Tíminn - 12.11.1975, Page 11

Tíminn - 12.11.1975, Page 11
10 TÍMINN Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 11 | llllllll Björgvin Sigurgeir Haraidsson Á svörtu og hvítu 1. nóvember sl. opnaði Björg- vin Sigurgeir Haraldsson mál- verkasýningu I Norræna húsinu IReykjavik, en Björgvin er tæp- lega fertugur að aldri. Leið hans hefur um margt veriö óvenjuleg, miðað við hið venjulega. Hann er ættaður úr Dýrafiröi, þar sem Jiann gekk að algengri vinnu og stundaði sjó á milii, en hóf siöan nám i búfræði, bæöi á Hvanneyri og við búfræðideild Menntaskólans á Laugarvatni. Hann mun þó snemma hafa farið að huga aö myndlist, og i tvo vetur stundaöi hann nám i Handiða- og myndlistarskólan- um, og tvo vetur var hann i Myndlistarskólanum, og sigldi siðan til náms i myndlist i Þýzkalandi. Arið 1963lauk hann sm ið a ke nna r a n á m i við Kennáraskólann. A árunum 1970—1971 stundaði hann nám i Noregi og lauk kennaraprófi i myndlistum, með litafræði og skrift sem aðalgreinar. Hann hefur ásamt öðrum gefið út kennslubók i let- urgerð. Björgvin hefur stundað kennslustörf i áratug, fyrst við Vighólaskóla, en er nú fastráð- inn kennari viö Myndlista- og handiðaskólann, þar sem hann kennir litafræði og skrift. Eins og sjá má af framan- sögðu, er Björgvin lærður vel i listum,en mikill timi hefur farið i þetta allt, minni timi hefur þvi orðið til listsköpunar en ella hefði verið. Hann hefur þó sýnt öðru hverju, fyrst i Unuhúsi áriö 1963, þar sem hann hélt einka- sýningu, og hefur siðan átt myndir á mörgum samsýning- um FIM, siðastárið 1975, og ein mynda hans, „stórt myndverk” úr steinsteypu, er á almanna- færi. Mynd sem Reykjavikur- borg keypti og setti upp við Háaleitisbraut. Á sýninguBjörgvins eru sam- kvæmt sýningarskrá 67 verk. Það eru tússmyndir, túss- og vatnslitamyndir, kolmyndir, oliumálverk og svo skúlptúr og lágmyndir. Yfir sýningu Björgvins er við fyrstu sýn dálitið þunglamaleg- ur, allt að þvi dapurlegur blær. Myndir hans eru þungar, svart- ar og dálitið dimmar, og oliu- málverkin bera sama svip. Mál- arinn fer að öllu með gát, og við nánari skoðun virðast vinnu- brögð hans sannfærandi. Björg- vin notar skrift i margar mynd- ir, og gefur það myndunum oft sérkennilegan svip. Til marks um það eru myndir eins og Leiksoppur kerfisins og fl. Þessar myndir þarfnast skoð- unar. Þær tjá sig ekki sjálfar við fyrsta tillit. Þær verður að skoða. Björgvin ársetur myndir sfn- ar af mikilli nákvæmni og gefur upp stærð þeirra. Þetta er mik- ils virði fyrir þann, sem skoðar sýninguna. Hann á þess kost að sjá hvar listamaðurinn hóf ferð- ina og lfka hitt, á hvaða leiö hann er. Nýjustu myndir hans eru áhugaverðari en hinar eldri. Hann virðist nú vera að losna úr dapurlegum fjötrum langskóla- kerfisins, og tilfinningarnar sjálfar ná þá yfirhöndinni. Myndin Gnýr er til vitnis um þessa þróun mála. Kraftur er afsprengi áræðis og tilrauna. Sömu sögu er að segja um myndina Flug. Oliudeildin f sýningunni, þar sem myndheimurinn skiptist ekki lengur svo til einvörðungu í svart og hvitt, er viðfeldinn. Litameðferðin er skóluð, en hún er lfka heft um of. Það sama þyrfti ef til vill að gerast — og á eftir að gerast, að listamaður- inn brjótist út úr kerfinu og finni sinar eigin leiðir. Björgvin styttir sér ekki leiðina, hún tek- ur ef til vill of langan tíma. Allir hlutir taka mikinn tima hjá þeim, er þannig kjósa að vinna. Fiðrildið lifir einn dag, mosinn drepst lfklega aldrei. 