum i gær, 11. nóvember, þegar hann eignar mér, sem frétta- stjqra, alla þá opinskáu um- ræðu, sem tiðkazt hefir i vax- andi mæli í Sjónvarpinu, um opinber mál, en slik umræða fyrir opnum tjöldum er horn- steinn lýðræðisins, eins og ná- grannaþjóðir okkar beggja vegna hafsins vita vel og á- stunda I fjölmiðlum sinum. Þaö sem ég nefni hér öpin- skáa umræðu um opinber mál, kailar a.þ. ,,að skapa vantrú meðal almennings á stjórn- málamönnum og embættis- mönnum". Þar meðhafa litil- magnar þjóðfélagsins öðlazt málsvara gegn vondum mönnum. Sanngjarnt er þó að það komi skýrt fram, að ég á ekki nema takmarkaðan.heiður al þvi, sem ég kalla „opinhera umræðu", en a.þ. kallar að skapa vantrú. á stjórnmála- mönnum og embættismönn- um. Ég annast ekki sjálfur þá umræðuþætti í Sjónvarpinu, sem ég hygg að hann sé með I huga, og svo á hrifa mikill er ég nii ekki, að ég geti ráðið iillu umræðuefni og orðavali hinna ungu.og vösku manna hjá dag- blöðum og rikisfjölmiðlum, sem hafa annazt þessa um- ræðuþætti f Sjónvarpinu und- anfarin ár. Þeir, sem stýra þessum umræðum eða taka þátt i þeim, gera það á eigin á- byrgð samkvæmt lögum um rikisútvarpið. En satt er það, að ég hefi lalio mér og öðrum, — sem einhverja stefnu eiga að marka viðríkisfjölmiðlana, — sæmra að vera fremur hvetjandi en letjandi til opin- berrar umræðu um mái, sem fulltrúar almennings, eins og stjórnmálamenn og embættis- menn t.d., fara með í umboði fólksins. Aniiao væri ritskoðun og ámælisvert. Sé „tabu" eða óleyfilegt, eins og má ráöa af grein a.þ., að taka mál til um- fjöilunar I rfkisfjölmiðlum, sem varöa stjórnmálamenn, embættismenn og þeirra störf, jafnframt þvf sem þeim sjáif- um er gefinn kostur á að koma fram, — eins og ávallt hefur verið i Sjónvarpinu, — þá eru rikisfjölmíðlarnir orðnir. ó- frjálsir þjónar ríkisvaldsins á hverjum tíma, sem þeir hafa ekki verið hingað til og mega aldrei verða. Enda hafa hvorki stjörnmálamenn, emb- ættismenn né formaður út- varpsráðs, sem er þingmaður, og ritstjória.þ. kvartað undan Sjónvarpinu, likt þvi sem a.þ. gerir fyrir þeirra hönd, svo mér sé kunnugt. a.þ. virðist þvi vera orðinn kaþólskari en páfinn. Hvað skyldi honum ganga til? Áreiðanlega eitt- hvaö gott. Með kveðju og þökk fyrir birtinguna, Emil Björnsson dagskrárstjóri." Spurning um vinnubrögð Það er mikill misskilningur Emils Björnssonar, ef hann stendur i þeirri trú, að höfund- ur þessa þáttar sé andvlgur opinskáum umræðum i rikis- fjölmiðlunum. Slíkar umræð- ur eru mjög nauðsynlegar og einn af hyrningarsteinum lýð- ræðisins, eins og fréttastjórinn bendir réttilega á. Deilan snýst ekki um það. Hún snyst miklu fremur um þau viuiiii- brögð, sem stundum eru höfð uppi i þáttum sjónvarpsins ög verða áð teljast miður heiðar- leg. Tökiiin sem dæmi nýlegan þátt um „þrýstihópa". t þeim þætti komu fram nokkrir hag- fræðingar og deildu mjög fast á stjórnmálamenn. Enginn stjórnmálamaður var til and- svara i þeim þætti, þrátt fyrir yfirlýsihgar fréttastjórans um það, að mönnum, sem hags- muna ættu að gæta, væri á- vallt boðið að taka þátt i slik- um þáttum. Afleiðingin varð sú, að aðeins sjónarmið hag- fræðinganna komu fram. Sá, sem þetta ritar, mun ekki vera einn um þá skoðun, að þar hafi steinum verið varpað úr gler- húsi. En almenningur, sem trúir og treystir á hlutleysi sjónvarpsins, mun e.t.v. hafa lagt trúnað á það, sem fram kom f þessum þætti. Flokkast þetta undir heiðarleg vinnu- brögð? Af nógu er að