Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 30. desember 1975. ÞJÓÐLEIKHOSIÐ: GÓÐA SALIN 1 SESÚAN Frumsýning Dæmileikur eftir BERTOLD BRECHT Leikstjóri: STEFAN BALDURSSON Þýðandi ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Þýðing á ljóöum og eftirmála: BRIET HÉÐINSDÓTTIR Leikmynd og búningar SIGURJÓN JÓHANNSSON Tónlistarstjórn ATLI HEIMIR SVEINSSON Tónlist PAUL DESSAU Jólaleikrit Þjóðleikhússins I ár er eftir mann sem auk annars hlaut friöarverðlaun Stallns árið 1954. Hann hét Bertold Brecht (1898-1956) og hefur áður verið sýndur hér á landi, enda heimsfrægt skáld og leikhúsmaður. Bertold Brecht fæddist i Augsburg I Þýskalandi,þar sem faðir hans var forstjóri i pappirsverksmiðju. Bertold Brecht hóf ritferil sinn árið 1914, að þvi er heimildir telja, og birti þá smá- sögur og ljóð, en fyrsta leikritið Trumbusláttur um nótt samdi hann árið 1917. Það var frumsýnt árið 1922. Árið 1928 öðlaðist Brecht heimsfrægð fyrir Túskildings- óperuna, er hann samdi ásamt tónskáldinu Kurt Weill, en ópera þessi hefur verið sýnd vlða um heim við miklar vinsældir, þar á meðal á Islandi. Viðburðarik ævi Góða sálin I Sesúan er fjórða verkið eftir Bertold Brecht, sem sýnt hefur verið i Þjóðleik- húsinu, hin eru Mutter Courage (1965), Puntila bóndi og Matti vinnumaður og eins og áður sagði Túskildingsóperan, sem flutt var árið 1972. Auk þess hafa leikrit og ýmsir leikþættir hans verið fluttir i rfkisút- varpinu. Bretold Brecht lifði mjög viðburðarika ævi. Hann vann sem læknanemi á sjúkrahúsi i fyrri heimstyrjöldinni og hann flúði frá Þýzkalandi undan of- riki nasista, en leikhúsverk hans voru bönnuð i Þýzkalandi nasista og bækur hans voru brenndar, opinberlega. Bertold Brecht settist þá að i Danmörku, þarsem hann bjó i sex ár. Siðan átti hann heima I Sviþjóð i eitt ár og dvaldist þá einnig i Finnlandi. Þarna urðu til mörg verka hans er heims- frægö hlutu. Bertold Brecht fluttist til Bandarik janna árið 1941 eftir flótta undan þýzka hernum frá Finnlandi, en eftir að hafa verið leiddur fyrir öldungadeildar- nefnd Bandarikjaþings sakaöur um „óamerlska starfsemi" (1947) fór hann frá Banda- rikjunum og settist að I Sviss. Ekki undi Brecht samt þar, heldur hélt til Austur-Þýzka- lands og varð leikhússtjóri við Deutsches Theater i Austur-- Berlin, .en ári síðar (1949) stofnaði hann hinn fræga leik- flokk sinn Berliner Ensemble, ásamt konu sinni, Helene Weigel, sem var leikkona. Þau fengu siöar til umráða sérstakt leikhús þar eystra. Brecht varð félagi þýzku listaakademlunnar I Austur-Berlin og hlaut ýmsar vegtyllur, þar á meðal áður- nefnd friðarverðlaun Stallns. Berthold Brecht lézt árið 1956 úr hjartalömun. Góða sálin i Sesuan Bertold Brecht er talinn i hópi stórskálda þessarar aldar og gætir áhrifa hans viða i leiklist og leikritun. Sýningar á verkum hans þykja nú á dögum merkilegir viðburðir i leikhús- lifinu. Um Góðu sálina i Sesúan Sviðsmynd úr leikritinu „Góða sálin l Sesúan." ffÞAR ERU ENN GUÐIR EN KOMNAR FLUGVÉLAR" er það að segja að það verk þvældizt meira fyrir honum en mörg önnur er hann samdi. Það tókhann hálfan annan áratug að