1 það heila tekið getur Björg- vin Haraldsson verið ánægður með þann árangur, sem náðst hefur, og næsta sýning hans verður þó ef til vill áhugaverð- ari en þessi, þvi ný tiðindi liggja einhvern veginn i loftinu. Jónas Guðmundsson. Gnýr Kveðjubréf úthlutunarnefndar ÞRIÐJUDAGINN 28. október s.l. gengu tiu rithöfundar á fund menntamálaráðherra og fóru þess á leit að reglum um úthlut- un viöbótarritlauna yrði breytt i þvi augnamiði að „þeir sem sniögengnir hefðu verið við fyrri úthlutanir fengju nú úrlausn.” Af þessu tilefni birtust viðtöl við rithöfundana Jóhannes Helga og Kristin Reyr i Morgunblað- inu og Timanum 29. október, þar sem þeir félagar taka hressilega upp i sig. Við sem höfum setið i úthlut- unarnefnd viðbótarritlauna undanfarin tvö ár, höfum marg- oft gert grein fyrir vinnubrögð- um nefndarinnar og svarað .gagnrýni, að þvi er okkur finnst á málefnalegan og fullnægjandi hátt (Morgunbl. 8. feb. 1974, 24. jan. 15. feb. '75, Timinn 19. jan 1975, flest blöð um 15. marz 1975, sjónvarpsþátturinn Kast- 1 jós 7. feb. 1975). Þegar lesin eru viðtölin við höfundana tvo, er engu likara en þau svör nefnd- arinnar hafi aldrei komið fram. Rithöfundarnir mæla lika gegn betri vitund þegar þeir segja að nefndin, eöa formaður hennar, hafi verið sett af, enda hefur það verið hrakið með yfirlýsingu stjórnar Rithöfundasambands tslands. Omálefnaleg og sérlega rætinskrif nokkurra rithöfunda um störf nefndarinnar og ein- staka nefndarmenn hafa svo sem ekki verið okkur hvatning til þess að taka aftur sæti i henni. Skoraö var á alla nefnd- armenn af til þess bærum aðilum að taka sæti i nefndinni þriöja áriö, þ.e. annast úthlutun nú i ár. Tvö i nefndinni, Þorleif- ur og Rannveig, neituðu ein- dregið að taka þar sæti, en Bergur áleit og álitur, að brott- hvarf úr nefndinni fæli i sér viðurkenningu á órökstuddri og óréttmætri gagnrýni fárra en hávaðasamra höfunda. Rithöf- undar mega Ihuga það, að með þessu áframhaldi gæti reynzt erfitt að fá menn til trúnaðar- starfa i þeirra þágu. Er þá eng- inn að frábiðja sér málefnalega gagnrýni. Við nefndarmenn unum þvi ekki að sitja undir ákærum um „misferli nefndarinnar”, póli- tískar veitingar eða að önnur annarleg sjónarmið hafi legið að baki úthlutana. Við höldum þvi fram, og munum sýna fram á hér á eftir, að enginn þessara „mótmælenda” hafi átt neinn skýlausan rétt á viðbótarrit- launum undangengin tvö ár,umfram þá sem veitingu hlutu. Hins vegar var nefndinni býsna þröngur stakkur skorinn með naumri fjárveitingu, þar sem svo margar umsóknír bár- ust. Árið 1973 voru umsækjend- ur 121. Samkvæmt reglum ráðuneytisins var gert ráð fyrir að úthlutað yrði til 48 höfunda, 250 þús. krónum til hvers. Vegna fjölda umsækjenda þótti nefndinni nauðsyn bera til að nota sér heimild i reglunum tilað fjölga úthlutunum, en um leiö lækkaöi að sjálfsögðu út- hlutunarupphæöin. Úthlutað var til 54 höfunda, eða 6 fleiri en reglur geröu ráð fyrir. 