Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 13 KllIIIIIllllílllll Kominn er Oddur á kjörsvið sitt 1 tilefni af kveöju Odds Sigur- jónssonar til min i Alþýðublað- inu föstud. 24. okt. vil ég vekja athygli á þessum atriðum: 1. Oddur nefnir ekkert dæmi um það, að ráöuneytisstjórar sitji i nefndum, sem fást við verkefni fjarskyld embætti þeirra. Þar með hefur hann gefizt upp við að fylgja eftir þeirri ádeilu sinni, sem var tilefni þessara orða- skipta okkar. Hann er runninn af hólminum hvað það snertir. Hann reynir ekki að nefna dæmi um að ráðuneytisstjórum ,,sé þvælt i óskyld störf". Hitt er ó- ljóst, hvort hann skilur enn, að það geti verið eðlilegur hluti af starfi ráðuneytisstjóra að fjalla um vissa þætti mála, sem ráðu-' neyti þeirra tilheyra með sér- stökum nefndum sem að þeim vinna. 2. Ég kannast ekki við að hafa búið til misskilning og lagt út af iþessu sambandi. Ég vildi mót- mæla þeim skilningi að það væri óeðlilegt að starfsmenn ráðu- neyta væru tilkvaddir þegar skipaðar eru nefndir til að at- huga þau mál, sem þeir fást daglega við. Slik nefndatörf geta verið hluti af aðalstarfinu — lifsuppeldinu, sem Oddur kallar. En nú er skylt að geta þess að Oddur hefur aldrei sagt að ég hafibúið mér til misskiln- ing. En hafi þetta ekki átt að ná til min sé ég ekki hvaða erindi það átti i kveðjuna. 3. Oddur segir f lokin, að mönn- um, sem iðki það að búa sér til misskilning og leggja út af, sé að sinu áliti naumast trúandi til að losa næturgagn svo skamm- laust sé. Nú vil ég benda honum a, að ýmsum greindum lesend- um er það með öllu hulið, hvaða erindi þessi umsögn á i kveðju til min. En þar sem mér er ekki grunlaust um að þar með séu umræðurnar að komast á það svið, sem Oddi lætur vel að, leika á, vildi ég biðja hann að upplýsa migogaðra um það lit- ilræði. Alla vega er þetta hans kjörsvið. H.Kr. Aðalumræðuefni miðstjórnarfundar Alþjóðasamvinnusambandsins: Afstaða æskunnar til samvinnuhreyfingarinnar FUNDUR i miðstjórn Alþjóða- samvinnusambandsins (ICA) var haldinn f Stokkhólmi 23.-25. októ- ber. Fundinn sátu um 180 fulltrú- ar frá velflestum aftildarsam- böndum ICA, en þau eru nú 160 i 63 löndum. Þeirra á meðal er Samband ísl. samvinnufélaga, og á Erlendur Einarsson forstjóri sæti f miðstjórninni af þess hálfu. Aðalumræðuefni þessa fundar voru afstaða æskunnar til sam- vinnuhreyfingarinnar, og áhrif orkukreppunnar á rekstur sam- vinnufélaga. Þá var einnig fjallað þar um aukið samstarf á milli samvinnusainbaiida innbyrðis, og um framtiðarverkefni ICA. Auk þess voru að vanda gefnar skýrslur á fundinum um hina margvislegu þætti i starfsemi ÍCA. Á þessum fundi lét dr. Mauritz Bonow af störfum sem forseti ICA, en hann hefur gegnt starf inu undanfarin 15 ár. Á þvi timabili hefur athafnasemi ICA i þróunar- löndunum aukizt mjög og reynd- ar, orðið eitt af meginverkefnum sambandsins. Dr. Bonow hefur verið lifið og sálin i þessum verk- efnum, og á fundinum voru hon- um fluttar miklar þakkir fyrir leiðtogastarf sitt á þessu sviði. 1 ræðum á fundinum kom greini- lega fram, hversu mikils þetta starf hans var metið, og átti það jafnt við um fulltrúa frá Austur- og Vestur-Evrópu, auk fulltrúa þróunarlandanna. Forseti ICA i stað dr. Bonows var kjörinn Roger Kérinec frá Frakklandi. Hann hefur gegnt fjöldamörgum trúnaðarstöðum innan samvinnusambandsins i heimalandi si'nu, FNCC, og hefur veriðformaðurþessfrá 1973. Árið 1972 varð hann annar af tveimur varaforsetum ICA og hefur gegnt þvi starfi siðan. Varaforseti i hans stað var kjörinn Peder Söil- andfráNKL i Noregi.en fýrir var sem varaforseti A.P. Klimov frá Sovétrikjunum. Svo sem kunnugt er fer veru- legur hluti af starfsemi ICA i þró- unarlöndunum fram isvæðaskrif- stofum