Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson ÞÖTT heildarsjónarmið og stefnumörk ungra Framsóknarmanna séu hin sömu um land allt, gefur auga leið, að vandamálin eru mismunandi eftir landshlutum og kjördæmum. Þess vegna hafa umsjónarmenn SUF-siðunnar farið þess á leit við félög ungra Framsóknarmanna, að félög- in i hverju kjördæmi sjái sameiginlega um eina UF-siðu, þar sem f jallað verði um þau mál, sem efst eru á baugi i landshlutanum og gerð grein fyrir starfi félaganna. FUF i Reykjavik riður á vaðið, en siðan munu þessar ,,kjördæmasiður" birtast hver af annarri eftir þvi sem efni berst. Við viljum jafnframt skora á einstök félög og félagsmenn að senda SUF-siðunni efni hér eftir sem hingað til. Umræðuhópur á vegum FUF á fundi i hinum nýju húsakynnum Framsóknarflokksins við Rauðarárstig. Fyrir miðju er formaður FUF, Sveinn Jónsson. Öflug starfsemi FUF í Rvík — ákveðið hefur verið að gefa út afmælisrit í tilefni 45 ára afmælis félagsins á næstunni FÚF í Reykjavik er ekki einasta stærsta aðildarfélag SUF, heldur er það einnig stærsta og öflugasta stjórnmálafélag ungs fólks á höfuöborgarsvæðínu. Eins og að likum lætur hefur starsemi FUF á undanförnum árum verið öflug og fjölbreytt, einkum þegar kosið er til al- þingis og borgarstjórnar. Þess á milli hefur starfsemin einnig verið kröftug, m.a. hefur núver- andi stjórn félagsins, undir handleiðslu Sveins Jónssonar, beitt sér fyrir margvislegri starfsemi,- stjórnmálafundum, skemmtikvöldum og kynning- arfundum. Þá hefur stjórnin beitt sér fyrir „Opnu húsi" og haft viðtalstima. Sérstakt full- trúaráð er starfandi á vegum FUF, og hafa verið haldnir nokkrir hádegisverðarfundir, þar sem gestum hefur verið boðið að flytja erindi. Dansleik- ir á vegum FUF hafa verið haldnir i Klúbbnum og Félags- heimili Fóstbræðra. Hafa þeir verið mjög fjölsóttir. Af fund- um, sem FUF I Reykjavik hefur haldið, má nefna fundi með ráð- herrunum Ólafi Jóhannessyni og Einari Agústssyni. FUF i ReykjavlR fagnar á næstunni 45 ára afmæli sinu. I þvi tilefni hyggst stjórn fé- lagsins gefa út vandað afmælis- rit, auk þess sem afmælisins verður minnzt með öðrum hætti. „EKKERT MANNLEGT í ÞESSARI BORG ER BORGARFULLTRÚUNUM ÓVIÐKOMANDI,, Rætt við Alfreð Þorsteinsson borgarfulrrrúa í Reykjavík Alfreð Þorsteinsson er annar tveggja borgar- fulltrúa Framsóknar- flokksins í Reykjavik. Hann er i hópi yngstu borgarfulltrúanna, sem nú eiga sæti í borgar- stjórn 31 árs að aldri. SUF-siðan sneri sér til Alfreðs og baö hann að segja i stuttu máli frá þvi, hvernig störfum borgarfulltrúa i Reykjavik væri háttað. „Það er rétt að geta um það strax, að störf borgarfulltrúa i Reykjavik eru aukastörf þeirra, sem þar sitja. Ekki þar fyrir, ab þetta starf getur stundum verið svo erilsamt, að ekki veitti af öll- um deginum til að geta sinnt þvi. Alagið á borgarfulltrúa er e.t.v. meira fyrir þá sök hversu fáir þeir eru miðað við fólks- fjöldann I borginni. tbúatalan mun vera um 85 þúsund, en borgarfulltrúarnir eru ekki nema 15, eða einn fyrir hverja 5- 6 þúsund ibúa. Störf borgarfulltrúanna eru mörg og margvisleg. Aðalþátt- urinn er að sjálfsögðu sá, er lýt- ur að þátttöku þeirra i stjórn borgarinnar. Þar er um að ræða ákvörðunartökur i ólikum málaflokkum, t.d. á sviði at- vinnumála, félagsmála og