67 um- sækjenda fengu ekkert. 1974 sóttu 98 um viöbótarritlaun, en veitt var 42 höfundum, 56 af umsækjendum fengu ekkert. Sumir umsækjenda uppfylltu ekki útgáfuskilyrðin. Hins veg- ar var nefndinni gert að gera upp á milli jafnrétthárra aðila að þvi leyti, höfunda sem sent höfðu frá sér verk á tilteknu timabili. Slikt val er auðvitað vandasamt en það byggðist á bókmenntalegu mati. Einnig var reynt að hafa nokkurt samræmi milli bókmennta- greina, og voru höfuðflokkar þessir: skáldsögur, leikrit, ljóð, fræðibækur, barnabækur, þjóð- legur fróðleikur og þýðingar. Nefndin starfaði algjörlega sjálfstætt, og við neitum þvi harðlega, að pólitiskt mat hafi verið lagt til grundvallar, eins og þeir Kristinn og Jóhannes halda fram af smekkvisi sinni i viðtalinu. Allt þetta hefur reyndar komið fram i fyrri greinum okkar, sem vitnað er til hér að ofan. Til frekari glöggvunar skulu hér birtar reglur, sem nefndinni voru settar bæði árin, 1973 og 1974, ásamt lista yfir alla hina óánægðu höfunda og upplýsing um um þau verk þeirra, sem komu til álita. Reglur 1973: Úthlutun miöast viö ritverk, útgefiö eða flutt opinberlega á árinu 1972, en rit- vcrk frá árunum' 1971 og 1970 kemur einnig til greina. Reglur 1974: Úthlutun miöist viö ritverk, útgefin eöa flutt opinberlega á árinu 1973. Filippia Kristjánsdóttir. Sótt um 1973 fyrir: Anna Dóra og Dengsi barna- og unglingabók 1971.Flutn. i útvarp: Barnaleik- ritiö 1 leit að jólunum, flutt 1973 og Dregur aö þvi er veröa vill flutt i kvölddagskrá 1972. Sótt um 1974 fyrir: Haustblóm, ljóðabók 1973, Sumardagar i Stóradal 1973, barnabók. Hilmar Jónsson.Sótt um 1973 fyrir: Kannski verður þú, útg. 1970.Sóttum 1974fyrir: Fólk án fata.útg. 1973. Jónas Hjálmarsson. Sótt um 1973 fyrir: Trúarleg ljóö ungra skálda. Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson völdu, 1972. tslenzk nútimaljóðlist. Útg. 1971. Hillingar á strönd- inni, ljóðaþýðingar, 1971. Jó- hann sótti um og fékk viðbótar- ritlaun 1974fyrirbókina Athvarf i himingeimnum, ljóð, og er þvi fulltrúi þeirra sem „smugupóli- tiskt nálarauga kommissarsins afsetta”! Jóhannes Helgi.Sótt um 1973 fyrir: Svipir sækja þing 1970 og þýð. á Óþekkta hermanninum eftir Vainö Linna 1971. Einnig fyrir Hringekjuna 1969. Gaf ekkert út 1972. Sótti ekki um 1974, enda kom ekkert út eftir hann 1973. Jón Björnsson. Sótt um 1973 fyrir Valtý á grænni treyju, útg. 1951 en flutt i útvarp sem fram- haldssaga 1971. Sótti um 1974 fyrir Jón Gerreksson, útg. 1947, flutt I útvarp 1973. Yfirleitt voru ekki veitt viðbótarritlaun fyrir endurútgáfur eöa endurflutning verka, og var Jón þvi mjög fjarri þvi að fá úthlutun bæði ár- in. Jón Ilelgason sótti ekki um 1973 og fékk þvi enga veitingu. Árið 1974 sótti hann og gaf yfirlit yfir bækur sem hann hafði skrif- að undanfarin ár (án þess að geta um ártal), og var sú sið- asta, Þrettán rifur ofan i hvatt útgefin á árinu 1972, en bækur