Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 15
Miövikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 15 Vestfirðir: Gæftir óstöðugri en undanfarin ár gébé-Rvík — Gæftir voru miklu óstöðugri i Vestfirðingafjórð- ungi i október heldur en undan- farin haust, og afli af þeim sök- um mun lakari. Afli togaranna var einnig mjög tregur allan mánuðinn, og notuðu þvi margir timann til botnþrifa, viðgerða og endurbóta. Rækjuveiðar hóf- ust i Arnarfirði 27. október. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi Islands á Isafirði voru 23 bátar byrjaðir róðra með linu i lok október, og þeirrs aflahæstur var Vestri frá Pat- reksfirði með 104,5 lestir i 22 róðrum i október. Aflahæstur togaranna i mánuðinum var Guðbjartur frá Isafirði með 276,4 lestir. Rækjuveiðar hófust i Arnar- firði 27. okt., og voru fimm bát- ar byrjaðir veiðar. Afli þeirra var 19,5 lestir. Aftur á móti rikir algjör óvissa með það, hvenær rækjuveiðar hef jast I Isafjarð- ardjúpi og Húnaflóa. Stærstu rækjubátarnir voru þvi að skjót- ast til að fara þegar gaf til róðra, en annars voru færabátar almennt hættir veiðum. Drag- nótabátar voru aftur á móti flestir ennþá að veiðum. Heildaraflinn i mánúðinum var 3.165 lestir, en var 2.872 lest- ir á sama tima I fyrra. # mm^ ¦j%k^; Tíu ára afmælis- ^0 árshátíð félagsins verður haldin i Félagsheimilinu Seltjarnarnesi þann 15. nóvember 1975 og hefst með borðhaldi kl. 18,30. Góð hljómsveit og skemmtiatriði. Aðgöngumiðasala i neðangreind- um simum: 40547 — 42071 — 41499. Siðasti söludagur aðgöngumiða verður fimmtudaginn 13. nóvem- ber. Skemmtinefndin. Lélegur síldarafli í síðustu viku gébé Rvik — Sildveiði islenzku skipanna i Norðursjó i siðustu viku var fremur léleg, en alls seldu tiu skip S59,6 lestir að verðmæti 47.521.369,- kr., og var meðalverð pr. kg 49,52 kr. Loft- ur Baldvinsson EA er enn afla- hæstur, en Súlan EA og Gisli Arni RE fylgja fast á eftir. Beztu söluna i siðustu viku átti Arni Sigurður AK, sem seldi 235,1 lest að verðmæti 12.560.579,- kr. I tveimur sölum, þann 4. og 7. nóvember. Heild- arafli isl. skipanna frá 18. april til 8. nóvember er þvi 18.053.227 lestir, að verðmæti 780.230.483,- kr., meðalverð pr. kg. 43.22 kr. ENGAR UNDAN- ÞÁGUR INNAN 50 AAÍLNA AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Arnessýslu var haldinn á Selfossi 31. okt. sl, I stjórn voru kjörnir: Hörður Sigurgrimsson bóndi, Holti, formaður. Með- stjórnendur: Þórarinn Sigur- jónsson alþm., Laugadælum, Stefán Guðmundsson oddviti, Túni, Páll Lýðsson oddviti, Litlu-Sandvik, Bragi Þorsteins- son, bóndi Vatnsleysu. I vara- stjórn voru kjörnir: Jón Eiriks- son oddviti, Vorsabæ, Sigurður Þorsteinsson, bóndi Heiði, og Guðmundur Rafnar Valtýsson, skólastjóri Laugarvatni. A fundinum hafði Þórarinn Sigurjónsson . alþingismaður framsögu um stjórnmálavið- horfið, og vakti ræða hans mikla athygli og umræður. Ein álykt- un var samþykkt: „Aðalfundur Framsóknarfé- lags Arnessýslu, haldinn á Sel- fossi 31.10 1975, skorar á þing- flokk Framsóknarflokksins að beita sér eindregið gegn þvi, að undanþágur verði leyfðar til veiða útlendinga innan 50 sjó- milna við landið." Alyktunin var samþykkt ein- róma og með lófaklappi. Vegurtil verótryggingar Gefinn hefur verið út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóðs, G flokkur, að fjárhæð 300 milljónir króna. Skal fé því,sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, varið tíl varanlegrar vegagerðar í landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru endur- greidd að 10 árum liðnum með verðbótum í hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf að endurnýja í 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga að Happdrættisskuldabréf fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla,skattfrjálsir. eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. á«^ ^!K SEDLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.