Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 12. nóvember 1975. UMUi.lliIUUiJ!lllllll «V4£ llln.Miil lnMnllll Björgvin Sigurgeir Haraídsson Á svörtu og hvítu 1. nóvember sl. opnaöi Björg- vin Sigurgeir Haraldsson mál- verkasýningu í Norræna húsinu i Reykjavtk, en Björgvin er tæp- lega fertugur aö aldri. Leiö hans hefur um margt veriö óvenjuleg, miðað viö hiö venjulega. Hann er ættaour úr Dýrafiröi, þar sem hann gekk aö algengri vinnu og stundaöi sjó á milli, en hóf síðan nám i biifræði, bæði á Hvanneyri og við búfræðideild Menntaskólans á Laugarvatni. Hann mun þó snemma hafa farið að h'uga að myndlist, og i tvo vetur stundaði hann nám I Handiða- og myndlistarskólan- um, og tvo vetur var hann i Myndlistarskólanum, og sigldi siðan til náms i myndlist i Þýzkalandi. Árið 1963lauk hann sm iðakennaranámi við Kennáraskólann. A árunum 1970—1971 stundaði hann nám i Noregi og lauk kennaraprófi i myndlistum, með litafræði og skrift sem aðalgreinar. Hann hefur ásamt öðrum gefið út kennslubók I let- urgerð. Björgvin hefur stundað kennslustörf i áratug, fyrst við Vighólaskóla, en er nú fastráð- inn kennari viö Myndlista- og handfðaskólann, þar sem hann kennir litafræði og skrift. . Eins og sjá má af framan- sögðu, er Björgvin lærður vel i listum, en mikill timi hefur farið i þetta allt, minni timi hefur þvi orðið til listsköpunar en ella hefði verið. Hann hefur þo sýnt öðru hverju, fyrst i Unuhúsi árið 1963, þar sem hann tiélt einka- sýningu, og hefur siðan átt myndir á mörgum samsýning- um FIM, siðastárið 1975, og ein mynda hans, „stórt myndverk" úr steinsteypu, er á almanna- færi. Mynd sem Reykjavikur- borg keypti og setti upp við Háaleitisbraut. A sýningu Björgvins eru sam- kvæmt sýningarskrá 67 verk. Það eru tússmyndir, túss- og vatnslitamyndir, kolmyndir, oliumálverk og svo skúlptúr og lágmyndir. Yfir sýningu Björgvins er við fyrstu sýn dálitið þunglamaleg- ur, allt að þvi dapurlegur blær. Myndir hans eru þungar, svart- ar og dálitið dimmar, og oliu- málverkin bera sama svip. Mál- arinn fer að öllu með gát, og við nánari skoðun virðast vinnu- brögð hans sannfærandi. Björg- vin notar skrift i margar mynd- ir, og gefur það myndunum oft sérkennilegan svip. Til marks um það eru myndir eins og Leiksoppur kerfisins og fl. Þessar myndir þarfnast skoð- unar. Þær tjá sig ekki sjálfar við fyrsta tillit. Þær verður að skoða. Björgvin ársetur myndir sin- ar af mikilli nákvæmni og gefur upp stærð þeirra. Þetta er mik- ils virði fyrir þann, sem skoðar sýninguna. Hann á þess kost að sjá hvar listamaðurinn hóf ferð- ina og Hka hitt, á hvaða leið hann er. Nýjustu myndir hans eru áhugaverðari en hinar eldri. Hann virðist nú vera að losna úr dapurlegum fjötrum langskóla- kerfisins, og tilfinningarnar sjálfar ná þá yfirhöndinni. Myndin Gnýr er til vítnis um þessa þróun mála. Kraftur er afsprengi áræðis og tilrauna. Sömu sögu er að segja um myndina Flug. Oliudeildin i sýningunni, þar sem myndheimurinn skiptist ekki lengur svo til einvörðungu í svart og hvitt, er viðfeldinn. Litameðferðin er skóluð, en hún er líka heft um of. Það sama þyrfti ef til vill að gerast — og á eftir að gerast, að listamaður- inn brjótist út úr kerf inu og finni sínar eigin leiðir. Björgvin styttir sér ekki leiðina, hún tek- ur ef til vill of langan tima. Allir hlutir taka mikinn tima hjá þeim, er þannig kjósa að vinna. Fiðrildið lifir einn dag, mosinn drepst liklega aldrei. 