semja það. Verkið er til i nokkrum „gerðum" og mun það taka fimm ti'ma I flutningi I þeirri lengstu. Sýningin i Þjóð- leikhúsinutekurþrjá timaog er leikurinni I5atriðum — eitt at- riði er þannig fyrir hvert ár, sem það tók Brecht að semja þetta magnaða ruglingslega verk, sem þrátt fyrir margvis- lega agnúa verður að teljast merkilegur skáldskapur. Megináherzlan er lögð á hina heimspekilegu niðurstöðu að i raun og veru sé heimurinn svo vondur,að enginn komist af án verulegra skakkafalla. Leikurinn geristá timamótum: „Þar eru enn guðir en komnar flugvélar". Og spurningin er: „A áð breyta heiminum? Hvernig? Og hver á að gera það? Nei, það er allt i stakasta lagi." 1 stuttri grein um Góðu sálina, segir Stefán Baldursson, leikstjóri á þessa leið: „Bertold Brecht leit á það sem mikilvægasta markmið leikhússins, að sýna sambúð fólks, samskipti þeirra, aðstæður og atferli þannig, að áhorfandinn fyndi sig knúinn til aðgerða I breytingaátt. Þær kringumstæður, þaö umhverfi, sú" þjóðfélagsskipan, sem meinar manneskjunni að vera góð — sjálfri sér og öðrum um leið, og þvingar hana til harðneskju og illdæða — það eru þessir þættir, sem Brecht skoðar og skýrir i leikritum sín- um, ekki hvað slzt leikriti þvi, sem við sýnum." Ennfremur þetta: „Aðferð Bertold Brecht að efni slnu'og framsetningu þess gefur engar uppskriftir, né verður auðlýst með örfáum orðum. Minnumst þess aðeins, að aðferð Brechts er ekki rig- skorðuð við ákveðinn „stil" — i verkum hans gætir ótal stil- tegunda, þau spanna allar þær stlltegundir, sem leiklistin hefur mótað frá örófi alda. Stiltegund, lausnir og leikaðferðir ákvarð- ast af eðli og efni verksins hverju sinni." Brecht slær ótal varnagla I Góðu sálina. Nefnir það m.a. Dæmileik. Af hverju það? Liklega til þess að komast hjá hörðum ádeilum á vankanta verksins, hinn ruglandi stil þess og glundroðann sem þar rfkir. Mjög miklar kröfur eru gerðar til áhorfenda, sem verða að fylgja skáldinu um veröld, þar sem enn eru guðir en komnar eru flugvélar. Liklega er veikasta hlið verksins þó, hversu góðir hinir góðu eru og fátækir og hve vondir og rikir hinir vondu eru, en slika hlut- drægni er einkum að finna I af- þreyingabókmenntum eftir eldri konur og skólastjóra og þykja ekki fýsileg efnistök hjá skáldum, sem vilja láta taka sig alvarlega. Samt eru skrif Brecht að öðru leyti blessunar- lega laus viðaðvera túlkandi: fólk verður sjálft að bera það sem á sviðinu gerist saman við lögmálið, og sina eigin rétt- lætiskennd. Það er nefnilega ekki um neina úrvinnslu að ræða þannig séð. Kinversk borg? 1 fimmtán löng ár var Góða sálin að þvælast fyrir Bertöld Brecht. Fyrsta hugmyndin er skráð á blað þegar árið 1927. Þar segir i örfáum orðum frá gleðikonunni Fanny Kress, sem dulbýr sig sem tóbaks- kaupmann. Arið 1930 samdi hann uppkast af verkinu og hva ð eftir annað skýtur þvl upp I dagbókum skáldsins næstu ár, en það er ekki fyrr en I út- legðinni I Danmörku, að veru- legur skriður komst á, og árið 1943 var verkið frumsýnt i Zurich. En vikjum nú að sýningunni sjálfri undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Verkið er i