Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Yfirheyrslur vegna verð- lagsbrota bygginga- meistara Gsal-Reykjavik. Verðlagsdómur hefur nú til meðferðar verðlags- brot byggingameistara, og hafa yfirheyrslur farið fram að undan- förnu. Að sögn Sverris Einarsson- ar, formanns dómsins, er enn eftir að yfirheyra ýmsa aðila i málinu. Svo sem kunnúgt er kærði verð- lagsstjóri Meistarasamband byggingamanna fyrir ofreiknað- an uppmælingartaxta, sem i ljós kom, að i gildi hafði verið um langan tima. Rikissaksóknari fól Verðlagsdómi að rannsaka málið, og að sögn Sverris mun ekki liða langur timi þar til viss þáttur málsins verður fullrannsaícaður. Hins vegar sagði Sverrir, að ekki lægi fyrir nú, hversu viðtækþessi rannsókn yrði. Svæðismótið PARMA HAFÐI ÞAÐ BK-Reykjavik.Eftir ellefu tima baráttu tókst Parma að bera sigurorð af Hamann og tryggja sér þar með rétt til einvigis við Liberzon um siðara sætið á millisvæðamótið i skák. Varð þetta lengsta skák mótsihs og gaf Hamann i gærmorgun án þess að tefla frekar. Einvigi þeirra Liberzon og Parma verður liklega háð snemma á næsta ári. Parma kemur sennilega stigahærri út úr svæðismótinu hér en Liber- zon og munar þar mest um sigur hans yfir Friðrik Ólafssyni, en Liberzon tapaði fyrir Friðrik. Dugar þá Parma jafntefli i ein- viginu til að komast á milli- svæðamótið og má geta þess, að Parma hefur ekki ennþá tapað skák á þessu ári. Um endanleg úrslit syæða- mótsins sjá töflu. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. - 1. Ribli 1 1 1 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1/2 n 1 2. Poutiainen o| 1 0 0 1 1 0 1 1/2 1 0 1 1 1 81/2 5 3. Hartston 0 0 | | 0 0 1 0 0 í/2 1 1/2 1/2 1 1 1 6 1/2 JO-11 4. Hamann 0 1 1 | |l/2 0 0 0 1/2 0 1 0 1 1/2 1 6 1/2 10-1] i 5. Friðrik 1/2 1 1 1/21 Bl/2 1 1 1 1/2 1/2 0 1 1 1/2 10 4 6. Zwaig 0 0 0 1 1/Y 1 ° 1/2 1 1 1 1/2 1/2 1 1 8 6 7. Timman 0 0 1 1 0 1 0 1/2 1 1/2 1/2 1 0 1 7 1/2 7-9 8. Liberzon 1/2 1 1 1 0 1/2 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 10 1/2 2-3 9. Murray 0 0 1/2 1/2 0 0 1/2 0 1 1/2 0 0 1/2 r 0 3 1/2 12-13 10. Ostermeyer !/2 1/2 0 1 1/2 0 C 1/2 l/2|ll/2 1/2 1 1 1 7 1/2 7-9 11. Jansa 1/2 0 1/2 0 1/2 0 1/2 1/2 1 1/2 |l/2 1 1 1 7 1/2 7-9 12. Parma 1/2 1 1/2 1 1 1/2 1/2, jTi 1 1/2 1/2 1 1 1 101/2 2-3 13. Björn 0 0 0 o 0 1/2 0 0 1/2 0 0 0 | 1 0 2 1415 14. Laine 0 0 0 1/2 0 0 1 0 0 0 0 0 •0 mvi 2 14-15 15. vanden Broeck 1/2 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 0 0 1 1/2 3 1/2 12-13 Guðmundur sigurstrang- legur S.J.—Reykjavik — Guð- mundur Sigurjónsson er enn stigahæstur á svæðismótinu i skák i Búlgariu ásamt þeim Matanovic frá Júgóslaviu og Georghiu frá Rúmeniu. Guð- mundur vann Zerniak frá Israel i gær i 34 leikjum. Zerniak lék af sér. Siðasta umferð mótsins verður tefld á fimmtudag. i gærkvöldi bauð Vllhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra til lokahófs i tilefni svæðismótsins i skák. Lombardy yfirdómari afhenti 9 efstu mönnunum peningaverð- laun. Finninn Poutiainen hlaut fegurðarverðlaun fyrir skákina við Timman og fer með þrenn verðlaun af hólmi. Á myndinni eru Liberzon, Vilhjálmur Parma, Ribli, Hjálmarsson menntamáðaráðherra og kona hans, Friðrik ólafsson og Lom- bardy. NY VIRKJUN VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP RAFORKUFRAMLEIÐSLA er nú hafin i Blævadalsárvirkjun i Nauteyrarhreppi við Isafjarðar- djúp, og eru