skipulagsmála, svo eitthvað sé nefnt. Slikar ákvarðanir eru teknar á borgarstjórnarfund- um, sem haldnir eru að meðal- tali tvisvar sinnum i mánuði. Auk þess sitja borgarfulltrúar i hínum ýmsu nefndum borgar- innar, sem undirbúa mál til ákvörðunartöku i borgarstjórn. Hinn aðalþátturinn I störfum borgarfulltrúa, sem er ekki siður mikilvægur, eru samskipti þeirra við borgarbúa. A hverj- um einasta degi er leitað til borgarfulltrúanna með ýmis úr- lausnarefni. Oftast er um fyrir- spurnir að ræða t.d. um lóðaút- hlutanir. Enn fremur leitar fólk oft til borgarfulltrúanna, ef þvi finnst, að erindi þeirra hjá borgarstofnunum gangi seint. Þar fyrir utan er leitað til borgarfulltrúa vegna persónu- legra vandamála, sem stundum tekst að greiða úr með hjálp góðra manna. t raun má segja, að ekkert mannlegt i þessari borg sé borgarfulltrúunum óviðkomandi." — Þvi hefur verið haidið fram, að störf borgarfulltrúa séu það viðamikil, að um fullt starf sé að ræða? „Það má til sanns vegar færa. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar, að það sé nauðsynlegt fyrir borgarfulltrúa að vera i tengslum við atvinnulifið. Sú hætfaer alltaf fyrir hendi,"að at- vinnustjórnmálamenn — ég á við þá, sem þiggja laun ein- göngu fyrir þátttöku i störfum Alþingis eða borgarstjórnar — einangrist um of. En hitt er jafnljóst, að það er gersamlega vonlaust fyrir borgarfulltrúa að sinna skyldum sinum við umbjóðendur sina, ef hann er i fullu starfi annars staðar. Hér þarf oft að fara bil beggja. Sem blaðamaður Timans hef ég tækifæri til að haga vinnutíma minum þannig, að mér gefst færi á að sinna störfum borgar- fulltrúa, ári þess, að það rekist á." — Þvi er stundum haldið fram, að þeim, sem vafstra i stjórnmálum, séu sum verkefni hugleiknari en önnur. Hvað viltu segja um það? „Það er rétt. Hvað sjálfan mig áhrærir, þá get ég ekki bor- ið á móti þvi, að íþrótta- og æskulýðsmál eru mér ofarlega i huga. 1 þeim efnum hefur verið unnið ágætt starf að mörgu leyti, þótt allltaf megi gera bet- ur, og fyrir komi, að menn greini á um leiðir að settu marki. Hagsmunir hinna nýju Breið holtshverfa eru mér einnig ofar- lega i huga. Ég bý sjálfur I einu Breiðholtshverfanna og hef átt ágæta samvinnu við fólk I hverf- unum. Eins og að^likum lætur eru mörg óunnin verk i svo stór- um bæjarhluta sem Breiðholts- hverfi eru. Hverfin eru að byggjast upp smátt og smátt og heillegri mynd að skapast. Ég spái þvi, að innan 5-6 ára verði þessi hverfi fullbyggð og að mestu leyti frágengin." — Að lokum, Alfreð. Tekur ungt fólk mikinn þátt i borgar- málastarfi Framsóknarflokks- ins? ,,Já, margt ungt fólk starfar innan vébanda Framsóknar- flokksins i Reykjavik. Þar á ég við fólk innan FUF. Þetta fólk tekur þátt i störfum okkar með einum og öðrum þætti. Þá vil ég enn fremur nefna Hverfasam- tök Framsóknarmanna i Breið- holti. Þar starfar eingöngu ungt fólk. Og i borgarmálaflokki okk- ar Framsóknarmanna lætur ungt fólk mikið að sér kveða. Auk min taka Guðmundur G. Þórarinsson, Gerður Steinþórs- dóttir, og Páll i Magnússon mikinn þátt i þeim og sitja borgarstjórnarfundi. Ég held, að Framsóknarflokkurinn þurfi engu að kviða með þátttöku unga fólksins I störfum hans i framtiðinni." Alfreð Þorsteinsson. Tímamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.