frá þvi ári komu ekki til greina viö úthlutun 1974, eins og áöur getur. Kristinn Reyr. Sótti um 1973 fyrir ljóðabókina Hverfist æ hvað, útg. 1971, og sjónvarps- leikrit, Deilt með tveim, flutt 1971. Árið 1973 kom ekkert út eftirhann,enhannsótti um á ný fyrir ofangreind verk. Samkvæmt reglum nefndarinn- ar 1974 var henni óheimilt að veita viðbótarritlaun fyrir önn- ur verk en þau, sem útgefin væru eða flutt opinberlega 1973. Ragnar Þorsteinsson. Sótt um 1973 fyrir: Það gefur á bátinn, útg. 1970, og Upp á Hf og dauöa, útg. 1972. Sótt um 1974 fyrir: Skjótráöur skipstjóri, barna- og unglingabók, útg. 1973. Sveinn Sæmundsson. Sótt um 1973 fyrir: Einn I óigusjó, útg. 1972, og Á hættuslóðum 1970. Sótt um 1974 fyrir: Upp meö Simon kjaft 1973. Umsókn Sveins mun byggjast á þvi, að með viðbótarritlaunum eigi aö endurgreiða höfundum sölu- skatt i samræmi við sölu bóka þeirra. Það viðhorf rikti ekki innan nefndarinnar, og reyndar munu ýmsir félagar Sveins i sendinefndinni vera þvi ósam- mála. I sambandi viö viðtals- bækur eins og bækur Sveins er álitamál, hvort viðmælendurnir eigi ekki jafnan rétt á viðbótar- ritlaunum og sá sem færöi i let- ur. (10. höfundurinn hjá ráðherra var Björn Bjarman, en hann mun hafa verið þar að beiðni hinna höfundanna, en ekki á eigin vegum, enda gaf hann ekki út neina bók árin. 1970-’73). Flestir þessara höfunda stóðu að mótmælabréfi til Alþingis i ársbyrjun 1975. í frétt um það mál, sem birtist i Morgunbl. 8. marz 1975, segir svo m.a.: „Sextán höfundar hafa sent Alþingi mótmælabréf, þar sem þeir segjast telja að hlutur þeirra hafi verið ósæmilega fyr- ir borð borinn og krefjast ■ þeir endurmats á störfum úthlutun- arnefndar viðbótarritlauna, sem þeir telja allsendis óviðun- andi.” Hér fer á eftir skrá um verk þeirra 9 höfunda, sem undirrituðu bréfið en tóku ekki þátt i heimsókninni til ráðherra. Andrés Kristjánsson. Sótt um 1973 fyrir: Agúst á Hofi leysir frá skjóöunni.útg. 1970. Agúst á Hofi lætur flest flakka 1971, þýð- ingar: Anna (ég) Annaeftir Rif- bjerg o.fl. 1970-’72. Sótt um 1974 fyrir: Af lifi og sál, viðtalsbók (Asg. Bjarnþórsson ) 1973. Eirikur Sigurösson. Sótt um 1973 fyrir: Undir Búlandstindi. Autfirzkir sagnaþættir 1970, Frissi á flótta, barnasaga 1970, Óskar i llfsháska, unglingabók 1971, Meö oddi og egg, minning- ar Rikarðs Jónssonar 1972, Barnaskóli Akureyrar I 100 ár 1972 islenzkar barna- og ungl- ingabækur 1900-1971, 1972. Sótt um 1974 fyrir: Ræningjar I Æö- ey útg. 1973 barnab. Höf. itrekar, að Meö oddi og egg hafi verið metsölubók árið 1972. Halldór Laxnesshlaut viðbót- arritlaun 1973 fyrir Guösgjafa- þulu.útg. 1972, Yfirskygöa staöi 1971, Innansveitarkróniku 1970. Sótt 1974, en eina útgáfan á Framhald á bls. 19 Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Mennt er máttur — FA máltæki hef ég heyrt ólik- ari en: „Bókvitið verður ekki I askana látið”, og: „Mennt er máttur”. Hið fyrra var sagt af vonlausri þjóö! þrúgaðri og þrælkaðri af erlendu valdi, menntunarsnauðri og sistrit- andi. Siðar vann þjóðin sig upp úr ræfildómnum, og þá sögðu menn með réttu: „Mennt