ágætri þýðingu Þorsteins Þor- steinssonar. Það sama verður ekki sagt um ljóðaþýðingarnar, sem Bríet Héðinsdóttir annaðist. Þær eru vægast sagt mjög torskildar og maður á bágt með að trúa þvi að Brecht hafi ekki ort betur en þetta. Leikurinn gerist i kinverskri borg. Um borgina segir Brecht þetta, m.a. „Borgin verður að vera stór, skltug og óbyggileg.... forðast verður óþarfa eftiröpun klnversks hátternis. Ég hugsa mér úthverfi i kinverskri borg, þar sem. starfræktar eru sementsverksmiðjur. Það eru enn guðir en komnar flug- vélar." Þetta hefur Þjóðleik- húsið tekið of bókstaflega finnst mér. Kassaborgin minnir meira á smíðaleikvöllinn i Kópavogi en Á klnverskar borgir. Ab forðast beri óþarfa eftiröpun kinversks hátternis er þarna tekið of hátiðlega. Kinverskar borgir á svipuðu tilverustigi, eins og t.d. vissir hlutar Hong Kong, þar sem fátæktin er ægi- leg, að ekki sé minnzt á aðrar kínverskar fátækranýlendur i Asiu. Þær hafa á sér allt annan blæ. Menn vinna að iðn sinni á strætunum, engar hurðir eru á búðunum og skraut og plaköt hanga Ut um allt og litadýrðin er stórkostleg. Myndmál er. þessu fólki eiginlegra en margt annað og fátæktin hindrar ekki lita- gleðina að marki. Leikmyndin er því misheppnuð, hvað þetta snertir.enhúnhentar leiknum á hinn bóginn nokkuð vel. Og hún er vel smiðuð og vel gerð I harðri samkeppni við stráka um timburkassa I álfabrennur, sem er hvað hörðust um þetta leyti árs. Leikmyndin 15. atriði var hins vegar mjög góð. Sama er að segja um búninga fólksins. Þeir eru ekki sannfær- andi. Fátæklingar eru ekki eintdmir sóðar, ekki heldur i Klna. Þeireru að visu tötralega búnir, en ekki svona hrikalega skítugir, þegar undan er skilið geðveikt fólk og undarlegt, þvær kínverska fólkið sér dags dag- lega. Þetta er þvidálitið undar- legt „Kina" hjá þeim i Þjóð lcikhúsinu. Góða sálin I Sesúan er i 15 at- riðum og tekur eins og áður sagöi rúmlega þrjá tima i flutningi. Upphaflega munu at- riðin hafa verið 17 talsins, en tveim mun hafa verið sleppt á seinustu stundu. Leikendur Aðalhl.verkiö leikur Margrét Guðmundsdóttir, en hún leikur götustelpuna Sén Te og „frændann" Sjúi Ta, sem er reyndar hún sjálf I gervi. Margrét Guðmundsdóttir er ekki neinn nýliði á fjölum Þjóð- leikhiissins, þvi eins og segir I leikskrá þá stóð hún fyrir tveim áratugum á sviði Þjóð- leikhiíssins i gervi kinversku stúlkunnar Hajtang i Kritar- hringnum eftir Klabund. TUlkun hennar á þessu vandasama hlutverki hlýtur að teljast vera frábær og sýndi lófatakið, sem hún hlaut I hinum ýmsu atriðum, og i sýningarlok, að áhorfendur kunnu vel að meta leik hennar. Aðalvandinn við þetta hlut- verk er að leikkonan verður að leika Sén Te og svo Sén Te I gervi frændans Sjúi Ta. Hún verður að gera grein fyrir sér- kennum beggja, en jafnframt að vera áfram Góða sálin I Sesúan. Arni Tryggvason fer með hlutverk Vang, vatnssala og skilar þvi með ágætum. í hans hlut kemur að hafa samband við guðina þrjá sem reyna meira á áhorfendur eða imyndunaraflið en flest annað. Þar jaðrar einföldunin hjá höfundi meira við Gullna hliðið en guðfræðina. Þórhallur Sigurðsson fer með hlutverk atvinnulausa flug- mannsins. Sjálfsagt skilar hann hlutverki sinu ekki verr en efni standa til.