Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 11 Gnýr Guðmundur Sigurður Jóhannsson: AAennt er máttur (10. höfundurinn hjá ráðherra var Björn Bjarman, en hann mun hafa verið þar að beiðni hinna höfundanna, en ekki á eigin vegum,enda gaf hannekki út neina bók árin.l970-'73). Flestir þessara höfunda stóðu að mótmælabréfi til Alþingis i ársbyrjun 1975. 1 frétt um það mál, sem birtist i Morgunbl. 8. marz 1975, segir svo m.a.: „Sextán höfundar hafa sent Alþingi mótmælabréf, þar sem þeir segjast telja að hlutur þeirra hafi verið ósæmilega fyr- ir borð borinn og krefjasl . þeir endurmats á störfum úthlutun- arnefndar viðbótarritlauna, sem þeir telja allsendis óviðun- andi." Hér fer á eftir skrá um verk þeirra 9 höfunda, sem undirrituðu bréfið en tóku ekki þátt i heimsókninni til ráðherra. Andrés Kristjánsson. Sótt um 1973 fyrir: Ágúst á Hofi leysir frá skjóðunni.Utg. 1970. Agúst á Hofi lætur flest flakka 1971, þýð- ingar: Anna (ég) Annaeftir Rif- bjerg o.fl. 1970-'72. Sótt um 1974 fyrir: Af llfi og sál, viðtalsbók (Asg. Bjarnþórsson ) 1973. Eirikur Sigurðsson. Sótt um 1973 fyrir: Undir Búlandstindi. Autfirzkir sagnaþættir 1970, Frissi á flótta, barnasaga 1970, óskar i lifsháska, unglingabók 1971, Meö oddi og egg, minning- ar Rikarðs Jónssonar 1972, Barnaskóli Akureyrar i 100 ár 1972 tslenzkar barna- og ungl- ingabækur 1900-1971, 1972. Sótt um 1974 fyrir: Ræningjar i Æð- ey útg. 1973 barnab. Höf. itrekar.að Meðoddi og egghafi verið metsölubók árið 1972. Halldór Laxnesshlaut viðbót- arritlaun 1973 fyrir Guðsgjafa- þulu.Utg. 1972, Yfirskygða staði 1971, Innansveitarkróniku 1970. Sótt 1974, en eina útgáfan á Framhald á bls. 19 — FA máltæki hef ég heyrt ólfk- ari en: „Bókvitið verður ekki i askana látið", og: „Mennt er máttur". Hið fyrra var sagt af vonlausri þjóð! þrúgaðri og þrælkaðri af erlendu valdi, menntunarsnauðri og sfstrit- andi. Siðar vann þjóðin sig upp úr ræfildómnum, og þá sögðu menn með réttu: „Mennt er máttur", en enn virðast ekki allir vera búnir að melta þessi sannindi. Mér varð sannarlega undar- lega við, er ég lasgrein Auðunar Hafnf jörðs Jónssonar um skóla- mál, i þriðjudagsblaði Timans, 7. okt. 1975. Satt að segja var ég svo skyni skroppinn að halda, að á tslandi fyndist ekki menn nú, sem ekki viðurkenndu gildi hinnar bóklegu menntunar, — eöa væru þá a .m.k. nógu hyggn- ir til að hafa þessa „háþróuðu framúrstefnulifsskoðun" sina ekki i hámælum, en eftir að ég las grein Auðunar, varð ég að viðurkenna, að mér hafði skjátl- azt. Af grein þessari, sem teljast verður hin svivirðilegasta árás á alla náms- og menntamenn, má einna helzt ráða, að blessuð- um manninum sé skólakerfið og öll hin æðri menntun mikill þyrnir 1 augum, og vil ég nií leit- ast við að hrekja nokkuð af þeim firrum, sem þar er haldið fram. 1 greininni fárast Auðunn yfir vaxandi aðsókn að æðri skólum og spáir þvi, að eftir 40-50 ár verði allir Islendingar orðnir embættis-, skrifstofu- og verzl- unarmenn, með áframhaldandi þróun, og einnig fárast hann yfir að verkmenntun sé of litil. Svo virðist sem sjóndeildarhringur hans sé afar þröngur. Hann virðist ekki koma auga á neinar aðrar menntastofnanir i skóla- kerfinu en barnaskóla, gagn- fræðaskóla, háskóla og þá skóla, er rétt hafa til að útskrifa stúd- enta. Honum virðist sem sagt ekki vera kunnugt um að til eru iðnskólar, bUnaðarskólar, sjó- mannaskóli og fjöldi annarra sktíla, sem ekki hafa rétt til að útskrifa stúdenta, — skóla þar sem unglingar geta aflað sér staðgóðrar æðri verkmenntun- ar, að loknu skyldunámi. Hitt er svo annað mál, að vinna óbreyttra