er máttur”, en enn virðast ekki allir vera búnir að melta þessi sannindi. Mér varð sannarlega undar- lega við, er ég las grein Auðunar Hafnfjörðs Jónssonar um skóla- mál, I þriðjudagsblaði Timans, 7. okt. 1975. Satt að segja var ég svo skyni skroppinn að halda, að á tslandi fyndist ekki menn nú, sem ekki viðurkenndu gildi hinnar bóklegu menntunar, — eða væru þá a.m.k. nógu hyggn- ir til að hafa þessa „háþróuðu framúrstefnulifsskoðun” sina ekki i hámælum, en eftir að ég las grein Auðunar, varð ég að viðurkenna, að mér hafði skjátl- azt. Af grein þessari, sem teljast verður hin svivirðilegasta árás á alla náms- og menntamenn, má einna helztráða, að blessuð- um manninum sé skólakerfið og öll hin æðri menntun mikill þyrnir i augum, og vil ég nú leit- ast við að hrekja nokkuð af þeim firrum, sem þar er haldið fram. t greininni fárast Auðunn yfir vaxandi aðsókn að æðri skólum og spáir þvi, að eftir 40-50 ár verði allir tslendingar orðnir embættis-, skrifstofu- og verzl- unarmenn, með áframhaldandi þróun, og einnig fárast hann yfir að verkmenntun sé of litil. Svo virðist sem sjóndeildarhringur hans sé afar þröngur. Hann virðist ekki koma auga á neinar aðrar menntastofnanir i skóla- kerfinu en barnaskóla, gagn- fræðaskóla, háskóla og þá skóla, er rétt hafa til að útskrifa stúd- enta. Honum virðist sem sagt ekki vera kunnugt um að til eru iönskólar, búnaðarskólar, sjó- mannaskóli og fjöldi annarra skóla, sem ekki hafa rétt til að útskrifa stúdenta, — skóla þar sem unglingar geta aflað sér staögóörar æðri verkmenntun- ar, að loknu skyldunámi. Hitt er svo annað mál, að vinna óbreyttra verkamanna er það einföld, þótt vissulega sé hún engin sæld, að engin ástæða er til að kenna hana sem hluta af skyldunámi, enda fá allir námsmenn, hvort sem þeir eru i skyldunámi eða framhalds- námi, staðgóða þjálfun i al- mennri verkamannavinnu á sumrin, þegar skólarnir .starfa ekki. Rétt er það, að aðsókn að æðri skólum fer árlega vaxandi, þótt hitt sé náttúrlega alger firra, að halda þvi' fram, að allir lands- menn verði orðnir einhvers kon- ar embættismenn eftir 40-50 ár. En hins ber að gæta, að enda þótt aðsóknin að æðri skólum aukist, virðist aösóknin að hin- um skólunum, er veita æðri verkmenntun ekki minnka, og er þvi engin ástæða til að ör- vænta um framtið verklegra ' starfa á tslandi. Þá má benda á, að meðan launamisréttið i þjóðfélaginu er jafnmikið og raun ber vitni,' leiöir það beint af sjálfu sér, að sem flestir reyna að komast i hæstlaunuðustu og gróðavæn- legustu störfin, en það eru ein- mitt þau störf, sem krefjast (bókl.) æðri menntunar. Vissulega er launamisréttið stórt vandamál, og greinir menn á um leiðir til úrbóta. Einn þjóðfélagshópur hefur jafnan lýst sig fúsan til aö leysa þetta vandamál á „einfaldan”, friðsamlegan” og „lýðræðisleg- an” hátt, en það eru KSML og aðrar álika kommagrúppur. Vil ég benda Auðuni á þessi sam- tök, viljihann fá launamisréttið leiðrétt með „einföldum”, „friðsamlegum” og „lýðræðis- legum” hætti. Ég efast heldur ekki um, að þar muni hann fá góöan hljómgrunn fyrir breyt- ingartillögur