1 það heila tekíð getur Björg- vin Haraldsson verið ánægður meö þann árangur, sem náðst hefur, og næsta sýning hans veröur þó ef til vill áhugaverð- ari en þessi, þvf ný tfðindi liggja einhvern veginn i loftinu. Jónas Guðmundsson. Kveðjubréf úthlutunarnefndar ÞRIÐJUDAGINN 28. október 8.1. gengu tíu rithöfundar á fund menntamálaráðherra og fóru þess á leit að reglum um úthlut- un viðbótarritlauna yrði breytt i þvi augnamiði að „þeir sem sniðgengnir hefðu verið við fyrri úthlutanir fengju nú úrlausn." Af þessu tilefni birtust viðtöl við rithöfundana Jóhannes Helga og Kristin Reyr i Morgunblað- inu og Timanum 29. október, þar sem þeir félagar taka hressilega upp i sig. Við sem höfum setið i úthlut- unarnefnd viðbótarritlauna undanfarin tvö ár, höfum marg- oft gert grein fyrir vinnubrögð- um nefndarinnar og svarað .gagnrýni, að þvi er okkur finnst á málefnalegan og fullnægjandi hátt (Morgunbl. 8. feb. 1974, 24. jan. 15. feb. '75, Timinn 19. jan 1975, flest blöð um 15. marz 1975, sjónvarpsþátturinn Kast- ljós 7. feb. 1975). Þegar lesin eru viðtölin við höfundana tvo, er engu likara en þau svör nefnd- arinnar hafi aldrei komið fram. Rithöfundarnir mæla lika gegn betri vitund þegar þeir segja að nefndin, eða formaður hennar, hafi verið sett af, enda hefur það veriö hrakið með yfirlýsingu stjórnar Rithöfundasambands tslands. Ómálefnaleg og sérlega rætin skrif nokkurra rithöfunda um störf nefndarinnar og ein- staka nefndarmenn hafa svo sem ekki verið okkur hvatning til þess að taka aftur sæti i hehni. Skorað var á alla nefnd- armenn af tii þess bærum aðilum að taka sæti f nefndinni þriðja árið, þ.e. annast úthlutun nú i ár. Tvö í nefndinni, Þorleif- ur og Rannveig, neituöu ein- dregið að taka þar sæti, en Bergur áleit og álítur, að brott- hvarf úr nefndinni fæli i sér viðurkenningu á órökstuddri og óréttmætri gagnrýni fárra en hávaðasamra höfunda. Rithöf- undar mega ihuga það, að með þessu áframhaldi gæti reynzt erfitt að fá menn til trúnaðar- starfa I þeirra þágu. Er þá eng- inn að frábiðja sér málefnalega gagnrýni. Við nefndarmenn unum þvi ekki að sitja undir ákærum um „misferli nefndarinnar", póli- tískar veitingar eða að önnur annarleg sjónarmið hafi legið að baki úthlutana. Við höldum þvi fram, og munum sýna fram á hér á eftir, að enginn þessara „mótmælenda" hafi átt neinn skýlausan rétt á viðbótarrit- launum undangengin tvö ár.umfram þá sem veitingu hlutu. Hins vegar var nefndinni býsna þröngur stakkur skorinn með naumri fjárveitingu, þar sem svo margar umsóknir bár- ust. Arið 1973 voru umsækjend- ur 121. Samkvæmt reglum ráðuneytisins var gert ráð fyrir að úthlutað yrði til 48 höfunda, 250 þús. krónum til hvers. Vegna fjölda umsækjenda þótti nefndinni nauðsyn bera til að nota sér heimild i reglunum tilað fjölga úthlutunum, en um leið lækkaði að sjálfsögðu út- hlutunarupphæðin. Uthlutaö var til 54 höfunda, eða 6 fleiri en reglur gerðu ráð fyrir. 67 um- sækjenda fengu ekkert. 1974 sóttu 98 um viðbótarritlaun, en veitt var 42 höfundum, 56 af umsækjendum fengu ekkert. Sumir umsækjenda uppfylltu ekki útgáfuskilyrðin. Hins veg- ar var nefndinni gert að gera upp á milli jafnrétthárra aðila að þvl leyti, höfunda sem sent höfðu frá sér verk á tilteknu timabili. Slfkt val er auðvitað vandasamt en það byggðist á bókmenntalegu mati. Einnig var reynt að hafa nokkurt samræmi milli bókmennta- greina, og voru höfuðflokkar þessir: skáldsögur, leikrit, ljóð, fræðibækur, barnabækur, þjóð- legur fróðleikur og þýðingar. Nefndin starfaði algjörlega sjálfstætt, og við - neitum þvi