þess, sem eru tvær. önnur i Nýju-Delhi i Indlandi, og sinnir hún málefnum i Suðaustur-Asiu., Hin er i Moshi i Tansaniu, og er starfsvæði hennar Austur- og Mið-Afrika. Auk þess hefur ICA einnig unnið taJsvert starf á sviði þróunaraðstoðar i Suður-Ame- riku. Þá er einnig verið að vinna að þvi, að ICA geti sett á stofn þriðju svæðisskrifstofu sina i Vestur-Afriku, og hafa samvinnu- félög og stjórnvöld i Ghana óskað eftir þvi, að hún verði þar i landi. Á fundinum var m.a. gefin skýrsla um starf fiskimálanefnd- ar ICA og nýafstaðna ráðstefnu um samvinnufiskveiðar i Tokyo. Urðu um það nokkrar umræður, og var E'rlendur Einarsson þar einn ræðumanna. í ræðu sinni lagði hann aherzlu á mikilvægi þess, að fiskstofnanir verði ræktaðir og verndaðir, og auk þess lýsti hann ánægju sinni með ráðstefnuna i Tokyo, fyrst og fremst vegna þess, að hún hefði sýnt það svart á hvitu. hve mikil þekking og reynsla á sviði fisk- veiða og fisksölumála væri fyrir hendi innan samvinnuhreyfingar- innar. Hvatti hann til aukinna átaka á þessu sviði, og lagði i þvi sambandi -áherzlu á nauðsyn þess, að aðildarsamböndin létu sem mest fé af höndum rakna til að styrkja athafnir ICA á sviði fiskveiðimála og aðstoðar á öðr- um sviðum við þróunarlöndin. Næsti miðstjórnarfundur ICA verður haldinn f Sofia i Búlgariu i april á næsta ári, og verður meg- inverkefni hans að undirbúa 26. þing sambandsins, sem verður i Paris 28. sept. — 1. okt. 1976. Kom m.a. fram á Stokkhólmsfundin- um. að Frakklandsforseti, Gis- card d'Estaing, hefur gefið fyrir- heit um að ávarpa þingið við setn- ingu þess. Siðast var þing ICA haldið i Varsjá i Póllandi haustið 1972. Nýtt og smekklegt útlit auk þekktra gæða IIJ^OSSSS^----- Skipholti 35 •• Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Ný íslensk prjónabók Elín heitir ný íslensk prjóna- bók, sem unnin er að öllu leyti hérlendis. Elín birtir fjörutíu nýjar uppskriftir, gerðar sérstaklega fyrir þessa bók, og fylgir lit- mynd af hverri þeirra. Þar er að finna flíkur á börn, unglinga og fullorðna, mottur, teppi og púða, prjónað og heklað úr nær öllum gerðum Gefjunargarns. Stærð, verð og gæði bókarinnar eru svipuð og stærri prjónabóka á öðrum norðurlandamálum, sem hér hafa verið notaðar um árabil. Gefjun hefur þessa útgáfu í þeirri von, að prjónabókin Elín megi bæði örva til hannyrða og kveikja nýjar hugmyndir listrænna kvenna og karla, sem fiíja upp á prjón. Ráðstefna um þróun byggingastarfsemi 40 litpimtaðar pijónauppsktifiir RANNSÓKNARÁÐ rikisins efnir til ráðstefnu að Hótel Loftleiðum miðvikudag 12. nóvember, um þróun bygginga- starfsemi á tslandi. Takmark Rannsóknaráðs er að setja fram langtimaáætlun um þróun visinda og tækni, þar sem skilgreind verði þau visindasvið og rannsóknaverkefni, er njóta eigi forgangs vegna mikilvægis þeirra fyrir þjóðarheildina. Aætlanagerðin er allumfangs- mikið verkefni og er ráðstefnan einn liðurinn i þvi verkefni. Markmið ráðstefnunnar er að skapa grundvöll að skilgreiningu þjóðarmarkmiða á sviði bygg- ingastarfsemi, er Rannsóknaráð f geti tekið mið af við mótun vis- indastefnu næstu 5 árin. Eins og kunnugt er, fól Rann- sóknaráð hópi sérfræðinga að gera yfirlit yfir stöðu og spá um þróun fjögurra helztu atvinnu- vega þjóðarinnar. Skýrslan um þróun byggingastarfsemi, er Rannsóknaráð gaf út i september i ár, er fyrsti sýnilegi árangur þess starfs. Efni skýrslunnar mun verða til umræðu á ráðstefn- unni. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið 110 gestum frá um 60 sam- tökum, félögum og stofnunum viðs vegar að af landinu. Aætlað er, að ráðstefnunni ljúki kl. 18:00 á miðvikudag. EM *EiSf 'fíhi m t.-s-:¦¦-•¦. •&, WUIIiifL Wffl. J/f . /i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.