sinar á skólakerf- inu, sem mér sýnast margar, hverjar vera sniðnar eftir kin- verskum fyrirmyndum. Þá heldur Auðunn þvi fram, að skyldunámið sé of mikið og skólaskyldan of löng. Slikt er að sjálfsögðu matsatriði hvers ein- staklings, og mótast afstaða hans tíl þessara mála af menn- ingarvitund hans og menning- arþroska. Tilgangur menntunar er að öðlast meiri þekkingu á þeim heimi, sem við lifum i, og ef menn eru þeim menningar- þroska gæddir, aðhafa einhvern vilja til sliks og vilja láta telja þjóðfélag sitt siðmenntað menn- ingarþjóðfélag, getur þeim ekki fundizt sú undirstöðumenntun, sem skyldunámið veitir, of mik- il. Hitt er svo annaö mál, að ef menn vilja afturhvarf til þess miðaldaþjóðfélags, er hér rikti á verstu niðurlægingartimum islenzkrar þjóðar, þar sem al- menn, bókleg menntun var eng- in og vilji til strits og þrældóms, eða svokölluð vinnusemi, talin aöall allra manndyggða, geta þeir lagt til endalausa styttingu bóklegs skyldunáms og tveggja ára þegnskylduvinnu unglinga.. Auðuni væri holl lesning frá- sögn skáldjöfursins Stephans G. Stephanssonar, af þvi er hann i æsku sá norðlenzka skólapilta vera að riöa suður til mennta. Varð drengnum þá svo mikið um, að hann féll i grát yfir þvi hlutskipti að vera fátækur og sjá ekki fram á neina möguleika til að afla sér menntunar. Slikur var hugur hans, manndómur og námslöngun, — betur að fleiri hefðu slikt til að bera. Ég hef haft kynni af mörgu gömlu fólki, núlifandi, sem likt var um fyrir og Stephan. Náms- vilji og metnaður var þar fyrir hendi, en fátækt og frumstætt fyrirkomulag menntakerfis stóð i vegi fyrir þvi, að þetta fólk gæti aflað sér þeirrar menntun- ar, sem það vildi. Skyldunámiö var ekki annað en frumstæðustu undirstöðuatriði allra almenn- ustu þekkingar, og svo fór þetta fólk út i atvinnulifið og eyðilagöi sig margt á stritvinnu og þræl- dómi. Þegar þetta gamla fólk litur til baka nú, til sinnar æsku, og ber saman við menntunarað- stöðu ungmenna i dag, getur það ekki annað en öfundað upp- vaxandi æsku. „Mikið eigið þið gott aðfá að læra”, og: „Mikið væri nú gaman að vera ungur i annað sinn og geta fengið að læra”, hefur maður oft heyrt hrökkva af munni gamals fólks. Og nú þegar draumar þessa fólks um velferðarrikið, þar sem allir geta aflað sér þeirrar menntunar sem þeir vilja, án teljandi kostnaðar, hafa rætzt, risa upp menn, sem útdjöfla bóklegu námi og þeirri góðu bókmenntunaraðstööu, sem við búum við, niður fyrir allar hell- ur! Vel getur verið, aö meö nokkrum rétti megi deila um lengd skólaskyldu og skiptingu skyldunáms i bóklegt og verk- legt, en hitt munu allir menn- ingarlega sinnaðir menn vera sammála um, að sú bóklega undirstöðumenntun, sem þar er veitt, er sizt of mikil. Um tillögu Auðuns um tveggja ára þegnskylduvinnu unglinga eftir gagnfræðapróf, vií ég sem minnst tala. Venju- legt fólk þarf ekki að gangast undir tveggja ára þegnskyldu- vinni til að læra að fara með skóflu og haka, né til að læra hin algengustu störf til sjávar og sveita, þótt svo kunni að vera um Auðun Hafnfjörð Jónsson. Þá heldur Auðunn þvi fram að hin, sem