taka. Tökum annað dæmi. Fyrir nokkrum mánuðum var haldin „leik- sýning'* f þættinum Kastljósi, þar sem komu fram annars vegarlögreglumenn sunnan af Keflavikurfiugvelli og fulltrúi frá sakadómaraembættinu. Stjórnandi þáltarins mun hafa undirbúið þennan þátt ræki- lega i samráði við lögreglu- mennina. Bornar voru upp spurningar um tvö eða þrjú tiltekin mál, sem voru til með- ferðar hjá sakadómaraemb- ættinu. FuIItrúinn frá saka- dömaraembættinu hafði ekki minnstu hugmynd um, að spiirt yrði sérstaklega um þessi mál, en þess má geta, að hundruð mála liggja fyrir hjá embættinu. Vegna þess að umræddur.fulltrúi var oviðbú- inn að svara þessum spurn- ingum, enda hafði hann ekki sjálfur fjallað um þessi mal, fóru lögreglumennirnir ,,með sigur a'f hólmi" I þessum þætti, og almenningur e.t.v. fengið þær hugmyndir, að allt væði á súniiin hjá sakadóm- araembættinu. Fiokkast þetta undir heiðarleg vinnubrögð? Það væri hægt að rekja mörg önnurdæmiþessu Hk, en það verður að biða betri tiraa. Mergur málsins er sá, að sjón- varpsmenn verða að tileinka sér heiðarleg vinnubrögð, og vissar kröfur verður að gera til þeirra, sem fram koma i fréttaskýringáþáttum. Það vekur t.d. mikla furðu, að sjónvarpið skuli hvað eftir annað leita til maiina, sem uppvlsir hafa orðið að alvar- legum fréttafölsunum á öðr- um vettvangi, og íá þá til að stjórna fréttaskýringaþáttum. Abyrgð rikisfjölmiðlanna er mikil. Flestir munu saramála um, að þeir hafi valdið hinu erfiða hlutverki sinu prýðilega á undangengnum árum. Umræöuþættirnir hafa margíf hverjir veríö mjög góðir. Það er þess vegna ástæðulaust, að sjónvarpið láti draga sig niður i einhvern forarpytt óvand- aðrar fréttamennsku, eins og þvl miður hefur gerzt of oft undanfarið. Þegar slikt gerist, molnar fljótt út hyrningar- steinum lýðræðisins. -a.þ. Talinntýndur Gsal-Reykjavik — 1 fyrrakvöld var farið að óttast um siglfirzkan sjómann, sem farið hafði einn til veiða fyrr um daginn, og kom ekki til lands á tilsettum tima. Félagar i björgunarsveit SVFt hófu leit að manninum á nokkrum bátum, og fannst hann von bráð- ar. Landlæknisembættið óskar eftir dómsrannsókn i SAMBANDI við skrif fjölmiðla um tóm lyfjaglös, fundin i Mos- fellssveit, óskar landlæknisemb- ættið eftir þvi, að eftirfarandi verði birt: I tilefni af staðhæfingum um of stórar lyf jagjafir og óeðlilega há- ar greiðslur fyrir lyfseðla hefur landlæknisembættið, i samráði við Læknafélag lslands og Læknafélag Reykjavikur, óskað eftir dómsrannsókn. Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna mun á næstunni veita lán til sjóðfélaga. Lánin verða eingöngu veitt þeim sem eru að byggja/kaupa eigið húsnæði og gegn fyrsta veðrétti i hlutaðeigandi fasteign. Lánstiminn verður 15 ár og ársvextir 17% miðað við núgildandi vaxtakjör. Þeir sjóð- félagar ganga fyrir sem hafa verið i,sjóðn- um frá upphafi, enda hafi iðgjöld verið greidd skilvislega a.m.k. til siðustu ára- móta. Umsóknir um lán skulu sendast stjórn sjóðsins Freyjugötu 27, Reykjavik á eyðu- blöðum sem sjóðurinn lætur i té, eigi siðar en 10. desember 1975. Reykjavik 6. nóvember 1975 Stjórn Lifeyrissjóðs rafiðnaðarmanna Freyjugötu 27 VERKFÆRI HINNA VANDLATU afAHLWÍLCS d'PÍTr 30A VERKFÆRI : Bifreiðaverkstæði vélsmiðjur og einstaklinga Aðal-útsölustaðir i l»\tínin^avörnr li.l. Reykjavik: Ármúla 18 (i.I. l'ussl)or<í h.l'. Skúlagötu 63. K. Þorsteinsson & Co. SUNDABORG — REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.