Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 17 Knapp er með boð frá íslandi upp á vasann — um að koma hingað og gerast starfsmaður hjá KSÍ til tveggja ára TONY KNAPP...... verður hann landsliðseinvaldur næstu tvö ár- in? ÞÆR l'réttir hafa nú borizt frá Englandi að TONY KNAPP — l'yrrverandi þjálfari KR og lands- liðsins — hal'i nú tilboð frá Knatt- spvriHisambandi islands upp á vasann, þar sem K.S.Í. hefur boð- ið lioiium að koma til íslands og skril'a undii' tveggja ára samning við sambandið. Það hefur lengi veriö i athugun hjá K.S.Í., hvort ekki væri kominn timi til að ráða faslan þjálfara hjá sambandinu, iiiaiin sem gæti þjálfað landsliðið, uiigliiigalandsliðið, jafnfrarnt þvi, scm sá þjálfari mvndi verða ..einvaldur" landsliðsins.-starfs- iiiaður K.S.i. og sendikennari, sem myiuli einiúg ferðast um landið og balda þjáll'aranám- skeiö. Af Knapp er það að segja, að honum var boðið að gerast þjálf- ari hjá norska 1. deildarliðinu Rosenborg. En ekkert varð af þvi, þar sem Knapp setti upp fjárkröf- ur, sem norska liðið vildi ekki samþykkja. 1 beinu framhaldi af þessu, þá væri gaman að vita, hvaða fjárkröfur Knapp gerði tií K.S.l. — fyrir að skrifa undir tveggja ára samning við sambandið. bað hlýtur að vera dágóð upphæð,. Þess vegna er það spurningin, — er það góð fjár- fésting, að ráð ráða Knapp sem starfsmann hjá K.S.Í.? Svarið er tvimælalaust — NEI. Knapp hefur ekki yfir þeirri kunnáttu að ráða sem þarf til að byggja upp knattspyrnuna hér á landi. Við þurfum vel menntaðan knatt- spyrnuþjálfara, en ekki gamal- kunnan knattspyrnumann, sem eingöngu getur státað af frægð- inni. Það hefur greinilega komið i ljós, þegar Ungverjinn Lojos Baróti, sem er nú einn af lands- liðsþjálfurum Ungverjalands kenndi hér við þjálfaraskóla K.S.l. Nemendur skólans voru mjög hrifnir af öllu þvi, sem Ung- verjinn kenndi þeim, og þeir sögðu, að það hefði verið eins og svart og hvitt miðað við það, sem ensku þjálfararnir, sem störfuðu hér s.l. sumar, hefðu kennt þeim. Stjórn K.S.l. verður þvi að ihuga allt vel og vandlega, áður en hún fer að gera einhverja samninga við Tony Knapp. — SOS SOLVI MEÐ ÞROTT KNATTSPYRNUMENN okkar eru byrjaðir að hugsa sér til hreyfings — forráðamenn 1. deildar lið- anna okkar eru nú farnir að leita eftir þjálfurum fyrir næsta keppnistima- bil. Nýliðar Þróttar eru þegar búnir að ráða sér þjálfara — Sölvi Óskarsson verður áfram með hið unga lið Þróttar. Flest 1. deildar liðin eru hins vegar byrjuð að leita eftir þjálf- urum erlendis. ÞRÓTTARAR i ÆFINGA- BÚDIR i SKOTLANPI Mikill hugur er i nýliðum Þrótt- ar. Þeir eru byrjaðir að æfa undir handleiðslu Sölva Óskarssonar, sem hefur verið endurráðinn þjálfari Þróttar. Þróttarar æfa tvisvar i viku fram i desember. Þá taka þeir sér fri — en byrja siðan aftur af fullum krafti i janú- ar. Þróttarar fara siðan i æfinga- búðir i Skotlandi, þar sem þeir munu dveljast við æfingar um páskana. GUÐMUNPUR OG JÓHANNES AFRAM MED FRAM-LIÐID Guðmundur Jónsson og Jó- hannes Atlason, sem náðu mjög góðum árangri með Fram-liðið sl. keppnistimabil, verða að öllum