hann vill meina, langa skólaganga og minnkandi lik- amleg vinna leiði unglingana til „aukinna afbrota og reiðuleys- is.” Þessu er ég ekki sammála. Það, að aukin skólaganga (og þar innifalin aukin menntun) leiöi unglingana til aukinna af- brota, er alger firra. „Þekking- in er undirstaða dyggðarinnar”, segir fornt spakmæli, eignað Sókratesi. Afbrotahneigð held ég mark- ist fyrst og fremst af skapgerð og arfgengri glæpahneigð, og einnig i sumum tilfellum af óhagstæðum uppeldisáhrifum, sem borgarlifið kann að hafa, en þau óhagstæðu uppeldisáhrif ber ekki að skrifa á reikning menntunar og skólagöngu, held- ur á reikning of lftilla samskipta ungmennanna við náttúruna, og væri hægt að bæta það upp með sérstakri gerð af félagslegri að- stöðu (meira um það siðar). Ef með orðinu „óreiða” er átt viö óreglu unglinga, hlýtur hver að sjá, hversu gífurleg hugsana- villa er fólgin bak við orð mannsins. Sá unglingur, sem er i framhaldsnámi, hefur mun takmarkaðri fjárráð en sá ungl- ingur, sem hættir námi strax eftir miöskóla- eða gagnfræöa- próf, eða jafnvel unglingapróf, og fer siöan út I atvinnulifið. Skólamaðurinn vinnur aðeins yfir sumarið, og hefur þvi mun minna fé til að sukka fyrir held- ur en verkamaðurinn, sem er á fullu kaupi allt árið. Þá segir Auðunn i grein sinni: „Ég get svo ekki annað, úr þvi ég er að ræða um skólana, en komiö þeirri spurningu minni á framfæri við vitringana, hvers við foreldrar eigum að g jalda af skólakerfinu. Þar er innihaldið allt það sama, skólinn slitur börnin frá okkur og við getum ekki öll hjálpað þeim i hinum svokallaða mengjareikningi, sem við sjálf lærðum ekki, og fleira þvi um likt.” Ekki sé ég neitt athugunar- vert við þaö, að hin unga kyn- slóö fái meiri undirstöðumennt- un i sinu skyldunámi hpldur en sú gamla fékk, slikt er ekki ann- að en eðlileg og heilbrigð fram- þróun. Hins vegar getur það verið, að menn eins og Auðunn fyllist duldri öfund og beiskju yfir þeirri staðreynd, að ung- menni, er lokið hafa skyldu- námi, skuli geta veitt litt menntuðum foreldrum sinum nokkra uppfræðslu i bóklegum fræðum. Einnig segir Auðunn i grein- inni: „En stærsta móðgunin og kjaftshöggið, sem skólinn býður foreldrunum upp á, er skyldu- greinin kynfræðsla. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að fjöldinn allur af for- eldrum treysti sér til þess að fræða börnin um þetta. En að gera það að skyldunámi, að misjafnir kennarar fræði börnin á þessu sviði, tel ég rangt. Hitt er svo annað mál, að þeir foreldrar, sem óska þess, ættu aö geta fengið fræðslu fyrir börnin sin, en hin leiöin er árás á friðhelgi heimilanna. Viljum við foreldrar sjá um þetta atriði sjálfir, hljótum við að hafa full- an rétt til þess.” Ekki fæ ég séö, að kynfræösla i skólum sé árás á friðhelgi heimilanna. Það er sannarlega kominn timi til að hulu fordóma og feimni sé svipt af þessum málum og þau rædd og kennd i skólum fordómalaust, sérstak- lega ef tillit er tekið til þess, að þetta flokkast undir svið allra almennustu þekkingar. Ég myndi vilja snúa orðum Auðuns við og segja, að rangt væri að láta misjafna