Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Á þessa konu er ráðizt á á hverju kvöldi Þegar tálbeitan Mary gengur á kvöldin um New York er hún* viðbúin úrás á liverju augnabliki. Undir úlpunni hefur hún skammb vssu. Mary Glatzle frá Ncw York er aðeins 155 cm að stærð og vegur innan við 50 kiló. Hún getur horft svo barnsiega og hjálpar- vana á mann með stóru brúnu augunum sinum aö hún vekur verndarhneigð sérhvers karl- manns. Og von glæpamanns um auðvelda bráð. Þegar Mary Glatzle flýtir sér að kvöldi til i gegnum stræti New York borgar og litur flótta- lega i kringum sig, heldur mað- ur að hún sé skólastúlka, sem hafi orðið of sein fyrir. A þess- um tima fara venjulegar konur ekki — án alvarlegrar ástæðu — út fyrir dyr. Það er einfaldlega of hættulegt! I mörgum hverf- um leynast göturæningjar á hverju götuhorni. Konur eru_ auðveldasta bráð þeirra. Glæpamennirnir eiga alls kost- ar við þær. Þær láta þá hafa handtöskuna, peningabudduna og jafnvel þýðast þá af hræðslu. Mótþrói er lffshættulegur. Hin fingerða Mary Glatzle fær bófahjartað til að slá hraðar. Hún virðist vera ákjósanlegt fórnarlamb, og hún fær að finna fyrir þvi á hverju kvöldi. Það er alltaf sami leikurinn: Við útjað- ar Central-Park eða i skugga- hverfum Manhattan koma allt i einu skuggar út úr dimmum skotum En áðuren'þeir hafa náð takmarki sinu, hefur Mary þeg- ar 38 mm skammbyssuna i hendinni og segir iskaldri röddu. — Upp með hendur það er lögreglan! — A sama augnabliki koma tveir aðrir menn i ljós. þeir hafa lika byssur i hendi — og handjárn. Lögreglugildran lokast. Ræningjarnir eru oftast svo hissa, að þeir hugsa ekki um að verja sig og gefast strax upp. Bragðið með Mary er stolt Mcgovern foringja, sem stjórn- ar sérdeild lögreglunnar i New York. Siöastliðin tvö ár hefur hún i hvert einasta skipti verið árangursrik sem tálbeita. í töl- um: 250 ofbeldismenn, ræningj- ar og kynferðisafbrotamenn, sem höfðu haft augastað á Mary lentu án undantekningar i fang- elsi. Lautinant Gerard Fenney deildarforingi dásamar tálbeitu sina: Mary er eins og sköpuð fyrir okkur. Lagleg, fingerð og alveg sú manngerð, sem glæpa- menn reyna við. Þeir geta ekki imyndað sér að hún er alveg frábrugðin þvi, sem hún litur út fyrir að vera: Slyng og fjári sniðug! — Það eitt verndar hana náttur- lega ekki gegn hættuleg- um augnablikum. Siðast i júli komst hún i tæri við kynferðis- afbrotamann, sem kom til hennar með vopn i hendi og lét hana ekki fá neitt tækifæri til að draga upp byssuna. Hann neyddi Mary til að ganga á und- an sér inn i garðinn og hinir leynilegu verndarar hennar þorðu ekki að gripa i taumana undir þessum kringumstæðum. Það hefði örugglega þýtt dauða . hennar. En stúlka, sem er búin að vera sex ár i lögreglustarfi er viðbúin öllu. Allt i einu gall við skammbyssuskot i dimmum garðinum, óeinkennisklæddu lögreglumennirnir heyrðu braka i greinum og siöan birtist Mary fyrir framan þá töluvert úfin en heil á húfi með rjúkandi skammbyssuna i höndunum. — Ég ber byssuna alltaf framan á mér i gallabuxna- strengnum og hef hana þvi allt- af, lika i svona tilvikum, við hendina. Hinduglega stúlka hefur unn- ið sig upp i foringjatign og enginn öfundar hana af þvi. Undirheimar New York óttast hana, en það gerir hana ekki upp með sér. — Einhver verður þvi miður að gera þetta skit- verk segir hún. Og um leið litur hún svo hjálparlaus á mann, að maður vildi helzt taka hana i arma sina. Verndarar hennar tveir eru stöðugt i nágrenninu. Þeir taka af- brotainanninn fastan og fara burt með hann. starfa i lóinstundal'élaginu. get- iini við loksins farið að b_>ggja. — DENNI DÆAAALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.