þá allir bæir norðan- vert við Djúpið búnir að fá raf- magn frá samveitu, svo og skól- inn i Reykjanesi, en sæstrengur hefur verið lagður yfir Djúpið til Reykjaness. Kostnaður við Blævadalsár- virkjun nam um það bil 18 milljónum kró^a, en virkjunin er eign Nauteyrarhrepps og Snæ- fjallahrepps. Framkvæmdir hófust haustið 1972, og er þeim að heita má lokið. Framleiðslugeta virkjunarinnar er 230 kilówött, og mun sú orka nægja til húsahitunar og al- mennrar heimilisnotkunar á svæðinu, en tilkoma þessarar virkjunar þykir treysta mjög bú- setu við innanvert Isafjarðar- djúp. Hildur Stefánsdóttir og Rannveig ólafsdóttir i 6-D i Melaskólanum. Héldu hlutaveltu og nuou 22 þús. kr, handa vangefnum — ætla að halda aðra hlutaveltu eftir jól Uppistöðulónið i Blævadalsá. MM-Keykjavik. Sex ungar stiilkur i Melaskólanum efndu til hlutaveltu á laugardag- inn og le'tu ágóðann, 22.236,- kr., renna tilsumarstarfs vangefinna. Þær áttu hugmyndina sjálfar, og söfnuðu einnig viða til hlutavelt- unnar. Meðal annars létu verzl- anir ýmislegt af hendi rakna. Stúlkurnar sex, en þær heita Hildur Stefánsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir, Sveindis Hermanns- dóttir, Rósa Harðardóttir, Ingunn S. Veturliðadóttir og Rannveig Sigurgeirsdóttir, sögðu að þær hefðu getað selt miklu fleiri miða, enda létu strákarnir I skólanum ekki sitt eftir liggja að kaupa af þeim. Miðarnir seldust upp á hálftima. Af þvi að þetta gekk svo vel, ætla þær að hafa „stóra hlutaveltu" eftir jólin til styrktar sama málefni. Kjördæmis- þing á Akur- eyri og Hvoli Mó-Reykjavik. Um siðustu helgi voru haldin kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norður- landskjördæmi eystra og Suður- landskjördæmi. Voru þingin vel sótt, og þar voru miklar umræður um kjördæmismál og landsmál. Þingið á Akureyri hófst laugar- daginn 8. nóv., og þar voru sam- þykktar margar ályktanir um kjördæmismál, m.a. um bættar samgöngur, jöfnun á lifsaðstöðu fólks og friðun á fiskimiðum. Einnig var samþykkt ýtarleg stjórnmálaályktun. A laugar- dagskvöld var haldinn haustfagn- aður Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra á Hótel KEA og hófst hann með borðhaldi. Þar flutti Þórarinn Þórarinsson ræðu og Gisli Halldórsson og Þórir Valgeirsson skemmtu. Að lokum var stiginn dans. Istjórn kjördæmissambandsins voru kjörnir: Hilmar Danielsson Dalvlk, Ármann Þórðarson Ölafsfirði, Guðmundur Magnússon Akureyri, Baldur Halldórsson Akureyri, Þormóður Jónsson Húsavik, Indriði Ketils- son Fjalli og Aðalbjörn Gunn- laugsson Lundi. Kjördæmisþing- inu lauk siðari hluta sunnudags. Kjördæmisþingið á Suðurlandi var haldið að Hvoli og hófst kl. 10 á sunnudag. Þar voru einnig mörg mál til umræðu, en aðalmál þingsins voru orku- og mennta- mál. Helgi Bergs, form. stjórnar RARIK, ílutti ræðu um orkumál og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ræddi um menntamál. Urðu miklar umræð- ur um þessa málaflokka. Alyktanir voru gerðar um land- helgismál, samgöngumál, at- vinnu- og orkumál o.fl. 1 stjórn kjördæmissambandsins voru kjörnir: Páll Lýðsson Litlu- Sandvik, Jón R. Hjálmarsson Skógum, Ólafur ólafsson Hvols- velli, Einar Þorsteinsson Sol- heimahjáleigu, Garðar Gestsson Selfossi, Jóhann Björnsson Vest- mannaeyjum og Hörður Sigur- grimsson Holti. Nánar verður greint frá álykt- unum kjördæmisþinganna siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.