foreldra fræða börnin um kynferðismál. Reynslan sýnir þvi miður, að börn hafa i þó nokkrum tilfell- um komið algerlega óuppfrædd frá heimilunum um þessi mál. Hljóta þeir foreldrar, er hér eiga hlut að máli, þvi að vera haldnir svo mikiíli feimni og fordómum, að þeir hafi ekki haft sig upp I að fræöa börnin um þessi mál, eða þá að þeir hafi sjálfir verið svo illa upp- fræddir, að þeir séu ekki færir um það. Enn segir Auðunn: „Margur hér á landi er eilifðarstúdent, þvi þá er þaðkomiði þaöaðvera styrktur af riki og bæ á marg- vislegan máta. Svo koma þessir blessaðir unglingar út á vinnu- markaöinn, eftir alla þessa skólagöngu, vankaðir og innan- tómir.” v Þaö skal ég segja þér, Auðunn Hafnfjörð Jónsson, að þeir menntaskólanemar, sem ganga til náms i þvi skyni að verða eilifðarstúdentar og græða á kerfinu, eru aðeins örfáir, a.m.k. hef ég ekki orðið var við þann hugsunarhátt i Mennta- skólanum við Hamrahlið, þar sem ég stunda nám. Og varðandi þær skrifstofu- blækur, sem þú nefnir á nafn annars staðar i greininni, get ég sagt þér, að ég efast um að þeir séu að meiri hluta til langskóla- gengnirmenn. Ég held, að þetta séuekki siður, „pabbastrákar”, sem hljóta fyrirtæki og skrif- stofuembætti i arf frá feðrum sinum, eða þá i gegn um póli- tiska kliku, og komast af með sára litla menntun. Að unglingar komi út úr skól- unum vankaðir og innantómir, er algjör firra. Námið þroskar og skýrir rökrétta hugsun, en hins vegar er ég ekki frá þvi, að hin likamlega vinna sljóvgi heldur hugsun manna, fyrir út- an hið svokallaða verksvit, þótt hún kunni að efla likamlega hreysti. Ef Auðunn þyrfti að leggja á sig allan þann kostnaö og fyrir- höfn, sem ungmenni, sem eru i framhaldsnámi, mörg hver i skólum langt frá heimahögum sinum, þurfa að gera, myndi hann hugsa sig um tvisvar, áður en hann léti sér um munn fara þau orð, er hann hefur um is- lenzka námsmenn i grein sinni. Kröfurnar eru miklar, og ég skora á Auðunn að láta innrita sig I öldungadeild M.H. og sýna það og sanna, að hann sé maður til aö standast þær (þ.e.a.s. ei hann hefur þá menntun, sem þarf til að geta komizt þar inn). Hvað viðvikur þeirri hug- mynd Auðuns að hýöa alla af- brotaunglinga á Lækjartorgi i betrunarskyni, vil ég segja, að húnséákaflegahæpin. Auðvitað myndu rollingarnir fyllast illsku yfir slikum aðförum og hefja nýja afbrotaöldu i hefndar- skyni. Væri þá liklegt, að flutningsmaður þessarar „snjöllu” tillögu yrði manna fyrstur fyrir barðinu á þeim. Auðunn virðist vera dyggur liðsmaður þeirra, er trú hafa á likamlegum refsingum i upp- eldisskyni og segir orðrétt (sýnilega með söknuði): „Og ekki má lengur slá i rass á krakka eða aga á réttlátan hátt að dómi foreldranna sjálfra.” Mér hefur aldrei fundizt neitt siölegt eða menningarlegt við Hkamlegt ofbeldi, hvort heldur þvi er beitt i nafni uppeldis eða i nafni þess að frelsa föðurlandið, þótt vissulega geti það oft sval- aö knýjandi andlegum hvötum. Heilbrigöara hlýtur að teljast að leyda hegðunarvandamál barna meö sálfræöilegum aðferöum. Framhald á 19. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.