Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 3. desember 1975. ORUGGUR STAÐUR Jafnvel þótt maöur hafi langan háls, er varúðin bezt fyrir gir- affabarniö, i allri þess vorvitni. Það stendur þvi stillt og prútt milli fóta mömmunnar. Regla númer eitt: Þetta er öruggur staður. Regla númer tvö: Þeir stóru hafa oftast betri yfirsýn! Allavega hjá dýrum. * * Hlífðargleraugu við kjarnorkuljósi Sprengjuflugmenn bandariska flughersins eiga i framtiðinni að hafa hlifðargleraugu úr sér- stöku gleri til þess að blindast ekki af kjarnorkublossa. Sandia Laboratories og Bendix sam- steypan hafa búið til tvær teg- undir til reynslu, eina með krínglóttum glerjum og aðra með ferköntuðum. Þessum hlifðargleraugum er stjórnað af rafauga, sem útilokar 99,9% af kjarnorkuljósinu um leið og það fellur á þau. **••*••*••• y'r:'r' ¦¦'¦'. |k ..,..-. - :¦ * ..--' ¦ "•- ¦ M ¦"';'¦¦ %y ". *.r'':l: . étSBsi M ' 1 F ^ \„: ¦^llk Ást / stað kláms Unga ítalska leikkonan Dalila Di Lazzaro veiddi stóran fisk. Fyrir nokkrum mánuðum var talað um að hun væri orsök skilnaðar milli Sophiu Loren og eiginmannsihennar, C Ponti. Hún hefur nú trúlofazt vinsæl- asta leikstjóra frönsku klámöld- unnar, Just Jaeckin, sem er 35 ára gamall. Þau kynntust, þeg- ar Dalila hafnaði tilboðinu um að leika aðalhlutverkið i kvikmynd Jaeckins: „Sagan um 0" af siðferðilegum ástæð- um. Þetta hafði svo mikil áhrif á leikstjórann, að hann varð ekki aðeins ástfanginn i Dalilu, heldur sór að gera aldrei fram- ar klámmyndjr. Framvegis ætl- ar hann einungis að gera saka- málamyndir. ••••••••••• Vínar-gervihjartað tiibúib til notkunar Prófessor Johann Navratil for- stööumaður skurðlækninga- deildar Háskólans i Vin II, sem er leiðandi gervihjartasér- fræðingur i Evrópu, segir gervihjarta sitt vera tilbúið eftir sex ára tilraunir. Hann sagði fyrir skömmu; — Þegar séð er, að ekki er hægt að bjarga einhverjum með öðrum ráðum, þá setjum við það i þegar i stað i þann sjúkling. Þetta er ekki staögengill hjartans til æviloka, heldur er það aðeins aðstoðar- hjartahluti úr áli og gerviefni, sem hlifir blóðinu, og á að taka við dælustarfi vinstra hjarta- helmingsins i hæsta lagi i tvo mánuði. Navratil telur flest sjuk hjörtu hæf til endurhæfingar. Hjartahólfið hefur verið reynt á' kálfum. Bezti sjúklingur Navra- tils úr dýrarikinu er ung kýr að nafni Esmeralda, sem hafði hjartahólfið i 73 daga, og kunni ágætlega við sitt eigið hjarta eftir uppskurðinn. Karlmenn fá stundum góðar hugmyndir... Nektardansmær fær miða frá aðdáanda eftir sýningu. — Náðuga ungfrú, ég er vitlaus i yður. Ef þér komið ekki út með mér i kvöld mun ég ef til vill drepa mig. Ég bið eftir yður við sviðsinnganginn. Siðan er PS bætt við: — Ef þér hafið ekki tima, látið þá eina af starfs- systrum yðar hafa miðann. Hjón koma til tannlæknis. — Hvað kostar að láta taka tönn? spyr maðurinn. — 3.500 með deyfingu, 2000 án deyfingar. — Þá án deyfingar! — Bravo, segir tannlæknirinn, — svona eiga karlmenn að vera. — Hvað, segir maðurinn og segir svo við konuna: — fáðu þér sæti, elskan! — Einn snafs og tvo bjóra ef þú vildir gjöra svo vel! FrM DENNI DÆMALAUSI „Kannski hann hafi ekki haft efni á að fara til sólarlanda I vetur. Nokkurn tima látið þér detta það hug?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.