Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 12. nóvember 1975. LÖGREGL UHA TARINN 64 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Hvað kostar það okkur að póstleggja öll þessi bréf, spurði hinn maðurinn. — Ég skal segja þér það Buck, svaraði heyrnardauf i maðurinn. Við sendum hundrað bréf og burðargjaldið er fimm cent á bréf. Ef mér reiknast rétt eru það fimm dollarar. — Þér reiknast alltaf rétt, sagði Ahmad og brosti. — Þaö er þessi kafli sem ég get aldrei spilað, sagði stúlkanog spilaði sömu nótunaæofan íæeins og hún ætl- aði að hamra hana fasta í minni sínu. — Haltu áf ram Rochelle, þú nærð því, sagði heyrnar- daufi maðurinn. Buck lyf ti glasi sínu og sá að það var tómt. Hann gekk að borðinu og hellti glasið af tur f ullt. Hreyf ingar manns- ins voru iþróttamannslegar bakið beint og hendurnar slakar með síðunum. Það var eins og hann væri að slaka á eftir velheppnað stökk. — Ég skal hjálpa þér, sagði sá heyrnardaufi. — Ekki of sterkt, sagði Buck. Heyrnardaufi maðurinn bætti enn i glas hans. — Drekktu, sagði hann.... — Þú átt það skilið. — Ég vil ekki verða ofurölvi. — Því ekki það? Þú ert meðal vina, svaraði heyrnar- daufi maðurinn og brosti. Honum var sérlega hlýtt til Buck þessa stundina. Hefði hæf ileika hans ekki notið við í þessum áfanga, hefði áætlun hans aldrei orðið veru- leiki. Frumstæóa sprengju mátti setja saman og tengja hana við kveikjurof ann, en það voru slóðaleg vinnubrögð og háð tilviljun. Honum var meinilla við öll slík vinnu- brögð. Buck hafði unnið verk sitt af áhuga og elju. Það var sannarlega gott að geta leitt að því hugann. Sam- setningin var gerð með það í huga að vera fyrirferðar- lítil og fIjóttengd. Kostnaðurinn var um 64 dollarar, en hvað var það ef höf ð voru í huga lokamörk f járhagsins? Buck hélt fund með félögum sínum og skýrði meðferð dýnamítsins, hvellhettunnar og víratenginganna. Stór- kostlegt. Sannarlega stórkostlegt. Buck var sannarlega góður maður. Sprengjusérfræðingur,' sem unnið hafði við óteljandi lögleg verkefni á sínu sviði. Hann hafði þá bakgrunnsþekkingu sem heyrnardaufi maðurinn áleit nauðsynlega. í þessu ríki var ekki hægt að kaupa sprengiefni án leyfis og tryggingar. Buck hafði hvort tveggja, Heyrnardauf i maðurinn var sannarlega ánægð- ur að hafa hann í þjónustu sinni. Ahmad var líka ómiss- andi. Hann var starf smaður hjá Raf magns- og hitaveitu borgarinnar og vann við uppdrætti og kortateikningar. Vikutekjur hans námu 150 dölum í korta- og skjala- deildinni þegar heyrnardauf i maðurinn hafði f yrst sam- band við hann. Ahmad hreif st þegar af rikulegum laun- um áætlunarinnar og veitti fúslega allar upplýsingar, sem nauðsynlegar voru til að hrinda í framkvæmd siðasta hluta áætlunarinnar. Auk þess vár hann ná- kvæmur maður og vandvirkur. Hann krafðist þess að öll bréf in væru prentuð á mjög vandaðan skjalapappír. Sér- hver hinna hundrað manna skyldi fá bréf sitt í frumút- gáfu en ekki afrif eða Ijósrit. Þannig mætti koma í veg fyrir þá skoðun að bréfið væri grín eitt. Heyrnardaufi maðurinn vissi mætavel að slík smáatriði gátu skorið úr um hvort áætlanir tókust vel að miður. Hann brosti því viðurkenningarbrosi til Ahmads og sötraði viskíið sitt. Svo sagði hann: — Hvað ertu búinn að vélrita mörg bréf ? — Fimmtíu og tvö. — Við verðum að þessu langt fram á nótt. — Hvenær póstleggjum við þessi? — Vonandi á miðvikudaginn. — Ég verð búinn með þau löngu f yrir þann tíma, sagði Ahmad. — Ætlið þið í alvöru að vinna f ram á nótt, spurði Roch- elle. — Þú getur farið í háttinn ef þú vilt góða, sagði heyrn- ardaufi maðurinn. -— Fara í bólið án þín, spurði stúlkan f urðulostin. Buck og Ahmad skiptust á augnatilliti. . — Farðu að sofa. Ég kem á eftir. — Ég er ekki syf juð. — Fáður þér þá í glas og spilaðu annað lag f yrir okkur. — Ég kann ekki önnur lög. — Lestu þá bók, sagði hann sáttfús. Rochelle leit tómlega á hann. — Þú getur líka farið f ram i setustof u og horft á sjón- varpið. — Það er ekkert í sjónvarpinu nema endursýndar myndir. — Sumar þessara gömlu mynda eru mjög fræðandi, sagði heyrnarduafi maðurinn. — Sumar eru líka argasta þvæla, svaraði Rochelle. Heyrnardauf i maðurinn brosti. Langar þig kannski til að sleikja aftur eitt hundrað usmlög. HVELL Sjáðu, þarna Dalla, „njósna-augað" hefur fundið na, —7-----------^r / Hvað er í . þetta . \Geirþrúður? Spýta fyrir köttinn að rvklóra sér á Geturðu ekki klórað henni með einhverju minna? Miðvikudagur 12. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les „Eyjuna hans Múmin- pabba" eftir Tove Jansson (12). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög á milli liða. Frá kirkjustöð- um fyrir norðan kl. 10.25: Séra Agúst Sigurðsson flyt- ur fyrra erindi sitt um Mæli- fell i Skagafirði. Morgun- tónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál" eftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (2). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri" eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (8). 17.30 Frainburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir.' Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál. Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Lögfræð- ingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöng- ur. Sigurveig Hjaltested syngur islenzk lög, Ragnar Björnsson leikur undir. b. Þrir dagar á Gotlandi. Þór- oddur Guðmundsson flytur ferðaþátt, fyrri hluti. c. „ófullnægja", smásaga eftir Pétur Hraunfjörð Pét- ursson. Höfundur les. d. Þjóðtrú um manninn. Bald- ur Pálmason les frásögn Helga Gislasonar á Hrapps- stöðum i Vopnafirði. e. Crh islen/.ka þjóðhætti. Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsbngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur, Ragnar Björnsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður" eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóhann- esson Smári þýddi. Þor- steinn ö. Stephensen leikari les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálinsson. Höfundur les (13). 22.40 Djassþáttur. Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Björninn Jóki. Nýr, bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Skuldin. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdottir. 18.50 List og listsköpun. Fræðslumyndaflokkur fyrir unglinga. 3. þáttur. Ljós og skuggar. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.15 Hlé 20. Fréttir og veður . 20.30 Pagskrá og auglýsingar 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.20 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlutverk Dennis Weav- er. Þýðandi Kristmann Eiðsson. , 22.10 tþróttir. Umsjón Ómar Ragnarsson. Oagskrárlok óákveðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.