harðlega, að pólitískt mat hafi verið lagt til grundvallar, eins og þeir Kristinn og Jóhannes halda fram af smekkvisi sinni I viðtalinu. Allt þetta hefur reyndar komið fram i fyrri greinum okkar, sem vitnað er til hér að ofan. Til frekari glöggvunar skulu hér birtar reglur, sem nefndinni voru settar bæði árin, 1973 og 1974, ásamt lista yfir alla hina óánægðu höfunda og upplýsing um um þau verk þeirra, sem komu til álita. Reglur 1973: Úthlutun miðast við ritverk, útgefið eða flutt opinberlega á árinu 1972, en rit- verk frá ániiuiin' 1971 og 1970 ketnur einnig til greina. Iteglur 1974: Úthlutun miðist við ritverk, útgefin eða l'liilt opinberlega á árinu 1973. Filippia Kristjánsdóttir. Sótt um 1973 fyrir: Anna Dóra og Dengsi barna- og unglingabók 1971.Flutn. i útvarp: Barnaleik- ritið í'leit að jólunum.flutt 1973 og Dregur að þvi er verða vill flutt I kvölddagskrá 1972. Sött um 1974 fyrir: Haustblóm, ljóðabök 1973, Sumardagar i Stóradal 1973, barnabók. Hilmar Jónsson.Sótt um 1973 fyrir: Kannski veröur þú, litg. 1970. Sótt um 1974 fyrir: Fólk án fata.útg. 1973. Jónas Hjálmarsson. Sótt um 1973 fyrir: Trúarleg ljóð ungra skálda. Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson völdu, 1972. tslenzk nútlmaljóðlist. Otg. 1971. Hillingar á strönd- inni, ljóðaþýðingar, 1971. Jó- hann sótti um og fékk viðbótar- ritlaun 1974fyrirbókina Athvarf i himingeimnum.ljóð, og er þvi fulltrúi þeirra sem „smugu póli- tiskt nálarauga kommissarsins afsetta"! Jóhannes Helgi.Sótt um 1973 fyrir: Svipir sækja þing 1970 og þýð. Á Óþekkta hermanninum eftir Vainö Linna 1971. Einnig fyrir Hringekjuna 1969. Gaf ekkert út 1972. Sótti ekki um 1974, enda kom ekkert út eftir hann 1973. Jón Björnsson. Sótt um 1973 fyrir Valtý á grænni treyju.útg. 1951 en flutt i útvarp sem fram- haldssaga 1971. Sótti um 1974 fyrir Jón Gerreksson, útg. 1947, flutt i útvarp 1973. Yfirleitt voru ekki veitt viðbótarritlaun fyrir endurútgáfur eða endurflutning verka, og var Jón þvi mjög fjarri þvi að fá úthlutun bæði ár- in. Jón Helgason sótti ekki um 1973 og fékk þvi enga veitingu. Áriö 1974 sótti hann og gaf yfirlit yfir bækur sem hann hafði skrif- að undanfarin ár (án þess að geta um ártal), og var su sið- asta, Þrettán rifur ofan i hvatt Utgefin á árinu 1972, en bækur frá þvi ári komu ekki til greina við úthlutun 1974, eins og áður getur. Kristinn Reyr. Sótti um 1973 fyrir ljóðabókina Hverfist æ hvað, útg. 1971, og sjónvarps- leikrit, Deilt með tveim, flutt 1971. Arið 1973 kom ekkert Ut eftir hann, en hann sótti um á ný fyrir ofangreind verk. Samkvæmt reglum nefndarinn- ar 1974 var henni óheimilt að veita viðbótarritlaun fyrir önn- ur verk en þau, sem útgefin væru eða flutt opinberlega 1973. Ragnar Þorsteinsson.Sótt um 1973 fyrir: Það gefur á bátinn, útg. 1970, og Upp á lif og dauða, útg. 1972. Sótt um 1974 fyrir: Skjótráöur skipstjóri.barna- og unglingabók, útg. 1973. Sveinn Sæmundsson. Sótt um 1973 fyrir: Einn I ólgusjó, útg. 1972, og A hættuslóðum 1970. Sótt um 1974 fyrir: Upp með Sinion kjaft 1973. Ums'ókn Sveins mun byggjast á þvi, að með viðbótarritlaunum eigi að endurgreiða höfundum sölu- skatt i samræmi við sölu bdka þeirra. Það viðhorf rikti ekki innan nefndarinnar, og reyndar munu ýmsir félagar Sveins I sendinefndinni vera þvi ósam- mála. 1 sambandi við viðtals- bækur eins og bækur Sveins er álitamál, hvort viðmælendurnir eigi ekki jafnan rétt á viðbótar- ritlaunum og sá sem færði I let- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.