Þetta er eitt af hlut- verkunum er setja áhorfendur I vanda, þvi rökin eru svo hæpin. Af hverju fer maðurinn ekki eitthvað annað fyrst hann vill fljúga? Hvað er hann að gera i Sesiian? Maður sem hefur kjark i að hengja sig einblinir ekki á peningagjafir frá fátæklingum. Þannig verður Jang Sún flug- maður heldur dauf mynd áf at- vinnuleysingja, og hann fellur hvorki að stétt fátæklinga né hinna sem betur mega sin I mannllfinu i Sesúan. Söngvar Þórhalls voru óskiljanlegir (textinn). Róberti Arnfinnssyni verður heldur meira úr hlutverki Sjú Fú, rakara. Hann leyfir sér að vera „kinverskur", þrátt fyrir boðorð hússins og Brechts að fprðast beri „eftiröpun kinversks hátternis" eins og það er orðað. Grimmd rakarans, virðing hans fyrir peningum, speki og hinum fornu dyggðum er sýnd á meistaralegan hátt. Brlet Héðinsdóttir sem" leikur ekkjuna Sin temur sér einnig „kínverska" framkomu og göngulag og hefðu fleiri mátt fara að dæmi hennar. Hún setur svip á sýninguna. . Guðirnir þrir, Þorsteinn ö. Stephensen, Rúrik Haraldsson og Ævar R. Kvaran, voru mjög góðir I hlutverkum sinum og það var sérlega skemmtilegt að sjá hinn nafntogaða leikara Þor- stein ö. Stephensen aftur á sviði Þjóðleikhússins eftir svo mörg ár. Hákon Waage lék lög- regluþjóninn, sem var mjög upplifgandi i aðgerðum sinum. Kristbjörg Kjeld vakti kátinu i hlutverki frú MiTsý, húseig- anda. Alls komaum 40mannsfram i sýningunni. Þar af um 10 börn. Frá þvl er sagt, að Brecht hafi bætt inn i -verk sitt nokkrum söngvum og ljóðum til þess að auka á fjölbreytileik þess og til þess að brjóta upp lengd þess. Hljómlistin og söngurinn gera sitt gagn, en ef til vill er undir- leikur of hávaðasarnur, en lík- lega er þó ekki sama hvar I salnum setið er. Það er Atli Heimir Sveinsson sem annast hljómsveitarstjórn af sinni fag- legu smekkvlsi. Þrir tímar i leikhúsi eru lang- ur timi — oftastnær. Það er samt ekkert afrek að borfa á Góðu sálina svo lengi. Sýningin heldur áhorfandanum við efnið ailan tfmann og hann fylgist með af áhuga. Ég held að eng- um hafi leiðst. Svo gripið sé til táknmáls, má helzt llkja framvindu leiksins við efnismikið kerti sem brennur stöðugt. Ljósið flöktir aldrei, né heldur ósir eða bloss- ar. Ef til vill hefðum við verið reiðubúin að sitja ögn lengur, kannski i fimm tima. Samt vil égekkilofa þvi að óséðu. Brecht kvartarundan þvi, að hafa ekki haft leikhús við höndina við samningu verksins. Hann talar um leikhús rett eins og aðrir höfundar tala um ritvélar. Hann var leikhúsmaður og hafði samúð og nægjanlega meðaumkun með áhorfendum til að vera ekki langdreginn eða bara ieiðinlegur. Það er llklega það sama, að þekkja leikhúsið og þekkja manneskjunaút ihörgul.og þótt reynt sé á þolrifin öðru hverju, verður að vera stöðugt líf I ánni og einhver von. Góða sálin mun vera eitt vinsælasta verk Bertolds Brechts. Ef dæma má af undir- tektum frumsýningargesta í Þjóðleikhúsinu, má gera ráö fyrir að svo verði einnig hér á landi. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.