verkamanna er það einföld, þótt vissulega sé hUn engin sæld, að engin ástæða er til að kenna hana sem hluta af skyldunámi, enda fá allir námsmenn, hvort sem þeir eru i skyldunámi eða framhalds- námi, staðgóða þjálfun i al- mennri verkamannavinnu á sumrin, þegar skólarnir .starfa ekki. Rétt er það, að aðsókn að æðri skólum fer árlega vaxandi, þótt hitt sé náttúrlega alger firra, að halda þvi' fram, að allir lands- menn verði orðnir einhvers kon- ar embættismenn eftir 40-50 ár. En hins ber að gæta, að enda þótt aðsóknin að æðri skólum aukist, virðist aðsóknin að hin- um skólunum, er veita æðri verkmenntun ekki minnka, og er þvi engin ástæða til að ör- vænta um framtið verklegra " starfa á tslandi. Þá má benda á, að meðan launamisréttið i þjóðfélaginu er jafnmikið og raun ber vitni,' leiöir það beint af sjálfu sér, að sem fléstir reyna að komast i hæstlaunuðustu og gróðavæn- legustu störfin, en það eru ein- mitt þau störf, sem krefjast (bökl.) æðri menntunar. ¦ Vissulega er launamisréttið stórt vandamál, og greinir menn á um leiðir til úrbóta. Einn þjóöfélagshópur hefur jafnan lýst sig fúsan til að leysa þetta vandamál á „einfaldan", friðsamlegan" og „lýðræðisleg- an" hátt, en það eru KSML og aðrar álika kommagrúppur. Vil ég benda Auöuni á þessi sam- tok, viljihann fá launamisréttið leiörétt með „einföldum", „friðsamlegum" og „lýðræðis- . legum" hætti. Ég efast heldur ekki um, að þar muni hann fá gtíðan hljómgrunn fyrir breyt- ingartillögur sinar á skólakerf- inu, sem mér sýnast margar, hverjar vera sniðnar eftir kin- verskum fyrirmyndum. Þá heldur Auðunn þvi fram, að skyldunámið sé of mikið og skólaskyldan of löng. Slikt er að sjálfsögðu matsatriði hvers ein- staklings, og mótast afstaða hans til þessara mála af menn- ingarvitund hans og menning- arþroska. Tilgangur menntunar er að öðlast meiri þekkingu á þeim heimi, sem við lifum i, og ef menn eru þeim menningar- þroska gæddir, aðhafa einhvern vilja til sliks og vilja láta telja þjóðfélag sitt siðmenntað menn- ingarþjóðfélag, getur þeim ekki fundizt sú undirstöðumenntun, sem skyldunámið veitir, of mik- il. Hitt er svo annað rh'ál, að ef menn vilja afturhvarf til þess miðaldaþjóðfélags, er hér rikti á verstu niðurlægingartimum islenzkrar þjóðar, þar sem al- menn, bókleg menntun var eng- in og vilji til strits og þrældóms, eða svokölluð vinnusemi, talin aðall allra manndyggða, geta þeir lagt til endalausa styttingu bóklegs skyldunáms og tveggja ára þegnskylduvinnu unglinga.. Auðuni væri holl lesning frá- sögn skáldjöfursins Stephans G. Stephanssonar, af þvi er hann i æsku sá norðlenzka skólapilta vera að riða suður til mennta. Varð drengnum þá svo mikið um, að hann féll i grát yfir þvi hlutskipti að vera fátækur og sjá ekki fram á neina möguleika til að afla sér menntunar. Slikur var hugur hans, manndómur og námslöngun, — betur að fleiri hefðu slikt til að bera. Ég hef haft kynni af mörgu gömlu fólki, núlifandi, sem likt var um fyrir og Stephan. Náms- vilji og metnaður var j)ar fyrir hendi, en fátækt og frumstætt fyrirkomulag menntakerfis stóð i vegi fyrir þvi, að þetta fólk gæti aflað sér þeirrar menntun- ar, sem það vildi. Skyldunámið var ekki annað en frumstæðustu undirstöðuatriði allra almenn- ustuþekkingar, og svo fór þetta fólk Ut i atvinnulifið og eyðilagði sig margt á stritvinnu og þræl- dómi. Þegar þetta gamla fólk litur til baka nú, til sinnar æsku, og ber saman við menntunarað- stöðu ungmenna i dag, getur það ekki annað en öfundað upp- vaxandi æsku. „Mikið eigið þið gott að fá að læra", og: „Mikið væri nú gaman að vera ungur I