likindum áfram með það. Fram- liðið, sem tekur þátt i UEFA-bik- arkeppni Evrópu næsta sumar, hafa endurheimt þá Asgeir Elias- son og Sigurberg Sigsteinsson, sem voru þjálfarar úti á landi sl. * Fram, Þróttur, Breiðablik og jafnvel Keflavík með íslenzka þjálfara * Akranes, KR, Víkingur, Valur og FH leita eftir erlendum þjálfurum sumar. Það er geysilega mikill styrkur fyrir Fram að fá þessa- leikmenn aftur. — Þeir hafa verið ráðnir þjálfarar hjá yngri flokk- um félagsins. KR-INGAR LEITA FYRIR SftR i ENGLANPI KR-ingar eru nú að leita eftir þjálfara frá Englandi. Þeir hafa haft samband við Alan Wade, for- mann tækninefndar enska knatt- spyrnusambandsins, og beðið hann að senda sér lista yfir þá þjálfara, sem sambandið hefur á sinum snærum. KR-ingar biða nú eftir þessum lista, en þeir muna væntanlega velja sér þjálfara af honum. FH-INGAR HAFA AUGASTAÐ A ÞEKKTUM SKOTA FH-ingar eru farnir að leita eft- ir þjálfara — þeir hafa nú auga- stað á þekktum skozkum þjálf- ara, og eru að kanna, hvort hann i'æst til að koma til Hafnarfjarð- ar. Þá hafa þeir einnig áhuga á að íá þjálfara frá V-Þýzkalandi. ÞORSTEINN AFRAM MED BLIKANA Þorsteinn Friþjófsson. sem náði mjög góðum árangri með GUÐMUNDUR JÓHANNES — þeir veröa að öllum llkindum áfram með Fram-liðið. Breiðabliks-liðið — sem endur- heimti 1. deildarsætið sitt — verð- ur að öllum likindum áfram með Kópavosgsliðið. Það verður þvi gaman að fylgjast með Þorsteini, sem er einn okkar bezti þjálfari, spreyta sig i baráttunni um meistaratitilinn næsta keppnis- timabil. GUÐNI OG JÓN AFRAM MEÐ KEFLAVÍKURLIDIÐ? Keflvikingar hafa mikinn áhuga á að Guðni Kjartansson og Jón Jóhannsson, sem tóku við þjálfun Keflavikurliðsins sl. keppnistimabil af Joe Hooley, verði áfram þjálfarar liðsins. Óvist er þó, hvort af þvi verður, þvi að Guðni hefur mikinn áhuga á að leika með Keflavikurliðinu, en hann hefur ekki getað leikið með þvi sl. ár vegna meiðsla. Hann er nú að ná sér eftir meiðsl- in og verður væntanlega orðinn góður á næsta keppnistimabili — þannig að allt bendir til að hann leiki þá með liðinu. Forráðamenn Keflavikur gera sér grein fyrir þessu — og er nú i athugun, hvort þeir eigi að leita eftir þjálf- ara erlendis. SANDERS HEFUR BOD FRA V'ÍKINGI Vikingar hafa boðið Tony Sand- ers, sem hefur þjálfað Vikings- liðið tvö sl. keppnistimabil, að koma aftur og þjálfa liðið. Ef Sandershefurekki tök á að koma, mun hann vera tilbúinn að vera Vikingum innan handar, með þvi að útvega þeim annan þjálfara frá Bretlandseyjum, en Vikingar hafa mikinn áhuga á að fá erlend- an þjálfara aftur — ef Sanders kemur ekki til þeirra, þá reyna þeir að f'inna annan góðan þjálf- ara. SKAGAMENN OG VALSMENN LEITA EFTIR KRLENDUM ÞJALFURUM Islandsmeistararnir frá Akra- nesi og Valsmenn eru nú farnir að hugsa sér til hreyfings og leita eftir þjálfurum — væntanlega frá Bretlandseyjum. Þetta er allt á byrjunarstigi hjá þeim. — SOS. SöLVI ÓSKARSSON...er byrjaöur að undirbúa ny- liða Þróttar af fullum krafti fyrir baráttuna i l. deild- ar keppninni næsta sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.