annað sinn og geta fengið að læra", hefur maður oft heyrt hrökkva af munni gamals fólks. Og nU þegar draumar þessa fólks um velferðarrikið, þar sem allir geta aflað sér þeirrar menntunar sem þeir vilja, án teljandi kostnaðar, hafa rætzt, risa upp menn, sem Utdjöfla bóklegu námi og þeirri góðu bókmenntunaraðstöðu, sem við bUum við, niður fyrir allar hell- ur! Vel getur verið, að með nokkrum rétti megi deila um lengd skólaskyldu og skiptingu skyldunáms i bóklegt og verk- legt, en hitt munu allir menn- ingarlega sinnaðir menn vera sammála um, að sU bóklega undirstöðumenntun, sem þar er veitt, er sizt of mikil. Um tillögu Auðuns um tveggia ára þegnskylduvinnu unglinga eftir gagnfræðapróf, vií ég sem minnst tala. Venju- legt fólk þarf ekki að gangast undir tveggja ára þegnskyldu- vinni til að læra að fara með skófluoghaka.nétil aðlæra hin algengustu störf til sjávar og sveita, þótt svo kunni að vera um Auðun Hafnfjörð Jónsson. Þá heldur Auðunn þvi f ram að hin, sem hann vill meina, langa skólaganga og minnkandi lik- amleg vinna leiði unglingana til „aukinna afbrota og reiðuleys- is." Þessu er ég ekki sammála. Það, að aukin skólaganga (og þar innifalin aukin menntun) leiði unglingana til aukinna af- brota, er alger firra. „Þekking- in er undirstaða dyggðarinnar", segir fornt spakmæli, eignað Sókratesi. Afbrotahneigð held ég mark- ist fyrst og fremst af skapgerð og arfgengri glæpahneigð, og einnig I sumum tilfellum afx óhagstæðum uppeldisáhrifum, sem borgarlifið kann að hafa, en þau óhagstæðu uppeldisáhrif ber ekki að skrifa á reikning menntunar og skólagöngu, held- ur á reikning of lftilla samskipta ungmennanna við náttUruna, og væri hægt að bæta það upp með sérstakri gerð af félagslegri að- stöðu (meira um það sfðar). Ef með orðinu „óreiða" er átt við óreglu unglinga, hlýtur hver að sjá, hvefsu gifurleg hugsana- villa er fólgin bak við orð mannsins. Sá unglingur, sem er I framhaldsnámi, hefur mun takmarkaðri f járráð en sá ungl- ingur, sem hættir námi strax eftir miðskóla- eða gagnfræða- prtíf, eða jafnvel unglingapróf, og fer siöan út I atvinnulifið. Skólamaðurinn vinnur aðeins yfir sumarið, og hefur þvi mun minna fé til að sukka fyrir held- ur en verkamaðurinn, sem er á fullu kaupi allt árið. Þá segir Auðunn i grein sinni: „fig get svo ekki annað, úr þvi ég er að ræða um skólana, en komiö þeirri spurningu minni á framfæri við vitringana, hvers við foreldrar eigum að gjalda af skólakerfinu. Þar er innihaldið allt það sama, skólinn slitur börnin frá okkur og við getum ekki öll hjálpað þeim i hinum svokallaða mengjareikningi, sem viö sjálf lærðum ekki, og fleira þvi um likt." Ekki sé ég neitt athugunar- vert við það, að hin unga kyn- slóð fái meiri undirstöðumennt- un i sinu skyldunámi heldur en sU gamla fékk, slikt er ekki ann- að en eðlileg og heilbrigð fram- þróun. Hins vegar getur það verið, að menn eins og Auðunn fyllist duldri öfund og beiskju yfir þeirri staðreynd, að ung- menni, er lokið hafa skyldu- námi, skuli geta veitt Htt menntuðum foreldrum sinum nokkra uppfræðslu i bóklegum fræðum. Einnig segir Auðunn i grein- inni: „En stærsta móðgunin og kjaftshöggið, sem skólinn býður foreldrunum upp á, er skyldu- greinin kynfræðsla. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að fjöldinn allur af for- eldrum treysti sér til þess að fræða börnin um þetta. En að gera það að skyldunámi, að misjafnir kennarar fræði börnin á þessu sviði, tel ég rangt. Hitt er svo annað mál, að þeir foreldrar, sem óska þess, ættu að geta fengið fræðslu fyrir börnin sin, en hin leiðin er árás á friöhelgi heimilanna. Viljum við foreldrar sjá um þetta atriði sjálfir, hljótum við að hafa full- an rétt til þess." Ekki fæ ég séð, að kynfræðsla i skólum sé árás á friðhelgi heimilanna. Það er sannarlega kominn timi til að hulu fordóma og feimni sé svipt af þessum málum og þau rædd og kennd i skólum fordómalaust, sérstak- lega ef tillit er tekið til þess, að þetta flokkast undir svið allra almennustu þekkingar. Ég myndi vilja snUa orðum Auðuns viö og segja, að rangt væri að láta misjafna foreldra fræða börnin um kynferðismál. Reynslan sýnir þvi miður, að börn hafa i þó nokkrum tilfell- um komið algerlega óuppfrædd frá heimilunum um þessi mál. Hljóta þeir foreldrar, er hér eiga hlut að máli, þvi að vera haldnir svo mikiíli feimni og fordómum, að þeir hafi ekki haft sig upp i að fræða börnin um þessi mál, eða þá að þeir hafi sjálfir verið svo illa upp- fræddir, að þeir séu ekki færir um það. Enn segir Auðunn: „Margur hér á landi er eilifðarstUdent, þvl þá er þaðkomiði þaðaðvera styrktur af riki og bæ á marg- víslegan máta. Svo koma þessir blessaðir unglingar Ut á vinnu- markaðinn, eftir alla þessa skólagöngu, vankaðir og innan- tómir." v Það skal ég segja þér, Auðunn Hafnfjörð Jónsson, að þeir menntaskólanemar, sem ganga til náms i þvi skyni að verða eilifðarstUdentar og græða á kerfinu, eru aðeins örfáir, a.m.k. hef ég ekki orðið var við þann hugsunarhátt i Mennta- skólanum við Hamrahlið, þar sem ég stunda nám. Og varðandi þær skrifstofu- blækur, sem þú nefnir á nafn annars staðar i greininni, get ég sagt þér, að ég efast um að þeir séuað meiri hluta til langskóla- gengnir menn. Ég held, að þetta. séuekki siður, „pabbastrákar", sem hljóta fyrirtæki og skrif- stofuembætti í arf frá feðrum slnum, eða þá i gegn um póli- tlska kliku, og komast af með sára litla menntun. Að unglingar komi Ut Ur skól- unum vankaðir og innantómir, er algjör firra. Námið þroskar og skýrir rökrétta hugsun, en hins vegar er ég ekki frá þvi, að hin likamlega vinna sljóvgi heldur hugsun manna, fyrir Ut- an hið svokallaða verksvit, þótt hUn kunni að efla likamlega hreysti. Ef Auðunn þyrfti að leggja á sig allan þann kostnað og fyrir- höfn, sem ungmenni, sem eru i framhaldsnámi, mörg hver i skólum langt frá heimahögum sinum, þurfa að gera, myndi hann hugsa sig um tvisvar, áður en hann léti sér um munn fara þau orð, er hann hefur um is- lenzka námsmenn i grein sinni. Kröfurnar eru miklar, og ég skora á Auðunn að láta innrita sig f öldungadeild M.H. og sýna það og sanna, að hann sé maður til að standast þær (þ.e.a.s. ef hann hefur þá menntun, sem þarf til að geta komizt þar inn). Hvað viðvikur þeirri hug- mynd Auðuns að hýða alla af- brotaunglinga á Lækjartorgi i betrunarskyni, vil ég segja, að hUnséákaflegahæpin. Auðvitað myndu rollingarnir fyllast illsku yfir sllkum aðförum og hefja nýja afbrotaöldu i hefndar- skyni. Væri þá liklegt, að flutningsmaður þessarar „snjöllu" tillögu yrði manna fyrstur fyrir barðinu á þeim. Auöunn virðist vera dyggur liðsmaður þeirra, er trú hafa á likamlegum refsingum i upp- eldisskyni og segir orðrétt (sýnilega með söknuði): ,,Og ekki má lengur slá i rass á krakka eða aga á réttlátan hátt að dómi foreldranna sjálfra." Mér hefur aldrei fundizt neitt siðlegt eða menningarlegt við líkamlegt ofbeldi, hvort heldur þvi er beitt i nafni uppeldis eða i nafni þess að frelsa föðurlandið, þótt vissulega geti það oft sval- aö knýjandi andlegum hvötum. Heilbrigðara hlýtur aö teljast að leyda hegðunarvandamál barna með sálfræðilegum aðferðum. Framhald á 19. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.